Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 21 VERKMENNTASKÓLA Austur- lands var slitið við hátíðlega athöfn í Egilsbúð laugardaginn 2. júní síð- astliðinn. Í þetta sinn útskrifuðust 22 nem- endur. Sex stúdentar voru útskrif- aðir, sex af iðnbraut, þrír sjúkralið- ar, einn af starfsbraut og sex vélaverðir. Um 180 nemendur stunduð nám við skólann í vetur. Það kom fram í máli skólameistara, Helgu M. Steinson, við skólaslitin að á næsta skólaári verði boðið upp á nám á upplýsinga- og fjölmiðla- braut við Verkmenntaskólann í samstarfi við hina tvo framhalds- skólana á Austurlandi, Menntaskól- ann á Egilsstöðum og Framhalds- skólann í Austur-Skaftafellssýslu. Fyrirhugað er margs konar sam- starf Verkmenntaskólans við skóla í Noregi vegna náms í sambandi við áliðnað, einnig er áætlað að bjóða upp á nám á fiskeldisbraut við skól- ann. Meðal þeirra sem útskrifuðust frá skólanum í þetta sinn voru þrjú systkini, þau Guðmundur Haukur Þórsson, sem útskrifaðist af iðn- braut, Rósa Dögg Þórsdóttir og Hjalti Þórsson sem urðu stúdentar af félagsfræðibraut. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Útskriftarhópur Verkmenntaskóla Austurlands ásamt skólameistara vorið 2001. Verkmenntaskóla Austurlands slitið Neskaupstaður Hljómlistarfólkið, f.v. Þórhallur Sverrisson, Skúli Húnn Hilmars- son, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, Sigurður Helgi Oddsson, Brynja Ósk Víðisdóttir og Helga Rós Níelsdóttir. KIRKJUSTARF á Hvamms- tanga er mikið og fjölbreytt, enda eru þrjú vígð guðshús í Hvammstangasókn. Hvamms- tangakirkja er aðalkirkjan og heldur utan um hefðbundið kirkjustarf. Á Sjúkrahúsinu er lítil en afar fögur kapella. Þar eru haldnar guðsþjónustur fyrir fólk sem þar dvelst, ásamt sér- stökum bænasamkomum í hverri viku, sem prestar héraðsins standa fyrir. Í tvo vetur hafa ver- ið kvöldsamkomur í Hvamms- tangakirkju einu sinni í mánuði. Öflugt kirkjustarf Hvammstangi Kirkjuhljómsveitin leikur í Kirkjuhvammskirkju. Þar hefur hópur ungs fólks flutt trúarsöngva og presturinn, sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, haldið hugvekju og leitt gesti í bænahaldi. Síðasta kvöldsamkoman að sinni var haldin í hinni gömlu Kirkjuhvammskirkju, sem stend- ur ofan staðarins. Var það mjög falleg stund og hljómar gamla orgelsins féllu vel að bassa- og gítarleik, sem með hógværum trommuslætti hljómuðu undir söng tveggja ungra stúlka, sem leiddu söng kirkjugesta. Ekki spillti fagurt veður og kvöldsólin tók þátt í helgihaldinu. ÖNDVEGISSÚLUR hefur rekið á land að Laugarvatni og hafa þær verið settar upp utan við innganginn í Tjaldmiðstöðina á staðnum. Tré- listamaðurinn Jón Adolf Steinarsson skar út myndir í súlurnar sem eru úr kanadískri furu. Að sögn eiganda Tjaldmiðstöðvarinnar er kærkomið að lífga uppá aðkomu ferðamanna með alvöru listaverkum. Er ætlunin að bjóða listamönnum að sýna á veggjum borðsalarins sem nú hefur stækkað til muna. Ennfremur er ætlunin að vera með ýmsar upp- ákomur í sumar. Sú fyrsta er um helgina 15.-17. júni þegar spænskur grillmeistari mun halda uppi ekta spænskri stemmningu á staðnum. Einnig er vinsælt að koma í gufusoð- inn silung. Öndveg- issúlur fyrir dyrum Laugarvatn Morgunblaðið/Kári Jónsson Jón Adolf Steinólfsson trélistamaður við öndvegissúlurnar. NEMENDUR níunda og tíunda bekkjar Grunnskóla Mýrdals- hrepps hafa verið í tveimur valtím- um í viku í vetur í slysavörnum og björgun. Sigurður Hjálmarsson, formaður Rauðakrossdeildarinnar í Vík, sem er leiðbeinandi við þetta nám, sagði að viðfangsefnið hefði verið fjölbreytt og í tengslum við um- ferðaröryggi, slysavarnir, björgun og brunamál. Æfðu björgun úr bílflaki og sigu í bjarg Síðasti tíminn, sem var nokkurs konar uppskeruhátíð hjá krökkun- um, var verklegur og var þá farið í Hjörleifshöfða þar sem var rifjað upp fyrir krökkunum nám vetr- arins með verklegum sigæfingum og björgun úr bílflaki. Björgunar- sveitin Víkverji í Vík aðstoðaði Sigurð með sigæfingarnar. Sigurð- ur segir krakkana hafa verið mjög áhugasama og verklega æfingin hafi verið góður endir á góðum vetri. Bjargsig í Hjör- leifshöfða Fagridalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.