Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ RISASTÓR stuttermabolur á risa- stóru herðatré hefur verið hengd- ur upp í Kringlunni til að minna á Kvennahlaup ÍSÍ næsta laug- ardag, 16. júní. „Við höfum fengið staðfest að herðatréð sé hið stærsta í heimi en bíðum eftir svari frá Heims- metabók Guinness um hvort bol- urinn sé sá stærsti sinnar teg- undar en hann er 35 fermetrar að flatarmáli,“ segir Gígja Gunn- arsdóttir framkvæmdastjóri Kvennahlaupsins. Hlaupið er fyrir löngu orðinn árviss viðburður, þar sem þús- undir kvenna taka sig til og hlaupa nokkra kílómetra, allt frá tveimur kílómetrum upp í níu kílómetra. Hlaupið verður haldið víðs- vegar um landið, í bæjum og sveitum, en einnig verður hlaupið erlendis m.a. á fimm stöðum í Danmörku, í Maryland í Banda- ríkjunum, Noregi, Portúgal, Fær- eyjum, Króatíu, Namibíu og á Krít. Í Garðabæ hefst hlaupið klukk- an tvö og þar verður hægt að hlaupa annað hvort 2, 5, 7 eða 9 km, en upplýsingar um vega- lengdir og hvenær það hefst á öðrum stöðum má fá á heimasíðu Sjóvá. „Ég hvet auðvitað allar konur til að vera með, mæta með góða skapið, fara á sínum hraða og hafa gaman af þessu. Karlar eru svo velkomnir á svæðið til að hvetja konurnar áfram.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Risabolurinn sem nú skreytir Kringluna er 35 fermetrar að flatarmáli. Risa- bolur í Kringl- unni TALSVERÐAR skemmdir voru unnar á dráttarvél við golfskála golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Vífilsstaða- veg í Garðabæ aðfaranótt sunnudags, samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni í Hafn- arfirði. Nóttina áður hafði verið reynt að brjótast inn í golfskál- ann en styggð kom að þjófun- um þegar þeir urðu varir við ör- yggisverði. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar í Hafnarfirði að því er fram kemur í dagbók lög- reglunnar. Brotist var inn í hús í Hæðahverfi og inn í bifreið í Vesturbæ Hafnarfjarðar. Ekið var á átta ára dreng á Reykjavíkurvegi á laugardag en hann slasaðist lítið. Tvö mál tengd fíkniefnum komu til kasta lögreglunnar í Hafnar- firði. Hald var lagt á lítilræði af hassi. Ekið var á umferðarljós á mótum Reykjanesbrautar og Vífilsstaðarvegar á sunnudag. Tjónvaldur ók af staðnum og hefur ekki fundist. Málið er í rannsókn. Auk þessa höfðu lögreglu- menn afskipti af 8 ökumönnum vegna umferðarlagabrota, þar af 4 vegna hraðaksturs. Lög- reglan segir það óvenju lítið sem bendi til þess að fólk hafi verið rólegt og afslappað um helgina. Drátt- arvél skemmd við golf- skála UMHVERFISÁHRIF Kárahnjúka- virkjunar og álvers í Reyðarfirði eru engan veginn fullkönnuð að mati Kristínar Einarsdóttur, lífeðlisfræð- ings og fyrrverandi alþingismanns, og telur hún að ekki sé hægt að fall- ast á framkvæmdir eins og gerð er grein fyrir þeim í matsskýrslum Landsvirkjunar og Reyðaráls. Þá telur hún samfélagslegar og efna- hagslegar forsendur verkefnisins langt frá því að vera ljósar og að mat á fórnarkostnaði hafi enn ekki farið fram. Niðurstöður sínar dregur Kristín af umsögnum 17 sérfræðinga á veg- um Landverndar um skýrslu Lands- virkjunar um mat á umhverfisáhrif- um Kárahnjúkavirkjunar og skýrslu Reyðaráls um álver á Reyðarfirði, sem ásamt háspennulínum hefur verið nefnt Noral-verkefnið. Í vinnu sérfræðinganna var megin áherslan lögð á Kárahnjúkavirkjun en minni áhersla lögð á matsskýrslu vegna Reyðaráls, þar sem stutt er síðan skýrslan var lögð fram. Sérfræðingunum var einkum ætl- að