Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 25
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 25 ......að því tilefni munum við vera með opið hús í Lágmúla 5, 4. hæð frá kl. 11-17, (í sama húsi og Lækning og Lyfja) • Komið og kynnið ykkur aðstæður • Fáið ráðleggingar hjá heyrnarfræðingi • Heitt á könnunni Miðvikudaginn 13. júní verður opnuð fyrsta einkarekna heyrnartækjastöðin á Íslandi... sími 568 6880 NÝ Bónusverslun var fyrir skömmu opnuð á Selfossi. Nýja verslunin er í því húsnæði sem Tíu-ellefu var í um skeið, við Austurveg 42. Verslunin á Selfossi er með hefð- bundnu Bónussniði þar sem boðið er upp á helstu vöruflokka í matvöru og sérvöru eftir því sem pláss leyfir. Í fréttatilkynningu frá Bónus kemur fram að áhersla er lögð á að sinna Sunnlendingum af kostgæfni sem og sumarbústaðaeigendum og ferða- mönnum sem eru mikið á ferðinni á Selfossi. Bónusbúðin á Selfossi er fimm- tánda verslun Bónuss og sú fyrsta sem fyrirtækið opnar á Suðurlandi. Verslunarstjóri er Selfyssingurinn Jón Ari Guðbjartsson, starfsmaður Baugs til nokkurra ára, en Kristján Ævarsson mun sjá um verslunina þar til Jón Ari kemur til starfa. Bónusverslun á Selfossi BANDALAG bandarískra matvæla- framleiðanda hefur þróað viðmiðun- arreglur fyrir framleiðendur þar í landi sem lúta að sérmerkingu mat- vara sem geta valdið lífshættulegu ofnæmi, að því er kom fram nýlega á fréttavef Reuters. Engar slíkar regl- ur eru hér á landi um slíkar sér- merkingar en viðræður standa nú yfir á Norðurlöndunum og í Evrópu. „Hér á landi gilda þau lög að merkja þurfi allar matvörur með innihaldslýsingu,“ segir Sjöfn Sigur- gísladóttir, forstöðumaður matvæla- sviðs Hollustuverndar ríkisins. „Ekki hefur verið komist að neinni endanlegri niðurstöðu varðandi frekari umbúðamerkingu ofnæmis- valdandi matvara að svo stöddu, en það er spurning hvað menn vilja ganga langt í þessum efnum. Það fylgir því mikil ábyrgð að merkja matvörur með ofnæmisstimpli.“ Að sögn Sjafnar er ábyrgðin ann- ars vegar framleiðanda að innihalds- lýsing sé rétt og hins vegar neyt- enda að lesa vel innihaldslýsingar og hvetur hún eindregið til þess. Innan við 1% landsmanna með fæðuofnæmi Í umræddri grein á fréttavef Reuters segir að tilgangur þess að hafa áðurnefndar sérmerkingar á of- næmisvaldandi matvörum sé sá, að setja upplýsingarnar upp á auðveld- an og áberandi hátt fyrir neytendur. Umræddar sérmerkingar í Banda- ríkjunum eiga við um átta algeng- ustu fæðuofnæmin þar í landi en þau eru að sögn samtaka bandarískra matvælaframleiðanda: ofnæmi fyrir jarðhnetum, eggjum, sojamjólk, hveiti, mjólk, skeldýrum, fiski og trjáhnetum. Þá kemur fram að sjö milljónir Bandaríkjamanna hafi fæðuofnæmi og þar af deyi árlega í kringum 150 vegna þess. Björn Árdal, barnalæknir og sér- fræðingur í ónæmis- og ofnæmis- fræði, segir að líklega séu innan við 1% landsmanna með fæðuofnæmi. Þá séu fleiri með fæðuóþol. „Við höf- um góðar tölulegar upplýsingar yfir fæðuofnæmi hjá börnum. Fyrir nokkrum árum gerðum við ítarlega rannsókn ásamt læknum í Svíþjóð á eins og hálfs árs börnum í tveimur bæjarfélögum hér á landi og einu í Svíþjóð. Þessi aldur var valinn vegna þess að raunverulegt fæðuofnæmi er í hámarki í kringum þann aldur.“ Að sögn Björns var varla marktækur munur á niðurstöðunum en alls höfðu 2,2% íslenskra barna fæðuof- næmi og 2,8% sænskra barna. „Nið- urstöðurnar sýndu einnig að mjólk og egg voru algengustu fæðuofnæm- isvakarnir en ofnæmi fyrir mjólk og eggjum eldist af börnum í 85% til- vika. Í Bandaríkjunum hafa dauðsföll fyrst og fremst verið út af jarð- hnetuofnæmi en slíkt ofnæmi var sjaldgæft hjá börnunum í rannsókn- inni enda er ofnæmið sjaldgæft á Norðurlöndunum líklega vegna minni neyslu heldur en í Bandaríkj- unum.