Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 44

Morgunblaðið - 24.04.2001, Page 44
MINNINGAR 44 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Halldór ÓlafurJónsson fæddist í Skálholti í Biskups- tungum 26. septem- ber 1919. Hann lést á Landspítalanum á Landakoti 9. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Jón Ólafur Gunnlaugs- son frá Kiðjabergi, stjórnarráðsfulltrúi, f. 8.10. 1890, d. 23.8 1979, og Jórunn Hall- dórsdóttir frá Þor- lákshöfn, f. 1.4. 1892, d. 4.10. 1919. Þau voru bæði af Bergsætt. Alsystkini Halldórs eru: Þuríður, f. 14.5. 1913, d. 10.12. 1996, Soffía, f. 7.2. 1915, d 8.1. 1917, Gunnlaugur Jón Halldór, f. 18.5. 1916, d. 12.6. 1918, og Guð- rún Sigríður, f. 4.9. 1918. Hálfbróð- ir Halldórs, samfeðra, móðir Ragn- hildur Magnúsdóttir, er Karl, f. 15.7. 1920, d. 9.9. 1990. Hálfsystk- ini Halldórs, samfeðra, móðir Ing- unn Elín Þórðardóttir, seinni kona Jóns, f. 3.12. 1898, d. 2.1. 1968, Þórður, f. 6.8. 1924, d. 7.5. 1991, Bryndís, f. 11.10. 1927, Jórunn, f. 15.3. 1951, börn þeirra eru Sigfríð- ur Guðný, f. 31.5. 1975, og Pálmi Ólafur, f. 29.6. 1980. Halldór ólst upp í Skálholti og síðar í Reykjavík. Hann stundaði nám við Verslunarskóla Íslands í tvö ár og tók próf frá Samvinnu- skólanum árið 1938 og próf frá Garðykjuskóla ríkisins árið 1941, vann við garðyrkjustörf í Reykja- hlíð í Mosfellssveit, varð garð- yrkjustjóri fyrir Kaupfélag Eyfirð- inga í eitt ár. Hann fór til framhaldsnáms í garðyrkjufræð- um til Bandaríkjanna í tvö ár og kom til baka í október 1944 þegar hann réðst til starfa fyrir Kaup- félag Ísfirðinga. Hann kenndi við Garðyrkjuskólann í Hveragerði ár- ið 1947, var þingskrifari til ársins 1950, síðan við bankastörf í Lands- banka Íslands og Iðnaðarbankan- um og síðustu 20 starfsárin aðal- gjaldkeri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Halldór var formaður Félags garðyrkjumanna 1945, í ritnefnd matjurtabókar félagsins og félagi í Oddfellow-hreyfingunni um 40 ára skeið. Halldór naut þess að stunda garðrækt, hafði áhuga á útivist, fjallgöngum, veiði og síðustu árin tók hann þátt í félagsstarfi aldr- aðra í Digranessókn í Kópavogi. Útför Halldórs fer fram frá Digraneskirkju í Kópavogi í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. 11.5. 1931, Þorsteinn, f. 11.5. 1934, d. 17.11. 1972, drengur and- vana fæddur 2.4. 1938, og Gunnlaugur, f. 17.5. 1943, d. 4.5. 1950. Halldór ólst upp hjá fóstra sínum og frænda, Skúla Árna- syni, héraðslækni í Skálholti, f. 16.8. 1865, d. 17.9. 1954, og Stein- unni Sigurðardóttur ráðskonu hans, f. 29.9. 1865, d. 3.1. 1946. Fóstursystkini Hall- dórs voru: Skúli, f. 5.6. 1900, d. 9.6. 1900, Sigurður, f. 2.2. 1903, d. 8.5. 1987, Árni, f. 2.5. 1908, d. 29.7. 1978, og Sigríður Elín, f. 30.4. 1911, d. 7.1. 1999. Hinn 10. nóvember 1948 kvænt- ist Halldór Sigfríði Th. Bjarnar, BA, kennara, f. 10.8. 1920 í Reykja- vík. Þau eignuðust sveinbarn and- vana fætt 4.6. 1950, Theódór Skúla Halldórsson, framkvæmdastjóra, f. 20.12. 1951, og Gunnlaug Halldórs- son, sölumann, f. 3.10. 