Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.04.2001, Blaðsíða 40
SKOÐUN 40 D FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ 31. OKTÓBER síð- ast liðinn veitti land- búnaðarráðherra Bændasamtökum Ís- lands og Landssam- bandi kúabænda leyfi fyrir innflutningi á fóst- urvísum úr norskum kúm. Sótt var um þenn- an innflutning til að gera samanburðartil- raunir með íslenskar og norskar kýr, til að fá úr því skorið hvort hag- kvæmt yrði að kynbæta íslenska kúastofninn með erfðaefni úr þess- um norska stofni. Margir kúabændur hafa lagst gegn hugmyndum um kynblöndun kúa- stofnsins og haft efasemdir um gagn- semi þessara tilrauna. Eftir að leyfi fékkst frá ráðherra fyrir innflutningi á fósturvísum, sneru unnendur ís- lensku kýrinnar bökum saman til verndar kúastofninum og stofnuðu Búkollu, samtök áhugamanna um ís- lensku kúna. Nú drep ég niður penna fyrir málstaðinn. Fyrir hverju eru Búkollubændur að berjast? Eru íslenskar kýr ekki með þeim ósköpum gerðar að engar tvær eru eins, hvorki að lit né lögun? Mis- mjólka, stórspena, júgurbólgusækn- ar, óþægar, síðjúgra, seinþroska, tímalausar stritlur. Það væri auð- veldara að mjólka 40 kýr einsamall ef þær væru allar eins, allar jafn full- komnar, þægar og heilbrigðar. Kúa- bændum var færð á silfurfati hug- myndin um að flytja inn erfðaefni norskra kúa af NRF-stofni til að leysa félagslegan og fjárhagslegan vanda stéttarinnar á einu bretti. En látum gylliboð um patentlausn- ir við okkar vanda ekki villa okkur sýn. Þeim atriðum sem taka þarf til at- hugunar varðandi innflutning á nýju kúakyni má skipta í þrjá flokka: 1. Atriðum sem varða bóndann, 2. atriðum sem varða landbúnaðar- samfélagið og 3. atriðum sem varða þjóðina. Innflutningsmenn í röðum bænda hafa langhelst haldið fram yfirburð- um norsku kúnna til mjólkurfram- leiðslu, það sé það sem máli skiptir fyrir bóndann. Öðrum flokknum hafa þeir kosið að líta framhjá og þriðja flokkinn telja þeir að komi málinu ekki við. Ég tel hugmyndir um innblöndun íslenska kúastofnsins með erlendum kynjum slíkt stórmál, að á það verði að líta í svo víðu samhengi sem kost- ur er, og það mun ég gera í þessu greinarkorni. Á nákvæmlega sama hátt og hvern og einn Íslending varðar um málefni eins og uppi- stöðulón á Eyjabökk- um og aðgang útlend- inga að náttúruauð- lindum, varðar þegna landsins um lífríki þess, ásýnd og framtíðar- möguleika. Ég er ekki að halda því fram að bændur eigi ekki að taka ákvörðun um þetta mál, því það varðar okkur auðvitað allra mestu, en við meg- um ekki líta fram hjá því að málefnið er miklu stærra en svo að það varði aðeins bændur. Þér kemur þetta við vegna þess að þú ert Íslendingur. Láttu málið til þín taka ef þú ert stjórnmálamaður. Ferðaþjónusta og umhverfissjónarmið Gullfoss var ekki virkjaður á sín- um tíma og þar hefur Biskups- tungnahreppur orðið af fasteigna- gjöldum af virkjun, sem er ekki lítið. Nú er helsti vaxtarbroddurinn innan minnar sveitar ferðaþjónusta tengd þeim gamla fossi. Sagan hefur ýtt hugmyndum um virkjun Gullfoss al- gerlega út af borðinu og ef okkur tekst að verja kúakynið gegn þessari aðsókn, yfir þúsund ára gamalt kyn sem er einstakt í heiminum, gæti ég trúað að sjónarmið framtíðarinnar verði svipuð þeim sem nú gilda um Gullfoss. Þetta eru þjóðargersemar. Sérstaða og einstakir búfjárstofnar Vegna fátæklegrar spendýrafánu landsins hefur búféð mikil áhrif á ásýnd þess og er nánast hluti af líf- ríki Íslands og óvefengjanlega stór hluti af menningunni. Á tímum auk- inna samgangna og alþjóðavæðingar skiptir hvers kyns sérstaða sífellt meira máli, og þar mun koma að þjóðirnar verji miklum fjármunum til að koma