Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 D 33 Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: postphil@postur.is Heimasíða: www.postur.is/postphil Ný frímerki Y D D A / S ÍA Íslandspóstur gefur út tvö ný frímerki þann 18. apríl tileinkuð íslenska fjárhundinum. Verðgildi frímerkjanna eru 40 kr. og 80 kr. Sama dag verða einnig gefin út frímerkjahefti með myndum af íslensku flugvélinni TF-ÖGN (55 kr.) og þýsku flugvélinni TF-SUX (80 kr.). MARGIR undruðust þegar þingmenn Sam- fylkingarinnar kvört- uðu yfir því á Alþingi að venjulegt fólk gæti nú fengið yfirdráttarlán í banka með einu símtali. Eftir að hafa runnið á rassinn með ódýrum málflutningi í öryrkja- málinu og spáð efna- hagskreppu árum sam- an virðist Samfylkingin næst ætla að gera út á nostalgíu haftatímabils eftirstríðsáranna. Það má vel vera að einhverjir sakni þeirra tíma þegar aðgangur almennings að lánsfé var háður ströngum takmörkunum. Þá þurfti almenningur að fá leyfi hjá opinberri nefnd til bílakaupa og jafnvel ferða- laga til útlanda. Og eins ótrúlega og það hljómar nú, eru ekki mörg ár síð- an fólk þurfti að bíða vikum eða mán- uðum saman eftir síma. En hvort sem fólk þurfti að slá víxil, kaupa bíl eða fara til útlanda á þessum árum, þurfti það að eyða drjúgum tíma í biðröð- um, skrá sig á hina og þessa biðlista og eiga samskipti við ýmsar stofnanir og skriffinna til að öðlast þessi eft- irsóttu gæði. Þessarar fortíðar virðast leiðtogar Samfylkingarinnar sakna en þeir geta huggað sig við það að Reykja- víkurarmur Samfylkingarinnar, R- listinn, stjórnar borg- inni og vinnur ötullega að því að biðlistavæða þjónustu borgarinnar og endurvekja and- rúmsloft haftatímabils- ins. Dagvistarvandi · Vorið 1994 lofaði Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir því að þörf reyk- vískra barna fyrir heils- dagsleikskólarými yrði fullnægt, kæmist hún til valda. Áttu allir bið- listar eftir leikskóla- rými að vera horfnir ár- ið 1998. Nú hefur R-listinn verið við völd í sjö ár og biðlistarnir hafa aldrei verið lengri. Um 2.600 börn eru á biðlista eftir dagvistarrými í borginni og nemur fjölgunin rúmum 40% á sl. fimm árum. Lóðaskortur · Á stjórnartíma sjálfstæðismanna í borginni var sérstök áhersla lögð á að tryggja nægt framboð á lóðum fyr- ir fjölskyldur og fyrirtæki. Undir stjórn R-listans hafa mál þróast á verri veg og lóðaskortur er nú orðinn viðvarandi í Reykjavík. Afleiðingarn- ar eru lóðabrask og stórhækkað fast- eignaverð. Lóðaskorturinn hefur þó ekki komið í veg fyrir að fólk nákomið borgarstjóra fái úrvalsíbúðarlóðir á eftirsóttum stöðum. Og á sama tíma og fyrirtæki fá þau svör að engar lóð- ir séu til leggur borgarstjóri mikið á sig til að úthluta styrktaraðilum R- listans lóðum á bestu stöðum í bæn- um eins og dæmin sanna. Slíkir vild- arvinir fara fram fyrir allar biðraðir. Félagslegt leiguhúsnæði · R-listinn hefur hvað eftir annað lofað stórátaki í úthlutun félagslegsra leiguíbúða í borginni en öll slík loforð hafa verið svikin. Aldrei hafa fleiri verið á biðlista eftir slíku húsnæði eða um 600 manns. Hjúkrunar- og þjónusturými fyrir aldraða · Undir stjórn sjálfstæðismanna var mikil áhersla lögð á að fjölga hjúkrunarrýmum aldraðra. Í kosn- ingabaráttunni 1994 gagnrýndu frambjóðendur R-listans sjálfstæðis- menn fyrir of hæga uppbyggingu og hétu því að gera miklu betur. Eftir að R-listinn komst til valda hefur hann reynst afar áhugalaus um þessi mál og svikið gefin loforð. Afleiðingin er sú að biðlistarnir hafa lengst og nú eru rúmlega 400 einstaklingar á bið- lista og þar af eru um 300 metnir í mjög brýnni þörf. Biðlistinn stjórnar borginni Kjartan Magnússon Þjónusta R-listinn vinnur ötul- lega að því, segir Kjart- an Magnússon, að bið- listavæða þjónustu borgarinnar og end- urvekja andrúmsloft haftatímabilsins. Höfundur er borgarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.