Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.04.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigríður Stefáns-dóttir fæddist á Auðnum á Vatns- leysuströnd 22. des- ember 1918. Hún lést á Landspítalanum á Vífilsstöðum mið- vikudaginn 11. apríl síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Stef- án Sigurfinnsson, út- vegsbóndi og smiður á Auðnum á Vatns- leysuströnd, ættaður frá Stóru-Vatns- leysu, f. 1. mars 1888, d. 20. ágúst 1970, og Jóhanna Sigurðardóttir frá Litla-Hólmi í Leiru, f. 23. des- ember 1895, d. 17. október 1977. Systkini Sigríðar eru: Anna, f. 4. ágúst 1917, d. 10. október 1985; Rósa, f. 30. ágúst 1920; Sigurður, f. 28. júlí 1923; Margrét Arngerður, f. 22. desember 1926, d. 19. sept- ember 1948, og Guðrún, f. 24. janúar 1930. Sigríður giftist 6. júní 1941 Bjarna Einarssyni skipasmíða- inmanni hennar, Eiríki Torfasyni frá Bakkakoti í Leiru, síðar á Bárugötu 32 í Reykjavík. Föður- systkini Sigríðar eru: Guðrún Jón- ína Eiríksdóttir, f. 6. september 1900, d 26. júlí 1980; Jón Eiríksson, f. 3. apríl 1904, d. 2. apríl 2001, og Guðbjörg Eiríksdóttir, f. 29. sept- ember 1909, d. 6. júlí 1996. Guðbjörg var 12 ára þegar Sig- ríður kom að Bakkakoti. Sigríður gekk í Landakotsskóla í Reykja- vík. 14 ára gömul fór hún til Guð- rúnar Jónínu föðursystur sinnar, sem var gift og búsett í Hull á Eng- landi, til að læra ensku. Sigríður dvaldi á Englandi til 19 ára aldurs en kom þá aftur til Íslands. Hún fór í Húsmæðraskólann á Ísafirði einn vetur. Vann síðan á sauma- stofu í Reykjavík þar til hún kynn- ist eiginmanni sínum. Fyrstu bú- skaparárin bjuggu Sigríður og Bjarni í Innri-Njarðvík en fluttust síðan til Ytri-Njarðvíkur þar sem Bjarni stofnaði Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. ásamt föður Sigríð- ar og fleirum. Þau bjuggu í Ytri- Njarðvík til ársins 1974 er þau fluttust í Espigerði 4 í Reykjavík. Sigríður og Bjarni ólu upp Sigmar dótturson sinn til 11 ára aldurs. Útför Sigríðar Stefánsdóttur fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. meistara, f. 12. janúar 1916, d. 24. janúar 2001. Foreldrar hans voru Einar Bjarnason járnsmiður, ættaður frá Túni í Flóa, f. 31. júlí 1885, d. 2. febrúar 1942, og Guðrún Ás- geirsdóttir frá Mið- húsum á Mýrum, f. 1. júlí 1887, d. 29. júní 1957. Börn Sigríðar og Bjarna: Stefán Sig- urfinnur, f. 29. sept- ember 1941, maki Sig- ríður Geirsdóttir; Guðrún, f. 11. desem- ber 1942, maki Bastiano Bergese, látinn, og Margrét Rósa, f. 26. nóv- ember 1947. Barnabörn Sigríðar eru: Bjarni Stefánsson, f. 25. sept- ember 1969, maki Inger Hauge; Halldór Ásgrímur Stefánsson, f. 12. febrúar 1972, og Sigmar Mass- oubre, f. 15. september 1970. Sigríður bjó hjá foreldrum sín- um til þriggja ára aldurs, en síðan bjó hún hjá föðurömmu sinni, Sig- ríði Stefánsdóttur, og seinni eig- Þegar ég leyst verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá þá verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér. Blessaði frelsari, brosið frá þér það verður dásamleg dýrð handa mér. (L.H.) Nokkur kveðjuorð um móður- systur okkar sem andaðist aðfara- nótt 11. apríl á Vífilsstaðaspítala. Sigga, eins og hún var alltaf kölluð af hennar nánasta fólki, var búin