Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 28.04.2001, Síða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 61 Ástrós Una Jóhannesdóttir Bragi Hlíðberg Guðmundur Samúelsson Hreinn Vilhjálmsson Margrét Arnardóttir HÁTÍÐ HARMONIKUNNAR verður haldin í ÁSGARÐI, Glæsibæ við Álfheima, í kvöld, 28. apríl kl. 20.15. Húsið opnað kl. 19.45. 20.15 Tónleikar Allir velkomnir hvort sem er á tónleikana, dansleikinn eða hvort tveggja. Miðaverð kr. 1.000 HLJÓMSVEIT Félags harmonikuunnenda í Reykjavík undir stjórn Þorvaldar Björnssonar. Hljómsveitin STORMURINN undir stjórn Arnar Falkner LÉTTSVEIT Harmonikufélags Reykjavíkur undir stjórn Jóhanns Gunnarssonar og Björns Ólafs Hallgrímssonar. Kl. 22.30 Harmonikudansleikur Fyrir dansi leika félagar úr Harmonikufélagi Reykjavíkur. Ragnheiður Hauksdóttir syngur. Gestaspilarar: Guðmundur Samúelsson og Hreinn Vilhjálmsson. Oddný Björgvinsdóttir Ólafur Þ. Kristjánsson Rut Berg Guðmundsdóttir Sólberg Bjarki Valdimarsson Yuri Fjodorov Flytjendur: Kynnir: Jóhann Gunnarsson. ÞEIR félagar Ásgeir Tómasson og Jónatan Garðarsson stýra um þess- ar mundir þáttum í Ríkisútvarpinu undir heitinu Íslensk dægurtónlist í eina öld en þeir hófu göngu sína um miðjan febrúarmánuð á þessu ári. Heill þáttur var tileinkaður hinum vinsæla MA-kvartett, sem starfaði á árunum 1932 til 1942. Í þeim þætti voru leikin þrjú lög með kvartett- inum af hljómplötu í eigu Ríkisút- varpsins sem merkt var „ónýt“. Lög- in eru afar merkileg heimild um þennan dáða sönghóp – og heimt þeirra úr helju stórtíðindi hvað varð- ar sögu íslenskrar dægurtónlistar á síðustu öld. Auk þessa vekur fund- urinn óneitanlega upp spurningar um hvort meira hnossgæti kunni að leynast í krókum og kimum Út- varpsins. Ekkert klikk Ásgeir útskýrir tilurð þessa máls. „Þegar efni var ekki flutt í beinni útsendingu í útvarpinu var það tekið upp á plötu og hún bara búin til á staðnum,“ segir hann. „Hingað til hefur verið talið að einungis hafi varðveist átta lög með MA-kvartett- inum sem kom oft fram í útvarpi á þessum tíu ára ferli sínum. Hann söng iðulega í beinni útsendingu nema, að því er talið var, í eitt skipti, en það var þegar hann kom fram í útvarpi í síðasta skipti [1942]. Þá var dagskráin svo löng að það þurfti að skipta henni í tvennt. Páll Ísólfsson, sem þá var tónlistarstjóri, var feng- inn til að velja átta lög og svo sungu þeir þetta inn – sagan segir að það hafi bara verið til átta plötuefni þannig að ekkert mátti klikka. Allir hafa hingað til haldið að þetta væru einu lögin sem hefðu varðveist.“ Þessi átta lög má t.d. finna á hljómdiski, samnefndum kvartettin- um, sem enn er auðfáanlegur. Ás- geir tjáir mér að um þessar mundir sé mikið verið að vinna í hljómplötu- safni Útvarpsins. „Þetta er skráð að meginefni til en þessi plata sem fannst var óskráð og á miðanum stóð að hún væri ónýt. Það er fyrrverandi yfirmaður tækni- deildar, Magnús Hjálmarsson, sem fann þessa plötu en hann vinnur við að fara yfir það sem til er og hreinsa upptök- ur, lagfæra þær og brenna svo yf- ir á geisladiska. Platan var alveg klárlega ónýt en honum tókst að klastra saman þremur lögum af fjórum. Þau þrjú sem náðust eru „Vakna, Dísa“ eða „Dísukvæði“, „Ping pong-valsinn“, eins og þeir [MA-kvartettinn] sjálfir kalla það en það heitir réttu nafni „När jag var en ung Caballero“ og er eftir sænska vísnasöngvarann Evert Taube, og svo er eitt á þýsku sem heitir „Untreue“. Það er eftir Glück og við syngjum jafnan ljóðið „Réttarvatn“ eftir Jónas Hallgríms- son við þetta lag. Þetta gat Magnús lagfært þannig að þetta er fullboð- legt og vel það.