Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 55

Morgunblaðið - 01.05.2001, Side 55
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. MAÍ 2001 55 Elsku besti afi minn, ég kveð þig nú með bæði sorg og gleði, ég á eftir að sakna þín svo mikið, sérstaklega þess að sjá ekki brosið þitt og stóra faðminn þegar ég kem heim í Kotið, eða koma að kíkja á þig þegar að þú ert að vinna í gróðurhúsinu eða að smíða upp á verkstæði. Samt gleðst ég yfir því að þú skulir vera kominn heim og að þjáningum þínum er lokið. Ég veit samt ekki hvernig þetta allt væri ef ég hefði ekki Guð, því að nú veit ég hvar þú ert og ég veit líka að þú ert ekki dáinn heldur bara farinn heim og það besta er, þess sem ég hlakka mest til, er að fá að hitta þig aftur, elsku afi. Daginn sem þú fórst var einn af erfiðustu dögum sem ég hef lifað og ég bara vissi ekki að líkaminn geymdi svona mörg tár. Daginn eftir var ég að skoða myndir með litlu frænku, í albúm- inu voru myndir af þér og hún var að segja mér að þú værir á spítala en núna værirðu dáinn. Þá sagði ég við hana að við gætum einhvern tímann farið og hitt þig aftur, afi minn, hún sagði jaá með rútu, veist þú hvað landið heitir? Hvað heitir það, segi ég. Það heitir himnaríki og þar á Guð fullt af gullhúsum, þetta fékk mig einnig til þess að brosa í gegnum sorgina með því að sjá hversu börnin eru einlæg og áhyggjulaus. Einnig það sem verm- ir hjarta mitt er hversu lífsglaður þú varst og hversu vel þú nýttir hverja einustu mínútu, ég elska þig, elsku afi minn, og kveð ég þig nú þangað til við hittumst á ný. Drottin er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23.) Þín Emilía. MARKÚS GRÉTAR GUÐNASON ✝ Markús GrétarGuðnason fædd- ist í Kirkjulækjar- koti í Fljótshlíð 9. febrúar 1921. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 3. apríl síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hvíta- sunnukirkjunni Fíladelfíu 11. apríl. Með nokkrum orð- um langar mig að minnast elsku afa míns. Fyrstu minning- ar mínar um afa eru að sjálfsögðu úr Kotinu, Kirkjubæjarkoti í Fljótshlíð, þar sem hann bjó ásamt ömmu. Afi og amma tóku allt- af opnum örmum á móti okkur þegar við komum í heimsókn og oftar en ekki fékk ég að vera eftir hjá þeim mér til mikillar ánægju. Afi var alltaf yfir sig ánægður að fá okkur í heim- sókn og hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Hann sá allt- af um að fræða okkur krakkana um Guð og hans orð enda var hann fróður um allt er viðkom biblíunni og oft drógum við mannakorn og lásum það saman. Hann hafði líka gaman af því að sýna okkur í gróð- urhúsið á sumrin þegar tómatarnir og gúrkurnar voru að þroskast. Afi var alveg einstaklega góður maður, enda þótti mörgum strax vænt um hann. Hann hafði einstak- lega gaman af lífinu og dreymdi um að ferðast mikið en því miður gat hann ekki farið nærri allt sem hann langaði til. Hann var mjög bjart- sýnn og jákvæður á lífið og til- veruna og átti marga drauma. Hann var einnig mjög flinkur í höndunum og smíðaði hina ýmsu hluti svo sem rokka, klukkur, skál- ar og fleira. Hann kenndi líka nokk- ur ár smíði í Fljótshlíðarskóla og hafði gaman af. Á jólunum voru gjafirnar ósjaldan handsmíðaðar af honum sjálfum eins og t.d. biblían með skúffunni fyrir mannakornin og svo núna síðustu jól fékk ég og fleiri, hirslu fyrir jólapóstinn sem mun minna mig á afa hver einustu jól. Elsku afi, takk fyrir þau ár sem ég fékk að kynnast þér, ég mun sakna þín sárt, en eins og þú sagðir alltaf sjálfur, að við værum gestir hér á jörðu, þá hlakka ég til að hitta þig aftur. Minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu. Elsku amma, Guð styrki þig og veri með þér. Svandís Björk. Ég man ekki fyrr eftir mér en ég man eftir Grétari föðurbróður mín- um. Ég man eftir herbergi sem hann hafði uppi á lofti í húsi for- eldra sinna. Þar undi ég mér löngum stundum, innan um margs konar rafmagns- og rafeindadót og fylgdist með frænda mínum setja saman hina margvíslegustu hluti sem vöktu forvitni og aðdáun lítils drengs, og ekki amaðist