Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 13 FRAMLEIÐSLA hófst með form- legum hætti í öðrum áfanga álvers Norðuráls á Grundartanga með því að Valgerður Sverrisdóttir gangsetti fyrstu áltökuna að viðstöddu fjöl- menni. Fyrsti áfangi Norðuráls var tekinn í gagnið 11. júní 1998, eða fyr- ir nákvæmlega þremur árum og þeg- ar öll ker í nýjum kerskálaálmum Norðuráls verða komin í gagnið nú í sumar, hefur ársframleiðsla fyrir- tækisins aukist um 50 af hundraði, eða úr 60 þúsund tonnum í 90 þúsund tonn. Nýr forstjóri álversins, Dick Starkweather, bauð gesti velkomna og þakkaði íslenskum stjórnvöldum fyrir að hafa tekið þátt í að gera stækkunina að veruleika. Minntist hann á góða reynslu Norðuráls og móðurfélagsins Columbia Ventures af starfseminni hér á landi og kvaðst vonast eftir því að áframhald yrði á því. Ánægjuleg þróun þjóðarinnar til aukinnar hagsældar Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, sagði m.a. í ávarpi sínu að með stækkuninni fögnuðu menn enn einum áfanga í afar ánægjulegri þró- un þjóðarinnar til aukinnar hagsæld- ar og velferðar. Sagði hún aðdáun- arvert og tímanna tákn að hinar miklu tæknibreytingar síðustu ára og byggingarframkvæmdir við áfangann hefðu aðeins tekið 15-16 mánuði, en fjárfest hefði verið fyrir samtals um sjö milljarða króna. „Fjárfestingin er mikilvæg en meiru gildir hverju hún mun skila af sér til þjóðarbúsins í framtíðinni,“ sagði ráðherra og benti á að við stækkunina muni 50 nýir starfsmenn verða ráðnir til starfa. Þá nefndi hún aukið útflutningsverðmæti þjóðar- innar samfara stækkuninni auk margháttaðra beinna og óbeinna tekna af starfsemi fyrirtækisins og samfélagslegra margfeldisáhrifa. „Þetta er vert að hafa í huga nú síð- ustu daga þegar fyrirsjáanlegt er að verulegur samdráttur muni verða í útflutningstekjum sjávarafurða hér á landi næstu árin. Þá rifjast upp að fátt er íslenska þjóðfélaginu mikil- vægara en að skjóta styrkari og fleiri stoðum undir atvinnlíf landsins til að draga úr útflutnings- og tekjusveifl- um þjóðarbúsins. Aukinn áliðnaður hér á landi í framtíðinni er ein leiðin til þess, um leið og við nýtum endurnýjanlegar og hreinar orkulindir þjóðarinnar til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir.“ Mikil aukning í raforkuframleiðslu Iðnaðarráðherra rifjaði upp að ár- ið 1997 hefði nýtt uppbyggingarskeið hafist í stóriðju hér á landi eftir tæpra tveggja áratuga hlé. Þessi öra uppbygging iðjufyrirtækja hafi haft í för með sér mikla aukningu í raf- orkuvinnslu, m.a. hafi notkun raf- orku til stóriðju aukist um 90% síð- ustu fjögur ár, sem er jafn mikið og öll raforkuframleiðsla fyrir almenna notkun þjóðarinnar var árið 1996. Sagði hún þetta hafa leitt til þess að Íslendingar séu orðnir mestu raf- orkuframleiðendur á íbúa á heims- vísu, aðallega vegna hlutfallslega mikillar notkunar stóriðjufyrirtækja. „Þetta eru ótrúlegar staðreyndir þegar haft er í huga að nánast öll raf- orkuframleiðsla þjóðarinnar byggist upp á örfáum áratugum síðustu ald- ar. Gleymum því ekki að þessi mikla fjárfesting í virkjunum og iðjuverum á árunum 1997-1999 var grundvöllur að stóraukinni þjóðarframleiðslu og ein helsta ástæða þess að þjóðinni tókst á þessum árum að vinna sig út úr erfiðri efnahagskreppu. Með þess- um framkvæmdum og rekstri var vörn snúið í sókn til nýrra tækifæra sem svo sannarlega hafa ræst,“ sagði hún. Valgerður Sverrisdóttir sagði að lokum að íslensk stjórnvöld mundu áfram staðfastlega stefna að því að af frekari stækkun álversins yrði á næstu þremur til fjórum árum, eins og fyrirtækið hefði óskað