að skoða með hvaða hætti nið- urstöðum rannsókna væru gerð skil í matsskýrslum, taka saman ábend- ingar sem nýta mætti til að fá glögga mynd af áhrifum fyrirhugaðra fram- kvæmda og greina álitamál og atriði sem kynnu að þurfa betri skoðunar við. Í þeim niðurstöðum sem Kristín hefur dregið af skoðun sérfræðing- anna kemur fram að skýrsla fram- kvæmdaaðila um Kárahnjúkavirkun sé nokkuð vel unnin og gefi á mörg- um sviðum allgott yfirlit yfir þau áhrif sem framkvæmdir myndu hafa á náttúruna. Þó bendi sérfræðingar á að tími til rannsókna hafi verið skammur og niðurstöðurnar beri þess merki, sér í lagi varðandi sam- félags- og efnahagsleg áhrif. Kristín vitnar í skýrslu Lands- virkjunar þar sem segir að vernd- argildi landsins á áhrifasvæði Kára- hnjúkavirkjunar sé hæst á hálendinu vegna sérstöðu þess og hversu lítið það sé snortið af manna- völdum. Hún segir því ekki um það deilt að mikilli og sérstæðri náttúru sé fórnað, verði Kárahnjúkavirkjun að veruleika. Hins vegar komist Landsvirkjun að þeirri niðurstöðu að umhverfisáhrif séu innan skekkj- umarka í ljósi hins efnahagslega ávinnings sem virkjunin muni skila þjóðinni. Veruleg áhætta bæði fyrir Landsvirkjun og þjóðarbúið Að sögn Kristínar kemst Lands- virkjun að þessari niðurstöðu þó ekki sé í skýrslunni lagt neitt mat á efnahagslegt gildi þeirra verðmæta sem fórna þurfi vegna fram- kvæmdanna. Fram komi í mats- skýrslunni að framkvæmdaaðili telji það ekki hlutverk sitt að standa fyrir hagfræðilegri rannsókn á fjárhags- legu mati, frá umhverfislegu sjón- armiði, á þeim breytingum sem yrðu á náttúru virkjanasvæðisins eða meta efnahagslegt gildi óbyggðra víðerna. Þjóðfélagsleg áhrif Noral- verkefnissins í heild hafi verið metin, þ.e. orkuframleiðsla og álver, og ávinningurinn sé það mikill að rétt- lætanlegt sé að fórna þeim verðmæt- um sem glatast. „En hvernig er það reiknað? Það er auðvitað matsatriði hvernig meta á land sem fer undir mannvirki, gróður, fornminjar, jarðfræði og fleiri verð- mæti. Lágmarkið er að gera tilraun til þess og nota þær aðferðir sem til eru og þróaðar hafa verið í þessu skyni. Það eru ekki frambærileg rök að ekki sé hægt að meta fórnarkostnað- inn,“ segir Kristín. Hún segir fram- kvæmdaaðila fullyrða að verkefnið sé hag- kvæmt og ætlast sé til þess að því sé trúað, án þess að gefnar séu upp þær stærðir sem liggi til grundvallar. Þjóð- hagsstofnun meti það svo að lands- framleiðsla aukist um 8-15 milljarða króna á ári vegna Noral-verkefnis- ins, útflutningstekjur vaxi um 14% og atvinna aukist, en stofnunin geri hins vegar enga tilraun til að meta fórnarkostnaðinn. Kristín segir að fjárfestingar vegna virkjunar, háspennulínu til Reyðarfjarðar og byggingar álvers geti samtals orðið um 250-300 millj- arðar króna og verði að stærstum hluta fjármagnaðar af innlendum að- ilum. Slíkar fjárfestingar kalli óhjá- hvæmilega á aðgerðir í ríkisfjármál- um. „Búast má við að hið opinbera þurfi að draga veru- lega úr fjárfestingum í öðrum landshlutum og spurningin er hvort menn hafi gert sér grein fyrir þeim afleið- ingum sem það getur haft fyrir önnur byggð- arlög og svæði sem eiga í vök að verjast ekki síður en Austur- land. Auk þess mun fjármagnið sem einka- aðilar, bankar og líf- eyrissjóðir leggja til framkvæmdanna ekki fara í fjárfestingu ann- ars staðar.