Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.05.2001, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. MAÍ 2001 53 ÞÓTT langt sé liðið á krókusa- vertíðina get ég ekki stillt mig um að halda áfram umfjöllun minni um þessi skemmtilegu vorblóm. Ég var rétt að komast á skrið í síðustu grein og svo fjölmargt sem ég átti ósagt um krókusa, þegar plássið var búið. Sjálfsagt verður margt sem ekki hefur verið minnst á þegar þessu greinar- korni lýkur, en það fær þá að bíða betri tíma. Það er stór- kostlegt að fylgj- ast með krókus- unum alveg frá því að þeir láta á sér kræla snemma vors. Það fyrsta sem kemur í dagsljósið er silf- urhvítur broddur sem gægist upp úr moldinni og á eftir fylgja örlitlir gulgrænir blað- broddar. Þessi silfurhvíti broddur er blómið, sem er umlukið hlífð- arhimnu meðan það er að bora sig upp í gegnum moldina. Ef gerir kuldakast bíður krókusinn bara á þessu stigi uns hlýnar en þá tekur hann líka ærlega við sér, hlífð- arhimnan hverfur og blómið ljóm- ar í gulum, hvítum eða fjólubláum lit – ótal tilbrigði af fjólubláu. Krókusblómið er hreint furðu- verk, en það er aðeins hluti þess sem kemur upp á yfirborðið, þótt það sé fullþroskað. Við sjáum að- eins blómblöðin sex, fræflana og efsta hluta frævunnar, frævan sjálf er á 3-5 sm dýpi. Krókusar frjóvgast með skordýrum, það eru ákveðnar tegundir af býflugum sem sjá um vinnuna. Það er nú trúlega lítið af þessum flugum hér á landi, en samt þroska krókus- blómin fræ, það sjáum við þegar líður lengra fram á vorið. Fræin þroskast neðanjarðar í frævunni, en þegar þau eru fullþroskuð vex hún upp á yfirborðið þar sem fræ- in dreifast. Við notum þó ekki sáningu til að fjölga krókusum heldur smá- lauka, sem við setjum niður á haustin. Nú verð ég að biðjast afsökunar, þetta eru alls ekki lauk- ar heldur rótarhnýði. Við þekkjum öll lauk – þennan sem við notum í matargerð. Ef við velt- um örlítið vöngum yfir uppbyggingu hans, þá er greinilegt að hann er lagskiptur, það má fletta honum í sundur. Neðst á lauknum er flöt skífa, rótarkakan, og upp af henni hafa vaxið „blöð“ með forðanæringu og inni í lauknum miðjum er svo vísir að nýju blómi. Svona uppbyggingu hafa fjölmargir aðrir laukar aðrir en laukurinn. Þetta fer nú að verða hálfruglingslegt, en það sem ég vildi sagt hafa er að þótt við tölum í belg og biðu um lauka, haustlauka eða vorlauka, eigum við stundum við eiginlega lauka, stundum stöngulhnýði og stundum rótarhnýði. Ef við skerum krókus- „laukinn“ í sundur er hann gegn- heilt rótarhnýði. Hvert hnýði lifir ekki nema eitt sumar, það blómstrar og síðan myndast smá- hnýði ofan á því gamla, sem visnar smám saman, eftir því sem forða- næring þess hverfur. Þannig fjölga krókusarnir sér og fljótlega hefur myndast góður brúskur af krókusum, þar sem örfá hnýði voru sett upphaflega. Krókushnýðin eru sett niður á haustin. Þumalputtareglan er að hafa moldarlagið ofan á lauk eða hnýði a.m.k. tvöfalda hæð þess. Krókushnýðin eru lítil, 1-2 sm í þvermál, villikrókusar minni en garðakrókusar. Því setjum við þá gjarnan á 5 sm dýpi. Ef við hins vegar ætlum að grafa upp krók- usabrúsk til að dreifa dálítið úr hnýðunum, finnum