Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 29 HYDRADERMIE sérhæfð meðferð fyrir þína húð  Hreinsar, endurnýjar og rakamettar húðina.  Húðin verður áferðarfallegri og viðheldur fegurð sinni. Maski fylgir Hydradermie meðferð hjá eftirtöldum Guinot ráðgjöfum. Reykjavík og nágrenni Salon Ritz, Laugavegi 66  Húð og Nudd, Austurstræti 17  Þú um þig, Lóuhólum 2-6  Ársól, Grímsbæ v/Búsatðaveg Gyðjan, Skipholti 50  Mist, Spönginni 23  Ásýnd, Starmýri 2  Guinot-M.C, Grensásvegi 50  Hrund, Grænatúni, Kópavogi Fatima, Þverholti 2, Mosfellsbæ  Þema, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði  La Rosa, Garðatorgi, Garðabæ Landið Gínó snyrtistofa, Hornbrekkuvegi 16, Ólafsfirði  Fegurð, Brekkugötu 9, Akureyri Nudd- og snyrtistofa Lilju, Dynskógum 6, Hveragerði RÍKISSTJÓRNIN sem Timothy McVeigh fyrirleit svipti hann lífi með lyfjagjöf á hádegi í gær og tók líf hans í staðinn fyrir þau 168 sem hann tók þegar hann sprengdi í loft upp skrifstofu- byggingu í Okla- hómaborg fyrir sex árum. McVeigh dó í þögn, með augun opin. McVeigh var 33 ára. Í stað þess að mæla síðustu orð skrifaði hann niður ljóðið Invictus („Ósigraður“) frá 1875 sem lýkur með þessum línum: „Ég er meistari örlaga minna; ég er kapteinn sálar minn- ar.“ McVeigh var lýstur látinn klukkan 7.14 í gærmorgun að stað- artíma, eða klukkan 12.14 að ís- lenskum tíma. Aftakan fór fram í alríkisfang- elsinu í Terre Haute í Indiana-ríki. Í Oklahómaborg söfnuðust saman um 300 eftirlifendur og ættingjar fórnarlamba sprengjutilræðisins og fylgdust með útsendingu frá af- tökunni er send var um lokaða sjónvarpsrás. Var sendingin dul- kóðuð til að koma í veg fyrir hler- un. Tíu ættingjar fórnarlamba til- ræðis McVeighs voru viðstaddir aftökuna í Terre Haute, einnig tíu fréttamenn og fjögur vitni sem McVeigh hafði sjálfur valið. Þegar hann hafði verið sprautaður með lyfjunum horfðist hann í augu við vitnin fjögur, svo við fréttamenn- ina og loks horfði hann á litaða rúðu sem kom í veg fyrir að hann gæti séð ættingja fórnarlambanna. Enginn lét tilfinningar í ljós Meðal þeirra sem fylgdust með sjónvarpssendingunni í Oklahóma var Kathleen Treanor. Fjögurra ára dóttir hennar, Ashley, og tengdaforeldrar létust í sprengju- tilræðinu. Þegar aftökunni var lok- ið hélt Treanor á lofti mynd af Ashley og sagði: „Ég hugsaði um hana allan tímann.“ Treanor sagði að enginn þeirra sem fylgdust með sjónvarpssendingunni frá aftök- unni hafi látið neinar tilfinningar í ljósi. Janice Smith, sem missti bróður sinn, Lanny Scroggins, í sprengju- tilræðinu, baðst fyrir ásamt börn- um sínum við Þjóðarminnismerkið í Oklahóma uns hún hafði fengið fregnir af því að McVeigh væri lát- inn. „Þessu er lokið,“ sagði hún. „Við þurfum ekki lengur að hafa hann á meðal okkar.“ Fylgjendur dauðarefsinga hóp- uðust saman við fangelsið í Terre Haute og héldu á skiltum sem á stóð: „Minnumst fórnarlambanna“ og: „Þú skalt ekki mann deyða og halda lífi.“ Hinum megin við háa girðingu, u.