sér upp eða draga fram einhvers konar sérstöðu. Við njótum þeirrar einstöku aðstöðu að vera eina þjóðlandið í þessum heimshluta sem stundar nútíma búskap með upp- runaleg búfjárkyn, ekki bara eitt heldur þrjú: sauðkindina, hestinn og kúna. Þessir dýrastofnar hafa þróast við óvenjulegar aðstæður, í einangr- un um aldaraðir. Með þeim höfum við náð að byggja hér nútíma búskap og framleiðum mjólkurvörur sem standast allan samanburð. Búfjár- kynin eru öll í ræktun, hesturinn er heimsfrægur og íslenska kindin nýt- ur sífellt meiri athygli erlendra fjár- bænda, sérstaklega vestan hafs. Hvað með skuldbindingar Íslend- inga á alþjóðavettvangi til að varð- veita fjölbreytni náttúru og dýralífs? Kröfur markaðarins Hverjar eru kröfur markaðarins og vilji neytenda? Væntanlega ódýr- ar, hollar og góðar afurðir. Hollar og góðar afurðir getum við framleitt með kúnum okkar. Fyrir innflutningsmönnum vakir að skapa tækifæri til að framleiða ódýrari mjólk. Ég efast hins vegar um að við getum framleitt ódýrari mjólk á Íslandi með einhverjum öðr- um kúm. Kem nánar að því síðar. Þar að auki verða svo óljós hugtök sem kröfur markaðarins og vilji neytenda ekki skýrð með orðinu ÓDÝRT einvörðungu. Hræringar í neytendamálum undanfarnar vikur hafa sýnt það svo ekki verður um villst að hagsmunir íslenskra neyt- enda og bænda fara saman. Um leið og við verndum íslenskt búfé og ís- lenskan landbúnað, verndum við ís- lenska neytendur. Við stefnum að sama marki. 69% þjóðarinnar eru á móti inn- flutningi á nýju kúakyni (samkvæmt Gallup í desember 1999). Nei, afsak- ið, 92% þjóðarinnar eru á móti inn- flutningi á nýju kúakyni (samkvæmt skoðanakönnun DV í janúar-febrúar 2001). Einhver hluti af þessu fólki sér hag sínum betur borgið í landi með íslenskar kýr. Áhrif innflutnings á landbúnaðar- samfélagið yrðu meiri og flóknari en séð verður fyrir endann á á þessu stigi, enda hafa menn hliðrað sér við að ræða það málefni. Að mínu mati kostaði það eftirfarandi: – Nýtt ræktunarstarf – Nýjar rannsóknir – Nýjar leiðbeiningar – Nýjar byggingar – Ný vandamál – Nýja ímynd – Varðveita þyrfti gamla kynið – Ræktunarstarf úr sögunni – Vinna gegn skyldleikarækt – Vinna gegn útrýmingu Það er fullljóst að fjöldi mjólkur- kúa á Íslandi gefur ekki svigrúm til að hafa tvö eða fleiri kúakyn í ræktun á landinu. Innblöndun mundi þýða að hreinræktuðum íslenskum kúm fækkaði og möguleikar á kynbóta- framförum í stofninum minnkuðu sem því næmi. Einnig yrði mjög kostnaðarsamt að halda úti tvöföldu ræktunarstarfi, einu fyrir okkar kýr og öðru fyrir innflutt kyn. Einn möguleiki er að láta innflutt erfðaefni flæða skipulagslaust yfir kúastofninn og tryggja aðeins gripi á nokkrum býlum gegn innblöndun. Ekki er það metnaðarfullur kostur en eflaust sá ódýrasti. Bent hefur verið á að mjólk úr ís- lenskum kúm sé gott hráefni til osta- gerðar og jafnvel hollari ungbörnum en gengur og gerist um kúamjólk. Mjólkuriðnaðurinn er ekki hrifinn af miklum sveiflum í efnainnihaldi mjólkur, þar sem innihaldslýsingar á umbúðum þurfa alltaf að vera réttar og mismunandi hráefni í vinnslu veldur vandkvæðum. Reyndar hefur mjólkuriðnaðurinn ekki fengist til að taka afstöðu til innflutningsmálsins, frekar en aðrir sem standa utan raða bænda og óttast að styggja þar einn eða annan. Lífræn ræktun og vistvæn gildi njóta meiri athygli þegar menn sjá að ekki er jafn vænlegt að stefna á há- marksafköst í landbúnaði og áður var talið. Að viðhalda og nota uppruna- lega dýrastofna til framleiðslu er hluti af hugmyndafræði lífrænnar ræktunar. Á okkar menningarsvæði láta menn sig varða meðferð og velferð dýra í æ ríkara mæli. Kúabændur hér á landi