við þau ekki þar sem við settum þau niður, en þurfum að grafa niður á 10-15 sm dýpi. Krókusinn sér nefnilega um sig sjálfur. Hann hefur furðulegar rætur, sem vaxa niður úr rótar- hnýðinu. Þegar þær hafa náð ákveðinni lengd, dragast þær sam- an um allt að helming og toga hnýðið niður á við. Ef moldin er þokkalega laus er hnýðið komið niður á hæfilegt dýpi á örfáum ár- um. Það er þó eins og sumir af mín- um krókusum viti þetta með „teygjuræturnar“. Á hverju vori þarf ég að skoða einn laukabrúsk, sem vex alveg við gangstéttina. Hnýðin liggja stundum alveg í yf- irborðinu, jafnvel ofan á moldinni. Ég veit að þarna er jarðvegurinn mjög þéttur og samanþjappaður, þannig að aðstæður neðanjarðar eru ekki sem bestar. Eins hef ég vængjaða hjálparkokka í garðin- um, sem toga og tæta í krókusana um leið og blómin sýna sig. Þeir eru sólgnir í sætuefnið, hunangs- vökvann, sem frævan gefur frá sér, og leggja hart að sér við að toga laukana upp á yfirborðið. 21. maí kl. 20 heldur Garðyrkju- félag Íslands fræðslufund í Nor- ræna húsinu. Þar verður fjallað um vorblómstrandi lauka og hnýði, fjölmargar aðrar tegundir en krókusa. Garðyrkjufélagið er opið öllu áhugafólki um ræktun og allir velkomnir á fundi þess hvort sem þeir eru skráðir félagar eða ekki. – S.Hj. DVERGLILJUR VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 453. þáttur (crocus – annað vers) Njálsgötu 86, s. 552 0978 Bómullar-satín og silki-damask rúmfatnaður INNLENT NORÐURLANDARÁÐ hefur aug- lýst til umsóknar nokkra styrki til fréttamanna á Norðurlöndum. Styrkjunum er ætlað að efla áhuga fréttamanna á norrænni samvinnu og auka möguleika þeirra á að skrifa um málefni annarra Norð- urlanda með því að gera þeim kleift að fjármagna ferðalög tengd greinaskrifum. Styrkurinn er veittur einum eða fleiri fréttamönnum dagblaðs, tímarits, útvarps eða sjónvarps og nemur fjárhæðin til íslensku styrkþeganna 90 þúsund dönskum krónum í ár. Krafist er að styrkþeginn hafi ríkan áhuga á norrænni samvinnu og Norðurlöndum og skal umsækj- andi gera grein fyrir því til hvers og hvernig hann hyggst nota styrkinn en hann skal nota innan árs frá styrkveitingunni. Norðurlandaráði skal svo senda stutta skýrslu um notkun styrks- ins og það efni sem unnið var á styrktímanum. Skilyrði er að sú skýrsla sé í greinaformi og fer í gagnabanka norræna tímaritsins Politik i Norden, sem gefið er út af Norðurlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni, og áskilur blað- ið sér rétt til birtingar greinarinn- ar. Fréttamannastyrk- ir Norðurlandaráðs FORELDRAFÉLAG misþroska barna hefur nú opnað heimasíðu sína á vefsetri Öryrkjabandalags Íslands, www.obi.is. Á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um félagið og starf- semi þess, tilkynningar um starf- semi og slóðir á aðrar áhugaverðar vefsíður, þ.m.t. á kynningar- og fræðslubækling félagsins sem ligg- ur inni á netdoktor.is. Foreldrafélag misþroska barna hvetur alla sem áhuga hafa til að kynna sér heimasíðuna en slóðin þangað er www.obi.is/ADHD.htm. Um þessar mundir er að koma úr prentun nýtt upplag af kynn- ingar- og fræðslubæklingi félags- ins og er hægt að nálgast hann með því að hafa