Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 19
AFMÆLI MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 19 - skattfrjáls skafmiði F í t o n / S Í A F I 0 0 2 4 6 1 Áttræður verður mánudaginn 16. apríl Bjarni Sigurðsson, Hlíðarvegi 45 á Siglu- firði. Bjarni er fæddur í Hnífsdal, sonur hjónanna Elísabetar Jónsdóttur og Sigurð- ar Guðmundssonar. Bjarni flutti hingað til Siglufjarðar 1945. Hér kynntist hann eigin- konu sinni, Þuríði Har- aldsdóttur, f. 6. des- ember 1924. Foreldrar hennar voru Haraldur Gunnlaugsson, smiður og bæjarfulltrúi, og Guðný Jóns- dóttir. Bjarni og Þuríður gengu í hjónaband 4. desember 1948. Bú- skap hófu þau í Grundargötu 19 og bjuggu þar í nokkur ár, en keyptu síðan húsið nr. 78 við Hvanneyr- arbraut og bjuggu þar allt til að þau fluttu í Skálahlíð, Hlíðarvegi 45, fyr- ir þremur árum. Þau hjón eiga fimm syni og eina fósturdóttur, sem hafa stofnað sín eigin heimili. Bjarni hefur unnið öll venjuleg verkamannastörf bæði til sjós og lands. Var á vertíðum suður með sjó, aðallega við beitningu fyrir dag- róðrabáta og þótti með afbrigðum duglegur beitningamaður. Bjarni vann við að gera jarðgöng í gegnum Strákafjall 1966. Hinn 5. júlí 1967 gerðist Bjarni sumarlögregluþjónn. Þessum starfa gegndi hann í 15 sumur við góðan orðstír, enda maðurinn prúðmenni, átakagóður þegar þess þurfti með og hafði til að bera flesta þá kosti sem einn lögreglumann mega prýða. Bjarni var eftirsóttur til dyravörslu og kunni þar vel til verka. Á merkum tímamótum í lífi þínu vil ég þakka þér sam- starfið og vináttu í gegnum árin um leið og ég færi þér, eigin- konu þinni og fjöl- skyldunni allri ham- ingjuóskir með áttræðisafmælið og vona að þú náir landi hér á Siglufirði aftur í kappsundinu. Bjarni einsetti sér á liðnu hausti að vera búinn að synda vegalengdina frá Siglufirði til Reykjavíkur áður en hann yrði átt- ræður. Hann er kominn til Reykja- víkur, og er nú á heimleið. Bjarni hefur gaman af söng og er virkur félagi í Vorboðum, kór eldri- borgara hér í bæ. Bjarni, megi geislar hækkandi sólar lýsa þér og þínum á þeirri göngu sem framundan er. Lifðu í sæmd eftirleiðis sem hingað til. Þess biður þinn gamli vin. Ólafur Jóhannsson, Siglufirði. BJARNI SIGURÐSSON verslunarmiðst. Eiðstorgi, sími 552 3970. Stretchbuxur St. 38–50 - Frábært úrval

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.