Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 31 Heimsferðir kynna nú ferðir sínar til Prag í haust á hreint frábærum kjörum, en þessi heillandi borg er nú orðin einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga. Beint flug í október og nóvember og nú kynnum við nýja frábæra gisti- valkosti í hjarta Prag, góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn með íslenskum fararstjórum Heimsferða, þar sem þú kynnist alveg ótrúlega heillandi mannlífi þessarar fögru borgar sem á engan sinn líka í Evrópu.. Kr. 25.215 Flugsæti til Prag með 8.000 kr. afslætti, út á mánudegi, heim á fimmtudegi. Skattar innifaldir. Kr. 31.325 M.v. 2 í herbergi, U tri Korunek, 19. nóvember með 8.000 kr. afslætti sem gildir fyrir brottfarir á sunnudegi eða mánudegi. Skattar innifaldir. Ævintýri til Prag í haust frá 25.215 kr. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Frábærir flugtímar. Brottför frá Íslandi kl. 13.30 Fáðu bæklinginn sendann Í UNDIRBÚNINGI atkvæðagreiðslunnar um framtíð innanlands- flugs í Reykjavík var mikið rætt um hlutverk Reykjavíkur sem höf- uðborgar landsins. Við töldum það hlutverk hennar skipta miklu máli og nefndum sér- staklega skyldur borg- arinnar við aðra lands- menn vegna þeirra miklu réttinda sem því fylgir fyrir borgina. Í hita leiksins fjöll- uðu einstaka aðilar dá- lítið niðrandi um þessar meintu skyldur höfuðborgar og töldu nokk- uð víst að flestir landsmenn flyttu fljótlega á mölina hvort sem er. Nú er öllum frjálst að hafa hvaða skoðun sem þeir vilja á því, en það breytir engu um það, að Reykjavík án höfuðborgarhlutverksins yrði ein- ungis svipur hjá sjón og höfuðborg án samgöngumiðstöðv- ar héldi ekki lengur þeirri stöðu óskertri. En svo mikið hefur ver- ið fjallað um þennan hluta málsins, að ég ætla ekki að fjölyrða um hann meira hér. Hins vegar hefur vakið athygli mína, að ekkert hefur ennþá komið fram um það frá Ingi- björgu Sólrúnu, hvern- ig niðurstaða skoðana- könnunar Pricewater- houseCoopers meðal landsmanna allra á að hafa áhrif á framvindu flugvallarmálsins. Við undirbúning að viðhorfskönn- uninni 17. mars sl. kom fram, að samhliða atkvæðagreiðslu í Reykja- vík yrði efnt til mjög viðamikillar skoðanakönnunar meðal lands- manna allra um flugvallarmálið. Þegar ekkert bólaði á þeirri skoð- anakönnun upplýstu borgaryfirvöld, að hætt hefði verið við hana vegna þess, að PricewaterhouseCoopers hefði þegar framkvæmt slíka könn- un og því ástæðulaust að gera aðra. Vissulega athyglisvert og mikil við- urkenning fyrir PwC. Spurningin, sem lögð var fyrir landsmenn, var eftirfarandi: Ertu sammála eða ósammála því, að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram staðsettur í Vatnsmýrinni í Reykja- vík? Niðurstaðan var mjög skýr: Þegar Reykvíkingar einir voru spurðir voru 53% sammála því að hann yrði áfram, en einungis 29,6% ósammála. 17,4% voru hvorki sam- mála né ósammála. Af þeim sem tóku afstöðu voru þannig 64,2% Reykvík- inga sammála því að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni, en ein- ungis 35,8% ósammála. Þegar litið er til sjónarmiða lands- manna allra breytist hlutfallið afar lítið, en samtals 50,7% voru sammála því að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni, en 25,8% voru því ósammála. 23,5% voru hvorki sammála né ósammála. Af þeim sem tóku afstöðu voru þannig 63,5% sam- mála því, að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýrinni, en ein- ungis 36,5% ósammála. Í báðum til- fellum er niðurstaðan afgerandi skýr. Bæði þverskurður Reykvík- inga og þjóðarinnar sýndi í þessari skoðanakönnun þann eindregna vilja sinn, að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni. Nú hlýt ég að ætla að einhver hugsun hafi legið að baki þeim fyr- irætlunum borgaryfirvalda að fram- kvæma ætti þá stóru skoðanakönn- un, sem nefnd var hér að framan. Skoðanakönnun PwC kom í staðinn fyrir hana, að sögn borgaryfirvalda, og því spyr ég Ingibjörgu Sólrúnu: Hvernig verður tekið tillit til niður- staðna skoðanakönnunarinnar, þeg- ar metið verður vægi þessara frægu 384 atkvæða, sem skildu fylkingar að í viðhorfskönnuninni 17. mars sl.? Gleðilega páska. Höfuð(laus)borg Friðrik Pálsson Flugvöllur Bæði þverskurður Reykvíkinga og þjóð- arinnar, segir Friðrik Pálsson, sýndi í þessari skoðanakönnun þann eindregna vilja sinn, að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni. Höfundur er formaður samtakanna Hollvinir Reykjavíkurflugvallar. Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frá kl. 11-14. Súrefnisvörur Karin Herzog Silhouette

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.