Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 12
GÓÐ veiði var bæði í Laxá í Aðaldal og Laxá í Kjós er veiði hófst í þeim á sunnudagsmorgun. Alls veiddust 9 laxar í Aðaldal og 5 laxar í Kjós á fyrstu vaktinni og var það mun betra en í fyrra í Aðaldal og mjög gott miðað við bágar aðstæður í Kjósinni. Að sögn Róberts Brink, umsjón- armanns í Vökuholti við Laxá í Að- aldal, voru komnir alls 15 laxar á land á hádegi í gær. „Menn eru mjög ánægðir með þennan gang mála. Þetta er miklu líflegra en í fyrra og menn sjá talsvert af laxi. Þetta er og mjög vænn fiskur, 8 til 14 pund. Einn veiddist fyrir ofan Æðarfossa, í Heiðarenda,“ sagði Róbert. Lítið vatn – stórir fiskar Á hádegi í gær voru komnir 9 laxar á land úr Laxá í Kjós, fjórir veiddust á fjórar stangir um morg- uninn og fimm á sunnudagsmorg- un. Að sögn Haraldar Eiríkssonar yfirleiðsögumanns á staðnum eru menn ánægðir með byrjunina, einkum í ljósi þess að mjög lítið vatn er í ánni. „Það dimmdi mjög á sunnudagskvöldið og þá kom mikil hreyfing á fiskinn. Við sáum laxa fara upp úr Kvíslafossi, Skáfossum og Laxfossi þannig að eitthvað er að skríða inn á dalinn. Sá fyrsti kom á land fyrir ofan Laxfoss í morgun, í Klingenberg,“ sagði Haraldur. Laxarnir í Kjósinni hafa verið mjög vænir, þó nokkrir 12 til 14 punda, en svo einn aðeins 4 punda. Langá hefur ekki verið opnuð formlega, en nemendur í Flugu- veiðiskóla Ingva Hrafns hafa sett í nokkra fiska og að sögn hefur verið nokkuð líflegt fyrir neðan Skugga- foss og menn jafnvel talið sig sjá lax ofar, m.a. í Glanna og Stangarhyl. Síðast er fréttist var fyrsti laxinn úr Laxá á Ásum enn ókominn á land, en sæmilegur reytingur var í Blöndu, Þverá/Kjarrá og Norðurá. Byrjar vel í Að- aldal og Kjós Ljósmynd/Atli Vigfússon Laxamýrarhollið með hluta af aflanum úr Laxá í Aðaldal fyrsta morguninn. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Morgunblaðið/Ásgeir Heiðar Páll Magnússon með einn af fyrstu löxunum úr Laxá í Kjós á sunnudagsmorgun. FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÝTT sendiráð Íslands verður opn- að í Maputo, höfuðborg Mósambík í Afríku, um næstu mánaðamót. Þetta er fyrsta sendiráð Íslands í Afríku og fyrsta sendiráðið fyrir sunnan mið- baug, en það mun þjóna allri sunn- anverðri Afríku, þ.e.a.s. Mósambík, Suður-Afríku, Namibíu, Malawí og Úganda fyrst um sinn. Björn Dagbjartsson er sendiherra í nýja sendiráðinu. Hann segir að ástæðan fyrir opnun þess sé meðal annars sú að þróunaraðstoð Íslend- inga sé öll í þessum löndum sunn- anverðrar Afríku og Mósambík verði væntanlega eitt af stærstu sam- starfslöndum okkar hvað varði þró- unaraðstoð í framtíðinni, þó Namibía sé það nú. Oftsinnis komið til Mósambík Björn sagðist vera einn Íslendinga í starfi í sendiráðinu, en auk hans myndu starfa þar tveir heimamenn, ritari og aðstoðarmaður. Sendiráðið yrði til húsa í sendiráðsbyggingu sem Danir og Norðmenn hefðu byggt í sameiningu í landinu og þar hefði sendiráðið þrjú herbergi til umráða. Björn þekkir vel til í Afríku, því hann hefur síðastliðin tólf ár verið forstjóri Þróunarsamvinnustofn- unar og þurft að vera mikið á ferðinni í sunn- anverðri Afríku af þeim sökum. Meðal annars hefur hann oftsinnis komið til Mósambík og segist þekkja persónu- lega nokkra af núver- andi ráðherrum ríkis- stjórnarinnar, þ.á m. ráðherra utanríkismála, sjávarútvegsmála og félagsmála. Þá sé þegar hafið samstarf Íslend- inga við þarlenda á við- skiptasviðinu. Til að mynda hafi ís- lensk fyrirtæki boðið í verk í tengslum við álframleiðslu í landinu, einkum hvað varði stjórnunarþátt- inn. Sömuleiðis hafi verið um að ræða samstarf á sviði virkjana og vatnamælinga. Í Namibíu sé síðan töluvert mikil starfsemi á vegum Ís- lendinga eins og kunnugt sé, einkum á sviði sjávarútvegs, en ýmsir mögu- leikar séu einnig í þeim efnum í Mós ambík. Björn sagði að sá innlandsófriður sem ríkt hefði í land- inu í áratugi eftir að Mósambík hlaut sjálf- stæði frá Portúgölum væri að baki. Hvíti minnihlutinn í Suður- Afríku hefði stutt and- stöðuna með ráðum og dáð, en skömmu áður en Nelson Mandela hefði tekið við í Suður- Afríku hefði verið saminn friður og efnt til frjálsra kosninga í kjölfarið. Síðan þá hefði ástandið farið batnandi ár frá ári og lýðræðisskipulag væri við lýði. Björn sagði að Mósambík nyti þróunaraðstoðar víða að. Sérstak- lega væru Norðurlöndin öflug í þeim efnum, einkum Svíar. Hann sagði að talsvert væri um það að Íslendingar byggju á þessu svæði, auk þess sem ferðamanna- straumur til sunnanverðrar Afríku færi vaxandi. Það yrði því væntan- lega í mörg horn að líta í starfinu, enda um víðlent svæði að ræða sem sendiráðið myndi þjóna. Nýtt sendiráð opnað í Mósambík um mánaðamótin Fyrsta íslenska sendi- ráðið sunnan miðbaugs Björn Dagbjartsson UMFERÐARÓHAPP varð á Fífu- hvammsvegi í Kópavogi, undir brúnni yfir Reykjanesbraut, rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Vörubíl var ekið eftir veginum með pallinn uppi með þeim afleiðingum að hann rakst upp undir brúna og rifnaði af bílnum. