Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 26
Í SLENSKIR námsmenn hafa löngum sótt nám erlendis og í rík- ara mæli en námsmenn annarra landa sem við berum okkur saman við. Ástæðan er einkum sú að hér hefur námsframboð verið tak- markað, einkum framhaldsnám, þó að breyting sé að verða á því. Það er ýmislegt sem bendir til þess að útrás ungra háskólastúdenta sé að aukast og taka á sig nýja mynd. Hér áður fyrr var það takmarkið hjá flestum eftir að hafa lokið grunnnámi í Háskóla Íslands að fara að vinna og koma sér upp hús- næði. Nú er krafa um það að fólk fari í framhaldsnám vegna þess hve störfin eru að verða sérhæfðari, annaðhvort hér á landi eða erlendis. Þá fara háskólastúd- entar í auknum mæli í skiptinemanám til útlanda á meðan á grunnnáminu stendur. Einnig hefur áhugi á að vinna erlendis verið töluverður og talið er að sá hópur eigi eftir að fara stækkandi sem hefur áhuga á því að starfa í útlöndum til lengri eða skemmri tíma þá einkum með það að markmiði að skapa sér reynslu og þekk- ingu og prófa eitthvað nýtt. „Flestir af mínum vinum hafa hugsað sér að búa erlendis í lengri eða skemmri tíma,“ segir Herjólfur Guðbjartsson við- skiptafræðinemi í Háskólanum í Reykja- vík. „Fólk hugsar ekki lengur um það að stofna strax fjölskyldu og fá sér góða vinnu og vera hér á Íslandi það sem eftir er ævinnar og fara til Benidorm einu sinni á ári. Það vill mennta sig og geta síðan haft þann möguleika að starfa er- lendis.“ Hvað er það einkum sem hefur ýtt undir aukna útrás háskólastúdenta? „Það sem hefur breyst á undanförnum árum er að fólk skynjar sig sem heims- borgara, að það geti farið og sest að hvar sem er. Þetta á ekki aðeins við um Ís- lendinga heldur aðrar þjóðir einnig,“ seg- ir Páll Skúlason rektor HÍ. „Það sem hef- ur haft áhrif á alþjóðahyggjuna er hvernig tæknin hefur breytt möguleikum á samskiptum. Flugtækni og fjarskipta- tækni, þ.e. síminn, Netið og öll fjölmiðl- un, gerir mannleg tengsl möguleg, óháð fjarlægðinni. Þetta gerir okkur kleift að skynja okkur sem jarðarbúa, þ.e. sem eina heild. Vitundin um okkur sem jarð- arbúa eða heimsborgara fer vaxandi í heiminum.“ Áhugi á að kynna sér ný vinnubrögð og þekkingu innan eigin fræðahefðar er aðal drifkrafturinn á bak við þessa útþrá – og víkka sjóndeildarhringinn, eins og kemur fram hjá Elínu Höllu Ásgeirs- dóttur nemanda í félagsvísindadeild Há- skóla Íslands. „Þeir stúdentar sem hafa farið utan í skiptinemanám skynja þær takmarkanir sem bakgrunnurinn og sam- félagið setur þeim. Þeir fara ekki utan aðeins til að læra tungumál og takast á við framandi aðstæður heldur til að end- urmeta sig, sína stöðu og líf upp á nýtt. Við Íslendingar eigum og þurfum að skil- greina okkur á breiðari grunni en við höfum gert hingað til,“ segir hún.“ Skiptinemanám vinsælt Fleira kemur til þegar leitað er skýr- inga á auknum utanferðum erlendra há- skólastúdenta. Eftir gildistöku samnings- ins um Evrópskt efnahagssvæði, EES, árið 1994 geta íslenskir nemendur stund- að nám og starfsnám eða rannsóknir í öðrum löndum efnahagssvæðisins. Á undanförnum árum hefur það aukist mjög að háskólanemar fari í stúdenta- skiptinám á vegum Alþjóðaskrifstofu á háskólastigi í hálft til eitt ár. Fara þeir einkum til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada, að sögn Karítasar Kvaran, for- stöðumanns skrifstofunnar. Nú eru að opnast möguleikar til fleiri landa eins og Ástralíu, Nýja Sjálands og Japans. Nem- endaskiptin hafa reynst vel, að sögn Kar- ítasar. „Að vera í námi í erlendum há- skóla og lifa og hrærast í alþjóðlegu umhverfi gefur íslenskum nemendum tækifæri til að sjá hvernig þau standa sig í þessu umhverfi og þau geta borið sam- an það nám sem þau stunda á Íslandi við það sem gerist annars staðar. Hefur dvölin erlendis aukið þeim víðsýni og orð- ið til þess í sumum tilfellum að fólk hefur fengið áhuga á að nema við erlendar menntastofnanir.“ Þórleifur Björnsson, deildarstjóri al- þjóða- og rannsóknarsviðs Háskólans á Akureyri, segist hafa orðið var við aukinn áhuga háskólastúdenta á að reyna fyrir sér erlendis og segir hann að orðið hafi nær tvöföldun á hverju ári, síðastliðin fimm ár, í aðsókn nemenda HA í skipti- nemanám. „Mér sýnist vera almennur áhugi nemenda á því að tengja nám sitt erlendum háskólum með einum eða öðr- um hætti. Þetta gerist meðal annars með þátttöku í námskeiðum og verkefnavinnu í samvinnu við erlendar háskóladeildir. Nemendur Háskólans á Akureyri vita að atvinnulífið á Íslandi gerir þá kröfu að starfsmenn þess geti staðið andspænis al- þjóðlegum aðstæðum og staðið sig í fjöl- menningarlegu umhverfi. Þátttaka í al- þjóðasamstarfi í háskóla er því mikilvægur undirbúningur fyrir atvinnu- lífið.