að eiga við veikindi að stríða í nokkur ár, en þeir sem til hennar þekktu trúðu því varla, vegna þess að hún leyndi veikindum sínum fyrir öðrum. Sigga giftist Bjarna Einarssyni skipasmíðameistara og eignuðust þau einn dreng og tvær dætur. Barnabörnin eru þrír drengir en Sigga og Bjarni ólu upp son Guð- rúnar, Sigmar, til tíu ára aldurs. Hann heimsótti þau reglulega og reyndist þeim sannur sólargeisli. Sigmar er búsettur í Frakklandi. Synir Stefáns eru Bjarni sem bú- settur er í Noregi og Halldór sem er vistmaður á Skálatúni. Allir þrír voru kærir ömmu og afa. Hjónaband Siggu og Bjarna var einkar fallegt og byggt á gagn- kvæmu trausti og virðingu. Þau áttu saman 60 ár, þau voru afar glæsileg og vinsæl og gott var að koma til þeirra því alltaf fann mað- ur hlýjuna sem geislaði frá þeim. Það var stutt á milli þeirra, en Bjarni andaðist 24. janúar sl. eftir erfið veikindi, 85 ára að aldri. Við viljum þakka elskulegri frænku okkar samveruna. Blessuð sé minning þeirra hjóna. Einlægar samúðarkveðjur til barna þeirra, tengdabarns og barnabarna. Jóhanna Þórmarsdóttir og Hanna S. Friðriksdóttir. Stundum skynjar maður seint hve vinir eru mikilvægir í lífinu. Oft er það vegna þess að sönn vin- átta birtist ekki í öllu sínu veldi fyrr en á reynir. Hvað getur verið þyngri prófraun á sanna vináttu en þegar einhver er dæmdur úr leik í því sem nefna má eðlilegt líf? Þegar móðir okkar, Anna Stef- ánsdóttir, varð fyrir því mikla áfalli að lamast og verða bundin hjólastól það sem eftir var ævinn- ar, þá reyndi svo sannarlega á þol- gæði og góðvild vina og vanda- manna. Auk föður okkar, var systir hennar, Sigríður Stefánsdóttir, eins og klettur í hafinu. Siggu fannst það nú ekki mikið að sinna henni Önnu sinni, bara sjálfsagt. Hafðu eilíflega þökk fyrir það allt, Sigga mín. Sigga frænka, sem hefur nú yf- irgefið þennan heim, skilur eftir endurminningar í hugum okkar sem munu örugglega stuðla að auknum þroska og skila framtíð- inni og þeim sem eftir lifa mann- eskjulegra lífi. Það eru slíkar end- urminningar sem gefa lífinu aukið gildi og eru hafnar yfir allan vafa um æskilega eftirbreytni. Við samhryggjumst innilega frænkum okkar og frændum, sem mega bera höfuðið hátt þrátt fyrir missinn. Anna Lára og Friðrik. SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR ✝ Ólafur Ólafssonhúsasmíðameist- ari fæddist á Eyr- arbakka 26. febrúar 1922. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 16. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Bjarnason, f. 13.1. 1893, d. 2.10. 1983, verkstjóri, Þorvaldseyri á Eyr- arbakka, og kona hans Jenný Jens- dóttir, f. 12. 5.1897, d. 2.12. 1964, hús- móðir. Áttu þau 12 börn og lifa sjö þeirra bróður sinn. Ólafur var tvíkvæntur. Fyrri kona Ólafs var Guðbjörg Magn- ea Þórarinsdóttir og áttu þau tvær dætur, Margréti, f. 1943, d. 1995, maki Jón Sigurjónsson; og Guðrúnu, f. 1944, maki Ásbjörn Vigfússon. Þeirra börn eru Guð- björg, Guðlaugur, Ásdís og Dag- björt. Ólafur og Guðbjörg slitu samvistum. Seinni kona Ólafs var Arndís Þórðardóttir, hún lést 1991. Þeim varð ekki barna auðið, en Arndís átti sjö börn af fyrra hjóna- bandi. Einnig átti Ólaf- ur son, Þorgrím f. 1941, maki Anna Óskarsdóttir. Þeirra