Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA óperan hefur ekkimikið verið í sviðsljósinu aðundanförnu. Tvö ár eru nú lið-in síðan nýr óperustjóri, Bjarni Daníelsson, var ráðinn til Óperunnar, og á þeim tíma hefur mikið vatn runnið til sjávar. Sýn- ingar Óperunnar í fyrravetur á Mannsröddinni eftir Poulenc og Lúkretía svívirt eftir Benjamin Britten voru báðar hlaðnar lofi, þótt aðsókn hafi ekki staðið undir vænt- ingum. Verkefnavalið var nýstár- legt og spennandi og gaf fyrirheit um góða framtíð. Í vetur hófst starf- semin með sýningum á barnaóperu Þorkels Sigurbjörnssonar Stúlk- unni í vitanum, í samvinnu við Tón- menntaskóla Reykjavíkur. Fyrsta stóra sýningin í vetur, uppfærsla á óperunni La Bohème eftir Puccini tókst mjög vel og vakti söngvara- valið sérstaka athygli og ánægju gagnrýnenda. Ýmsum þótti þó, að með vali á þeirri óperu væri skrefið stigið til baka, í þann farveg að nú yrðu eingöngu sýndar vinsælar óp- erur, sem möluðu gull í kassann. Auðvitað segir ein óperuuppfærsla ekkert um það, og vangaveltur af því tagi gagnslausar án þess að skoðað sé hvernig framtíð Óperunn- ar verður mótuð. En hvað er þá að gerast í Óperunni? Hvernig hefur leyst úr skipulagsmálum þar á bæ, og hvernig gengur listræn stefnu- mótun? Langt er síðan fréttir bár- ust af því að til stæði að fastráða söngvara við Óperuna, en ekkert hefur verið opinberað um þau mál enn. Það hefur líka verið hljótt um verkefnavalið framundan, og hvað til standi næstu misserin. Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að Bjarni Daníelsson tók við stjórn Óperunnar hefur legið í loftinu að mikið standi til; mikilla breytinga sé að vænta á rekstri hússins, og að framundan séu spennandi tímar hjá Íslensku óperunni, en kannski líka erfiðir. Fjármálin spila auðvitað stórt hlutverk í rekstri óperuhúss, og fjárhagsgrundvöllur verður að vera traustur svo listræn starfsemi geti þrifist. Fyrirhuguð ráðning söngvara er líka gleðiefni, en getur um leið reynst snúnara mál en bara að velja fáeina af þeim tugum söngvara sem sóttu um starf. Val á söngvurum hangir á sömu spýtu og verkefnaval; þetta tvennt verður að fara saman að einhverju leyti að minnsta kosti. Þá eru húsnæðismál Óperunnar komin í umræðuna að nýju og hafa tengst umræðu um fyr- irhugað Tónlistarhús við Reykjavík- urhöfn. Blaðamaður heimsótti Íslensku óperuna nýlega, og settist niður með óperustjóranum til að fá svarað spurningum um stöðu Íslensku óp- erunnar í dag, og framtíðarsýn óp- erustjórans. Það hafa verið gerðar töluverð-ar skipulagsbreytingar á Ís-lensku óperunni að undan- förnu,“ segir Bjarni Daníelsson. „Það má segja að verkefnið hafi ver- ið það að breyta þessu frumkvöðla- fyrirtæki í eitthvað sem líktist venjulegu fyrirtæki. Gamla styrkt- arfélagið, Styrktarfélag Íslensku óperunnar, var lagt niður í sinni gömlu mynd. Styrktarfélagið var samkoma allra þeirra sem stóðu að baki Íslensku óperunni, sama hvort það voru einstaklingar eða fyrirtæki atvinnulífsins sem studdu Óperuna. Styrktarfélagið kaus stjórn óper- unnar, en félagið hafði að auki