Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 1

Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 1
91. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 24. APRÍL 2001 TALSMENN Ísraelsstjórnar sögðu í gær að hún vísaði ekki algerlega á bug tillögum sem Egyptar og Jórd- aníumenn hafa sett fram um nýjar friðarviðræður en í þeim er gert ráð fyrir vopnahléi. Á hugmyndunum væru hins vegar gallar sem þyrfti að lagfæra. „Mikilvægt er að reynt sé að þoka hlutunum áleiðis. Frum- kvæðið getur orðið grundvöllur en huga þarf nánar að smátriðunum,“ sagði Shimon Peres, utanríkisráð- herra, er hann ræddi við Louis Mich- el, utanríkisráðherra Belgíu. Haldinn var fundur embættis- manna öryggismála Ísraela og Pal- estínumanna í gær, að því er kom fram í yfirlýsingu hinna fyrrnefndu, og var þar rætt hvernig draga mætti úr ofbeldi. Til átaka kom í gær á Gaza-svæð- inu er gerð var útför palestínsks lög- reglumanns sem féll í sprengjuárás er Ísraelar gerðu í liðinni viku. Er líkið var látið síga í gröfina skutu nokkrir vopnaðir Palestínumenn 21 skoti upp í loftið til að heiðra minn- ingu mannsins en þá var, að sögn sjónarvotta, skotið í átt að líkfylgd- inni frá herstöð við landnemabyggð gyðinga í grenndinni. 12 ára drengur féll og 11 manns særðust. Sprengja sprakk í verkamanna- hverfinu Or Yehuda austan við Tel Aviv í gær og særðust fjórir lítillega. Á sunnudag framdi hermdarverka- maður sjálfsvíg með því að sprengja sig í strætisvagni í borginni Kfar Saba, skammt frá Tel Aviv. Auk hans lét ísraelskur læknir lífið og um 60 manns slösuðust. Varnarmálaráðherra Ísraels, Benjamin Ben-Eliezer, gaf í skyn í sjónvarpsviðtali á sunnudagskvöld að Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, réði að tjaldabaki hvort gerðar væru árásir á Ísraela og gæti stöðvað þær ef hann vildi. AP Þúsundir Palestínumanna fylgdu í gær lögreglumanninum Mahdi Mahdi til grafar á Gaza en hann féll í liðinni viku. Margir flúðu í ofboði er ísraelskir hermenn skutu að líkfylgdinni,12 ára drengur féll. Hermennirnir sögðu að skotið hefði verið að þeim en nokkrir Palestínumenn sýndu Mahdi virðingu með því að skjóta upp í loftið. Mannskæð átök við útför Palestínumanns á Gaza Ísraelar lýsa áhuga á friðartillögum Jerúsalem. AP, Reuters. DANSKA sjónvarpsstöðin TV Dan- mark dró í gær þrjá fyrrum þátt- takendur í sjónvarpsþættinum „Stóra bróður“ fyrir rétt og sakaði þá um samningsbrot. Mikið hefur gengið á í þáttunum, sem hófust í janúar sl., en um páskana stungu þremenningarnir af úr þáttunum. Með málshöfðuninni hyggst TV Danmark koma í veg fyrir að þeir tjái sig um þátttökuna fyrr en þátt- unum lýkur. Dómsmálið hófst í gær og að kröfu sjónvarpsstöðvarinnar fer það fram fyrir luktum dyrum. Ástæðuna segir hún vera að ýmis atriði er varði framleiðsluna megi ekki koma fram. Lögmenn þre- menninganna kröfðust þess hins vegar að réttarhaldið yrði opið þar sem þeir byggju ekki yfir neinum leyndarmálum og að þeir vildu fá að verja sig í fjölmiðlum. Málið allt er farsakennt; allir sjö þátttakendurnir klifruðu fyrir viku í skjóli nætur yfir girðinguna sem umlykur upptökustaðinn en fjórir ákváðu hins vegar að snúa aftur eftir miklar fortölur. Slökkt var á upptökuvélunum í tæpan sólar- hring á meðan á þessu stóð en regl- an hefur hingað til verið órofin út- sending. Til að halda í fjórmenningana hefur sjónvarpsstöðin brotið flestar reglur þáttanna, sem m.a. banna öll samskipti við vini og ættingja. Öll fengu þau heimsókn í húsið, mat að eigin ósk o.fl. Þremenningarnir sem héldu á brott eiga hins vegar yfir höfði sér fjársektir, vinni TV Danmark málið á hendur þeim. Þá hefur sálfræðingi, sem hefur yfirumsjón með andlegu heilbrigði þátttakendanna, verið hótað brott- rekstri úr danska sálfræðifélaginu, þar sem hann þótti tjá sig of opin- skátt um andlegt ástand þeirra. Hefur hann lýst því yfir að þurfi hann að velja muni hann taka sjón- varpsþáttinn fram yfir félagið. „Stóri