Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 11 HUGMYNDIR eru uppi um að reisa alhliða verslunar- og þjón- ustumiðstöð við Sunnumörk í Hveragerði, við þjóðveg 1, skammt frá Eden. Bæjarstjórn hefur falið Hálf- dáni Kristjánssyni bæjarstjóra að kynna líklegum fjárfestum fyr- irhugaða byggingu 3 þúsund fer- metra verslunarmiðstöðvar. Gert er ráð fyrir að vinnu þar að lút- andi ljúki í maílok. Þegar hafa fyrirspurnir borist vegna lóð- arinnar. Frétt birtist um málið hér í blaðinu á sunnudag en hér birtist kort sem sýnir fyrirhug- aða staðsetningu. Að sögn Hálfdáns hefur bærinn mikinn áhuga á því að við Sunnu- mörk rísi verslunar- og þjón- ustumiðstöð sem rúmi þá þjónustu sem sveitarfélög al- mennt bjóði. Þess er vænst að miðstöðin hýsi banka, mat- vöruverslun, byggingarvöruversl- un, upplýsingamiðstöð, vínbúð, veitingasölu og hugsanlega fleiri verslanir. &# '!% ( ) *% "%+ ,#    Áform um versl- unarmiðstöð í Hveragerði Verslunarmiðstöðinni er ætlaður staður við Sunnumörk í Hveragerði. FINNBJÖRN A. Hermannsson, formaður Samiðnar, segir að hús- næðismál hafi verið ofarlega á baugi á þingi samtakanna á Grand Hóteli um síðustu helgi og þar hafi komið fram að ungt fólk og tekjulægra fólk er að lenda í gildru vegna fyrir- komulagsins á þeim málum og sjái ekki fram á tækifæri til að eignast húsnæði. „Eins og kerfið er uppbyggt í dag er nauðsynlegt að leggja fram eigið fé til íbúðarkaupa sem ungt fólk og tekjulægra fólk á ekki. Það nær því ekki að koma sér upp húsnæði. Margir fara út á leigumarkaðinn sem er skelfilegur í augnablikinu. Við horfum því til þess að menn eru að lenda í þeirri gildru að geta ekki verið í öruggu húsnæði,“ segir Finn- björn. Hann bendir á að áður en vaxta- bótakerfið var tekið upp hafi verið við lýði niðurgreidd lán til ákveðinna hópa. Samiðn leggur til að vaxtabæt- ur verði greiddar í formi niður- greiddra lána til þessa hóps um leið og hann festir kaup á húsnæði. Þetta myndi hjálpa mörgum til að eignast húsnæði. Finnbjörn sagði að þetta myndi kalla á talsverða kerfisbreyt- ingu en augljóst væri að gera þyrfti breytingu í þessa veru. Atvinnuáætlun skortir Einnig voru atvinnumál til um- ræðu á þinginu og sagði Finnbjörn að skortur væri á atvinnuáætlun af hálfu hins opinbera til lengri tíma sem atvinnulífið gæti lagað sig að. „Einnig viljum við að ríkið haldi að sér höndum þegar þensla er mikil og komi inn á markaðinn á dauðum tím- um. Auk þess viljum við sjá öflugri stuðning við atvinnulífið úti á landi. Við teljum ekki að verið sé að bjarga íslensku atvinnulífi þegar verið er að færa örfá fyrirtæki frá Reykjavík út á land. Við lítum á Ísland sem eitt atvinnusvæði og við erum að tapa bæði fólki og störfum úr landi. Við viljum því að fyrirtæki sem setjast að úti á landi fái fyrirgreiðslu svo þau dragi ekki stofnkostnaðinn, menntunarkostnaðinn og þróunar- kostnað eilíflega á eftir sér,“ segir Finnbjörn. Húsnæðismál ofarlega á baugi á þingi Samiðnar um síðustu helgi Ungt fólk í erfiðleikum með að koma sér upp húsnæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá þingi Samiðnar á Grand Hóteli um síðustu helgi. ÞRÍR refsifangar á Litla-Hrauni hafa verið ákærðir fyrir að hafa undir höndum lítilræði af fíkniefn- um. LSD fannst hjá tveimur þeirra en hass hjá þeim þriðja. Samkvæmt upplýsingum frá embætti sýslumannsins á Selfossi koma endrum og sinnum upp fíkniefnamál í fangelsinu á Litla- Hrauni. Þrír refsi- fangar ákærðir ELDUR kviknaði í timburstæðu í Hafnarfjarðarhöfn í hádeginu í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var dekkjastafli við hlið timbursins. Slökkviliðinu tókst að koma í veg fyrir að eldurinn næði að læsa sig í dekkin. Að sögn slökkviliðs slapp þetta tiltölulega vel en dekkin sviðn- uðu þó aðeins. Grunur leikur á að um íkveikju hafi verið að ræða. Eldur í timb- urstæðu ♦ ♦ ♦ GIEDRIUS Cekuolis, varautanrík- isráðherra Litháen, mun í dag eiga fundi með Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra, embættismönn- um utanríkisráðuneytisins og for- sætisráðuneytisins auk þess sem hann hittir fulltrúa utanríkismála- nefndar Alþingis. Megintilgangur heimsóknar Cekuolis er að leita eftir stuðningi við aðild Litháen