Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 20
20 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ G REINARHÖFUNDUR var nágranni Katrínar um árabil. Hún bjó þá á Blómvallagötu. Það talaðist svo til með okkur að hún segði mér frá störf- um sínum á yngri árum, áður en hún réðst til hjúkrunarstarfa. Katrín var dóttir Gísla Guðmunds- sonar, bónda á Heiðarbæ í Þing- vallasveit og Króki í Ölfushreppi. Hann varð síðar verkamaður í Reykjavík. Enginn skyldi halda að menn- ingin hafi fyrst haldið innreið sína í Reykjavík á svokölluðu menning- arári. Katrín Gísladóttir réðst í vist hjá Indriða Einarssyni revisor og rithöfundi og Mörtu Pétursdóttur konu hans. Þar kynntist hún hljómlist og leikmennt. Síðar var hún lengi hjá norska ræðismann- inum Henry Bay, en fór svo utan með frægri norskri óperusöngkonu og ferðaðist milli heimsborganna með henni. Ludvig Knudsen reisir sér hús Að þessu sinni ætlum við að nema staðar í Kirkjustræti og hyggja að húsi sem eitt sinn stóð skammt þaðan en taldist til Tjarn- argötu, nánar tiltekið númer 3C. Hinn 27. júlí 1880 er samþykkt af bæjaryfirvöldum Reykjavíkur að L.A. Knudsen – eins og segir í bók- um – sé leyft að byggja hús að stærð 12,5x12,5 álnir. Nokkrum dögum síðar og segir í bæjarskjöl- um: „Sama leyft að byggja hús þetta á bletti sem er fyrir sunnan garð ekkju Gróu Oddsdóttur með gafla móti norðri og suðri.“ Sá sem hér um ræðir og veitt er leyfi til þess að reisa hús skammt norðan við stað þann sem Ráðhúsið rís nú var Ludvig Arne Knudsen versl- unarmaður, sonur Lars Michaels Knudsens kaupmanns og Margrét- ar Andreu konu hans, en frá þeim hjónum er ættbogi mikill, svonefnd Knudsensætt. Þegar Ludvig Arne fær bygging- arleyfi er hann nýlega orðinn 58 ára gamall. Hann er þá kvæntur öðru sinni Katrínu Elísabetu Ein- arsdóttur. Fyrri kona hans var Anna Kristjana Steindórsdóttir Waage. Faðir Önnu Kristjönu var Steindór Waage skipstjóri, stjúp- sonur Bjarna riddara Sivertsens. Með fyrri konu sinni átti Ludvig Knudsen þrjár dætur, Margréti Andreu, Jóhönnu Soffíu Friðriku og Jóhönnu Andreu. Með seinni konu sinni eignaðist hann fjórar dætur og einn son. Dæturnar voru Lydia Angelika, Guðrún Sigríður, Kristín Steina og Margrét. Son- urinn var Moritz Vilhelm Biering. Þó að það væri freistandi að segja ítarlega frá afkomendum Ludvigs Arnes, sem reisti þetta hús fyrir meira en heilli öld, gefst ekki tími til þess nú. Samt má nefna sitthvað um ýmsa ættingja eða venslamenn sem koma við sögu og fer það þá eftir ýmsum gögnum sem tiltæk eru hverjir verða nefnd- ir. Það þykir t.d. frásagnarvert að seinni kona Ludvigs Arnes, Katrín Elísabet, er 11 ára gömul árið 1836 þegar franski Gaimard-leiðangur- inn er á ferð um landið öðru sinni. Í þeirri för er bókmenntafræðing- urinn Xavier Marmier. Hann held- ur dagbók um ferð sína og skráir þar atburði sem gerast. Einn Ís- lendingur skrifar í dagbók Marm- iers, það er Katrín Elísabet Ein- arsdóttir, sem ritar þar bænavers og nafn sitt. Hún segist þá vera 11 ára gömul. Katrín Elísabet er dótt- ir Einars Jónassonar borgara í Reykjavík sem verslaði í Aðal- stræti á sinni tíð skammt þaðan sem Aðalstöðin var. Um þessar mundir taka Íslend- ingar að sinna verslunarstörfum í vaxandi mæli þó að Jónas Hall- grímsson hafi takmarkaða trú á ár- angrinum þegar hann segir í kvæði sínu: „Íslendingurinn ætla ég sé illa fær til að drífa handel þótt sumir heiti Savier en sumir Höjsgaard, Herman, Peer og Wandel.