Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 29 DÁSAMLEGT veður var hér syðra þennan dag. Sílamávurinn lét hátt og vakti okkur, sólin skein og rak okkur á fætur. Morgun- stund gefur gull í mund, og mér gekk vel að baka ekkiterturnar. Við sóttum sólstóla niður í kjall- ara, breiddum sumarlegan dúk á borðið og borðuðum úti. Afkom- endur okkar fjölmenntu eftir há- degi og terturnar runnu ljúflega niður. Fuglarnir sungu og mynd- uðu samhljóm með skærum rödd- um yngstu barnanna. Þau rifu sig úr fötunum þótt andkalt væri, en sólin skein glatt og þá fer maður í sólbað. Ekki nutu allir landsmenn slíkrar blíðu. Systir mín var í rútu- ferðalagi vestur í Dölum í miklum snjó og skafrenningi svo að varla var fært út úr bílnum. Möndlukubbar Botninn: 4 eggjahvítur 200 g flórsykur 100 g hýðislausar malaðar möndlur 2 msk. hveiti 1. Þeytið eggjahvítur mjög stíf- ar og malið möndlurnar. 2. Blandið saman hveiti og flór- sykri, sigtið út í hvíturnar, stráið möluðum möndlum út í og hrærið varlega saman með sleikju. 3. Setjið bökunarpappír á bök- unarplötu, smyrjið deiginu þar á og bakið við 160°C, blástursofn 150°C í 25–30 mínútur. Setjið formið í miðjan ofninn. 4. Takið úr ofninum og kælið svolítið, en hvolfið síðan á bökun- arrist og kælið alveg. Kremið: 3 eggjahvítur 75 g flórsykur 100 g smjör 2 tsk. duftkaffi 1–2 msk. flórsykur til að strá yfir 1. Látið smjörið standa í skál við eldhúshita í 2 klst. Setjið eggjahvítur og flórsykur í þykk- botna skaftpott á minnsta straum. Þeytið þar til þetta er orðið seigt og létt. Það krefst þolinmæði. Takið síðan pottinn af hellunni. 2. Hrærið eggjahvítu/flórsyk- urkremið og kaffiduftið út í smjör- ið. 3. Skerið kökuna í tvennt og smyrjið kreminu á milli. Kælið í kæliskáp í minnst 3 klst. Stráið flórsykri yfir og skerið í ferkant- aða bita 5x5 sm. Hindberja- tíglar 140 g smjör 250 g sykur 4 eggjarauður 225 g hveiti 1½ tsk lyftiduft 1 pundskrukka hindberjasulta 4 eggjahvítur 200 g sykur ½ msk. kakó 150 g kókosmjöl 1. Hrærið mjúkt smjör með sykri og eggjarauðum. Setjið lyftiduft og hveiti út í og hnoðið deig. Setjið bökunarpappír á bök- unarplötu. Þrýstið deiginu á papp- írinn, notið kökukefli til hjálpar. Smyrjið sultunni yfir. 2. Þeytið eggjahvíturnar hálf- stífar, setjið þá 200 g af sykri smám saman út í og hrærið á milli, þeytið þar til vel stíft er orðið. Bætið þá kakói og kókosmjöli út í og smyrjið yfir sultuna. 3. Hitið bakaraofn í 160°C, blástursofn í 150°C, setjið í miðjan ofninn og bakið í 45 mínútur. Kæl- ið vel. 4. Skerið í aflanga ferninga eða tígla, um 5x7 sm. Matur og matgerð Ekkitertur Sumarið kom hér sunnanlands 1. apríl, það fannst a.m.k. kóngulónni sem hafði spunnið þræði sína milli birkigreina við húshornið þegar við komum á fætur um morguninn, segir Kristín Gestsdóttir, og það var ekki aprílgabb. Gleðilega páska Taska aðeins 1.800 kr. NETVERSLUN Á mbl.is Veggklukka aðeins 2.000 NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.