Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 14
14 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ MARYAM Khodayar kom fyrst til Ís- lands sumarið 1994 í jarðfræðiferð. Hún hafði lengi átt sér þann draum að koma til Íslands eða síðan hún sá í fyrsta skipti myndir af landinu árið 1987 í tengslum við nám sitt. Segir hún að Ísland hafi minnt hana á heimaslóðir hennar en Maryam er fædd og upp alin í Teheran, höfuð- borg Írans. Borgin stendur á hásléttu sem er í 1.200 metra hæð yfir sjáv- armáli og hækkar í áttina til Alborz- fjalla norðan við borgina. Hæsta fjall- ið þar er Damavand, 5.761 metri á hæð, eldfjall sem gnæfir yfir borgina. „Ég sá fleira líkt með heimalandi mínu og Íslandi,“ segir hún. „Þar eins og hér hylur gróður ekki jarðfræðina. Mér fannst líka íslenskan hljóma kunnuglega. Leiðsögumaðurinn fræddi okkur um íslenska sögu og menningu. Þá áttaði ég mig á skyld- leikanum á milli þessara tveggja þjóða því tungumál beggja eru af indó-evrópskum stofni. Maryam lauk doktorsprófi í jarð- fræði frá Clermont Ferrand-háskól- anum í Frakklandi árið 1992 með höggunarjarðfræði sem sérgrein. En höggun fjallar um hreyfingar í jarð- skorpunni – hvernig jarðlög hallast og um myndun misgengja og sprungna. Hún segir að á Íslandi hafi opnast fyr- ir henni nýr heimur í jarðfræðilegu tilliti. „Þar gat ég séð með berum aug- um gosbeltið og þverbelti sem annars staðar á Norður-Atlantshafshryggn- um eru falin undir sjávarborði. Þessi tveggja vikna heimsókn nægði til að ég ákvað að koma hingað aftur í stutta rannsóknarferð og gerði það vorið 1995. Og hér er ég enn.“ Stundaði háskólanám í Frakklandi Maryam lauk stúdentsprófi 1980, nokkrum mánuðum eftir að íslömsku byltingunni í Íran lauk. Háskólar voru þá lokaðir um tíma í Íran. Ári síðar hófst stríðið milli Íraks og Írans og leiddi það til frekari frestunar á því að háskólar tækju til starfa aftur. „Ég fór því frá Íran 1983 til náms í Frakk- lands þar sem ég kunni frönsku. Ég fór einsömul en bræður mínir og frændur fóru til annarra landa. For- eldrar mínir voru um kyrrt í Íran og hef ég heimsótt þau nokkrum sinnum síðan ég fór að heiman. Ég stundaði háskólanám mitt í Frakklandi. Á námsárunum vann ég hjá frönskum olíufélögum í samtals eitt ár. Síðustu fjögur árin áður en ég kom til Íslands sá ég um sýningar og hélt jarðfræðifyrirlestra hjá vísinda- söfnum í Frakklandi. En ég hafði áhuga á að nýta þekkingu mína við vísindalegar rannsóknir, annaðhvort hjá olíufélögum eða rannsóknastofn- unum sem í Frakklandi eru á vegum ríkisins. Þetta reyndist hins vegar erfitt á þessum árum vegna versnandi efnahagsástands og samdráttar í Frakklandi. Samskiptin við Íran fóru einnig versnandi í Vestur-Evrópu og það varð erfitt fyrir íranska ríkis- borgara að fá vinnu hjá frönskum rík- isfyrirtækjum. Ég ákvað því að yfir- gefa Frakkland og leita á önnur mið. Doktorsverkefnið krefjandi en lærdómsríkt Maryam útskýrir doktorsverkefni sitt sem fjallar um svæði í Suður- Frakklandi þar sem berggrunnurinn er fornt sjávarset úr kalksteini, mikið sprungið og rofið. Eldvirknilína ligg- ur um þetta svæði þar sem yngra gos- berg hefur lagst ofan á þessi gömlu jarðlög. „Rannsóknasvæði mitt var á syðsta hluta þessarar eldvirknilínu. Að sumu leyti svipar svæðinu til Ís- lands en er með meiri gróðurþekju of- an á gosberginu. Verkefni mitt var að brjóta til mergjar byggingu beggja þessara jarðmyndana, eldri kalk- steinslaganna sem voru mynduð í grunnu sævi, og yngra gosbergsins sem var myndað á landi á virkri gos- sprungu og hvernig eldri og yngri jarðlögin tengdust. Sagan sem þessir atburðir ná yfir spannar 230 milljónir ára, frá því að elstu