Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 17 ÁKVEÐIÐ hefur verið að flýta framkvæmdum við hringtorg á mótum Vest- urlandsvegar, Skarhóla- brautar og Baugshlíðar um eitt ár og er gert ráð fyrir að torgið verði tilbú- ið strax næsta sumar. Kostnaðaráætlun vegna hringtorgsins hljóðar upp á 120 milljónir króna. Að sögn Jóhanns Sig- urjónssonar, bæjarstjóra Mosfellsbæjar hafa náðst samningar við Íslenska aðalverktaka um lagn- ingu Baugshlíðar og er áætlað að hún verði tilbú- in á næsta ári. Þetta hafi gert það að verkum að hægt var að flýta fram- kvæmdum við hringtorg- ið en það sé talið brýnt, meðal annars vegna um- ferðaröryggis. „Við höf- um verið í viðræðum við Vegagerðina um að flýta þessari framkvæmd og er gert ráð fyrir að fara í hana núna þannig að hringtorgið verði komið vorið 2002. Þá verður hægt að tengja nýja byggingahverfið á vestur- svæðinu beint við Vest- urlandsveginn og þar með létta á allri þeirri umferð sem nú er inn í núverandi byggð.“ Afleggjaranum að Blikastöðum lokað Jóhann segir að mikil umferð vörubíla og þungaflutninga sé vegna byggingaframkvæmd- anna á vestursvæðinu auk umferðar núverandi íbúa og segir hann að að- gengi þeirra inn á svæðið verði stórbætt með til- komu hringtorgsins. „Þá er gert ráð fyrir því að loka afleggjaran- um inn á Blikastaði sem er samkvæmt slysa- skýrslu einn af hættuleg- ustu afleggjurum hér á Reykjanessvæðinu,“ seg- ir hann. „Blikastaðaaf- leggjarinn verður svo tengdur við Baugshlíðina þannig að umferðarör- yggi verður stórbætt. Eins er orðið mjög erfitt fyrir þá sem eru á Blika- stöðum að komast inn á veginn á morgnana því þarna er mikil umferð þannig að aðgengi þeirra mun batna verulega.“ Að sögn Jóhanns er gert ráð fyrir því að heildarkostnaðurinn við hringtorgið verði í kring um 120 milljónir sem skiptist um það bil til helminga milli Vegagerð- arinnar og Mosfellsbæj- ar. Inni í þessum kostn- aðartölum eru endurbætur á Skarhóla- brautinni sem samtímis verður ráðist í. Framkvæmdum á vegamótum við Skarhólabraut flýtt Hringtorg verður tilbúið næsta sumar Teikning/Fjölhönnun ehf. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er 120 milljónir. Mosfellsbær FJÁRHAGSAÐSTOÐ Félagsþjón- ustu Hafnarfjarðarbæjar til þeirra sem eru undir tekjumörkum nam 40,8 milljónum króna í fyrra og er það 16% hækkun á milli ára eða 6,8 milljónir. Þetta kemur fram í nýút- kominni ársskýrslu bæjarins. Alls nutu 226 skjólstæðingar Félagsþjónustunnar fjárhagsaðstoð- ar í fyrra. Þegar litið er á hversu lengi skjólstæðingarnir nutu aðstoð- arinnar kemur í ljós að langflestir nutu aðstoðar í einn til fjóra mánuði eða 79%. Einungis þrjú prósent fengu aðstoð allt árið. Þau tekjumörk sem Félagsþjón- ustan setur miðast við lágmarks- framfærslukostnað á hverjum tíma þegar tillit hefur verið tekið til fjöl- skyldustærðar. Þá er fjárhagsaðstoð veitt með það að markmiði að koma í veg fyrir að fjölskyldur komist í þá aðstöðu að geta ekki framfleytt sér. Töluverð breyting varð á fram- færslustyrkjum bæjarins árin 1993 – 2000 að því er segir í skýrslunni. Fjárhagsaðstoð jókst í fyrra Hafnarfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.