“ Möguleikar til að starfa í útlöndum hafa einnig aukist. Samkvæmt EES- samningnum eiga Íslendingar nú meiri möguleika á að sækja um vinnu í Evrópu og eigum við rétt á sömu kjörum við ráðningu og ríkisborgarar viðkomandi lands. Einnig höfum við sama aðgang að atvinnu sem þýðir að við getum sótt um hvert það starf sem er laust til umsóknar í öðrum EES-löndum, einnig í opinbera geiranum, þó svo að ákveðnar stöður, m.a. opinber embætti, séu eingöngu ætl- uð ríkisborgurum tiltekins EES-ríkis. Ís- lendingar eiga einnig rétt á að fá starfs- réttindi sín metin í viðkomandi landi. Vinnuumhverfið alþjóðlegt Með aukinni menntun Íslendinga hefur atvinntækifærum þeirra fjölgað erlendis. Þeir sem fara utan til framhaldsnáms fara oftast í bestu háskólana beggja vegna Atlantshafsins og eru því eftir- sóknarverður starfskraftur. Vinnuum- hverfið er einnig sífellt að verða alþjóð- legra. Í nágrannalöndunum er verið að ráða fólk alls staðar að úr heiminum. „Þekkingarþjóðfélagið og hið nýja hag- kerfi sem við búum við leitar að mann- auði hvar sem hann er að finna,“ segir Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félags- vísindadeild HÍ, þegar hann er beðinn að meta áhrif alþjóðahyggjunnar á ungt fólk. Fyrirtækin eru í auknum mæli orðin alþjóðleg, þau starfa í mörgum löndum og það skiptir þau ekki máli hvaðan vel menntað og hugmyndaríkt fólk kemur. Unga fólkið er ekki lengur tilbúið til að bíða og þrauka eftir tækifærunum hérna heima. Það tekur þeim tilboðum sem það fær erlendis.“ Á vegum Evrópusambandsins, ESB, er boðið upp á það sem kallað hefur verið Leonardo Da Vinci- áætlunin sem nær til starfsnáms, bæði grunnnáms, framhalds- náms og símenntunar. Að sögn Ástu Er- lingsdóttur, starfandi forstöðumanns Rannsóknarþjónustu HÍ, sem rekur Landsskrifstofu Leonardo, geta háskóla- stúdentar farið utan í 3-12 mánuði til að þjálfa sig í því námi sem þeir leggja stund á. Annaðhvort meðan þeir eru í námi eða eftir nám. „Nemendur sækja um hjá okkur að komast í starfsnám og við reynum að finna fyrir þau vinnustað,“ segir Ásta. „Oftar en ekki er einhver sem þau þekkja eða kennarar þeirra sem hafa sambönd erlendis sem koma þeim í starfsþjálfun.“ Að sögn Ástu hefur ásókn í starfsnám erlendis verið jöfn. „Við erum að senda 35 háskólastúdenta út á ári í starfsþjálf- un. Venjulega er það þannig að fólk fær 30 þúsund krónur í styrk frá okkur á mánuði og fargjöld greidd. Það er mis- jafnt eftir löndum hvort þau fá laun, ókeypis húsnæði eða mat. Við höfum orð- ið vör við að háskólanemar sem eiga kost á góðri vellaunaðri sumarvinnu hér heima finnast þessi kjör ekki nógu góð og kjósa fremur að vinna hér á landi. En dæmi eru um að fólk hafi fengið tilboð um áframhaldandi störf erlendis eftir að starfsnámi lauk.“ Dvöl erlendis hluti af reynsluferli Ungt háskólafólk er farið að meta at- vinnutækifæri sín á annan hátt og gera það nú meira í alþjóðlegu samhengi. Í ís- lenskum dagblöðum birtast auglýsingar þar sem alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir eru að auglýsa eftir vel menntuðu starfs- fólki. Háskólanemar eru einnig farnir að skipuleggja grunnnám sitt betur en áður með tilliti til hvernig þeir ætla að nota það síðar, að sögn háskólakennara sem rætt var við. Miða nemendur við að gera sér fram- haldsnámið auðveldara og að þeir verði gjaldgengari á vinnumarkaði, ekki síst erlendis, en „margir leggja áherslu á að dvöl erlendis sé hluti af þeirra reynslu- ferli,“ segir Halldór Jónsson, fram- kvæmdastjóri rannsóknarsviðs HÍ. Margir nemendur í stjórnmálafræði miða nám sitt við að fara í framhaldsnám erlendis og velja fög í grunnáminu hér heima sem geta ný náminu, að sögn B lektors í stjórnmá markmið margra að lendis, einkum hjá a Í lögfræði hefur fari í framhaldsná meistaragráðu, en framhaldsnám í fræ er þó fremur óal doktorsnám. Einnig að íslenskir lögfræð „En áhugi á fögum skotun hefur farið Magnússon, lektor „Þýðing Evrópurétt alltaf að aukast hé Það gengur ekki að ingur í heiminum n innsýn í þessi fög,“ Aukið samstarf við erlenda háskóla Svo tekin séu f hvaða áhrif alþjóðav háskólanámið má n deild HÍ, þar sem haldsnám, hefur ko nemendur vilja geta misseri erlendis. „Þ Allur heimurinn er leikvöllurinn Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsvísindadeild. „Eftir að fólk lýkur námi þarf það að fá strax atvinnu við hæfi annars er hætta á að það fari annað og ílendist.“ Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands. Að hans sögn stunda nú 400–500 erlendir nemendur nám við Háskóla Íslands frá fimmtíu og þremur þjóðlöndum. Arnljótur Bjarki Bergsson nemandi í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri. „Ég hef orðið var við minnkandi áhuga á því sem er íslenskt.“ 26 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.