Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 23

Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 23 “ Búðardal - Á sumardaginn fyrsta var haldið upp á 75 ára afmæli Kvennabrekkukirkju en hún átti reyndar það afmæli í maí á síðastliðnu ári, en það var svo mikið um að vera í Döl- um að það var ákveðið að halda ekki upp á það fyrr en núna svo að það myndi ekki falla í skuggann af öllu því sem um var að vera á síðastliðnu ári. Fyrstu heimildir um kirkju á þessum stað eru frá 13. öld. Þar var Maríukirkja og Jóns (Jóhannesar) postula. Sam- kvæmt Jarðabók Dalasýslu frá 1731 var embættað að Kvenna- brekku annan hvern helgan dag en er nú um það bil átt- unda hvern. Árni handritasafnari fæddur á Kvennabrekku Gamla kirkjan á Kvenna- brekku var lögð af og önnur reist á Sauðafelli 19. maí 1876. Með stjórnarbréfi 15/9 1919 var Sauðafellskirkja flutt að Kvennabrekku. Það er, kirkj- an á Sauðafelli var rifin og gef- ið leyfi til að ný yrði byggð á Kvennabrekku undir Náhlíð. Olli þessi ákvörðun miklum deilum innan safnaðarins en nú ríkir friður og sátt. Þess má geta að Árni Magnússon, handritasafnari og prestsson- ur, var fæddur á Kvenna- brekku. Kirkjugestir fylltu kirkjuna og ríkti ánægja með hvað margir komu til að halda upp á daginn enda var veðrið líka eins og best er hægt að hugsa sér, sól og blíða. Það má með sanni segja að sumarið hafi komið í Dalina á sumar- daginn fyrsta. Um guðsþjón- ustuna sáu sr. Óskar Ingi Ingason staðarprestur og sr. Ingiberg J. Hannesson pró- fastur, sem predikaði. Heið- ursgestur var frú Ingibjörg Sigurðardóttir, ekkja séra Eggerts Ólafssonar sem var síðasti prestur er bjó á Kvennabrekku, en nú er prest- setrið í Búðardal. Eftir guðs- þjónustuna bauð sóknarnefnd- in upp á kaffi í félagsheimilinu Árbliki. Hjarðarholts- prestakall Kvenna- brekku- kirkja 75 ára Flateyri - Hingað til hefur golf- kennsla ekki verið áberandi í hefðbundinni íþróttakennslu grunnskóla. Þó mun golfið vera sú íþróttagrein á Íslandi sem lað- að hefur til sín flesta iðkendur á síðustu árum og er golfsam- bandið nú annað stærsta sam- bandið innan íþróttahreyfing- arinnar. Ekkert samræmi er þó á milli fjölda golfiðkenda og vægi íþróttagreinarinnar í leikfimi- kennslu grunnskólanna. Af því tilefni hefur Golfsamband Íslands nú ráðist í það mikla verkefni að innleiða golfið í almenna íþróttakennslu á Íslandi með útgáfu á kennsluefni í skóla- golfi. Á dögunum lögðu Sparisjóð- ir viðkomandi staða á Vest- fjörðum og fiskvinnslan Ís- landssaga svo sín lóð á vogarskálarnar til að af kennslunni geti orðið með því að gefa grunnskólunum í Súðavík, Önundarfirði, Suður- eyri og Þingeyri æfingasett í skólagolfi. Golfsettin og meðfylgjandi kennsluefni er sérútbúið fyrir innanhússkennslu en einnig er gert ráð fyrir að æfingar fari fram á nærliggjandi túnum í nágrenni skólanna þegar farið er að vora. Skólagolf á Vest- fjörðum Fulltrúar Sparisjóðanna, fiskvinnslunnar Íslandssögu, Golfsambands Ís- lands og grunnskólanna í Súðavík, Önundarfirði, Suðureyri og Þingeyri hittust á veitingahúsinu Vagninum á Flateyri. Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.