þ.b. 400 metra í burtu, voru andstæðingar dauðarefsinga saman komnir, mun fjölmennari, og héldu sumir á logandi kertum. Einkennisklæddir fangaverðir voru á verði á svæðinu á milli hóp- anna. McVeigh var fyrsti maðurinn sem bandaríska alríkisstjórnin hefur dæmt til dauða og tekið af lífi síðan 1963. Yfir sjö hundruð af- tökur hafa aftur á móti farið fram á vegum yfirvalda í einstökum ríkjum Bandaríkjanna síðan hæsti- réttur Bandaríkjanna leiddi dauða- refsingu aftur í lög fyrir 25 árum. Í alríkisfangelsinu í Terre Haute bíða nú nítján aðrir dauðamenn af- töku á vegum alríkisstjórnarinnar. Sú næsta er áætluð 19. júní þegar taka á af lífi Juan Raul Garza, fíkniefnasala og dæmdan morð- ingja. Dauðadómnum yfir Timothy McVeigh fullnægt „Þurfum ekki lengur að hafa hann á meðal okkar“ Terre Haute í Bandaríkjunum. AP. Reuters Shari Sawyer, sem missti móður sína, Doris Stratton, í sprengjutilræð- inu í Oklahoma-borg, ásamt eiginmanni sínum, Jay, eftir að þau fylgd- ust með lokaðri sjónvarpsútsendingu frá aftöku McVeighs. McVeigh og heitan eldinn að bindast al- þjóðlegum samtökum eins og NATO eða Sameinuðu þjóðunum (SÞ). Samuel Schmid, varnar- málaráðherra Sviss, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að niðurstöðu kosninganna mætti ekki skilja sem svo að Sviss hefði yfirgefið hlutleysi sitt. Aðild að NATO kæmi ekki til greina. Hann sagði lagabreytingarnar nauðsynlegar til að svissneskir hermenn gætu varið sig meðan þeir tækju þátt í friðargæslu- störfum. Schmid sagði ennfrem- ur að ekki kæmi til greina að svissneskir hermenn tækju þátt í stríðsaðgerðum utan landamæra Sviss. Kjósa um aðild að SÞ Það að tillagan skyldi hafa ver- ið samþykkt með svo naumum meirihluta sem raun bar vitni er ekki uppörvandi fyrir þá sem vilja að Sviss taki aukinn þátt í alþjóðasamstarfi. Á næsta ári munu Svisslendingar kjósa um aðild að Sameinuðu þjóðunum og er ljóst að á brattann verður að sækja fyrir stuðningsmenn að- ildar. SVISSLENDINGAR samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnu- dag að leyfa svissneskum her- mönnum að bera vopn þegar þeir sinna friðargæslu erlendis. Einn- ig var samþykkt tillaga þess efn- is að svissneskir hermenn mættu taka þátt í heræfingum með er- lendum herjum. Svissneskir hermenn hafa tek- ið þátt í fjölda friðargæsluverk- efna, til dæmis í Kóreu, Namibíu og Bosníu-Hersegóvínu, en þeir hafa þurft að gera það vopnlaus- ir. Hafa svissneskir friðargæslu- liðar í Bosníu-Hersegóvínu þurft að reiða sig á vernd austurrískra vopnabræðra sinna. Atkvæðagreiðslan var hnífjöfn og var lagabreytingin samþykkt með aðeins 51% greiddra at- kvæða. Friðarsinnar og hægri- sinnaðir einangrunarsinnar börð- ust hart gegn tillögunni sem þeir sögðu að ógnaði hlutleysi Sviss og gerði svissneska herinn að strengjabrúðu Atlantshafsbanda- lagsins (NATO). Ekki ógnun við hlutleysi Sviss hefur verið hlutlaust síð- an 1674 og hefur forðast það eins Bern. The Daily Telegraph, AP, AFP. Friðargæslu- liðar mega bera vopn Þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.