Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 21 Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í glæsilega vorferð til Costa del Sol þann 8.maí á hreint ótrúlegu verði. Þú getur valið um 14 eða 23 nætur, og nýtur fegursta tíma ársins á þessum vinsælasta áfangastað við Miðjarðarhafið og getur valið um frábæra gististaði á ströndinni, í göngufæri við veitingastaði, skemmtistaði og strandlífið. Og meðan á dvölinni stendur, nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða, sem bjóða þér spennandi kynnis- ferðir til heillandi staða Andalúsíu. Kr. 47.885 M.v. hjón með 2 börn, 2 - 11 ára, 8.maí, 14 nætur. Santa Clara, íbúð með 1 svefnh., flug, gisting, skattar. Kr. 59.930 M.v .2 studio, Santa Clara, 8.maí, 14 nætur, flug, gisting, skattar. 8. maí til Costa del Sol í 14 daga frá 47.885 kr. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Aðeins 30 sæti á sértilboði timburgólf, annars voru dúkar hjá Indriða og teppi á stofum svo það var nú önnur aðferð. En þetta gekk ágætlega. Pétur: Var ekki mikill munur, fannst þér, að vera komin úr þínu umhverfi og inn til svona embætt- ismanns? Katrín: Jú jú, það var geysilega mikill munur, eða sérstaklega fannst mér andrúmsloftið þar allt annað og skemmtilegra því að allar dætur Indriða voru leikkonur, meira eða minna leikkonur. Ég held engin undantekning bara, nema Ingibjörg, ég man aldrei eft- ir að hún léki neitt. Pétur: Og hann sjálfur skáld. Katrín: Hann var leikritaskáld og náttúrlega rithöfundur á mörg- um sviðum. (P: Og leikstjóri.) Þetta var sem sagt mjög mikið menningarheimili sem er mér al- veg ógleymanlegt. Pétur: Það hefur haft mikil áhrif á þig á þessum aldri? Katrín: Já, það hefur eiginlega haft áhrif á mig gegnum allt lífið eiginlega, finnst mér. Ég hef haft meira vit á – eða mér finnst ég hafa meira vit á leikritum og list síðan. Pétur: Þú hefur alist upp þarna á þessu menningarheimili. Katrín: Ég fékk afskaplega mik- ið út úr þessu. Einar Viðar og Katrín Norð- mann voru yndislegt par Pétur: En auk allra systranna þá voru bræður líka. Viltu segja frá þeim? Katrín: Þeir voru tveir. Gunnar hét nú þá Jens Indriðason. Hann var 19 ára og var í Menntaskól- anum og var að ljúka námi. Og Einar Viðar, hann var nú ekki bú- inn að taka ættarnafnið þá, Viðar, svo að hann var Einar Indriðason og var bankaritari, nýtrúlofaður Katrínu Norðmann, yndislegri stúlku sem kom stundum á heim- ilið til þess að heilsa upp á ást- mann sinn. Og þau voru yndislegt par, eitthvað yndislegasta par sem ég man eftir að hafa séð. Pétur: Voru þau hrifin hvort af öðru? Katrín: Já, þau voru yndisleg. Það var auðfundið að þarna var hrein ást og það fór ekki fram hjá unglingnum. Já, svo var hann svo mikill söng- maður. Og þegar hann kom úr bankanum þá kom venjulega Katr- ín til þess að neyta með honum eft- irmiðdagskaffisins. Og þá kemur hann eins og svífandi fugl þarna inn, syngjandi fugl, og sneri Katr- ínu sinni í fanginu alveg einn hring sko. Þá söng hann venjulega: „Það er svo gaman, það veit mín vissa/ að vera saman og faðma og kyssa.“ Pétur: Og hefur þá kysst hana? Katrín: Ja eflaust. Hún hafði svo fallegt hár, alveg gullfallegt hár og mikið sem hún fléttaði í krans um höfuðið. Svo var hún í síðum mússulínkjól með blómstrum. Og ég gleymi henni aldrei, mér fannst hún alltaf vera eins og ævintýra- prinsessa. Enda var hún falleg til síðasta dags. Pétur: Og hann var ákaflega góður söngmaður og söng mikið þarna í karlakór KFUM. Katrín: Hann var yndislegur maður, afskaplega góður drengur og sorglegt að hann fékk ekki að njóta sín að lifa. Pétur: Það er ákaflega falleg mynd af þeim, þeir eru í söngfélagi og eru með hvítar húfur og þar horfa þeir nú allir framan í ljós- myndarann nema Einar Viðar, hann snýr sér svona á hlið og er svo brosleitur. Ég held að Drífa dóttir hans hafi verið lík honum, getur það ekki verið rétt? Katrín: Jú, ég hugsa það. Það var a.m.k. mikill svipur með þeim. En þær vorur svo litlar telpur sko þegar þær misstu pabba sinn. Pétur: En þú ætlar að lýsa systrunum. Katrín: Það er nú dálítið erfitt, en þær voru bara allar glæsilegar hver á sína vísu. Þær koma þarna. Efemía með börnin sín, Indriði Waage var þá náttúrlega elstur þar. Við vorum næstum jafngömul og óskaplega feimin hvort við ann- að. Þegar hann var látinn fara fram í eldhús og drekka kaffi þá var það ég sem átti að fá mér kaffi líka