1963. Theó- dór Skúli er kvæntur Ólöfu Helgu Pálmadóttur, leikskólastjóra, f. Fallinn er frá góður vinur og félagi, Halldór Ólafur Jónsson. Ég kynntist Halldóri fyrst fyrir tæpum 30 árum þegar ég réðst til starfa hjá Lánasjóði sveitarfélaga árið 1973 þar sem hann starfaði sem gjaldkeri. Á þessum tíma voru starfsmenn fyrir- tækisins aðeins fimm og í svo fá- mennu starfsliði skarast starfssvið meira og samstarf vinnufélaga verð- ur nánara en gerist hjá stærri fyr- irtækjum. Frá fyrsta degi varð mér ljóst að í öllu sínu starfi leitaðist Halldór við að gæta sem best hags- muna atvinnurekenda og þannig var það alla tíð eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1988. Halldór var mjög minnugur og hafði frá mörgu að segja og gæddi umhverfi fámenns vinnustaðar lífi og fróðleik jafnframt því sem hann hafði í heiðri íslenska tungu. Frásagnar- gáfa Halldórs var mikil og miðlaði hann af fróðleik sínum til samstarfs- mannanna. Það hvarflaði reyndar oft að mér að ef til vill hefði leiklistin far- ið mikils á mis við það að Halldór valdi skrifstofustörf að aðalstarfi. Halldór var menntaður garðyrkju- maður og þar reyndist hann mér góður ráðgjafi þegar ég flutti í nýtt húsnæði fyrir um 20 árum. Þá færði Halldór mér einnig að gjöf tvö tré, sem ég gróðursetti í garðinum. Tré þessi hafa þá sérstöðu að þau laufg- ast fyrr á vorin en önnur tré af sömu tegund og verða mér minning um góðan vin og starfsfélaga. Eftir að Halldór lét af störfum leit hann stöku sinnum inn í kaffi á Háa- leitisbrautinni, ræddi þjóðmálin og efldi og ræktaði vináttu við starfs- fólkið. Voru þær stundir okkur fyrr- verandi vinnufélögum, sem og nýjum starfsmönnum, dýrmætar enda var þá jafnan fjölmennt í kaffistofuna til að hlýða á lifandi og skemmtilegar frásagnir Halldórs af málum liðinna tíma og því sem efst var á baugi hverju sinni. Að leiðarlokum er margs að minn- ast og viljum við hjónin þakka Hall- dóri og Sigfríði, eiginkonu hans, fyrir allar þær gleðistundir sem við áttum saman. Ég flyt Sigfríði og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur frá mér og Áslaugu, svo og frá samstarfsmönn- um Halldórs hjá Lánasjóði sveitar- félaga. Birgir L. Blöndal. Það vorar og veturinn dvínar vaknar náttúra landsins enn. Í átt til sólar urtirnar þínar anga teygja og blómstra senn. En þú sem ávallt unnir vori ert nú farinn héðan burt Ljóss í heimi léttur í spori ljómi þú sem blómajurt. (H.P.) Halldór minn, mig langar með þessum fátæklegu orðum að þakka þér fyrir samfylgdina síðustu þrjátíu árin. Þú unnir náttúru landsins og þínar bestu stundir voru í gönguferðum um fjöll og firnindi. Oftast varst þú einn úr fjölskyldunni í þessum ferð- um, en stundum bauðstu heimilis- hundinum Snotru með þér. Nestið fyrir hana var þá ekki skorið við nögl og hún fékk ýmislegt góðgæti sem ekki bauðst annars staðar. Þegar ég lít til baka birtast minn- ingar um einstök atvik eins og veiði- ferð sem þú bauðst okkur Tedda í fyrir 28 árum. Ferðinni var heitið í Brúará við Spóastaði þar sem þú dvaldir á sumrin í æsku. Þessi ferð var með þeim fyrstu sem ég fór á þín- ar æskuslóðir og enn í dag yljar minningin um þennan dag. Ferðunum austur yfir Hellisheiði hefur fjölgað með árunum á þínar ættarslóðir þar sem við fjölskyldan eigum okkar unaðsreiti í hlíðum Hestfjalls. Við Hvítá stendur húsið þitt litla sem þú kallaðir oft ,,Afahús“ í gróðurparadís sem þú skapaðir. Þar naut garðyrkjumaðurinn hverrar stundar og vann langan vinnudag við að finna hverri urt stað, hlúa að þeim og prýða umhverfið. Þessu til viðbót- ar ræktaðir þú á Hlíðaveginum