Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu Opel Vectra nýskráður okt. 1999, ekinn 13 þ. km, grár, bsk., 1600 cc, 4 dyra. Verð 1.480 þ. Í ákæru ríkissaksóknara var far- ið fram á að mennirnir yrðu dæmd- ir á grundvelli 1. og 2. málsgreinar 164. greinar almennra hegningar- laga fyrir íkveikjurnar í fjölbýlis- húsunum. Með þeim hefðu þeir stofnað lífi 79 íbúa, sem flestir voru sofandi, í bersýnilegan háska. Fyr- ir brot gegn fyrri greininni er lág- marksrefsing sex mánuðir en brjóti menn gegn hinni síðari er lág- marksrefsingin tvö ár. Fyrri máls- greinin kveður á um refsingar fyrir að valda almannahættu með íkveikju. Í hinni seinni er fjallað um refsingar hafi hinum seku verið ljóst að mönnum væri bersýnilegur háski búinn eða að eldsvoðinn hefði í för með sér yfirgripsmikla eyð- ingu á eigum manna. Fullur 20 lítra bensínbrúsi í stigagangi Dómurinn taldi að alvarlegasta íkveikjan, í Flúðaseli 40, hefði varðað við báðar málsgreinarnar. Íkveikjurnar í Unufelli 21 og Völvufelli 48 hefðu valdið almanna- hættu en ekki hefði verið sannað að þær hefðu varðað við 2. mál- greinina. Ákærðu lýstu atburðum þannig að aðfaranótt 2. nóvember hefði annar þeirra fundið brúsa með tví- gengisolíu í ruslageymslu í Völvu- felli 48. Annar þeirra hefði síðan hellt eldsneytinu í tunnuna og bor- ið eld að. Þeir sögðu það hafa verið sameiginlega ákvörðun þeirra að kveikja eldinn. Þeir fóru við svo búið í verslun í nágrenninu en til- átti yfir höfði sér sjö mánaða fang- elsi en Eiríkur Hrafnkell sex mán- aða fangelsisvist. Ragnar Þór hef- ur setið í gæsluvarðhaldi frá 1. desember í fyrra og dregst sá tími frá refsivistinni. Brotahrina þeirra hófst með skemmdarverkum á símatengiskápnum sem þeir gjör- eyðilögðu en í seinna skiptið helltu þeir bensíni í hann og kveiktu í. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær tvo menn, 18 og 20 ára, í fangelsi fyrir íkveikjur í þremur fjölbýlishúsum í Breiðholti og fyrir að hafa í tvígang unnið skemmdarverk á símtengiskáp. Þeir játuðu brot sín en þau frömdu þeir á einum mánuði, frá 23. októ- ber til 24. nóvember í fyrra. Í dómnum eru brotin sögð stórfelld og mjög alvarleg. Ragnar Þór Björnsson var dæmdur til að sæta fangelsisvist í 2 ár og 9 mánuði og Eiríkur Hrafn- kell Hjartarson var dæmdur í 2½ árs fangelsi. Þeir rufu báðir skilorð eldri dóma og var þeim gerð refs- ing fyrir þau brot um leið. Ragnar kynntu síðan um eldinn til lög- reglu. Seinna sömu nótt fóru þeir að Flúðaseli 40, helltu bensíni í teppi stigagangs og báru eld að. Á stiga- palli 2. hæðar fannst fullur 20 lítra bensínbrúsa og var blaðvöndull í stútnum. Að mati dómsins er þetta alvarlegasta brotið en flestir af 22 íbúum hússins voru í fastasvefni þegar þeir kveiktu í. Guðmundur Gunnarsson bygg- ingaverkfræðingur var fenginn til að leggja mat á hvort um augljósa almannahættu hefði verið að ræða og taldi hann svo vera. Eldurinn hefði í raun slokknað af völdum súrefnisskorts en þá hefði mikill eldsmatur verið eftir. Guðmundur lýsti því hvað hefði gerst ef súrefni hefði komist að eldinum. Hefði ein- hver íbúanna opnað dyr út á gang- inn hefði sá hinn sami lent í eldhaf- inu. Mestar líkur væru því á að kviknað hefði í íbúðinni. Slíkt væri kallað reyksprenging og væri með hættulegri aðstæðum við eldsvoða. Í niðurstöðum dómsins segir að tilviljun ein virðist hafa ráðið því að eldurinn dó út af súrefnisskorti. Ekki leiki vafi á því að þeim hafi báðum verið það fullljóst hvaða hætta var á ferðum fyrir íbúa hússins. Mennirnir neituðu fyrst sök en játuðu síðan brot sín. Þegar lög- regla spurði Eirík Hrafnkel hvort hann