Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 24.04.2001, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. APRÍL 2001 63 MAGNAÐ BÍÓ Frá handritshöfundi og leikstjóra Jerry Maguire UPPLIFÐU ÞAÐ. NJÓTTU ÞESS. EN EKKI FALLA FYRIR ÞVÍ 1/2 Hausverk.is Hugleikur. Golden Globe verðlaun: Besta myndin í gamamyndaflokki og Kate Hudson fyrir besta auka- hlutverk kvenna. Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda han- drit. Sýnd. 5.30, 8 og 10.10.Sýnd. 5.45, 8 og 10.10. Sjáðu allt um stórmyndirnar á www.skífan.is  Ó.T.H. Rás2.  ÓJ Bylgjan Frábær rómantísk gamanmynd með hinni ómótstæðilegu Jennifer Lopez MYND EFTIR RIDLEY SCOTT ANTHONY HOPKINS JULIANNE MOORE  Kvikmyndir.is  H.K. DV Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 10.15. B. i. 16 Frábær rómantísk gamanmynd með hinni ómótstæðilegu Jennifer Lopez Sumir menn fæðast hetjur Stórmyndin Enemy At The Gates, frá leikstjóra The Name Of The Rose JUDE LAW JOSEPH FIENNES RACKEL WEISZ BOB HOSKINS OG ED HARRIS SÝND Í FRÁBÆRUM HLJÓMGÆÐUM FRÁ HJÓMSÝN, ÁRMÚLA 38 Frábær grínmynd um bankarán, svalar píur og aðra skemmtilega hluti Sýnd kl. 8. B. i. 16. Sýnd kl. 6 Frábær spennumynd Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.  Hugleikur betra en nýtt Nýr og glæsilegur salur Frábær rómantísk gamanmynd með hinni ómótstæðilegu Jennifer Lopez 2 fyrir 1 Sýnd kl. 5.40 og 10.30.Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8. Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að upp- götva þá.  Kvikmyndir.com Frá leikstjóra Good Will Hunting Keflavík - sími 421 1170 - samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 10.15. Vit nr. 216. Sýnd kl. 8. Vit nr. 173. Sýnd kl. 8 og 10.10. Sími 461 4666 samfilm.is FYRIR 990 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Vinsælasta Stúlkan Brjáluð gamanmynd Sýnd kl. 6. Vit nr. 207. Sýnd kl. 6. Ísl tal. Vit nr. 213. Sýnd kl. 10. Vit nr.173 Sýnd kl. 8 og 10.30. Vit nr. 224 Sýnd kl. 8.Vit nr. 216. 1/2 Kvikmyndir.com ÞETTA voru fyrstu tónleikar Quarashi í langan, langan tíma. Heilt ár satt best að segja. Afsökunin þeirra var algeng og einföld; þeir voru í stúdíói að brasa plötu. Plata þessi mun víst heita Jinx og er vænt- anleg með vorinu. Nú þegar þeir loksins láta sjá sig ætla þeir ekki að stoppa lengi við, heldur voru þetta svona halló og bless tónleikar áður en þeir halda til Am- eríku í tónleikareisu. Sá orðrómur hefur heyrst að þeir ætli að hita upp fyrir Offspring þarna úti og þó deila megi um gæði þeirrar sveitar myndi það vafalaust hjálpa tónlistarferlinum þeirra reynist rétt vera. Sérstaklega ef hent er inn í myndina þeirri stað- reynd að DJ Muggs úr hinni lang- samlega frábæru hljómsveit Cypress Hill er nýbúinn að taka upp lagið „Baseline“ með þeim. Þessir tónleikar voru sem sagt „teaser“, eins og það útleggst á bíó- máli, áður en þeir fara út í heim og verða frægir. Eina upphitunarhljómsveit kvölds- ins hét því andstyggilega langa nafni Zuckakis Mondeyano Project, held ég. Þeir voru þarna meira upp á grín- ið sýndist mér, voru í asnalegum föt- um og gerðu grín að R&B og rapp- tónlist. Greinilega eitthvað félaga- grín, hent saman á síðustu stundu. Mamma mín kenndi mér alltaf að mæla þarft eða þegja, þess vegna hef ég ekkert meira um þessa upphitun að segja. Nýju lögin Quarashi komu manni skemmtilega á óvart. Sveitin hefur blessunarlega ekki fært sig eins langt í Limp Bizkit áttina og maður óttað- ist. Það má segja að það sem þeir eru að gera sé í nágrenni við þær breyt- ingar sem Cypress Hill hefur undir- gengist undanfarið enda eru báðar sveitirnar að koma úr sömu átt að rapp/rokk bræðingnum. Quarashi er þó ekki næstum því eins rokkuð. Rappið og takturinn er ennþá í aðal- hlutverki og einn rafmagnsgítar breytir því ekki. Skífuknapi þeirra þetta kvöldið, DJ Galdur, sýndi frábæra takta og verð- ur að segjast að Quarashi hafa alltaf verið mjög heppnir að því leyti. Þeir hafa skipt nokkrum sinnum um plötu- snúða og þeir fara hreinlega batnandi með hverri plötunni (að Richard ólöstuðum). Harðrokkarinn og snjó- maðurinn Smári hefur líka gengið til liðs við sveitina og tekið