“ Eina lagið án undirleiks Ásgeir segir fjórða lagið, sem hann kann ekki að nefna, hins vegar glatað. „Miðað við nútíma tölvutækni er ekki hægt að lappa upp á það en hver veit hvað gerist innan tíu, tutt- ugu ára? En þetta er alveg gríðar- legur fundur vegna þess að allt í einu eru lögin orðin ellefu í stað átta.“ Gildi þessa viðburðar felst í sér- stöðu kvartettsins í íslenskri dæg- urtónlistarsögu. „MA-kvartettinn er fyrsti söng- hópurinn eða bara fyrsta „grúppan“ getum við sagt sem slær í gegn á landinu,“ útskýrir Ásgeir. „Þeir verða alveg dæmalaust vinsælir.“ Um uppruna þessara hljóðritana segir Jónatan Garðarsson að allar líkur bendi til þess að þær séu frá 31. mars 1937. Þá hafi sveitin haldið tón- leika í Gamla bíói og farið síðan eftir það í Landsímahúsið, þar sem Út- varpið var til húsa, og sungið. Efnis- skrá tónleikanna þennan dag og lög- unum á plötunni ber vel saman. „Það er spurning hvort gerð hafi verið prufuupptaka eða hvort skurð- artækið hafi verið látið ganga meðan þeir voru í beinni – sem er reyndar líklegra. Fyrsta plötuskurðartækið kom til landsins árið 1936 á vegum Útvarpsins og fljótlega eftir það fóru menn að gera tilraunir með að taka upp einn og einn dagskrárlið í út- varpssal og safna efni. Þetta er mjög líklega frá slíkri tilraun.“ Þess ber að geta að „Vakna, Dísa“ eða „Dísukvæði“ er án undirleiks en þannig söng kvartettinn framan af ferlinum. Það er því eina varðveitta heimildin um það hvernig MA-kvart- ettinn hljómaði fyrstu árin. Á skilið að heyrast Ásgeir er á því að útgáfu sé þörf. „Þessi lög hljóma í raun betur en þau sem þegar eru til vegna þess að það er ekkert búið að afrita þau – þetta er enn af fyrstu kynslóð. Þess- ar plötur eru svokallaðar dagskrár- plötur og það safn sem Útvarpið á er mikill menningararfur.“ En hvernig standa endurútgáfu- málin þá, svona almennt séð? „Útvarpið hefur gefið út einn disk með svona efni, með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Ég veit ekki alveg hver stefna Ríkisútvarpsins er. Hvort gera eigi meira af þessu í framtíðinni eða bara hreinlega gefa öðrum kost á því. Þetta er spurning um hlutverk Útvarpsins. Á það að fara í samkeppni við hljómplötuút- gáfur úti í bæ?“ En það er áhyggjuefni – sem kom m.a. fram í samtali greinarhöfundar við Trausta Jónsson, veðurfræðing og helsta fræðimann á sviði gömlu dægurtónlistarinnar – að því lengur sem beðið er með útgáfu á þessu efni, því meiri verður hættan á því að það falli í gleymsku. Klukkan tif- ar. Og einnig þarf að taka tillit til þess að markaðurinn fyrir svona efni er ekki stór. „Þetta er alveg hárrétt,“ samsinn- ir Ásgeir. „Þeir sem hlusta á þetta er fólk sem er komið nokkuð við aldur. Ég veit ekki alveg hver markaður- inn er og margt þetta eldra fólk sem er markhópurinn á jafnvel ekki geislaspilara. Og ekki færi maður að gefa þetta út á LP-plötum!“ Ásgeir lýkur spjallinu á bjart- sýnisnótum. „Samt held ég að alltaf verði einhver markaður fyrir hendi. Það eru alltaf einhverjir sem eru nógu sérvitrir til að nenna að pæla í og velta vöngum yfir þessu. T.d. er úti í Bandaríkjunum fyrirtæki sem heitir Rhino og það gerir mjög mik- ið af því að endurútgefa gamalt efni. Efni sem hefur kannski verið talið hundómerkilegt til þessa en svo hefur komið í ljós að það á sér sína sögu og á vel skilið að heyr- ast.“ Lög finnast með MA-kvartettinum „Gríðarleg- ur fundur“ Nýlegur fundur þriggja laga MA-kvartetts- ins er sannarlega merkisviðburður í ís- lenskri dægurtónlistarsögu. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Ásgeir Tómasson og Jónatan Garðarsson um þetta og skyld mál. MA-kvartettinn starfaði árin 1932–1942 og naut mikilla vinsælda. arnart@mbl.is Magnús Hjálmarsson Jónatan Garðarsson Ásgeir Tómasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.