“ Hér á Jónas við nýfæddan son Marmiers og Fríðu frammistöðu- stúlku í Klúbbnum, en sonurinn var Xavier. Lars Michael, elsti bróðir Ludvigs Arnes Knudsens, var skírnarvottur þegar drengur- inn var vatni ausinn. Ósvaldur Knudsen málari var kunnur kvikmyndagerðarmaður. Hann var sonarsonur Ludvigs Arn- es, þess sem húsið reisti. Ósvaldur gerði m.a. kvikmyndina Sveitin milli sanda og fjallaði þá um Öræf- in. Tvær dætur Ludvigs Arnes voru prestsmaddömur á Sandfelli í Öræfum, Jóhanna Andrea Knud- sen – fyrri maður hennar var séra Björn Stefánsson. Mörgum þykir Sandfell eyðilegur staður og kvaðst Watts, hinn kunni enski jöklafari, undrast það hversu presturinn, séra Björn, gæti dvalist þar. En Watts kvaðst hafa fengið skýr- inguna er hann sá prestsmaddöm- una hina ungu, Jóhönnu Andreu, birtast í stofunni á Sandfelli. Þar kom skýringin á því hversu vel presturinn undi sér þarna. Tíu árum síðar verður Lydia Knudsen prestsmaddama á Sand- felli, kona séra Ólafs Magnússonar, sem seinna var kenndur við Arn- arbæli í Ölfusi. Daníel Bruun, ferðagarpurinn frægi, hefur skráð komu sína að Sandfelli. Hann tók þar fagrar myndir af fjölskyldu Ólafs og frú Lydiu. Ludvig Arne og kona hans Katr- ín Elísabet flytjast úr húsinu Tjarnargötu 3C haustið 1887. Lud- vig selur hinn 1. októbermánaðar Indriða Einarssyni revísor eignina. Indriði er þá 36 ára gamall, kvænt- ur Mörtu Maríu, dóttur Péturs Guðjohnsens og konu hans Guð- rúnar Sigríðar Knudsens, sem er systir Ludvigs Arnes. Pétur Guðjohnsen var söngkenn- ari og organleikari í Reykjavíkur- dómkirkju, skrifari stiftamtmanns og landshöfðingja, talinn iðjumað- ur og gat sér orðstír fyrir starf að söngmenntun. Guðrún Sigríður var rómuð fyrir myndarskap í hús- stjórn og garðyrkju. Hún var heiðruð af norrænum garðyrkju- samtökum, sæmd verðlaunum og send garðyrkjuáhöld. Frá þeim hjónum er Guðjohnsensætt. Indriði revisor ekur mold í Tjörnina Þegar Indriði Einarsson kaupir húseignina Tjarnargötu 3C er hann þegar orðinn þjóðkunnur maður. Segja má að það hafi hann orðið þegar á skólaárum sínum vegna ritstarfa og leiklistaráhuga en allt kemur það fram í frásögn- um og er því ekki ástæða að fjöl- yrða um það í inngangi þessum. Þegar Ludvig Arne reisir hús sitt eru íbúar Reykjavíkur 2.500. Tæpum aldarfjórðungi síðar eru íbúar hér í bæ 8.300 og vaxandi eftirspurn eftir lóðum. Þá sam- þykkir bæjarstjórn Reykjavíkur að „taka boði Indriða Einarssonar að hann fylli upp Tjörnina undir Von- arstræti suður af lóð hans“, eins og segir í bæjarskjölum, „bænum að kostnaðarlausu gegn því að hann eignaðist það svæði er hann fyllir upp frá lóð sinni nú suður að Von- arstræti“. Tveimur árum seinna, hinn 3. mars, selur Indriði Einarsson Skúla Thoroddsen ritstjóra og al- þingismanni lóð undir stórhýsi sem hann reisir við Vonarstræti. Það hús stendur enn norðan Reykjavíkurtjarnar við hliðina á Oddfellowhúsinu, bárujárnshús sem margur minnist þess að hafa séð á göngu sinni