rósir, sólblóm og matjurtir að ógleymdum margvíslegum tegundum jarðar- berja. Alls þessa nutum við fjölskyldan og fyrsta grænmetið sem afabörnin fengu á sinni ævi var beint úr garð- inum þínum. Þú varst ekki margorður um til- finningar þínar, en mörg atvik í okk- ar samskiptum yljuðu meira en mörg orð. Ég hef sem betur fer ekki verið langdvölum á sjúkrahúsi, en ef til þess hefur komið varstu fyrstur manna til að líta til mín sem og minna nánustu. Á þeim árum sem fjölskyldan hafði ekki mikinn tíma aflögu til dvalar á Hlíðarenda hlúðir þú að gróðrinum þar og gróðursettir tré án þess að vera beðinn um það. Sérstak- lega vil ég þakka þér fyrir lerkitrén sem þú gafst mér. Þér tókst alltaf að koma mér á óvart með þessum gjöfum þínum eins og að einatt á vorin var búið að hlúa að rabarbaranum þegar ég kom heim úr vinnu eða að á tröppunum beið nýtt grænmeti að hausti. Þannig tengjast margar minningar um þig árstíðum enda starf garðyrkju- mannsins bundið þeim. Þú varst ávallt viðbúinn vorkomunni, tilbúinn að rækta nýjan skóg. Erfiður vetur er að baki hjá þér og framundan ferð sem allra bíður. Friður og birta fylgi þér á ferð til eilífðarinnar. Gjafir þakka er gafstu mér og gróanda tilveru þinnar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir Helga. Í örfáum orðum vil ég minnast föð- urbróður og fjölskylduvinar: Hall- dórs Ólafs Jónssonar. Kynni okkar hófust í byrjun 7. áratugarins við lax- veiðar í landi Gíslastaða í Grímsnesi. Kynni okkar spanna því fjörutíu ár þó að samverustundir hafi verið stopular. Örlögin spunnu þann vef að bræð- ur, Halldór og Karl faðir minn, kynntust ekki fyrr en um tvítugt í hópi fyrstu nemenda nýstofnaðs Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi árið 1939, en þeim varð strax vel til vina. Vináttan efldist í gleðinni yfir að hafa fundið bróður í víðasta skilningi þess orðs. Þótt æskuheimilin hafi verið fjarri hvort öðru risu sumarhús bræðranna hlið við hlið á föðurarfleifðinni á bökkum Hvítár fyrir sunnan Hest- fjall á síðari helmingi ævi þeirra. Þar nutu þeir sín, garðyrkjumennirnir frá Reykjum, við blóma- og trjárækt og aðra tilraunastarfsemi. Þó sam- verustundirnar á Hvítárbökkum yrðu ekki margar urðu þær þeim mun nánari. Eftir lát bróður síns og föður míns reyndist Halldór mér og fjölskyldu minni áfram sannur vinur. Halldór föðurbróðir minn var skarpgreindur maður, hafsjór af fróðleik um menn og málefni og hon- um var eðlislægt að sjá hið spaugi- lega í hversdagslífinu. Hann var einn alskemmtilegasti maður sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Þegar hann er allur hvarflar hugurinn út í vorið og gróandann – og ég sé hann fyrir mér í sólinni fyrir sunnan fjall með skóflu í hendi og spaugsyrði á vör í spjalli um nýjustu tilraunir í garðrækt og öðrum hjartans málum. Blessuð sé minning góðs manns. Ástvinum tjái ég samúð mína. Guðmundur Viðar Karlsson. Í dag kveðjum við hann Halldór. Einhvern veginn er erfitt að tengja hann dauðanum, því í huga okkar var hann ávallt svo frískur og lifandi. Við minnumst hans sem hins sívirka manns, sem var annað hvort að vinna í garðinum og gróðurhúsinu á Hlíð- arveginum, eða að græða og fegra umhverfi sumarbústaðarins við Hvítá. Ræktun var þó ekki eina tóm- stundaiðja Halldórs því hann las mikið, og hafði yndi af ferðalögum, sérlega