Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 13

Morgunblaðið - 28.04.2001, Side 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 13 RJÚKANDI kaffiilmur berst að vitum þar sem gengið er inn í aðstöðu heilsdagsskólans í Engjaskóla þar sem nokkrir foreldrar unglinga í hverfinu hafa komið saman. Það er fimmtudagskvöld og fyrr um daginn hafa tíundubekkingar lokið samræmdu prófunum. Af því tilefni ætla foreldrarnir að rölta um Engjahverfi, að- allega í þeim tilgangi að sýna sig og líta eftir þeim ungling- um sem hugsanlega hafa farið á stjá til að fagna próflokun- um. Yfir heitu kaffinu er spjall- að um daginn og veginn og lok samræmdu prófanna. Búið var að skipuleggja óvissuferð fyrir tíunda bekkinn sem lagt var upp í fyrr um daginn en þátttaka nemendanna olli vissum vonbrigðum því aðeins 17 af 38 krökkum fóru í ferð- ina. Þeir af foreldrunum, sem eiga tíundabekkjarkrakka, halda þó að þeir muni taka því rólega í kvöld. Ein móðirin upplýsir meira að segja að krakkarnir hennar séu að passa litlu systur sína á með- an hún er í foreldraröltinu og vekur það kátínu viðstaddra. Ekki dugir þó að gleyma sér yfir kaffinu og hópurinn drífur sig í útigallann og held- ur af stað út í rokið og rign- ingarúðann sem er í Grafar- vogi þetta kvöld. Á leiðinni frá Engjaskóla mætum við tveim- ur unglingspiltum sem veifa kumpánalega til foreldranna og skipst er á nokkrum orðum í stríðnistón. Á bensínstöðinni eru tvær stelpur að kaupa sér nammi og þær rabba svolítið við nokkrar mömmurnar. Það er greinilegt að for- eldrarnir þekkja flesta krakk- ana í hverfinu enda segir Guð- brandur Guðmundsson sem er hópstjóri þetta kvöld að einn megintilgangurinn með röltinu sé að kynnast hverfinu og fólkinu sem í því býr. Uppákomur í sjötta hvert skipti Að hans sögn eru það for- eldrar barna í 5.–10. bekk skólans sem taka formlega þátt í röltinu og skipta þeir með sér föstudagskvöldunum auk þess sem hóað er í fólk þegar tilefni þykir til, eins og þetta kvöld. „Engjaskóli er tiltölulega ungur skóli og þar voru í fyrsta skipti útskrifaðir nem- endur úr tíunda bekk síðast- liðið vor. Stjórnir foreldra- og kennarafélagsins hafa undan- farin ár verið með foreldrarölt í huga og rölt nokkrum sinn- um en ekki talið þörf á skipu- legu rölti fyrr en nú í vetur. Síðastliðið haust fannst okkur hins vegar tímabært að koma reglu á þetta og settum upp skipulag sem unnið er eftir,“ segir Guðbrandur. Hann seg- ir að reynslan þennan vetur hafi sýnt að lítið er um vand- ræði í hverfinu um helgar. „Í sjálfu sér höfum við mjög lítið orðið vör við alvarlega hluti. Við skráum alltaf í bók hvernig kvöldið hefur verið og ef henni er flett þá sést að það hefur verið mjög rólegt. Við höfum örsjaldan orðið vör við vandræði meðal krakkanna og það er reynslan almennt í foreldrarölti víða um borgina að það er ekki nema u.þ.b. í sjötta hvert skipti sem eitt- hvað kemur upp á,“ segir hann og bætir því við að komi eitthvað upp á skipti foreldr- arnir sér ekki beint af krökk- unum. „Við erum svona í kantinum að fylgjast með og það hefur áhrif á hegðun krakkanna. Svo erum við með síma og getum hringt í foreldra og lögreglu ef eitthvað er.