um Vonarstræti. Knud Zimsen lætur þess getið í bók sinni „Úr bæ í borg“ að heiti Vonarstrætis sé sprottið af þeim rótum að einungis hafi verið vakin von hjá bæjarbúum um að nokkru sinni kæmi gata milli Suðurgötu og Lækjar; þar af Vonarstræti. Sú gata hafði þá verið ákveðin fyrir áratugum en stæði hennar var þá allt í Tjörninni. Indriði hefur séð sér hag í því að flýta fyrir lagningu Vonarstrætis með því að aka jarð- vegi og fylla upp Tjörnina. Reykja- víkurtjörn var vinsæll skemmti- staður, skautasvellið laðaði að sér fjölda ungmenna sem undu sér vel við skautahlaup í tindrandi tungls- ljósi á Tjörninni. Í hópi margra glæsilegra skauta- hlaupara á fyrstu áratugum ald- arinnar má m.a. nefna tvö ung- menni sem tengjast húsinu í Tjarnargötu 3C, þau Katrínu Viðar og Ósvald Knudsen. Skautafélag Reykjavíkur hélt fínustu dansleiki á Hótel Reykjavík. Hinn 31. maí 1917 ritar Indriði bréf til borgarstjórans í Reykjavík og fer þess á leit virðingarfyllst að hann megi láta setja kvistglugga á austurhlið þaksins á húsi sínu númer 3C. Leyfið er veitt. 8. ágúst ritar Indriði annað bréf og segir þá: „Háttvirti herra borgarstjóri. Ég hef, eins og yður er kunnugt, fengið leyfi til þess að byggja kvistglugga austanmegin á húsi mínu í Tjarnargötu 3C. En þegar átti að fara að byrja á verkinu þá var það sýnilegt að það var óprakt- ískt fyrir mig og fyrir húsið. Ég verð því að fá því breytt í kvist og hef, eftir að hafa talað við yður, herra borgarstjóri, og byggingar- fulltrúann sem sagði mér munn- lega að hann kysi heldur kvist en kvistglugga, farið að breyta í þá áttina og sæki nú um leyfi til að byggja kvist á húsið.“ Katrín ræðst í vist Katrín Gísladóttir, fyrrum yfir- hjúkrunarkona, er til heimilis á Blómvallagötu 13. Katrín réðst í vist til Indriða Einarssonar og frú Mörtu konu hans. Katrín Gísladóttir: Ég kom þarna vorið 1916. Þetta var nú í fyrsta sinn sem ég fór í dvöl til vandalausra og var þarna þetta sumar. Pétur: Kveiðstu fyrir því? Katrín: Nei, ég þekki ekki þá til- finningu. (P: Nei, að hugsa sér, þar áttu gott!) Já, ekki a.m.k. þá. Ég hugsaði ekkert út í það, ég var vön að vinna og ég var ekkert hrædd við að fara að gera svona venjuleg verk. Ég var elst af mínum systkinum og það lagðist náttúrlega á mig bæði að skúra gólf stundum og vaska upp og gera hitt og þetta. Pétur: Var ekki sandskúrað þá á þessum tíma? Katrín: Jú jú, einmitt sandskúr- að eldhúsgólfin a.m.k. Það voru „Ég ætla að lifa þangað til ég dey“ Katrín Gísladóttir var um áratugaskeið ein hin fremsta í flokki hjúkr- unarkvenna, sem nutu virðingar og viðurkenn- ingar sjúklinga og sam- starfsmanna fyrir nær- færni og góðvild í starfi. Pétur Pétursson skráði frásögn Katrínar af líf- inu í Reykjavík á fyrri- hluta 20. aldar. Ljósmynd/Snorri Snorrason Örin bendir á hús Indriða Einarssonar, Tjarnargötu 3C. Á myndinni sjást einnig Hótel Skjaldbreið og hús Skúla Thoroddsen, sem hann reisti við Von- arstræti er hann hafði keypt lóðina af Indriða Einarssyni. Systrasynirnir Einar Viðar og Pétur Halldórsson. Pétur Guðjohnsen var afi þeirra og Guðrún Sigríður Knudsen amma þeirra. Þeir voru báð- ir í hópi bestu söngmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.