Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Allir fari og hreyfi sig Íþróttir og heilsa SETJUM Svíþjóð íhreyfingu, íþróttirog heilsa“ var yfir- skrift námskeiðs sem Ás- dís Ólafsdóttir íþrótta- kennari sótti til Svíþjóðar í lok apríl sl. á vegum Heilsueflingar í skólum. „Á þessu námskeiði var saman komið skólafólk víðs vegar frá Svíþjóð,“ sagði Ásdís. „Aðal viðfangsefni nám- skeiðsins var hvernig við getum fengið börn, ung- linga og aðra til að hreyfa sig og halda því síðan áfram þegar skóla lýkur. Sama er í umræðunni þar og hér – hvers vegna hætta svo margir íþrótta- iðkun strax á unglingsár- um?“ – Hvað er hægt að gera í slíkri þróun? „Nú ætla Svíar að reyna eins og þeir geta að fá almenning til að hreyfa sig hvar í þjóðfélaginu sem er, en einbeita sér þó að skól- unum, foreldrum og íþróttahreyf- ingunni, því þar leggjum við grunninn. Þess vegna þarf að skoða ýmsa þætti eins og við höf- um raunar verið að gera hér á landi. Ég vil halda því fram að svo dýrt sé orðið að stunda íþróttir hér á landi að það sé ekki öllum fært að senda börn sín í slíka iðk- un og þeir sem virkilega þurfa að vera með geti það ekki vegna peningaleysis. Það eru ekki bara æfingagjöld heldur fatnaður og ferðalög sem bætast við og er þetta þá orðinn ærinn kostnaður. Því legg ég til að öll sveitarfélög á landinu greiði fyrir þjálfun barna og unglinga.“ – Er þetta mikilvægt? „Það væri enginn smápeningur sem hægt væri að spara í heil- brigðisgeiranum ef almenningur væri duglegri að hreyfa sig. Skól- inn hefur ekki komið til móts við iðnaðar- og þekkingarþjóðfélagið sem skyldi. Nú á tölvuöld er aug- ljóst að ástandið verður verra ef ekkert er að gert. Eins og spek- ingarnir segja erum við á hraðri niðurleið og verðum komin í apa- stellingarnar áður en við vitum af, því allir bogra yfir tölvum í nú- tímaþjóðfélaginu. Per Gaarsell dósent við háskólasjúkrahúsið í Málmey sagði að þeir sem ekki hefðu tíma til að hreyfa sig verði að gera sér grein fyrir að fyrr eða seinna á lífsleiðinni geti þeir þurft að taka sér tíma í veikindi. Hann lagði mikla áherslu á að fyrir hvert land væri mikilvægast að heilsan væri í lagi. Það skiptir alla máli. Hann sagði jafnframt að í skólum væri rétt að leggja að jöfnu heilsu-lestur-skrift-reikn- ing. Hann benti einnig á hversu slæmt ástand væri orðið meðal eldra fólks vegna þess að það sit- ur lon og don yfir sjónvarpsglápi frá morgni til kvöld og heilsan versnar mjög við hreyfingarleys- ið. Að lokum lagði hann áherslu á að nýjasta apótekið yrði hreyf- ing.“ – Hvaða með íþróttahreyfinguna? „Margir töluðu um á námskeiðinu að tengja þyrfti betur saman skólann og íþrótta- hreyfinguna og hvernig mætti gera það á sem áhrifaríkastan hátt. Sumir töldu mjög heppilegt að íþróttakennarinn væri jafn- framt þjálfari að einhverju leyti, en aðrir vildu meina að unglingar ættu að velja meira sjálfir og vera ábyrgir, sérstaklega í fram- haldsskólum. Einn fyrirlesarinn kom með fjóra unglinga sem sögðu álit sitt á íþróttum og komu ýmsar ábendingar frá unglingun- um, t.d. spurðu þeir hvers vegna ekki væri bara hægt að sækja þá íþrótt sem hver og einn hefði val- ið sér í íþróttafélögunum eða hvor ekki mætti setja þá nem- endur sem stunduðu reglulega einhverja íþrótt í sér tíma svo þeir fengju eitthvað út úr íþrótta- tímum, því oft væru þeir nemend- ur sem ekki stunduðu íþróttir og þættu þær leiðinlegar til ama og tefðu allt. Þeir bentu á að oft mættu kennarar ræða við nem- endur í nokkrar mínútur um hvers vegna við erum að hreyfa okkur og um framtíð og hreyf- ingu.