Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.06.2001, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. JÚNÍ 2001 27 www.teflon.is RÚSSNESKIR vodkaframleiðend- ur hættu starfsemi að miklu leyti á mánudag af ótta við að brjóta óljósar reglur um vörugjald á áfengi. Á föstudag tóku umræddar reglur gildi, en enginn hefur hugmynd um hvernig þeim skal framfylgt. Sam- kvæmt reglunum á að stimpla hverja áfengisflösku og skal það gert í sér- stökum vöruhúsum. Enginn hefur hins vegar séð stimpla þá sem nota skal og ekkert þeirra þúsund vöru- húsa, sem kveðið er á um í reglunum, hefur verið byggt. Í stað þess að hætta á að brjóta hinar nýju reglur hafa vodkaverksmiðjur því hætt framleiðslu í bili. Óttast óeirðir Áfengisneysla í Rússlandi er með því mesta sem gerist í heiminum og er vodka drukkið við nánast hvaða tækifæri sem er. Talsmaður eins vodkaframleið- andans sagði að á föstudag hefði fólk staðið í biðröðum eftir vodka og ef fram héldi sem horfði myndu brjót- ast út óeirðir. Þrátt fyrir að ljóst var hvernig færi undirritaði Míkhaií Kasjanov, forsætisráðherra, tilskipun í síðasta mánuði þess efnis að sala áfengis án stimpils væri bönnuð. Lagaleg óreiða Vodkaframleiðendur kvarta yfir þeirri lagalegu óvissu sem ríkir á þessu sviði og sagði Zínaída Naum- ovna frá Kristall vodkaverksmiðj- unni að svo margar ólíkar reglur giltu, að menn vissu ekki eftir hverju ætti að fara. Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, ber nokkra ábyrgð á því hvernig komið er, þar sem hann setti regl- urnar í desember síðastliðnum, þótt honum hefði verið gert ljóst að ómögulegt yrði að framfylgja þeim. Vodka- skortur yfirvofandi í Rússlandi Moskvu. The Daily Telegraph. Reuters Heimilislaus Rússi heldur á sér hita með vodkasopa. SÆNSKUR ástarlífsdrykkur sem kallast Niagara hefur hlotið góð- ar viðtökur á Bandaríkjamarkaði. Selst drykkurinn eins og heitar lummur og er það ekki síst þakk- að því hve nafnið minnir á kyn- örvunarlyfið Viagra. Niagara er eins og Viagra blár að lit en rauðar kanínur prýða auk þess flöskurnar. Ekki fylgir sögunni hvaða efni það eru sem eiga að örva kynhvötina en á flöskunni eru loforð um slík áhrif. Þykir það ekki spilla fyrir að drykkurinn er sænskur en margir Bandaríkjamenn tengja Svía við frjálslyndi í kynferðismálum. Höfuðstöðvar dreifingaraðilans eru í Little Rock í Arkansas, heimabæ Bills Clintons fyrrver- andi Bandaríkjaforseta, en ástir hans utan hjónabands voru for- síðuefni blaða um árabil. Hefur dreifingarfyrirtækið óspart vísað til þessar tengingar og virðist það duga vel, því reiknað er með því að selja um 2,4 milljónir flaskna af Niagara í ár. Ástardrykkurinn Niagara slær í gegn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. BRETAR leggja nú hart að dönskum hjúkrunarfræðingum að hefja störf á breskum sjúkrahúsum. Bjóða þeir hærri laun, betri eftirmenntunar- möguleika, lága húsaleigu, afslátt á ferðum, líkamsrækt o.fl. og ókeypis flugmiða til og fá Danmörku í tengslum við flutningana. Alls eru um 20.000 stöður lausar í Bretlandi, þar af um 6.000 í London. Í frétt Berlingske Tidende er vitn- að í yfirhjúkrunarkonu á East Surrend Hospital í London, sem segir frábæra reynslu af dönskum hjúkr- unarfræðingum, þeir séu vel mennt- aðir og eigi auðvelt með að aðlagast breska heilbrigðiskerfinu, auk þess sem tungumálið sé ekki vandamál. Því verða fulltrúar ráðningarfyrir- tækisins Health Professionals á ráð- stefnu sem danskir hjúkrunarfræð- ingar halda í Kaupmannahöfn um helgina. Vonast fyrirtækið til þess að geta freistað dönsku hjúkrunarfræð- inganna og verða ýmsar stöður, eink- um á einkasjúkrahúsum, í boði en þær bjóða upp á mun meiri endur- menntunarmöguleika en í Danmörku. Þá eru launin hærri, um 180.000 ísl. kr. á mánuði eftir skatt, og er þá yf- irvinna ekki talin með. Varar formaður samtaka danskra hjúkrunarfræðinga yfirvöld við því að bæta verði kjör þeirra heima fyrir ef koma eigi í veg fyrir að flótti bresti í stéttina. Bretar bjóða í danska hjúkrunarfræðinga Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.