og við fengum rjómaköku, það var alltaf. Eitt var það sem ég gerði alltaf fyrir Einar þetta sumar, seinna sumarið sem ég var, það var að sækja fyrir hann heitar bollur á Skjaldbreið og færa honum kaffi niður í banka, eftirmiðdagskaffið. Pétur: Voru góðar kökur á Skjaldbreið? Katrín: Það voru fínar kökur. Það sjást ekki svona fínar kökur í dag. Pétur: Er það satt? Voru þær betri en í Björnsbakaríi? Katrín: Miklu betri. Það er ekk- ert sambærilegt. Það var danskur bakari og danskar kökur hafa nú alltaf verið viðurkenndar góðar. Þá tímdu þeir að hafa almennileg efni í því, ekki bara svindl. Ekki bara gervirjóma og allt svoleiðis. Þetta var ekta. Pétur: En Norðmannsfólkið, þú varst að tala um það áðan, það bjó þarna skammt frá. Katrín: Já, í húsinu þarna stóra. Guðrún Indriðadóttir leikur Höllu – „Ógleymanlegt“ Pétur: En segðu mér með Guð- rúnu Indriðadóttur, þú sást hana leika og hún var þarna nágranni þinn. Katrín: Já, ég sá hana daglega. Hún átti þá litla telpu, Kötlu, sem var þá bara á þriðja árinu. Og ég fékk nú að labba með henni úti og mér fannst það vera frídagur þeg- ar ég fékk að labba út með Kötlu. Hún var svo falleg og var svo góð. Pétur: En þú hefur farið og séð Guðrúnu leika Höllu í Fjalla-Ey- vindi. Katrín: Já, ég sá hana leika Höllu. Það var ógleymanlegt. Ég hef séð fleiri leika Höllu en mér hefur fundist Guðrún hafa leikið það best en það var nú kannski af því að þá var ég mest hrifnæm. Pétur: Já, Halldór Laxness varð nú fyrir miklum áhrifum. Hann lýsir því í afmælisriti Leikfélags Reykjavíkur þegar hann sér Guð- rúnu hverfa út í hríðina, og kemur svo daginn eftir eða er í bakaríinu hjá Gúnku og Guðrún kemur þang- að á morgunkjólnum. Honum varð svo mikið af því að hann komst við illan leik í innra herbergið og þar féll hann eiginlega næstum því í ómegin. Katrín: Já, hann hefur haldið bara að hún væri afturgengin. Já, svona er það. Pétur: En svo voru systurnar hinar og tengdasynirnir sem komu í heimsókn. Katrín: Já, það var nú aðallega Ólafur Thors sem ég man eftir. Ég held að hinir hafi nú bara ekki haft neinn tíma til að koma af því að – sennilega einn var nú – Kalman var nú sýslumaður held ég eða eitt- hvað svoleiðis þarna fyrir austan. Pétur: Björn Kalman, sem var maður Mörtu já. Sagt var að Björn Kalman væri fyrirmynd í sögu Stefans Zweig, Manntafli. Og svo Jens Waage? Katrín: Og Jens Waage, hann kom heldur ekki oft. Aðallega var það af því að þau bjuggu líka í næsta húsi við okkur svona fyrst. – Mér finnst ég segja „okkur“ eins og ég hafi átt þetta. Skemmtileg músík á Skjaldbreið Pétur: Þú varst þarna ein af fjöl- skyldunni. Katrín: Já, ég var þarna tvö skipti, tvö sumur, svona brot úr sumri í seinna skiptið. Ég var þarna í litla herberginu sem snýr á móti Skjaldbreið, sofn- aði við músík frá Skjaldbreið oftast nær því að það var alltaf músík með kaffinu þarna á kvöldin. Þó það væri ekki dansað þá var músík, það var skemmtileg músík, svo það var nú notalegt. Pétur: En þú ætlar að segja okk- ur frá því þegar þeir komu í kaffið eða þegar börnin söfnuðust saman á sunnudögum. Þá kom Ólafur Thors. Katrin: Já já, þá komu systurnar með krakkana. Það urðu nú fleiri seinna en það var a.m.k. alveg fullt hús. Og Ólafur var þarna einmitt. Ég man eftir sérstaklega einum sunnudegi sem ég kom þarna eftir að ég var í starfi, bara að heilsa upp á fólkið, þá man ég eftir ein- mitt að Ólafur var þarna. Hann tal- aði mikið og var mjög skemmti- legur, ógleymanlegur. Pétur: En viltu segja okkur frá daglegum verkum þínum og mat- seld og ýmsu sem þú lagðir nú stund á þarna? Katrín: Ég náttúrlega var nú meira í snúningunum. Ég fór yfir öll herbergin og ég sem sagt var búin með morgunverkin þegar Indriði kom niður til þess að fá sér morgunvatnið sitt, því að hann drakk alltaf eina spilkomu af vatni, soðnu vatni. Og svo fór hann út, Marta Pétursdóttir Guðjohnsen og Indriði Einarsson með börnum sín- um 1919. F.v.: Ingibjörg, Emilía, Gunnar, Eufemia, Lára, Einar, Marta og Guðrún. Katrín Gísladóttir hjúkrunarkona, móðir hennar og systkini. Fremstar eru móðirin Guðríður Jóhannsdóttir frá Nesjavöllum í Grafningi og Katrín. Í aftari röð standa Þorsteinn, bifreiðastjóri á Hreyfli, Þorgerð- ur, lengi starfsstúlka í Dyngju (Gerða í Dyngju), Þorleifur, bifreiðastjóri á Hreyfli („Vínlaust land“), og Jóhann Grímur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.