Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 17 ALLT áhugafólk er velkomið á fyr- irlestra í boði Háskóla Íslands. Ítar- legri upplýsingar um viðburði er að finna á heimasíðu Háskólans: http:// www.hi.is/stjorn/sam/dagbok.html Þróun námsefnis á 20. öld Þriðjudaginn 17. apríl verður opn- uð í Þjóðarbókhlöðu sýning um þróun námsefnis. Sýningin ber heitið Þróun námsefnis á 20. öld: Móðurmálið – náttúran – sagan og stendur hún til 31. maí og er opin á opnunartíma safnsins. Sýningin tekur til námsefnis fyrir skyldunám og hafa verið valin sýnishorn námsbóka frá aldamótum 1900 og allt til síðustu ára. Málþing um hlutverk bókasafns- og upplýsingafræði í þekkingarstjórn- un Miðvikudaginn 18. apríl stendur bókasafns- og upplýsingafræðiskor við félagsvísindadeild Háskóla Ís- lands að málþingi um hlutverk bóka- safns- og upplýsingafræði í þekking- arstjórnun. Málþingið fer fram í Odda, stofu 101, kl. 14–17. Fundar- stjóri er Ágústa Pálsdóttir lektor í bókasafns- og upplýsingafræðiskor. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Íslenska málfræðifélagið Miðvikudaginn 18. apríl flytur dr. Þórhallur Eyþórsson fyrirlestur í boði Íslenska málfræðifélagsins kl. 17.15 í stofu 422 í Árnagarði. Fyrir- lesturinn nefnist Þágufallssýki, nefni- fallssýki og þróun íslenska fallakerf- isins og verður fjallað um orsök og uppruna breytingar á frumlagsfalli í íslensku sem ekki sér fyrir endann á. Námskeið Endurmenntunarstofnun- ar HÍ Málstofa um nýtt námsefni í sögu- kennslu. Kennarar: Ýmsir sögukenn- arar og námsefnishöfundar. Umsjón: Róbert F. Sigurðsson. Tími: 28. apríl kl. 13.30-16.30. Veraldarvefurinn og virk upplýsinga- leit fyrir tæknimenn. Ný viðhorf í upplýsingamálum Kennari: Jón Er- lendsson yfirverkfræðingur, Upplýs- ingaþjónustu HÍ. Tími: 24. og 25. apríl kl. 9-17. Kenningar Ira Progoffs um innri visku og sköpunargáfu (The Intens- ive Journal Method – writing your inner self) Kennari: Kristiina Nikkola sálfræðingur í Finnlandi. Tími: 17. apríl kl. 9-13. Íslenski þroskalistinn Kennarar: Ein- ar Guðmundsson sálfræðingur, for- stöðumaður Námsmatsstofnunar og Sigurður J. Grétarsson sálfræðingur, dósent við HÍ. Tími: 23. apríl kl. 9-16. Íþróttaslys. Umsjón: Gunnar Skúla- son. Fyrirlesarar: Ýmsir sérfræðing- ar.Tími: 27. apríl kl. 8.20-16.10 og 28. apríl kl. 8.30-12. Nytsemi veflausna. Kennarar: Marta Kristín Lárusdóttir tölvunarfræðing- ur og Ebba Þóra Hvannberg dósent í tölvunarfræði við HÍ. Tími: 24. og 26. apríl og 2. maí kl. 13-17. Vefsmíðar II – Þróaðri vefsmíði og myndvinnsla. Kennari: Gunnar Grímsson viðmótshönnuður og vef- smiður hjá Engu ehf. Gestafyrirles- ari: Heimir Þór Sverrisson verkfræð- ingur hjá Teymi hf. Tími: 24. og 26. apríl kl. 8.30-12.30, 27. apríl kl. 8.30- 11.30, 30. apríl kl. 8.30-12.30 og 2. maí kl. 8.30-11.30. Stjórnarstörf í hlutafélögum – Rétt- indi, skyldur og ábyrgð. Kennarar: Jakob R. Möller hrl. og Kristinn Bjarnason hrl. Tími: 24. apríl kl. 16- 19. Árangursrík samskipti. Kennarar: Jóhann Ingi Gunnarsson og/eða Sæ- mundur Hafsteinsson sálfræðingar. Tími: 17., 18. og 24. apríl kl. 16.30- 20.30. Skattamál: Nýlegir úrskurðir og dómar. Kennari: Steinþór Haralds- son yfirlögfræðingur RSK. Tími: 26. apríl kl. 16-19:30. Stjórnun breytinga og nýmæla í op- inberri stjórnsýslu. Kennari: Sigur- björg Sigurgeirsdóttir, MSc stjórn- sýslufræðingur. Tími: 26. apríl kl. 9-16. alltaf á fimmtudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.