hefði gert sér grein fyrir hættunni sagði hann að hann hefði hugsað um að þarna myndi fjöldi manns deyja. Hjá lögreglu bar Ragnar Þór að kveikjan að íkveikj- unni hefði verið hefndarhugur í garð íbúa Flúðasels en ekki hefði verið gott samkomulag milli íbúa Flúðasels og fjölskyldu hans þegar hún bjó þar. Fyrir dómi neitaði hann þessu og sagði rangt eftir sér haft hjá lögreglu. Síðustu íkveikjunni var ætlað að beina gruni frá mönnunum Fljótlega féll grunur á mennina tvo. Í framburði Eiríks Hrafnkels kom fram að umræður þeirra Ragnars Þórs um nauðsyn þess að beina grunsemdum frá sér hefðu endað með því að þeir kveiktu í sorpgeymslu í Unufelli 21 þar sem annar þeirra bjó. Eiríkur Hrafn- kell kvaðst þó hafa átt hugmyndina að íkveikjunni. Tómas Zoëga geðlæknir fram- kvæmdi geðrannsóknir á mönnun- um. Hann komst að þeirri niður- stöðu að hvorugur þeirra væri haldinn geðveiki, andlegum van- þroska eða hrörnun, rænuskerð- ingu eða öðru samsvarandi. Tómas sagði að íkveikjuárátta væri sjald- gæf og illgreinanlegt fyrirbæri. Engin merki um slíkt hefðu þó fundist hjá mönnunum tveimur. Auk refsingarinnar voru menn- irnir dæmdir til að greiða Lands- síma Íslands samtals 1,3 milljónir í skaðabætur vegna tjóns á síma- tengiskápnum og Sjóvá-Almennum tæplega þrjár milljónir króna vegna tjóns í fjölbýlishúsunum. Ei- ríkur Hrafnkell var dæmdur til að greiða verjanda sínum, Birni Ólafi Hallgrímssyni hrl., 250.000 króna þóknun og Ragnar Þór til að greiða verjanda sínum Sigmundi Hannessyni hrl. sömu upphæð. Kolbrún Sævarsdóttir, fulltrúi ríkislögreglustjóra, sótti málið. Guðjón St. Marteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Tveir í fangelsi fyrir íkveikjur í fjölbýlishúsum SIGURÐUR Stefánsson, skipstjóri, og Marinó Ingi Emilsson, háseti, komust af við krappan leik þegar Fjarki ÍS sökk aðfaranótt laugar- dags. Snör handtök skipverja og skjót viðbrögð nærliggjandi skips urðu þó til þess að betur fór en á horfðist. „Við vorum á veiðum úti við Kópinn sunnan Arnafjarðar í kalsaveðri þeg- ar báturinn datt niður á báru á hornið að aftan, rétt eins og gerist alltaf þeg- ar gerir gjólu. Nema hvað að kar, sem ég var nýbúinn að setja fisk í, rann þarna aftur út í hornið svo þegar ég náði bátnum ekki almennilega upp aftur fór sem fór og næsta bára kom inn í hann, báturinn fylltist af sjó og kom ekkert upp aftur,“ sagði Sigurð- ur aðspurður um aðdraganda og síð- ustu augnablikin áður en báturinn sökk. „Þegar ljóst var í hvað stefndi byrj- aði ég á því að losa gúmbátinn og reyndi að senda neyðarkall á sjálf- virka tilkynningakerfinu – það hefur reyndar komið í ljós að engin merki bárust um neyðarkallið og hefur eng- in skýring fengist á því ennþá önnur en að ég hafi ekki haldið hnappinum inni nógu lengi,“ segir Sigurður og kveðst undrandi yfir seinagangi sjálf- virka tilkynningakerfisins. „Það er skrýtið þegar menn eru í neyð að það séu tímamörk á því hversu lengi skal stutt á hnappinn. Mér hefur núna verið tilkynnt að menn þurfi að halda takkanum inni í þrjár sekúndur sem er langur tími þegar báturinn manns er að sökkva. Því næst skutum við út einu neyðarblysi og flugeldi en lent- um svo báðir í sjónum og þurftum að opna gúmbátinn þar.