gönguferðum um byggðir og óbyggðir, loks var hann drjúgur veiðimaður. Halldór var glaðbeittur maður og viðræðugóður. Hann var hafsjór af sögum um menn og málefni, sem hann hafði lært og tileinkað sér á langri vegferð, einkum voru honum hugstæðar sögur af sjórnmálamönn- um, sem hann hafði kynnst í starfi sem þingskrifari. Þá minntist hann oft fóstra síns, Skúla læknis Helga- sonar í Laugarási, sem hann mat um- fram aðra menn. Halldór stundaði nám í Verslunar- skóla Íslands og Samvinnuskólanum en að því loknu lauk hann námi í þá nýstofnuðum Garðyrkjuskóla ríkis- ins í Hveragerði. Frá þeirri skólavist og ýmsum uppátækjum skólasveina kunni hann margar sögur. Að loknu því námi fór hann til Bandaríkja N- Ameríku og stundaði þar framhalds- nám í tvö ár. Fyrst eftir Ameríku- dvölina starfaði hann sem þingskrif- ari og á þeim vinnustað kynntist hann eftilifandi konu sinni Sigfríði Th. Bjarnar og eignaðist með henni þrjá syni en sá fyrsti þeirra lést við fæðingu. Halldór stofnaði gróðrarstöðina Alaska. Þar ræktaði hann úrvals grænmeti. Voru tómatarnir hans ljúffengir og hefur þeim gæðastaðli tæpast verið náð hérlendis síðan. En líklega hefur grænmetissmekkur landans ekki verið nægilega þrosk- aður á þessum tíma því að Halldór varð að hætta rekstri stöðvarinnar. Það stóðst víst ekki á kostnaður og ábati en Halldór lagði meiri áherslu á gæði en gróða. Eftir að hann hætti að hafa garðyrkju sem aðalstarf stund- aði hann banka- og skrifstofustörf en áhugi hans á gróðri og ræktun hélst til æviloka og nutum við í fjölskyld- unni þar góðs af á uppskerutímum blóma og grænmetis. En nú er að þakka langa og góða samveru um leið og við vottum Sigfríði og sonum þeirra Gunnlaugi og Theodóri Skúla okkar innilegustu samúð. Guðný, Árni og fjölskylda. HALLDÓR ÓLAFUR JÓNSSON ✝ Samúel Zakar-íasson var fædd- ur í Fjarðarhorni í Gufudalssveit 29. nóvember 1916. Hann lést á sjúkra- húsi Akraness 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Marsi- bil Guðmundsdóttir frá Borgum í Hrútafirði, f. 22.6. 1874, d. 17.5. 1956, og Zakarías Einars- son frá Snartar- tungu í Bitrufirði, f. 24.8. 1863, d. 13.5. 1938. Samúel var næstyngstur af 15 systkinum og einum hálfbróður. Systkini hans voru Herdís, f. 1896, Vil- eru Helga Pálsdóttir, f. 28.10. 1909, og Leifur Helgason bif- reiðastjóri, f. 18.12. 1908, d. 17.1. 1967. Þau bjuggu í Hlíð, Eskifirði. Börn Jennýjar og Samúels eru Sigurdís, f. 8.10. 1969, hennar sambýlismaður er Jónas Jónbjörnsson, Súðavík, og eiga þau tvö börn, Herdísi og Samúel. Leifur Zakarías, f. 4.5. 1971, Helga, f. 16.3. 1976 og Þóra Björk, f. 28.7. 1987. Áður átti Jenný Brynju, f. 17.10. 1964. Samúel kemur að Djúpadal 1924 og elst þar upp hjá Herdísi systur sinni og manni hennar Kristjáni Andréssyni, ásamt Gísla Gíslasyni, f. 6.12. 1924. Samúel flytur með Herdísi og Kristjáni til Bolungarvíkur 1929 og er þar eitt ár en flytur þá aftur í Djúpadal. Hann var allan sinn aldur í Djúpadal og keypti hálfa jörðina 1958 og er talinn bóndi í Djúpadal eftir það. Útför Samúels var gerð frá Garpsdalskirkju 23. apríl. bert, f. 1900, Ólafur, f. 1901, Sigríður, f. 1903, Magðalena, f. 1904, Guðmundur, f. 1907, Ingólfur, f. 1908, Leifur, f. 1911, Sigurbjörn, f. 1913, Magnús, f. 1920. Þessi komust til full- orðinsára og eru lát- in, þrjú dóu í frum- bernsku. Eftirlifandi systkini eru Guðrún, f. 1910, býr í Kópa- vogi, og Þorkell, f. 1915, býr á Branda- gili í Hrútafirði. Samúel kvæntist 21. júní 1972 eftirlifandi konu sinni Jenný G. Leifsdóttur frá Eskifirði, f. 19.10. 