“ Neytendur hvattir til að lesa innihaldslýsingar Aðspurður segir hann ekki eins góðar tölulegar upplýsingar vera til um tíðni fæðuofnæmis hjá fullorðn- um og hvort fæðuofnæmi sé að aukast eður ei segist hann ekki geta geta fullyrt um. „Ég vil hvetja fólk til að lesa inni- haldslýsingu vel áður en það neytir vöru. Sem nýlegt dæmi þar sem fólk las ekki innihaldslýsingar má nefna orkumjólk frá Mjólkursamsölunni en nokkrir aðilar, sem hafa eggjaof- næmi, hafa orðið fyrir barðinu á þessu vegna þess að það er eggja- duft í vörunni,“ segir Björn og bætir við að fólk hafi orðið hastarlega veikt vegna þess að það hafi ekki lesið innihaldslýsingar og vafalaust hafa orðið dauðsföll hér á landi en hann hafi sem betur fer ekki upplifað það. Matvörur sem valdið geta ofnæmi sérmerktar í Bandaríkjunum Merkingar á ofnæmisvaldandi vörum til skoðunar Lesi fólk með ofnæmi ekki innihaldslýsingar á matvörum getur það orðið hastarlega veikt. HÁTT á annað þús- und manns heim- sækja daglega upp- lýsingavef Láns- trausts hf. um lögfræði, www.rett- ur.is, en hann var opnaður nýverið. Boðið er m.a. upp á fyrirspurnaþjónustu en að jafnaði berast milli 40 til 50 fyrir- spurnir á viku með tölvupósti. Engin gjaldtaka er tekin fyrir þá þjónustu og upplýsingar sem á vefsíðunni eru veittar. Vefsíðan er hugsuð fyrir al- menning sem og löglærða, þar sem hægt er að leita upplýsinga og úr- lausna varðandi einstök afmörkuð lögfræðileg úrlausnarefni. „Sé ein- hver í vafa um réttarstöðu sína á hann að geta fengið lausn mála sinna, eða upplýsingar um hvert skuli leitað,“ segir Jónas Þór Jónas- son hjá retti.is, en hann útskrifast sem lögfræðingur síðar í þessum mánuði. Aðspurður segir hann að lögfræði- aðstoð Orators, félags laganema, bjóði einnig upp á ókeypis lögfræði- aðstoð en hún sé bara á fimmtudög- um og standi yfir í tvo tíma. „Þá er hægt að senda inn fyrirspurnir varð- andi vinnumálefni m.a. til Verslunar- mannafélags Reykjavíkur. Vefsíðan rettur.is er hins vegar eina aðhliða lögfræðiaðstoðin sem er ókeypis og ljóst að mikið hagræði og tímasparn- aður hlýst af því að geta nálgast allar upplýsingar varðandi lögfræðileg álitaefni á einum stað.“ Fyrirspurnir um barna- og sifjamál algengar En hvað er fólk helst að spyrja um? „Mest er spurt um barna- og sifjamál eins og meðlag, umgengis- rétt, forsjá og síðan þessu tengt eru það skilnaðir og fjármál hjóna. Þá er einnig mikið spurt um vinnumálefni eins og uppsagnir, rétt manna í vinnu og kjarasamninga. Fyrirspurnir um húsfélög og rétt fólks í fjölbýlum, sbr. hvað sé séreign og hvað er sam- eign, eru einnig vinsælar. Annars má með sanni segja að þetta sé allt lit- rófið alveg frá faðernismálum upp í skipulagsmál,“ segir Jónas. Yfirleitt líða um tvær vikur frá því að fyrirspurn berst til þeirra þangað til spyrjandinn fær svar. „Stefnan er aðöll mál verði afgreidd á innan við viku. Margir hafa ekki efni á lög- fræðiaðstoð en taxti lögfræðinga er yfirleitt ekki undir 5.000 krónum á klukkutímann og þeir allra bestu kosta í kringum 15.000 krónur. Sum málin sem við fáum inn á borð til okkar er hægt að leysa á örfáum mínútum en ég fékk einmitt eina fyr- irspurn í síðustu viku þar sem við- komandi gat ekki sofið fyrir áhyggj- um en ég gat leyst málið fyrir hann á örskammri stundu.“ Aðspurður segir Jónas að ekki sé tekið við fyrirspurnum í gegnum síma en hann inni þó oft eftir frekari upplýsingum ef þær vantar í upp- runalega fyrirspurn enda sé mikil- vægt að málavöxtum sé ítarlega lýst svo að hægt sé að svara á fullnægj- andi hátt. Alfræðiorðabók lögfræðinnar á Netinu Sem dæmi um þær upplýsingar sem er að finna á upplýsingavefnum má nefna ritgerðir um helstu rétt- arsviðin en þau eru fjölmörg að sögn Jónasar m.a. réttur neytandans. Höfundar efnis á síðunni eru að sögn hans margir hverjir valinkunnir lög- fræðingar og lögmenn. Þá eru þar margir nýir dómar Hæstaréttar reif- aðir og markverðum dómum héraðs- dómstólanna gerð skil á auðskiljan- legan hátt. Á vefsíðunni er líka Netlögbókin sem er alfræðiorðabók lögfræðinnar en þar er að finna á þriðja þúsund uppflettiorð og langflest lagahugtök sem til eru. Samhliða lögfræðiaðstoðinni á Netinu er Jónas ásamt Reyni Grét- arssyni, framkvæmdastjóra rettur- .is, og Guðmundi St. Ragnarssyni lögmanni í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis vikulega á Bylgj- unni þar sem tekinn er púlsinn á því helsta sem er að gerast í samfélaginu og lögfræðilegt efni útskýrt á ein- faldan hátt. Upplýsingavefur um lögfræði Ókeypis fyrir- spurnaþjónusta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.