eftir. Starfsleyfi þess væri fyrir 180 þús- und tonna ársframleiðslu og allt kapp yrði lagt á að af slíkri stækkun gæti orðið innan þessara tímamarka. Heildarkostnaður hálfur níundi milljarður króna Fram kom í máli Ragnars Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra fjármála- og stjórnunarsviðs Norð- uráls, að stækkunin nú hafi kostað um 8,5 milljarða kr. Kostnaður sé bókaður í bandaríkjadollurum og sé heldur undir áætlun, en virkt kostn- aðareftirlit og styrking dollarans hafi einkum stuðlað að þessari góðu nið- urstöðu. Sagði hann verkið hafa gengið vel og gangsetningin væri tveimur vikum á undan áætlun. Fjármögnun vegna stækkunarinn- ar er fjölþjóðleg með þátttöku ellefu banka frá átta þjóðlöndum. Lands- banki Íslands er stærstur einstakra lánveitenda og þá hefur Íslandsbanki verið þátttakandi í fjármögnun Norðuráls frá upphafi. Orkan sem þarf vegna nýja áfangans nemur tæplega 500 gígawattstundum á ári, sem samsvarar ríflega 50 megavött- um. Samkvæmt upplýsingum frá Norðuráli aukast útflutningstekjur um tæplega fimm milljarða kr. á ári vegna stækkunarinnar og hefur sú tala hækkað umtalsvert að undan- förnu vegna gengisþróunarinnar. Stækkunin felur annars í sér leng- ingu kerskála og er bætt 60 kerum við þau 120 sem fyrir voru með til- heyrandi búnaði. Þá hafa verið reist- ar byggingar fyrir kerfóðrun, véla- verkstæði og endurbætta starfsmannaaðstöðu. Gerðar hafa verið breytingar á búnaði í skaut- smiðju og steypuskála og sett hefur verið upp þéttflæðikerfi fyrir súrál í nýrri og eldri hluta kerskála. Sex af nýju kerjunum eru af nýrri gerð sem mun vera afkastameiri en kerin sem byggð voru í fyrsta áfanga. Er ætl- unin að prófa nýju hönnunina nú með það fyrir augum að hagnýta þessa tækniþróun við byggingu síðari áfanga. Samtals unnu um 400 manns að framkvæmdunum á því tæplega eina og hálfa ári sem tók að byggja annan áfanga álversins, en eftir stækkun starfa um 200 manns hjá fyrirtæk- inu. Langflestir þeirra koma af Vest- urlandi. Annar áfangi álvers Norðuráls á Grundartanga formlega tekinn í notkun í gær Stjórnvöld munu áfram stefna að frekari stækkun Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra setti fyrstu áltöku nýs áfanga álversins á Grundartanga í gang við formlega athöfn í gær. Björn Ingi Hrafnsson var meðal við- staddra. Eftir viðbótina er árleg afkasta- geta álvers Norðuráls nú 90 þúsund tonn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftir stækkun starfa um 200 manns í álverksmiðju Norðuráls. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra gangsetti annan áfanga ál- versins á Grundartanga, sem tók innan við 18 mánuði að byggja. bingi@mbl.is LÍKUR á að lækna krabbamein í ristli og endaþarmi eru mun betri ef krabbameinið finnst á byrjunarstigi og er því mikilvægt að fólk fari reglu- lega í skoðun. Þetta segir dr. Sidney J. Winawer, læknir við Memorial Sloan-Kettering krabbameinsstöðina í New York í Bandaríkjunum, en hann er einn frumkvöðla í rannsókn- um á þýðingu skimunar á ristil- krabba. Winawer hélt fyrirlestur um kembileit fyrir ristilkrabbameini í gær á þingi norrænna meltingarsér- fræðinga sem fram fer í Reykjavík þessa dagana. Forstig ristilkrabbameins er slím- húðasepar sem eru góðkynja æxli. Separnir stækka jafnt og þétt og hefj- ast frumubreytingar í þeim, sem með tímanum geta leitt til krabbameins. Þetta ferli tekur um 10–15 ár og er hægt að koma í veg fyrir að krabba- mein myndist með því að fjarlægja sepana á frumstigi. Winawer segir fjölda rannsókna hafa sýnt fram á að hægt sé að fækka dauðsföllum vegna ristilkrabbameins verulega sé