þekkja minna til legusára, fótasjúkdóma og annarra húsvist- arkvilla en bændur sem búa með stóru kúakynin. Veturinn er langur hér á landi og kýrnar okkar virðast þola innistöðuna betur en sum önnur kyn. Hvað segir sagan um innflutning? Nautgripir: Er öllu óhætt? Holda- kyn þegar komin til landsins. Hross: Sjúkdómar bárust hingað án innflutnings hrossa. Sauðfé: Sjúkdómar – sjúkdómar – sjúkdómar. Geitur: Ekki kunnugt um innflutn- ing. Svín: Verksmiðjubú. Noregur – Finnland ... Alifuglar: Verksmiðjubú. (Hvaðan eru alifuglar fluttir inn?) Refur: Innblöndun í villtan ref. Minkur: Umhverfisslys. Hundar: Tegundaringulreið. Lax: Villtir laxastofnar/innfluttur eldislax? Gæludýr ... Hænunni og hundinum lá við út- rýmingu. Við getum stundað fyrirbyggjandi aðgerðir eins og gert hefur verið þegar flutt hefur verið inn í gegn um tíðina. Afleiðingarnar hafa verið ým- islegar. Þrátt fyrir nýjar aðferðir og aukna þekkingu, fósturvísaflutninga og betri leiðir til að greina sjúkdóma, stendur alltaf eftir einhver áhætta: – Óþekktir sjúkdómar – Óþekktar smitleiðir – Endurtekinn innflutningur Noregur ... Verður látið staðar numið við Nor- eg? Noregur er heldur ekki lokað land. Þangað geta borist sjúkdómar sem ekki eru þekktir þar núna. Við erum að mestu laus við þá sjúkdóma sem valda mestum skaða erlendis. Hreinna svæði en Ísland fyrirfinnst ekki nokkurs staðar í grenndinni. Þess vegna er torvelt að flytja búfé hingað til lands, því áhættan er öll okkar megin. Búfé sem verið hefur í einangrun frá sjúkdómum hefur heldur ekki mótstöðu gegn þeim. Hrossapestin sem hér gekk fyrir nokkrum árum var líklega af völdum sóttkveikju sem ekki var þekkt sem sjúkdóms- valdur erlendis. Hér gætu sjúkdóm- ar sem eru fremur meinlausir annars staðar valdið miklum usla. Hvernig eru varnaráætlanir hér á landi gegn faröldrum og hvernig hef- ur þeim verið fylgt eftir? Hvaða þekkingu hafa okkar menn á þessu sviði? Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sem barist hefur við að ráða niðurlögum riðu og fleiri sjúk- dóma í sauðfé varar sterklega við innflutningi af þessu tagi og það ger- ir Margrét Guðnadóttir prófessor í veirufræði einnig. Hún er sérfræð- ingur á sviði hæggengra búfjársjúk- dóma. Hvaða reynslu höfum við af búfjár- sjúkdómum? Afar bitra, að ég held. Sú kynslóð sem nú byggir sveitir hef- ur ekki upplifað af eigin raun hörm- ungar mæðiveikinnar og telur að í þessum efnum séu allir vegir færir. Er áhættunnar virði að láta reyna á þetta? Íslenskar kýr á Íslandi – sam- keppnisstaða – Innflutningssinnar halda því fram að þeirra leið sé besta vörn bænda gegn samkeppni erlendis frá. Þannig getum við helst keppt við innfluttar landbúnaðarvörur. Að mínu mati er sú lausn ekkert annað en baráttulaus uppgjöf gagnvart erlendri sam- keppni. Þannig rífum við sjálf stóran stein úr varnarmúr okkar um heima- markaðinn. Og nú nefni ég stór- hættulegt og bannað orð í þessu sam- hengi – VIÐSKIPTAHINDRANIR – Það sem allar þjóðir stunda en eng- inn viðurkennir. Norðmenn verja 400 milljónum á ári til að losna við eða halda niðri smitandi slímhúðarpest, meðal ann- ars til að ná betri samningsstöðu við Evrópusambandið. Eigum við nú að gefa samkeppnisaðilunum öll okkar tromp? Ég held ekki. Með innflutningi fórnum við auk þess möguleikum á útflutningi. Við getum aldrei keppt í verði á erlend- um mörkuðum, ekki einu sinni með bestu kúm í heimi, en við getum sótt BÚKOLLA EÐA NRF? Sigríður Jónsdóttir Það er fullljóst, segir Sigríður Jónsdóttir, að fjöldi mjólkurkúa á Ís- landi gefur ekki svig- rúm til að hafa tvö eða fleiri kúakyn í ræktun á landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.