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi vildi slysið þannig til að ökumaður vörubifreiðarinnar hreinlega gleymdi að setja niður pallinn og hafði ekið með hann upp nokkra stund. Af þessu urðu töluverðar umferðartafir því pallur vörubílsins skorðaðist fastur milli vegs og brú- ar og þurfti að kalla til stórvirk vinnutæki til að losa hann. Tafirnar stóðu í um tvo tíma. Bílstjóri vörubílsins var fluttur á slysadeild en að sögn lögreglunnar voru meiðsli hans talin minniháttar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kalla þurfti til kranabíl til að losa pallinn sem skorðaðist fastur við slysið. Gleymdi pallinum uppi RÁN Jónsdóttir mun taka við starfi stöðvarstjóra Blönduvirkj- unar 1. júlí nk. Rán er fædd árið 1961 og hefur starfað hjá Lands- virkjun í tæp sjö ár, fyrst við kerfisáætlanir og nú í markaðs- deild. Eftir stúdentspróf frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti lá leiðin í Háskólann í München þar sem hún lauk prófi í rafmagns- verkfræði. Hún hefur einnig lokið prófi í rekstrar- og viðskiptafræði frá Endurmenntunarstofnun Há- skóla Íslands. Orkugeirinn heillaði mig Rán segir að hún bíði spennt eftir að byrja í nýju starfi en hún er fyrsta konan sem stjórnar virkjun á Íslandi. „Orkugeirinn heillaði mig strax er ég hóf störf hjá Lands- virkjun. Þetta er mjög spenn- andi verkefni og við Blönduvirkj- un eru góðir starfsmenn. Jafn- framt veit ég að ég tek við góðu búi.“ Rán er gift Skúla Pálssyni kennara og eiga þau tvö börn. Fyrsta konan sem stjórnar orkuveri Rán Jónsdóttir FJÖLBREYTT íslensk menningar- dagskrá verður í Akershuskastala í Ósló í júnímánuði, en hún stendur frá 13. júní til 28. júní. Að venju halda Íslendingar, búsett- ir í Ósló, 17. júní hátíðlegan og mun dagskráin á þjóðhátíðardaginn fara fram í kastalanum að verulegu leyti. Íslenska dagskráin er hluti af nor- rænni menningardagskrá, Nordens stemme, sem verður í Akerhuskas- tala í sumar. Hinn 13. júní munu menntamála- ráðherra Íslands, Björn Bjarnason, og menningamálaráðherra Noregs, Ellen Horn, flytja opnunarræður og flutt verða íslensku leikverkin, Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Kiljan Laxness, og Edda 2000 eftir Svein Einarsson en hann leikstýrir báðum verkunum. Á þjóðhátíðardaginn munu tveir ís- lenskir prestar messa. Það eru þau Sigrún Óskarsdóttir, fráfarandi prestur íslenska safnaðarins í Noregi, og Hannes Björnsson, nýskipaður prestur safnaðarins. Jafnframt verð- ur flutt íslensk orgeltónlist, farið verður í skrúðgöngu auk þess sem boðið verður upp á skemmtiatriði. Akershuskastali er orðinn einn vin- sælasti ferðamannastaðurinn í Ósló og þar er ávallt mikið framboð af list og menningaratriðum. Menningar- dagskrá í Akershuskast- ala í Noregi LÖGREGLAN á Höfn í Hornafirði átti annasama helgi. Töluvert bar á ölvun og ólátum henni tengdum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Höfn voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur innanbæjar á Höfn aðfara- nótt sunnudags. Teknir ölvaðir við akstur á Höfn MAÐUR sem grunaður er um ölvun stal bíl á Flateyri aðfaranótt sunnu- dags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði endaði öku- ferðin á Brimnesvegi þar sem mað- urinn velti bílnum. Maðurinn var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði en hann var rifbrotinn og meiddur á hendi. Sömu nótt handtók lögreglan í Bolungarvík tvo pilta, 16 og 18 ára, en þeir eru grunaðir um að hafa brotist inn í bifreið fyrir utan skemmtistaðinn Finnabæ. Lögregl- an hafði nokkru áður fengið tilkynn- ingu um að tveir piltar hefðu brotist inn í bíl og væru að reyna að koma honum í gang. Þeir voru þó á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang en höfðu tekið með sér lausamuni úr bílnum. Málið er í rannsókn. Um hádegi á sunnudag kom í ljós að sex rúður höfðu verið brotnar í fjórum beitningarskúrum við Árbæj- arkant í Bolungarvík. Grjóti hafði verið kastað í gegnum rúðurnar. Ölvaður öku- maður velti stolnum bíl ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.