samband við upp- lýsinga- og fræðsluþjónustu félagsins að Laugavegi 178. Hún er opin alla virka daga kl. 14 til 16. Foreldrafélag misþroska barna opnar heimasíðu NÁMSKEIÐIÐ „Áskorun hugljóm- unar“ verður haldið í Bláfjöllum 17. til 20. maí næstkomandi. Guðfinna Svavarsdóttir er leið- beinandi, og verður hún með kynn- ingu á því á mánudagskvöldið, 14. maí, kl. 20 í sal Lífssýnar að Bolholti 4. Námskeið sem þetta hafa verið haldin víða um heim sl. 30 ár. Í fréttatilkynningu kemur fram að á námskeiðinu hugleiði fólk grunn- spurningar lífsins og geti öðlast þekkingu á sjálfu sér, lífinu, öðrum og kærleikanum. Kynning á námskeiði ,,OPIÐ HÚS“ verður í leikskólanum Hlaðhömrum frá kl. 11–14 í dag, laugardaginn 12. maí, og í leikskól- anum Hlíð frá kl. 11–13. Listsýning á verkum leikskóla- barna og verkefni vetrarins verða kynnt. Foreldrafélög leikskólanna verða með kaffisölu. Allir Mosfellingar og aðrir gestir eru hjartanlega vel- komnir. Leikskóli með opið hús EKIÐ var á bifreiðina BI-608 fimmtudaginn 10. maí sl. og farið af vettvangi. Bifreiðin er Toyota Cor- olla, fólksbifreið, rauð að lit. Atvikið átti sér stað á bifreiðastæði við verslunarmiðstöðina Hólagarða v/ Lóuhóla, Suðurhólamegin, á bilinu kl. 18:30–19:00. Vitni að atvikinu, svo og tjónvaldur, eru beðin um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Vitni vantar ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ DAGANA 15. maí til 22. maí næst- komandi ætla lögregluembættin á suðvesturlandi að skoða sérstaklega notkun reiðhjólahjálma og hvernig börnin bera sig að á reiðhjólum. Enn fremur verður gert átak í eftirliti með dekkjabúnað ökutækja og eft- irvögnum, þar sem kannað verður sérstaklega skráning þeirra og hlið- arspeglar bifreiða er draga eftir- vagna. Sérstakt eftirlit með reiðhjólum og hjálmumLANDGRÆÐSLA ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins verða með námskeið í samvinnu við Garðyrkjuskóla ríkisins sem ber yfirskriftina „Hesturinn í góð- um haga“, fáist næg þátttaka. Námskeiðið verður miðvikudag- inn 23. maí 2001, frá kl. 10:00 til 16:00, í húsakynnum Rannsókna- stofnunar landbúnaðarins (RALA) á Keldnaholti. Á námskeiðinu fjallar Ingimar Sveinsson um beit hrossa og skipulag beitar með til- liti til fóðurþarfa reiðhesta, stóð- hrossa og ungviðis, Bjarni P. Mar- onsson frá Landgræðslu ríkisins um landnýtingu og beitarskipulag og Borgþór Magnússon frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins um mat á ástandi beitilands og nið- urstöður beitarrannsókna. Hluti námskeiðsins felst í skoðunarferð þar sem áhersla er lögð á mat á ástandi og meðferð beitilands. Hlífðarföt og stígvél eru því nauð- synleg. Námskeiðið er ætlað hestaeigendum, búfjáreftirlits- mönnum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem sinna landnýt- ingarmálum. Skráning og nánari upplýsingar fást á skrifstofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið mhh- @reykir.is. Námskeið um hesta og beit LEIÐRÉTT Tónleikar í Seltjarnarneskirkju Það skal áréttað að vortónleikar Vox Academica í Seltjarnarnes- kirkju eru á morgun, sunnudag, kl. 17. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.