bróðir“ kærir Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. LITLU munaði á fylgi stuðnings- manna stjórnarflokkanna og and- stæðinga sambandsslita við Serbíu í þingkosningunum sem fram fóru í Svartfjallalandi á sunnudag. Er búið var að telja nær 99% atkvæða höfðu stjórnarflokkarnir fengið um 42% at- kvæða en andstæðingar þeirra 40,7%. Frjálslynda bandalagið, sem er utan stjórnar og vill sjálfstæði eins og stjórnarflokkarnir, fékk 7,6% og því ljóst að sjálfstæðissinnar eru með meirihluta á þingi. Fögnuðu þeir því ákaft sigri í höfuðborginni Podgorica í gær en andstæðingar þeirra jafnvel enn meira vegna þess að árangur þeirra var betri en spáð hafði verið. Niðurstaðan er nokkur vonbrigði fyrir sjálfstæðissinna en kannanir höfðu gefið til kynna að þeir myndu vinna mun stærri sigur. Stjórnar- flokkarnir verða að líkindum með jafnmörg þingsæti og áður, 35, en andstæðingar sjálfstæðis 33. Milo Djukanovic, forseti Svartfjallalands, vill þjóðaratkvæði í sumar um sjálf- stæði en jafnframt að Svartfellingar og Serbar, sem mynda sambandsrík- ið Júgóslavíu, eigi með sér náið sam- starf á nokkrum sviðum. Til að breyta stjórnarskránni þarf tvo þriðju af 77 þingsætum eða 52 og skortir sjálfstæðissinna nokkur sæti upp á slíkan aukinn meirihluta. Vesturveldin studdu lengi Djuk- anovic vegna andstöðu hans við stefnu Slobodans Milosevic, fyrrver- andi Júgóslavíuforseta, en óttast nú að sambandsslitin geti valdið átök- um. Utanríkisráðherra Þýskalands, Joschka Fischer, varaði við skyndi- ákvörðunum um sjálfstæði Svartfell- inga og hvatti þá til að reyna að semja við Serba um að Júgóslavía héldi velli. Bandaríkjamenn tóku í gær í sama streng. Anna Lindh, ut- anríkisráðherra Svíþjóðar, sem er forysturíki Evrópusambandsins þetta misserið, benti á að Svartfell- ingar væru klofnir í málinu. Ef þeir segðu sig úr lögum við Júgóslavíu gæti það valdið blóðsúthellingum víða á Balkanskaga. Fulltrúar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, ÖSE, sem fylgd- ust með framkvæmd kosninganna, sögðu þær hafa farið vel fram. Kjör- sókn var rúmlega 80% og er búist við endanlegum tölum á fimmtudag. Kosningaúrslitin í Svartfjallalandi Spá þrátefli um sambandsslit Podgorica, Belgrad. AP, AFP, The Daily Telegraph. AP Sjálfstæðissinni í Svartfjalla- landi veifar gömlum fána í gær.  Úrslitin vekja/28 SAKSÓKNARAR í Frankfurt tilkynntu í gær að fallið yrði frá frekari rannsókn á ásökunum þess efnis að Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýzkalands, hefði gerzt sekur um að segja ósatt er hann bar vitni í rétt- arhaldi í vetur yfir fyrrverandi pólitískum samherja sínum, Hans-Joachim Klein. Talsmaður saksóknara í Frankfurt, Petra Bertelsmeier, sagði að ekki væru næg sönn- unargögn fyrir hendi. Réttað var yfir Klein vegna þátttöku hans í hryðjuverka- árás á ráðherrafund OPEC í Vínarborg árið 1975. Réttar- höldin beindu kastljósinu að fortíð ráðherrans sem virks vinstriöfgamanns uppúr 1970. Meint ljúgvitni Joschka Fischers Rannsókn hætt Berlín, Frankfurt. AP, Reuters. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti hefur að sögn embættismanna ákveðið að selja Taívönum ekki tundurspilla með háþróuðum Aegis- flugskeytavarnarbúnaði. Í staðinn fá þeir skip af svonefndri Kidd-gerð sem eru ekki jafn öflug vopn. Að sögn BBC fór Bush að tillögu Donalds Rumsfelds varnarmálaráð- herra í málinu. Stjórn Kína hefur lýst harðri and- stöðu við söluna á Aegis-tundurspill- um. Segir hún að salan muni spilla samskiptum ríkjanna. Kínverjar álíta að Taívan sé uppreisnarhérað og hafa hótað að leggja eyjuna undir sig með vopnavaldi ef Taívanar lýsi yfir fullu sjálfstæði. Fulltrúar bandarískra stórfyrir- tækja hafa varað við áhrifunum á viðskipti við Kína ef Taívanar fengju að kaupa umrædd herskip en margir herskáir repúblikanar vilja hunsa mótmæli Kínastjórnar. Varnir Taívans Fá ekki Aegis- tundur- spilla ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.