“ Kræsingar hjá lögreglunni Mitt í þessum samræðum staðnæmist lögreglubíll hjá göngugörpunum. Lögreglu- þjónn stingur höfðinu út um glugga og spyr hvort hópur- inn ætli ekki að kíkja niður á stöð í vöfflur til Gauja á eftir. Boðinu er tekið með þökkum og við eftirgrennslan kemur í ljós að Gaui þessi er Guðjón St. Garðarsson lögreglu- flokkstjóri sem gjarnan býður í vöfflur á föstudagskvöldum þegar foreldrarnir eru á rölt- inu. Vöffluilmurinn lætur held- ur ekki á sér standa þegar komið er inn á hverfisstöð lög- reglunnar í Miðgarði nokkru síðar en þar er Guðjón búinn að dekka borð og býður fólki að gjöra svo vel. Aðspurður segist hann ekki vera í vafa um að foreldraröltið hafi já- kvæð áhrif á krakkana í hverf- inu og foreldrarnir taka undir það. Einhver bendir á að með þessu finni krakkarnir að for- eldrunum sé ekki sama og finnist ákveðið öryggi af að hafa þá í nánd. Jafnvel séu dæmi um það í öðrum hverf- um að unglingar hafi sótt for- eldra sem voru á rölti til hjálpar þegar hlutir hafi farið úr böndunum. Fleira er nefnt til eins og að drykkja eða önnur vímuefna- neysla fari síður fram þar sem fullorðnir eru nærstaddir. En fara krakkarnir ekki bara eitthvað annað þar sem for- eldranna er síður að vænta? „Það getur verið,“ segir Guð- brandur, „en það er samt al- veg óþarfi að gera þeim auð- veldara fyrir með þetta. Það þýðir heldur ekki að gefast upp fyrir fram því þá næst enginn árangur í baráttunni.“ Eftir kaffið og vöfflurnar er haldið út í nóttina á ný og rölt heim á leið. Á myndbandaleig- unni eru nokkrir krakkar að velja sér spólur en annars er varla sála á ferli. Það er sem sagt rólegt í Engjahverfi þetta kvöld. Vöfflur á vaktinni Vígalegir foreldrar á ferli. Morgunblaðið/Ásdís Meðal þeirra sem röltu voru Sigþrúður Hilmarsdóttir, Þorkell Arnarson, Guðbrandur Guðmundsson, Margrét S. Grímsdóttir og Kristín Reynisdóttir. Grafarvogur TÓLF ára strákur úr Kópa- vogi hefur farið fram á það við stjórn bæjarins að settir verði upp hjólabrettapallar í bænum. Svo ákveðinn er stráksi í að koma þessu í gegn að hann er búinn að setja sig í samband við bæj- arstjórann í Immenstaad í Þýskalandi og hefur beðið um að fá teikningar af hjóla- brettagarði sem þar er. Daníel Bergmann Sig- tryggsson, en svo heitir pilt- urinn, segir aðstöðu fyrir hjólabrettakappa í Kópa- vogi vera enga eftir að pall- ar, sem voru í Smárahverfi, voru rifnir niður vegna sjáv- arútvegssýningar sem þar var fyrir tveimur árum. „Þeir tóku þetta bara og eyðilögðu pallana og nú eru bara tveir pallar eftir og það er bara af því að ein- hverjir 18 ára gaurar sem eru á hjólabrettum fengu gröfu og sóparavél og tóku burtu steina og svoleiðis. Þetta er samt alveg ónýtt miðað við hvernig þetta var,“ segir Daníel. Hann er greinilega orðinn ansi leiður á framistöðu bæjaryfirvalda því hann segir að jafnóðum og brettastrákar setji upp palla séu þeir rifnir niður. „Það varð að gera eitthvað“ En hvernig datt honum í hug að leggja inn beiðni í bæjarstjórn? „Það varð að gera eitthvað. Ég og vinur minn vorum oft búnir að hringja og þeir sögðu alltaf að þeir ætluðu að gera eitt- hvað í málunum en það hef- ur aldrei verið gert.