“ Að mati Kristínar er ekki verið að auka fjölbreytni í at- vinnulífinu og skapa eftirsóknarverð og vel launuð störf með byggingu ál- verksmiðju í Reyðarfirði, heldur þvert á móti. Ef af áformum verði muni verulegur hluti af orkulindum landsmanna verða notaður til að framleiða ál og með því sé verið að taka verulega áhættu, ekki aðeins fyrir Landsvirkjun heldur þjóðarbú- ið í heild. Nauðsynlegt að skoða allt verkefnið í samhengi „Ef ekki er gert ráð fyrir að Landsvirkjun eða Reyðarál geri arð- semismat þar sem metinn er sá fórn- arkostnaður sem varðar þetta dæmi þá getur varla talist ósanngjörn krafa að ríkisvaldið sjái til þess að fjárhagslegt mat verð lagt á þann skaða sem þessar framkvæmdir myndu valda. Hagfræðingar tala gjarnan um að ekkert fáist ókeypis, það sé bara spurning um það hver það er sem greiði reikninginn. Það sama á við hér. Á hverjum lendir fórnarkostnaðurinn?“ Kristín segist telja nauðsynlegt að skoða allt Noral-verkefnið í sam- hengi; virkjun, háspennulínur og ál- ver. Þar sem verkefnið sé bútað nið- ur séu heildaráhrif þess ekki metin og erfitt geti reynst að fá heildarsýn. Þá telur hún að samkvæmt niður- stöðum sérfræðinganna sé ýmsu ábótavant í matsskýrslu um um- hverfisáhrif, þótt niðurstöður séu í heildina byggðar á góðum rannsókn- um. „Þótt niðurstöður matsskýrslunn- ar séu á heildina litið byggðar á nokkuð góðum rannsóknum er þó víða ýmsu ábótavant. Miklar rann- sóknir hafa verið gerðar á svæðinu, einkum fyrri hluta virkjunarinnar. Stíflur við Kárahnjúka og Hálslón yrðu ótvírætt stærsti hluti virkjun- arinnar og hefðu mest áhrif á um- hverfið. Svæði þau sem varða síðari hluta virkjunarinnar eru ekki eins vel rannsökuð og þarfnast mun betri skoðunar áður en unnt er að leggja hliðstætt mat á þau. Að lokum skal það ítrekað að samfélagslegar og efnahagslegar forsendur verkefnis- ins eru langt frá því að vera ljósar og að mat á þeim mikla fórnarkostnaði, sem þarna yrði um að ræða, hefur enn ekki farið fram. Ég tel að um- hverfisáhrif Noral-verkefnisins séu engan veginn fullkönnuð. Með vísan til þess sem ég hef hér gert grein fyrir mæli ég gegn því að fallist verði á framkvæmdirnar eins og gerð er grein fyrir þeim í mats- skýrslum Landsvirkjunar og Reyð- aráls,“ segir Kristín. Kristín Einarsdóttir segir umhverfisáhrif Kárahnjúkavirkjunar engan veginn fullkönnuð Samfélags- og efnahagslegar forsendur óljósar Kristín Einarsdóttir BÍLL valt út í skurð við Biskups- tungnabraut undir Ingólfsfjalli skömmu eftir klukkan sex í gær- kvöld. Tveir menn voru í bílnum og hlaut annar þeirra skurð á höfði og var flutti lögreglan hann á Heilsugæslu- stöðina á Selfossi. Ekki er vitað hvað varð til þess að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Bílvelta við Biskups- tungnabraut ♦ ♦ ♦ SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur hefur höfðað mál fyrir félagsdómi vegna félagsaðildar háseta sem starfa um borð í hafnsögubátum. Málið varðar u.þ.b. 12 menn, en málflutningur var í málinu í gær. Hásetarnir hafa til margra ára verið í Starfsmannafélagi Reykja- víkurborgar. Birgir Björgvinsson hjá Sjómannafélagi Reykjavíkur segir að hásetarnir hafi sóst eftir að ganga í Sjómannafélagið en Reykjavíkurborg hafi hins vegar neitað að gera kjarasamning við félagið og þeim hafi þannig verið gert ókleift að ganga í félagið. Hann sagði að eftir að Vélstjóra- félag Íslands vann mál fyrir félagsdómi sem varðaði samskonar málsatvik hafi verið ákveðið að láta reyna á þessa andstöðu Reykjavíkurborgar fyrir dómstól- um. Hásetar á hafnsögu- bátum fyrir félagsdómi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.