að Atlantshafs- bandalaginu og kynna með hvaða hætti unnið sé að undirbúningi að- ildar landsins að því. Litháen tek- ur þátt í aðgerðaáætlun umsókn- arríkja Atlantshafsbandalagsins sem samþykkt var á leiðtogafundi bandalagsins í Washington 1999. Níu ríki hafa sótt um aðild að bandalaginu, þar á meðal Eystra- saltsríkin þrjú. Varautanrík- isráðherra Litháen í heimsókn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STUTT FJALLAÐ hefur verið um mögu- legar skattalækkanir í ríkisfjár- málanefnd ríkisstjórnarinnar. Er þar einkum horft til eignarskatta einstaklinga og fyrirtækja og tekjuskatta fyrirtækja, en Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að helst ætti að fara með hann niður fyrir 20% . Davíð sagði í samtali við Morg- unblaðið að á undanförnum árum hefðu verið gerðar ýmsar breyt- ingar á skattkerfinu. Í fyrsta lagi hefðu aðstöðugjöld verið aflögð, sem hefði hjálpað fyrirtækjum heilmikið. Síðan hefði ríkisstjórnin snúið sér að því að lækka skatta einstaklinga og einnig hefðu skatt- ar á fyrirtæki verið lækkaðir. Þá hefðu barnabætur verið hækkaðar og nú síðast í tengslum við endur- skoðun kjarasamninga hefði verið ákveðið að verja 1.200 milljónum kr. í það að hækka persónuafslátt- inn. Davíð sagði að nú fyndist þeim nauðsynlegt að huga að sköttum fyrirtækja á nýjan leik. Við hefðum verið komnir á nokkuð gott ról í þeim efnum í öllum samanburði. Síðan hefðu aðrir fetað í þessi sömu fótspor, þannig að við værum ekki lengur framar öðrum í þess- um efnum og um sumt værum við aftarlega til að mynda varðandi eignarskattinn bæði gagnvart ein- staklingum og fyrirtækjum. „Við höfum viljað skoða þessa þætti og hvað við gætum gert varðandi eignarskatt bæði hjá fyr- irtækjum og einstaklingum og eins varðandi tekjuskattinn,“ sagði Davíð. Hann sagði að engar tölur hefðu verið nefndar í þessum efnum, en að hans mati ætti að hugsa til framtíðar, því við gætum fengið miklar tekjur ef við gættum þess að hafa skattprósentuna lága þann- ig að hún myndi draga að fyr- irtæki. Hann sagði að helst ætti að fara með tekjuskatt fyrirtækja niður fyrir 20%. Fyrirtækin væru að reyna að standa undir háum launa- kostnaði, en kaupmáttur hefði auk- ist mikið. Þetta myndi einnig skapa skilyrði fyrir því að hluta- fjármarkaðir styrktust þar sem möguleikar til hagnaðar í fyrir- tækjum myndu aukast. En hann væri líka sannfærður um að skatt- tekjurnar myndu aukast eins og þegar skattprósenta fyrirtækja hefði verið lækkuð á sínum tíma. Davíð sagði að einnig væri verið að skoða hluti eins og stimpilgjöld, eins og komið hefði fram. Hann sagði að tillögur í þessum efnum yrðu ekki lagðar fram fyrr en í haust og myndu þá miðast við næsta fjárlagaár. Hækka þarf gólf hátekjuskatts Aðspurður um hátekjuskatt á einstaklinga og tekjuviðmið hans og að hann hefði ekki haldið í við þróun kaupmáttar, sagði Davíð, að hátekjuskatturinn væri ekki mjög nútímalegur skattur og ætti kannski að fara, en það gæti verið pólitískur ágreiningur um það. Alla vega væri ljóst að eins og hann væri innheimtur nú væri hann millitekjuskattur og varla það. Því væri óhjákvæmilegt að hækka að minnsta kosti gólfið í þeim efnum. Davíð Oddsson forsætisráðherra um mögulegar skattalækkanir Tekjuskattur fyrirtækja helst niður fyrir 20% KOREA Ginseng Corp., sem fram- leiðir rautt eðalginseng og selur til Íslands, hefur stefnt Heilsuverslun Íslands fyrir Héraðsdóm Reykjavík- ur vegna fullyrðinga sem fram koma í auglýsingu frá Heilsuverslun Ís- lands 11. febrúar sl. Krefst fyrirtækið þess að fullyrð- ingar í auglýsingu stefnda verði dæmdar dauðar og ómerkar enda hafi þær valdið sér fjárhagslegu tjóni. Stefnt er fyrir fullyrðingar í auglýsingunni þess efnis m.a., að í Kóreu sé jarðvegur oft bættur kem- ískum efnum, bæði skordýraeitri og tilbúnum áburði. Þar sem örveru- fræðilegt jafnvægi sé ekki til staðar verði ginsengið mun viðkvæmara fyrir skaða af völdum skordýra og sveppa og kalli það á enn frekari notkun skordýraeiturs. Stefnandi krefst greiðslu máls- kostnaðar úr hendi stefnda auk 250 þúsund króna til að standa straum af birtingu dóms. Stefnt fyrir fullyrðingar í auglýsingu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.