leitað reglulega að krabbameini í ristli, en sjúklingurinn finnur oft ekki fyrir einkennum sjúk- dómsins fyrr en um seinan. Hann seg- ir að fólk þurfi að vera meðvitað um mikilvægi þess að fara í skoðun og segir að það ætti að vera jafn sjálf- sagður hlutur að fara í ristilspeglun og það er fyrir konur að fara í brjósta- myndatöku. Líkur á lækningu eru í dag 50% og hefur verið sýnt fram á að hægt sé að bæta horfur verulega greinist sjúkdómurinn á frumstigi. Konur duglegar við að drífa karlana í skoðun Winawer segir að aðeins um 10% af bandarísku þjóðinni fari reglulega í svona skoðun og að mikil áhersla sé lögð á það í Bandaríkjunum að reyna að gera fólk meðvitaðra um mikilvægi kembileitar. „Í auglýsingu frá okkur segir t.d.: Ef þú ert fimmtíu ára eða eldri, stundar reglulega líkamsrækt, borðar hollan mat og líður fullkom- lega vel...gætir þú samt verið með ristilkrabbamein,“ segir Winawer. Hann segir að sýnt hafi verið fram á að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skimað sé eftir ristilkrabba og að kostnaðurinn sé svipaður og við brjóstamyndatökur, eins og þær sem gerðar eru hjá Krabbameinsfélagi Ís- lands. Orsök sjúkdómsins er óþekkt en erfðaþættir, aldur og mataræði spila þar inn í. Fólki sem borðar of mikið og borðar mikið af feitum mat, er hætt- ara við að fá sjúkdóminn en öðrum. Strax á miðjum aldri er áhætta nokk- ur og eykst hún með hækkandi aldri, hún tvöfaldast u.þ.b. fyrir hvern ára- tug sem við lifum. Winawer segir að ristilkrabbamein herji jafnt á karla og konur, en sérstök áhersla sé lögð á að ná til kvenna þar sem það hafi sýnt sig að þær sinni því betur að fara í skoðun og séu duglegar við að drífa eiginmenn sína með sér. Hann segir mikilvægt að allir fari reglulega í skoðun eftir fimmtugt og þeir sem eru í áhættuhópi, viti t.d. af ristil- krabba í ættinni, fari fyrr. Kembileit verði hafin Ristilkrabbamein er þriðja algeng- asta tegund krabbameins hér á landi og greinast rúmlega eitt hundrað ein- staklingar árlega með sjúkdóminn. Hallgrímur Guðjónsson, sérfræðing- ur í meltingarsjúkdómum, segir að engin skipulögð kembileit fyrir rist- ilkrabbamein sé framkvæmd hér- lendis. Skoðun sé aðeins framkvæmd óski læknir eða sjúklingur eftir því. Hann segir að Félag meltingarsér- fræðinga hafi áhuga á að hefja kembi- leit á Íslandi og að þverfaglegur starfshópur sé nú að skoða með hvaða hætti slíkt eftirlit ætti að fara fram. Hópurinn mun skila af sér tillögum til Landlæknis og er stefnt að því að hrinda af stað vitundarvakningu um ristilkrabbamein og mikilvægi kembi- leitar næsta haust, en félagið stóð síð- asta vetur fyrir svipuðu átaki um bak- flæði. Hallgrímur segir að tvær aðferðir séu einkum notaðar til að leita að krabbameini í ristli. Annars vegar er um að ræða ristilspeglun sem Hall- grímur segir að sé sársaukalítil að- gerð sem valdi litlum óþægindum. Hins vegar er hægt að leita að blóði í hægðum. „Þótt maður sjái ekki blóð með berum augum, getur leynst í hægðunum blóð sem seytlar úr æxl- unum,“ segir Hallgrímur. „Fólk tekur sýni á árs fresti og sendir þau lækni sem athugar hvort í hægðunum leynist blóð. Sé svo er farið út í speglun.“ Fjöldi erlendra sérfræðinga flytur erindi á ráðstefnunni sem 430 manns sækja. Ráðstefnunni lýkur í dag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Dr. Sidney J. Winawer með Sjöfn Kristjánsdóttur og Hallgrími Guðjóns- syni, formanni Félags sérfræðinga í meltingarsjúkdómum. Þing norrænna meltingarsérfræðinga í Reykjavík Mikilvægt að leita reglu- lega að ristilkrabba
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.