upp gítarleik. Hann var ekki eins utanveltu og oft vill verða þegar rappsveitir bæta við sig „alvöru hljóðfæraleikara“ heldur náði hann virkilega að bæta einhverju við lögin. Það sem kom mest á óvart var að hinn dagfarsprúði Ómar, eða Gaddafi eins og hann kýs að kalla sig, er næst- um því búinn að taka yfir hljómsveit- ina. Á Xeneizes var hann í algjöru aukahlutverki á nokkrum lögum en af tónleikunum að dæma gæti maður haldið að hann væri einráður leiðtogi Quarashi og hafi alltaf verið það. Það bar allavega mikið á honum bæði í lögunum og á sviðinu, en kannski er það bara út af því að hann er höfðinu hærri en þeir hinir. Við skulum vona að það þýði ekki að Bandaríkjamenn muni hefja sprengjuárásir á tónleika- ferðina þeirra. Quarashi stóð sig frábærlega þetta kvöld. Það eru fáar hljómsveitir á Ís- landi sem búa yfir eins mikilli orku eða hafa eins gaman af því sem þær eru að gera, og það skilar sér vel út í salinn. En þetta vita náttúrulega allir sem sáu Popp í Reykjavík. Dagskráin hjá þeim var mjög þétt og hlaupið var í gegnum lögin án þessara hvimleiðu tafa sem maður þarf oft aðþola á milli laga. Vonandi að þeir standi sig eins vel úti í Ameríku því þá ættu þeir ekki að lenda í neinum vandræðum með að sjarma Kanann. TÓNLIST I ð n ó Tónleikar Quarashi og the Zuckak- is Mondeyano Project í tónleikasal Iðnó föstudaginn 20.apríl. TÓNLEIKAR Quarashi á leiðinni að sigra heiminn? „Quarashi stóð sig frábærlega þetta kvöld. Það eru fáar hljómsveitir á Íslandi sem búa yfir eins mikilli orku eða hafa eins gaman af því sem þær eru að gera ...“ segir Ragnar. Ragnar Egilsson Ljósmynd/Björg Einarsdóttir ÞEIR HILMAR Steinn Grétarsson, Þorkell Snæ- björnsson og Oddur Magnús Sigurðsson eru nemendur við Mennta- skólann að Laugarvatni. Það væri ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þær sakir að þeir tóku sig nýverið til og gáfu út, í samvinnu við aðra nem- endur skólans, kynning- arbækling um ML og sendu til allra 10. bekk- inga landsins. „Aðsókn að skólanum hefur minnkað undanfarin ár og við sáum að það þurfti að grípa til aðgerða til að fá fleira fólk í skólann, en það veltur ekki hvað síst á okkur nem- endum að sjá til þess að eitthvað sé gert,“ segir Þorkell. „Við sendum bæklinginn til allra 10. bekkinga á landinu, um 4000 manns, og náms- vísi með, stutt bréf og umsókn um skólavist. Við kynnum skólann vel, hengjum upp veggspjöld í skólum og ætlum okkur að ná góðum hópi um- sækjenda næsta haust.“ Ritið er að öllu leyti unnið af nú- verandi og fyrrverandi nemendum Menntaskólans að Laugarvatni og hefur, að sögn Hilmars og Þorkels, þegar vakið góð viðbrögð og hafa margir hringt með fyrirspurnir. Aukið frelsi og aukin ábyrgð Þeir félagar eru sjálfir ákaflega ánægðir með að hafa valið Laug- arvatn. „Það eru tvímælalaust for- réttindi að vera á heimavist,“ segir Hilmar. „Maður lærir að vera sjálf- stæður og það eru ekki of margir nemendur við skólann svo hver og einn fær að njóta sín í félagslífinu.“ Foreldrar þurfa hins vegar ekki að óttast að börnin þeirra sleppi alveg fram af sér beislinu ef þau fara í skólann, því haft er eftirlit með nem- endum. „Það er passað upp á að við höldum herbergjum okkar hreinum og að hlutirnir fari ekki úr bönd- unum þó að fólk öðlist aukið frelsi.“ Þorkell bætir við að aðstaðan á Laugarvatni sé til fyrirmyndar. Íþrottaskor KHÍ er á staðnum og nemendur ML fá að njóta góðs af því: „Með nýju aðalnámskránni varð til íþróttabraut, sem hefur lítið verið kynnt. Við ætlum okkur að kynna hana vel með þessum bæklingi. Hún er þriggja ára braut, en ef maður vill klára stúdentspróf verður mað- ur að bæta við sig fjórða árinu á náttúrufræðibraut.“ Undanfarið hafa verið um 120 nemendur við skólann, en þegar best lét voru við skólann milli 180 og 220 manns. „Það er synd að þessi skóli skuli ekki vera betur setinn þegar hann býður upp á svo mikið,“ segir Hilmar að lokum. Nýtt rit um Menntaskólann á Laugarvatni Forréttindi að vera á heimavist Aðstandendur ritsins: Oddur Magnús Sig- urðsson, Hilmar Steinn Grétarsson og Þor- kell Snæbjörnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.