sjávarsetlögin mynduðust og þar til eldvirknin hófst á þessu svæði fyrir um 1,8 milljónum ára. Til þess að takmarka verkefnið valdi ég svæði sem var 20x40 km að flatarmáli þar sem öll aðaleinkenni framvindunnar komu fram. Setlögin voru kortlögð og greind, skoðaðir steingervingar til að ákvarða aldur þeirra, kortlagðar sprungur og hreyf- ingar um þær, aldursafstaða og fleira slíkt. Þetta var mikil nákvæmnisvinna og voru skoðuð fyrirbæri frá sentí- metrum og upp í kílómetra að stærð. Síðan var sömu aðferðum beitt á gos- bergið ofan á, og að lokum þurfti að tengja þetta púsluspil allt saman í eina sögu sem náði yfir þetta 230 milljón ára tímabil. Það var mikil reynsla að stunda þessar rannsóknir, erfið á köflum, en lærdómsrík þegar upp var staðið.“ 15 milljón ár af jarðsögu landsins rannsökuð Þegar Maryam kom aftur til Ís- lands ári síðar hafði hún skammtíma- aðstöðu á Norrænu eldfjallastöðinni og að tillögu yfirmanna þar hóf hún jarðfræðirannsóknir á Miðvestur- landi. Hún valdi þetta svæði af mörg- um sem til greina komu vegna fjöl- breyttra brota og bergganga þar sem gera mætti tölfræðilega rannsókn á berghöggun. Þegar dró að lokum þessarar vinnu á eldfjallastöðinni hafði Maryam átt- að sig á því að til að gera þessu svæði rétt skil þurfti að átta sig á brotasög- unni. Eftir að starfinu lauk á eldfjalla- stöðinni fór hún að leggja drög að nýju verkefni um jarðsögu Miðvest- urlands. Hún hóf gott samstarf við dr. Pál Einarsson prófessor og leitaði ráða hjá dr. Hauki Jóhannessyni jarð- fræðingi sem þekkir þetta svæði einna best og dr. Kristjáni Sæmunds- syni og fleirum. Páll hefur verið virk- ur samstarfsmaður hennar síðustu árin. Árið 1996 fékk hún starfsað- stöðu á Orkustofnun en þar vinnur stærsti hópur jarðfræðinga hérlendis. „Ég hef hins vegar ekki launaða stöðu þar,“ segir hún þegar hún útskýrir starfsskilyrði sín. Frá því Maryam hóf rannsóknir sínar hér á landi haustið 1995 og til ársins 1998 voru þær kostaðar af er- lendum styrkjum sem hún hafði aflað sér og var því óháð innlendum sjóð- um. „Styrkirnir nægðu til þess að ég gat unnið að ítarlegri gagnasöfnun og úrvinnslu fram á mitt ár 1998,“ út- skýrir hún. Þegar Maryam segir frá rannsókn- arverkefninu leynir áhuginn sér ekki: „Allir vita að hér á landi eru tvö virk gosbelti, Langjökuls-Reykjaness gos- beltið og eystra gosbeltið, og enn- fremur að tvö þverbrotabelti eru til staðar, Suðurlandsskjálftabeltið og Tjörnesbrotabeltið. En færri vita sennilega að hér er líka að finna merki um forn gosbelti í eldri bergmyndun- um landsins. Rannsóknasvæði mitt á Miðvesturlandi er kjörið til slíkra rannsókna. Þar er að finna í jarðlög- um á tiltölulega litlu svæði samfellda röð atburða sem spanna síðastliðnar 15 milljónir ára og þar eru sýnileg jarðlög sem jöklar hafa sorfið allt að 1,5 km af upphaflegu yfirborði lands- ins. Jarðfræði þessa svæðis er mjög flókin. Í stuttu máli má lýsa henni þannig að samkvæmt eldri rannsókn- um er útdautt gosbelti á Snæfellsnesi sem var virkt frá því fyrir um 15 millj- ónum ára þar til fyrir um 5 milljónum ára. Fyrir um 6–7 milljónum ára færðist megin virknin og gliðnunin yf- ir í núverandi Reykjaness-Langjök- ulsbelti. Enn síðar, fyrir um 2 millj- ónum ára, kom upp gosvirkni á VNV-ANA sprungum sem eru ekki hluti af plötuskilunum og sú virkni er enn til staðar. Jarðskjálftarnir í Borg- arfirði 1974, sem voru um 6 á Richt- ers-kvarða, sýna að hreyfingar eiga sér enn stað á þessu svæði. Aukinn skilningur á úthafs- hryggjunum Í vinnu minni hér hef ég haft mikið gagn af þeirri reynslu sem ég fékk í doktorsverkefni mínu í Frakklandi. Jarðlagastaflinn er á rannsóknar- svæðinu í