1941. Foreldrar hennar Ég held að mér hafi aldrei fundist ég vera eins lítill og þegar ég heilsaði Samúel í Djúpadal í fyrsta skipti fyrir nærri þrjátíu árum. Stór hrammur- inn tók þéttingsfast í hönd mér og ekki fór á milli mála að hér fór helj- armenni. Eins fór fyrir myndatöku- manni þegar Samúel og Ómar Ragn- arsson sátu úti á hól við gerð Stikluþátta. Meðan þeir ræddu sam- an þá tók hann eftir höndunum og dró þær nær myndavélinni. Þessi maður hafði unnið hörðum höndum og hvergi hlíft sér. Slíkir menn geta líka gert kröfur til annarra. Á þessum árum áttum við margar góðar stundir með vinafólki okkar, Axel og Laufeyju á Kollabúðum. Í þessu fagra unhverfi í jaðri byggðar sem óneitanlega var í vörn, stóð einn maður upp úr og var ávallt jákvæður gagnvart utanaðkomandi fólki og áhrifum. Honum var komið fyrir þar ungum hjá Herdísi eldri systur sinni og manni hennar Kristjáni eftir að fjölskyldan norður í Bitru sundraðist. Í seinni tíð minntist hann uppvaxt- arins og taldi engum vorkunn ef hann átti góðan skófatnað. Segja má að stærsta lán Samúels í lífinu hafi verið að Jenný kom til hans sem ráðskona og ílentist hjá honum. Hún kom með Brynju með sér en síð- an fjölgaði börnunum. Leifur er nú tekinn við búi, Sigurdís fiskeldis- fræðingur gift í Súðavík og á tvö börn, Herdísi Mjöll og Samúel Snæ, Helga, stúdent frá Fjölbraut á Akra- nesi og augasteinninn hún Þóra. Auð- sætt var að Samúel gerði sér grein fyrir gæfu sinni og þrátt fyrir nokk- urn aldursmun var mikið jafnræði með þeim hjónum og bar hann djúpa virðingu fyrir konu sinni. „Það þarf enginn að vorkenna mér,“ sagði hann, „ég sem fæ bæði ellilaunin og barnabæturnar.“ Nokkuð sérstök hagfræði gilti í Djúpadal sem ég held að jafnvel há- skólar gætu lært nokkuð af. Sumir trúa á samvinnu sem vissulega hefur komið mörgu til leiðar sem annars hefði reynst ómögulegt. Aðrir byggja upp píramída og eru sjálfir á toppn- um. Samúel hafði hins vegar sérstakt lag á að skipta öllu eignarhaldi og tekjum heimilisins á fjölskylduna þannig að hver sæi árangur verka sinna. Vafalaust var tilgangurinn bæði að tengja þau við staðinn sem honum þótti svo undurvænt um og að undirbúa að hans nyti ekki lengur við. Virkjun jarðhita og bygging sund- laugar var gríðarlegt átak og upp- bygging ferðaþjónustu til að aðlagast skertum búskaparmöguleikum sýndu framsýni hans. Rjúpnaveiði gat lengt ferðamannatímann en hjá honum varð djúpstæð virðing fyrir lífríkinu og náttúrunni yfirsterkari. Silungsveiðin var takmörkuð með kvóta en ekki er hægt að segja það sama um ref og mink. Þegar nýja húsið var risið þá fækkaði hann í bú- stofninum og borgaði skuldir. Húsið stendur áfram en auðvelt er að fjölga skepnunum aftur. Hann sem byrjaði með lítið eða ekkert, hefur búið vel í haginn fyrir afkomendur sína. Og Þóra litla sem á að fermast í vor hlaut meiri hlýju, hvatningu og betri efnahag en mörg börn sem alast upp til fullorðinsára með föður sínum. Þá má nefna þau ungmenni sem þau í Djúpadal tóku til dvalar áður fyrr og sneru til baka SAMÚEL ZAKARÍASSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.