synir eru Óskar Ingi og Vil- hjálmur Helgi. Barnabarnabörnin eru átta. Ólafur starfaði í Lögreglunni í Reykjavík, en hóf síðar nám við Iðnskólann í Reykjavík, lauk þaðan prófi í húsasmíði 1958 og meistaraprófi 1961. Lengst af starfaði hann hjá Áhaldahúsi Reykjavíkur eða til starfsloka 1993. Ólafur var virkur í safnaðar- starfi Dómkirkjunnar og einnig söng hann með Trésmiðakórn- um um nokkurra ára skeið. Útför Ólafs fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jarðsett verð- ur í Fossvogskirkjugarði. Komið er að kveðjustund, en lát- inn er Óli hennar ömmu Dísu, þessi öðlingur. Óli var 79 ára þegar hann lést, 16. apríl. Við andlát nánustu að- standenda leita minningar á hugann. Óli var fastur punktur í tilveru minni alla tíð, en hann var maður ömmu minnar. Trú mín er sú að vandfundnir hafi verið menn jafntraustir og góðir og hann. Alltaf hægur og rólegur, hvað sem á dundi í fjölskyldunni, alltaf sá sem hægt var að treysta á. Fyrstu minningar mínar um ömmu og Óla eru frá búsetu þeirra á Ránargötunni og síðar á Laufásvegi 27, en þar bjuggu þau lengst af. Margar minningar ylja manni um hjartarætur þegar hugsað er til baka. Heimsóknir til þeirra urðu ansi margar. Ekki má gleyma þegar þau fóru með Bubbu á „Grána“ í sunnudagsbíltúrana og stefnan tekin vestur á Nes að Melshúsum. Þetta varð fastur liður til lengri tíma. Allt- af var Óli tilbúinn að taka til hend- inni ef eitthvað þurfti að laga hjá okkur. Óli var snyrtimenni, vildi eins og amma hafa allt í röð og reglu. Hann var áhugasamur um gamla hluti eins og sjá mátti á þeim fallegu hlutum er hann hafði gert upp og prýddu heimilið. Einnig var hann mikill áhugamaður um bækur, átti mikið safn fágætra bóka. Margar þeirra hafði hann bundið inn sjálfur en hann var í bókbandi til margra ára. Hjá okkur Melshúsafjölskyldunni gekk hann alltaf undir nafninu Óli hennar ömmu Dísu, en þau áttu sam- leið í hálfa öld. Samhent hjón, með stóra fjölskyldu og ekki síst stór hjörtu. Ætíð var mikill gestagangur á heimili þeirra enda tekið á móti öll- um af virðingu. Veikindin tóku sinn toll og voru honum erfið. Trú mín er sú að amma og Bubba hafi beðið hans og tekið vel á móti honum með öllum hinum sem á und- an fóru. Elsku Óli, þökk fyrir samfylgdina. Guð blessi minningu þína og veri ást- vinum þínum miskunnsamur í sorg- inni. Guðríður Guðbjartsdóttir. Ég ætla hér með fáeinum orðum að minnast hans afa Óla fyrir hönd ÓLAFUR ÓLAFSSON Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK ✝ Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít                     !"# $       %&  '' (  ()  * ()  +  ,    $'- '' !' , ''   ,  . ,   / /#$ 0  0  0  0  0      '  %   &.*%12 3" %"3   4#   5  3        "$ '' %   67!(8(%9(8            !       ''  : % !" # !! #    ;*<.==*! 6#       $%!     ! &'    &  + '  9 0 , 33 :  >'+ ' '' ? + '   $ &  ''   + '  @-   '' - + '     + '   3 $  3#   + '  # $-   '' !  + ' '' & +    $ + ' ''  ''( $   0  0  0  0  0 % !" ()    !!    =(<-+!(*!  AB0   $       # !  &'    +       , ! ! !$   -   !  &.// " # - ,' ''   '3 '' C  +    ,.'3 '' & !  9 '#  ( $ 0''3 '' < 0#   D !  '3 '' 9  ? 9    " 3 %&    $  %  '' - ,'%&   0  0 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.