Borgarfirði brotinn þvers og kruss, meira en á nokkrum öðrum stað á Íslandi. Valin svæði voru síðan rannsökuð nánar og gerð af þeim sér- kort. Greina má fjölmörg misgömul sprungukerfi með mismunandi stefn- ur, og fleiri höggunarfyrirbæri eru einnig sýnileg í staflanum. Ástæðan fyrir því hversu flókin myndin er hér er færsla gosbeltisins fyrir 6–7 millj- ónum ára. Ég er að reyna að rekja at- burðarás sprungumyndunar og högg- unar og til þess þarf ég að greina á milli þess sem gerðist meðan gamla gosbeltið var virkt, þess sem skeði af völdum núverandi Langjökulsgos- beltis, og einnig þess sem tengist yngstu eldvirkninni á Snæfellsnesi. Þetta er mikið púsluspil og reynir á kunnáttu og reynslu jarðfræðingsins. Niðurstöður þessa rannsóknaverk- efnis geta haft bæði vísindalegt og hagnýtt gildi. Þær geta leitt til aukins skilnings á úthafshryggjunum þar sem ekki er hægt að komast jafnvel að því að kortleggja og tímasetja í smáatriðum sprungukerfi þeirra djúpt á sjávarbotni. Sprungur og höggunarfyrirbæri eru nátengd jarð- skjálftum og eldvirkni, ennfremur rennsli heits vatns í efsta hluta jarð- skorpunnar, en á því hvílir öll nýting Íslendinga á jarðhitaauðlindinni. Sem dæmi má nefna að rannsóknir okkar Páls Einarssonar prófessors á síðast- liðnum árum á Vesturlandi hafa sann- fært okkur um að gamla gliðnunar- munstrið á Miðvesturlandi líkist sennilega mest annaðhvort Suður- landsþverbrotabeltinu eða jafnvel nú- verandi Reykjanesgosbelti. Niður- stöður okkar benda frekar til þverbrotabeltis og ef við getum fært sönnur á þetta þá sjáum við hér á landi þrjú stig sprungumyndunar milli tveggja gosbelta. Yngsta stigið er Suðurlandsbrotabeltið, næst kem- ur Hreppasvæðið og elst og þróaðast er Miðvesturland þar sem hægt er að sjá jarðlögin niður á meira dýpi. Sem dæmi um hagnýta þýðingu þessara rannsókna má nefna að rennsli heits vatns í jarðskorpunni hér á landi fer fyrst og fremst eftir neti af sprungum á mismunandi dýpi og þessar rann- sóknir ættu því að auðvelda okkur skilning á vatnsleiðninni á jarðhita- svæðum, einkum á lághitasvæðun- um.“ Verkefnið á Miðvesturlandi er mjög spennandi og getur vafalaust lagt talsvert af mörkum til þekkingar á íslenskri jarðfræði og jafnvel út fyr- ir landssteinana. Fyrir utan þetta verkefni hafa fáar grunnrannsóknir á jarðfræði Miðvesturlands verið unnar síðan 1975 og 1978. Þetta svæði er því tiltölulega lítt kannað og rannsóknar- aðferðir mínar eru einnig lítt þekktar hér á landi enn sem komið er. Nið- urstöður þær sem hafa verið kynntar til þessa hafa vakið mun meiri athygli erlendis en innanlands. Meginvandamál mitt nú er fjár- mögnun verkefnisins. Ég hef ekki Hvernig er það fyrir hámenntaða erlenda borgara að flytja til Íslands? Tökum við þeim opnum örmum og fögn- um því að fá að njóta sérhæfðra starfskrafta þeirra? Eða sýnum við þeim svo mikið fálæti að þeir finna sig knúna til að yfirgefa landið vegna þess að þeir fá ekki störf við hæfi? Hildur Einarsdóttir ræðir við dr. Maryam Khoday- ar sem er búsett hér á landi og hefur stundað hér jarðfræðirannsóknir undanfarin ár.                    !    !  "## $ !  $   %&'( )  *  ++ %&'' !        ,     $ !       $     $   -   $          !          . $  /0  %&'1 %&23  4         $    $       5   $    !       Vísindarann- sókn á vergangi Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Dr. Maryam Khodayar og dr. Hjalti Fransson, samstarfsmaður hennar, fyrir framan kort af bergstafla á Mið- vesturlandi sem hún hefur unnið upp úr ótal loftmyndum. Sýnir myndin hvernig bergstaflinn er brotinn þvers og kruss, meira en á nokkrum öðrum stað á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.