“ – Hvað fleira kom fram? „Það var margt, t.d. var þarna skólastjóri frá Rinkeby, Börje að nafni, hann rekur unglingaskóla með 450 manns frá 62 mismun- andi þjóðum. Hann lætur nem- endur hreyfa sig á hverjum degi í einn til tvo tíma og árangur varð- andi aga lætur ekki á sér standa því þessi skóli var þekktur áður fyrir agavandamál en nú hefur það gjörbreyst. Einnig verða allir kennarar í þessum skóla að hreyfa sig í að lágmarki tíu mín- útur á dag. Þetta er góð hugmynd því við hinir fullorðnu erum fyr- irmyndir og ég legg til að kenn- arar og annað starfsfólk í skólum landsins fari út tvisvar til þrisvar í viku og skokki í tuttugu til þrjá- tíu mínútur. Ég vona að þessi orð fái einhverja af lesendum til þess að fara út og hreyfa sig og að þeir svo „dragi“ aðra með.“ – Hvaða íþróttir er heppilegast fyrir al- menning að stunda? „Ég myndi segja að fyrir almenning á öllum aldri væri heppilegast að stunda göng- ur og sund og jafnvel blanda þessu dálítið saman. Það er hins vegar best fyrir ungviði að prófa sem flest og finna íþrótt sem hentar og hægt er að stunda áfram. Ég spila t.d. tennis með nokkrum konum og hef gert um árabil.“ Ásdís Ólafsdóttir  Ásdís Ólafsdóttir fæddist á Hrauni í Ölfusi 25. janúar 1949. Hún lauk íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni 1970. Árið 1992 fór hún um tíma til framhaldsnáms í Danmörku í íþróttafræðum og hefur auk þess sótt ýmis nám- skeið. Ásdís hefur stundað íþróttakennslu um áratugaskeið og er nú íþróttakennari í Snæ- landsskóla í Kópavogi. Hún er gift Sverri Matthíassyni við- skiptafræðingi við Íslandsbanka og eiga þau þrjú börn. Bráðum verð- um við öll komin í apa- stellingarnar Uss, það var ekkert gagn í þessari hárkollu þinni, Magga. GRÆNFLAGGINU, verkefni sem miðar að því að efla fræðslu um umhverfismál og vistvernd í daglegu starfi skóla var hleypt af stokkunum nýlega. Umhverfisráðherra og Landvernd sem standa saman að verkefninu ásamt 12 grunnskólum, undirrituðu samstarfssamning um verk- efnið í Grasagarðinum í Laug- ardal en markmið þess er að efla vitund nemenda, kennara og annars starfsfólks skól- anna um umhverfismál, að því er fram kom á blaðamanna- fundi þar sem verkefnið var kynnt. Græna flaggið er umhverf- ismerki sem notað er víða í skólum í Evrópu sem tákn um góða fræðslu og umhverfisstefnu í skól- um. Að baki flagginu stendur sjálfseignarstofnunin FEEE sem Landvernd er aðili að. Þeir skólar sem uppfylla settar kröfur fá heimild til að flagga græna flagginu en til þess þurfa þeir að hafa tekið a.m.k. sjö skref til bættrar umhverfisstjórnunar m.a. þarf sérstök umhverfisnefnd, með fulltrúum allra starfsstétta skólans, foreldrum og nemendum, að starfa í skólanum. Stöðu umhverfismála í skól- anum þarf að meta og gera áætlanir um aðgerðir, sem ná til ýmissa þátta í daglegu starfi, t.d. flokkunar á pappír og rusli, notkunar umhverf- isvænna hreingerningarefna, samnýtingar á bílum og sparnaðar á rafmagni með því t.d. að slökkva ljós. Reynslan af verkefninu í Evrópu sýnir, að skólar sem taka þátt í verkefninu geta jafnframt sparað talsvert í rekstri. Skólarnir sem taka þátt í verkefninu eru Andakílsskóli, Engidalsskóli, Fossvogsskóli, Gnúpverjaskóli, Grunnskóli Mýrdalshrepps, Grunnskólinn Borgarnesi, Hallormsstaðaskóli, Langholtsskóli, Lindaskóli, Lýsu- hólsskóli, Selásskóli og Seljaskóli. Á fundinum gaf Skógræktarfélag Íslands fulltrúa hvers skóla tré til að planta við skólann sinn. Tólf grunnskólar taka þátt í umhverfisverkefni Fá græna flagginu úthlutað fyrir góða umhverfisstefnu Umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, formaður Land- verndar, og Sigrún Helgadóttir, fram- kvæmdastjóri Landverndar og verkefnis- stjóri, undirrita samninginn. Morgunblaðið/Billi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.