“ Þeir félagarnir voru klæddir hefð- bundnum sjógöllum, gúmmíbuxum og stakki, þegar báturinn sökk og segir Sigurður það hafa verið erfitt að halda sér á floti í nístingskuldanum og þungum göllunum þar sem þeir reyndu að opna bátinn. Allt hafi þetta þó hafst að lokum, þeir getað náð út línunni á gúmbátnum, opnað hann og komist inn. Blautir og kaldir biðu þeir félag- arnir svo björgunar sem barst ótrú- lega fljótt þar sem skipverjar á Fríðu ÍS voru á veiðum skammt frá. „Þeir komu strákarnir eftir þetta um tíu mínútna eða korters bið og björguðu okkur um borð. Nú það var heitt og gott um borð í Fríðunni og við því fljótir að jafna okkur,“ sagði Sigurður og kann skipverjum góðar þakkir fyr- ir björgunina og kaffisopann sem færði velþeginn hita um kroppinn. Haldið var til hafnar á Flateyri þar sem hlúð var að skipbrotsmönnunum. Þeim félögum varð ekki meint af volkinu og eru að eigin sögn báðir við góða heilsu. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Sigurður og Marinó lenda í hrakningum á sjó en þeir hafa báðir lagt stund á sjómennsku um langa hríð. „Já, ég var bara stráklingur í Skagafirðinum, þetta tólf eða þrettán ára, þegar ég fór fyrst að fara með föður mínum og er búinn að vera til sjós mest alla mína tíð,“ sagði Sig- urður, „og því er ekki að neita að svona nokkuð tekur á mann. Þetta fór nú allt saman betur en á horfðist og við fengum giftusamlega björgun.“ Skipskaðinn er útgerð Fjarkans á Bolungarvík þungbær en báturinn fór fyrst á sjó nú í vor eftir gagngerar endurbætur í vetur. „Við keyptum bátinn í haust sem leið og unnum í honum í allan vetur svo hann var orð- inn alveg glæsilegur – við fengum meira að segja hól frá Siglingastofn- um vegna þess hvað hann var orðinn góður. Það var því leitt að hann skyldi fara svona,“ sagði Sigurður en út- gerðin er nú í lamasessi og lítið vitað um framtíðina. „Það er ekkert ákveð- ið hvað maður gerir. Rannsókn máls- ins er enn á frumstigi, sjórétturinn er eftir, og næstu vikur leiða í ljós hvernig fer.“ Engin merki bárust um neyðarkallið Giftusamleg björgun skipverja Fjarkans ÍS Ljósmynd/Gunnar Hallsson Sigurður Stefánsson skipstjóri og Marinó Ingi Emilsson í Bolungarvík. Ekki er ljóst hvar þeir munu starfa eftir að bátur þeirra sökk. VIÐ BÆINN Hellisholt, skammt sunnan við Flúðir, missti kona stjórn á bíl sínum á laugardag og endaði hann á hvolfi út í Hellisholtslæk. Í fyrstu var talið að konan væri föst í bílnum og var tækjabíll kallaður út en lögregla og sjúkraflutningamenn náðu konunni úr bílnum hjálp- arlaust. Að sögn lögreglunnar er konan talin nokkuð slösuð. Þá segir lögreglan á Selfossi að þarna sé einn af svörtu blettunum í vegakerfi landsmanna og mundi vakthafandi lögreglumaður eftir einum þremur til fjórum tilvikum þar sem bílar hafa farið út af á þessum sama stað. Morgunblaðið/Sig. Sigmunds Að sögn lögreglu tókst að ná ökumanninum úr bílnum áður en tækjabíl sem kallaður hafði verið út bar á vettvang. Á hvolfi í Hellis- holtslæk DAVÍÐ Oddson, forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, munu sækja leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins, sem hald- inn verður í Brussel, miðvikudaginn 13. júní. Sækja leiðtogafund HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 9 mánaða fang- elsi fyrir að hafa í fórum sín- um fjórar tegundir af fíkniefn- um. Sex mánuðir eru skilorðsbundnir en refsingin fellur niður eftir tvö ár haldi maðurinn skilorð. Lögreglan í Reykjavík fann efnin við húsleit á heimili mannsins í október í fyrra og lagði hald á þau. Um var að ræða rúmlega 179 grömm af amfetamíni, 16 e-töflur, 5,34 grömm af kókaíni og 6 skammta af LSD. Maðurinn játaði brot sitt. Hann hafði tvisvar gerst sekur um umferðarlagabrot. Sigurður Gísli Gíslason, lög- lærður fulltrúi hjá lögreglunni í Reykjavík, flutti málið. Jó- hannes A. Sævarsson var til varnar en Guðjón St. Mar- teinsson, héraðsdómari kvað upp dóminn. 9 mánaða fangelsi fyrir fíkni- efnabrot ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.