Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 16
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÓTETTUKÓR Hall- grímskirkju hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að starfrækja kaffihús uppi í turni kirkjunnar. Kaffi- húsið, sem gengur undir nafninu Kaffi Guðríður, er tilraunaverkefni og fór af stað í tilefni nýafstað- innar kirkjulistahátíðar. „Þetta gekk svo vel yfir hátíðina,“ segir Vignir Karlsson, mótettukórs- meðlimur í barneignar- fríi. „Gestum hennar fannst svo skemmtilegt að koma hingað upp og fá sér kaffi og vöfflur eftir tónleika, að það var ákveðið að halda þessu áfram. Núna er takmark- ið að halda þessu gang- andi út júní og síðan verður séð til með fram- haldið.“ Vignir segir að Inga Rós Ingólfsdóttir fram- kvæmdastjóri kirkju- listahátíðar hafi gengið með þá hugmynd í mag- anum í þrjú, fjögur ár, að koma upp kaffihúsi í þessu rými fyrir neðan kirkjuklukkurnar, sem var annars aldrei nýtt. „Það þótti þrælsniðug hugmynd að framkvæma þetta nú í tengslum við kirkjulistahátíð. Einhver drifkraftur varð til í kringum þetta og kaffi- húsi var komið upp.“ Nýstárleg fjáröflunarleið Hann segir að Kaffi Guðríður sé hugsað sem fjáröflun fyrir Mótettu- kór Hallgrímskirkju og reki sig í raun sjálft. Fastir starfsemenn séu engir, helst hann sjálfur og íhlaupafólk, sem komi að daglegum rekstri. Þau geri allt sjálf, baki vöfflur og laga kaffi, en boðið er upp á kaffi og meðlæti. Allur borðbúnaður og til- heyrandi er fenginn að láni. Kaffihúsið, sem tekur um tuttugu og fimm manns í sæti, er í gam- aldags stíl. „Það er ákveðinn antíksjarmi yfir öllu og þetta er ákaflega kósý,“ segir Vignir. Af- greiðslutími er frá tíu til sex. Hávaði frá kirkjuklukkunum Kaffi Guðríður er inni í sama rými og klukkurnar en undir stigunum. Klukknahljómurinn er þó ekki yfirgnæfandi og seg- ir Vignir að það sé merki- lega lítill hávaði í rýminu fyrir neðan bjöllurnar. „Fólk heyrir auðvitað í þeim, en ég er viss um að það er minni hávaði hér heldur en þegar staðið er niðri fyrir utan kirkjuna. Margir sækjast beinlínis eftir að koma hingað upp til að heyra í kirkjuklukk- unum,“ heldur Vignir áfram. Að hans sögn kemur til greina síðar í sumar að vera með einhverjar upp- ákomur á kaffihúsinu. „Það er reyndar ekki komið á hreint, enda er Mótettukórinn, bróður- parturinn af fólkinu sem stendur á bak við fram- takið, í Kanada á kór- ferðalagi, segir Vignir. Kaffihúsið var meira sótt í kringum kirkju- listahátíð en Vignir segist búast við meiri aðsókn nú þegar ferðamanna- straumurinn fer að aukast. Á staðnum er tölva, sem er nettengd og hægt er að senda myndir af útsýninu úr turninum til vina og vandamanna um allan heim. Þegar Morgunblaðið bar að garði voru þrjár vinkonur frá London, Taryn, Jenny og Susan, að gæða sér á kaffi en þær voru staddar á Ís- landi í helgarferð. „Við töldum að við gæt- um fengið gott útsýni og séð vel yfir borgina úr turninum,“ segir Taryn og hefur orð á hversu fal- legur byggingarstíll sé á kirkjunni. Taryn heldur áfram og talar um hvað það sé frábært að hafa svona hlýlegt kaffihús uppi í turninum. „Þetta er líka öðruvísi staðsetning,“ bætir Jenny við. Susan segist viss um að Kaffi Guðríður eigi eftir að verða vinsælt og vel sótt. Og þegar þær uppgötvuðu að hægt væri að senda tölvupóst með mynd af útsýninu beint úr turninum, voru þær staðráðnar í að leyfa vinnufélögunum heima í London að njóta þess með sér. Taryn, Jenny og Susan gæða sér á kaffi og kökum í turninum. Morgunblaðið/Arnaldur Vignir Karlsson við afgreiðsluborðið á Kaffi Guðríði. Notalegt undir kirkjuklukkunum Skólavörðuholt Nýtt kaffihús í Hallgrímskirkjuturni vekur athygli KVENFÉLAG Garða- bæjar hefur ákveðið að færa Garðabæ vatnspóst að gjöf í tilefni af 25 ára kaupstaðarafmæli bæjar- ins. Tilefnið er einnig átak Kvenfélagasambands Ís- lands um aukna vatns- drykkju og er tilgangurinn sá að vekja fólk til um- hugsunar um hollustu vatns og að fólki neyti vatns í stað sykraðra gos- drykkja. Stjórn kvenfélagsins hefur lagt fram tillögu um að vatnspóstinum verði komið fyrir við strandstíg við útfall Arnarneslækjar í Arnarnesvogi. Að sögn Sigurlaugar Garðarsdótt- ur Viborg, formanns Kvenfélags Garðabæjar, yrði staðsetning hans eins- konar áningarstaður á úti- vistarsvæðinu þar sem fólk gæti svalað þorsta sínum. Þór Sigmundsson stein- smiður sér um hönnun og smíði vatnspóstsins en hann er um einn metri á hæð og höggvinn í grá- grýti. Ráðgert er að setja hann upp í sumar. Hvetja til aukinn- ar vatnsdrykkju Morgunblaðið/Golli Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.