“ Þann- ig var það hálfgert ör- þrifaráð að snúa sér beint til bæjarstjórnarinnar en Dan- íel er jafnvel búinn að sjá út hvar best væri að koma pöll- unum fyrir eða á sparkvell- inum milli Hlíðarhjalla og Dalvegar. Síðasta sumar var hann á ferð í Þýskalandi ásamt for- eldrum sínum og kom við í bænum Immenstaad en þar er hjólabrettagarður sem hann játar að hafa kolfallið fyrir. „Við keyrðum þarna fram hjá í rigningu og stoppuðum og ég prófaði garðinn sem er svona 200 fermetrar. Það var fullt af skemmtilegum pöllum sem eru allir steyptir. Svo er mikið af pípum og hólum og einhverskonar kössum,“ segir hann og bætir því við að til sé fullt af slíkum görð- um í útlöndum. Þetta varð til þess að Daníel setti sig í samband við bæjarstjórann í Immen- staad, með hjálp góðra vina. „Ég ætlaði bara að fá teikn- ingarnar af pöllunum svo það væri hægt að gera svona hérna. Sérstaklega af því að þeir eru úr sementi og það er ekki hægt að brjóta það og skemma fyrir manni,“ segir hann með þunga. Hann er meira að segja búinn að fá stutt bréf til baka. „Bæjarstjórinn ætlaði að tala við arkitektinn svo að við gætum fengið teikn- ingarnar en hann er ekki búinn að svara og við viljum eiginlega fá þetta fyrir sum- arið. En bæjarstjórnin gæti líka bara keypt teikningar á netinu,“ segir Daníel og er greinilega búinn að kynna sér málið til hlítar. Hann hefur meira að segja fundið heimasíðu þar sem hægt er að gera slík viðskipti og í bréfi sínu til bæjarstjórnar mælir hann sérstaklega með ákveðnum tegundum af pöll- um sem þar er að finna. Daníel segir hjólabretta- fólkið vera mikið útundan þegar kemur að því að setja upp aðstöðu fyrir íþróttir og bendir á að fótboltavellir séu út um allan bæ en engin aðstaða fyrir hjólabretti. Í lok bréfsins sem hann sendi Kópavogsbæ segir hann: „Ég tek það fram að þið verðið að gera þetta FYRIR SUMARIÐ þannig að þið verðið að fara að drífa ykkur. Stórt og mikið takk fyrir hönd brettamanna í Kópavogi. P.s. Ég vona að þið séuð á sama máli og ég.“ Hjólabrettastrákur fer fram á aðstöðu fyrir íþrótt sína Búinn að biðja um teikningar frá Þýskalandi Morgunblaðið/Jim Smart Daníel Bergmann Sigtryggsson er langþreyttur á aðstöðuleysi fyrir hjólabretti í Kópavogi. Kópavogur BÆJARRÁÐ Mosfellsbæjar samþykkti með þremur at- kvæðum á fundi sínum í fyrrakvöld drög að bréfi til umsækjenda vegna stjórn- sýslukæra varðandi lóðaút- hlutanir við Svöluhöfða og Súluhöfða. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu í liðinni viku úrskurðaði félagsmálaráðu- neytið í tveimur stjórnsýslu- kærum vegna málsins og komst að þeirri niðurstöðu að setning nýrra viðmiðun- arreglna stríddi verulega gegn ákvæðum stjórnsýslu- laga og að ákvörðunin væri ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Ráðuneyt- ið beindi þeim tilmælum til kærða að hafnar yrðu við- ræður við kærendur og aðra umsækjendur sem uppfylltu skilyrði um lóðaúthlutun samkvæmt eldri reglum en var meinað að taka þátt í út- hlutun umræddra lóða. Með fyrrnefndri sam- þykkt hefur bæjarráð Mos- fellsbæjar brugðist við til- mælum ráðuneytisins en að öðru leyti var samþykkt að vísa málinu til meðferðar bæjarstjórnar. Viðræður við um- sækjendur Mosfellsbær UMFERÐARNEFND Sel- tjarnarness ætlar í samstarfi við Mýrarhúsaskóla, for- eldrafélag skólans, íþrótta- og æskulýðsráð og slysa- varnadeild kvenna að sjá um umferðarviku meðal skóla- barna 30. apríl–5. maí. Vikunni er ætlað að hvetja foreldra til að láta börnin ganga í skólann á morgnana við sem öruggastar aðstæður og vekja fólk til umhugsunar um öruggustu gönguleiðirn- ar. Fólk vakið til um- hugsunar Seltjarnarnes ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.