Grétar við litlum frænda sínum. Grétar var hugmyndaríkur og tók sér margt fyrir hendur. Hæst ber þar fyrirtæki sem gjarnan var kallað Steypiríið. Þar framleiddi hann úr vikri: holsteina, milli- veggjaplötur og einangrunarplötur til húsbygginga, einnig voru þar framleiddar gangstéttahellur og steinrör til frárennslislagna. Við þetta fyrirtæki hans fékk ég, ungur að árum, mín fyrstu vinnulaun í peningum. Marga ferðina fór ég með Grét- ari, á gamla vörubílnum, „Stúdd- anum“ sem faðir minn hafði áður átt, til að sækja Hekluvikur sem gjarnan var sóttur inn í Þórólfsfell eða gilið inn við Háamúla eða þá rauðamöl sem sótt var í Seyðishóla í Grímsnesi. Og þó að þyrfti að hand- moka á bílinn var alltaf eitthvað ævintýralegt við þessar ferðir. Á síðari árum hafði ég þá ánægju að njóta samvista við Grétar sem samkennara við Fljótshlíðarskóla þar sem hann um árabil kenndi smíðar. Einkum minnist ég sam- verustundanna í kennarastofunni þar sem oft var glatt á hjalla yfir kaffibolla. Handlagni Grétars naut sín vel á verkstæðinu hans þar sem hann undi sér löngum við smíðar á marg- víslegum og listilega vel gerðum hlutum svo sem rokkum, klukkum, eftirgerð gamalla búshluta o.fl. o.fl. Ég hef þá ánægju að hafa upp á vegg hjá mér loftvog sem hann renndi úr birki. Kirkjan okkar, Hvítasunnukirkj- an í Fljótshlíð, naut þessa hagleiks hans þar sem hann á ófá handtök innandyra og marga listilega gerða hluti. Grétar var einlægur og glaðlynd- ur, og naut sín vel í góðra vina hópi. Ég minnist Englandsferðar sem ég fór með honum, ásamt fleiri góðum vinum, fyrir nokkrum árum, þar sem hann naut hverrar stundar með bros á vör. Með söknuði í hjarta skrifa ég þessar línur og Grrétars mun verða sárt saknað á hans heimaslóðum þar sem ég hafði þá ánægju að hafa hann í næsta húsi síðastliðin tvö ár. En huggun er harmi gegn að hon- um hefur verið vel fagnað á föð- urlandi hans á Himnum þar sem hann auk vina og vandamanna, sem á undan eru farnir, hefur fengið að hitta Drottin sinn og frelsara sem hann unni svo mjög og sagði hverj- um sem heyra vildi frá fyrirgefandi föðurkærleika Frelsarans og mildi hverjum þeim til handa sem við honum vilja taka. Á þennan Frelsara, Jesú Krist, setti Grétar allt sitt traust þegar hann síðustu mánuðina háði svo hetjulega baráttu við sjúkdóminn að margir undruðust þá hetjulund. Lýsandi dæmi er þegar ég sá hann í síðasta skipti þegar ég, ásamt konu minni, kom til hans, á sjúkrahúsið, rúmri viku áður en hann lést. Hann lá þá aftur á bak í rúmi sínu, lík- aminn fársjúkur en sálin því hress- ari og hvað skyldi hann hafa verið að gera? Jú, hann var að lesa í Nýjatestamenntinu sínu. Og hann fagnaði okkur með ljóma í augum og bros á vör. Nú er stríð hans við sjúkdóminn á enda og hann fagnar á þeim dýrð- legasta stað sem til er í alheimi og mun fagnandi taka á móti okkur ástvinum sínum þegar að okkar kalli kemur. Konu hans, Þóru, sem er móð- ursystir mín, börnum þeirra og öðr- um ástvinum votta ég og kona mín, Rebekka, okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að blessa þau og um- vefja með kærleika sínum. Yngvi Guðnason. Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir ;  1       <   0  #<- #    0     6  - K ( (- ;-  % 8"  J+ 8 $  -  #) $  % 8"  8              -12%1 ;   8+ '#8 /)   *  #0 8+ $ L ) 9=      9!    %  -      % 2! !')!)(! %  &+  M  )  M  #)+  $  9 "(8+  $  )*$ +     9  9, 9  9  9, 5   %-2-3 -3A-0 A ( /+ +*/ )  )  #)  "+ / 8 )    %      %  -  ! !'3!((! 0   )+,)#   '  ) $   '  )+,)#  0 +  # $  +"!9,  )  ) $$ 8            3 (- ; '  *8'=*$ +  0 ! 8+ ' CI 8+ '#8  %      %-  2! !')!)(! )"$  0 # $  M8  ' $ M8 # 9  $  0 #3$  M8 3 ? ) M8 ' '   $         $   + % #                   %-: %-: ;  $   *  *,8 /)' ** ) B8+ '#8   !    =0  %  )! !'2!((!   $    ! '  ! % " '  '#A*$$  % "$  */ % " () % " -  N8  N+#8 9  9,9  9  9,   )  ) $$ >1 <   0   #      0           4;-4;- ;- 8 !+  8+ 9 H  +   4 ) )/  # $  #)4 9 $   )+ 3 + +,84 9 $  " 0+   0 +/4 9 4 9  % # /   $   9  9, Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.