sína eigin stjórn, og það var satt að segja orðið erfitt að sjá skýra verka- og ábyrgðarskiptingu í þessu batteríi. Styrktarfélaginu var skipt upp í tvennt, annars vegar nýtt Vinafélag Íslensku óperunnar, sem ætlar í framtíðinni að starfa sem hreint áhugamannafélag um óperutónlist og óperuflutning. Vinafélagið ber enga formlega ábyrgð á rekstri Óp- erunnar, en velur tvo af fimm stjórnarmeðlimum hennar. Hinn helmingurinn af Styrktarfélaginu varð að því sem við köllum Fulltrúa- ráð Íslensku óperunnar. Þetta eru styrktarfyrirtæki Óperunnar, og þetta fulltrúaráð tilnefnir meirihlut- ann í stjórn. Þessi nýja fimm manna stjórn ber stjórnunarlega ábyrgð á fjármálum, rekstri og starfsemi Óp- erunnar, og ábyrgðinni verður ekki vísað neitt annað.“ Bjarni segir að með þessu skipulagi sé komið nokk- uð straumlínulagað form á fyrirtæk- ið Íslensku óperuna, til samræmis við önnur framsækin fyrirtæki í dag. Að auki eigi samsetning stjórn- ar sér bakland á rökréttum stöðum, bæði meðal óperuvina og fyrirtækj- anna sem styðja Óperuna með fjár- framlögum. „Íslenska óperan er barn bland- aðrar fjármögnunar og hefur alltaf verið. Hún er til fyrir frumkvæði einstaklinga sem hafa fengið stuðn- ing áhugafólks og fyrirtækja. Með þennan stuðning að vopni hefur ver- ið hægt að leita til ríkisins og biðja um fjárstuðning þaðan á móti. Með styrk einstaklinga og fyrirtækja hefur Óperan sannað tilverurétt sinn, og á þeim forsendum höfum við gert samninga við stjórnvöld og fengið fé úr ríkissjóði í ákveðnu hlutfalli við það sem hún hefur sjálf aflað sér.“ Bjarni Daníelsson segir að þóttÓperan sé einkafyrirtæki séhún einnig þjóðarópera Ís- lendinga. Til þess að reisn sé yfir starfseminni og vit í henni þurfi að efla hana. Markmiðið hljóti að vera að gera starfsemina samfelldari og stöðugri en hún hefur verið hingað til. „Með samfelldri starfsemi á ég við, að í um 25-30 vikur á ári, geti fólk gengið að því vísu að Óperan sé með óperusýningar í gangi. Þetta kann að hljóma dálítið stórkostlega, en það má minna á það að Sígauna- baróninn, fyrsta verkið sem sett var upp hér var sýnt 49 sinnum, þannig að sá sýningafjöldi sem ég er að tala um er ekki svo gífurlegur. Hins veg- ar er markaðurinn lítill, þannig að þessi sýningafjöldi myndi þýða það að við yrðum að setja upp þrjú ný verk á ári, og jafnvel endursýna eitt til tvö verk frá fyrri misserum. Þannig yrðu þetta um 40 sýningar á nýjum uppfærslum á hverjum vetri og um 20 á eldri. Til þess að átta sig á þessari stærðargráðu má segja, að ef við værum að sýna þessar 60 sýn- ingar á vetri fyrir fullu húsi, þá þýð- ir það um tuttugu og fimm þúsund heimsóknir í Óperuna, og ég held að það sé ekkert óraunhæft og muni ekki ofbjóða markaðnum; Þjóðleik- húsið er með um hundrað þúsund heimsóknir, en reyndar miklu fleiri verk í gangi. Við gátum aðeins sýnt La Bohème tólf sinnum, en það komu sex þúsund manns að sjá sýn- inguna, og það eru að minnsta kosti sex þúsund manns í þessu þjóðfélagi sem vilja koma í óperuhús tvisvar þrisvar á vetri, þannig að þá er þetta komið nokkurn veginn. Ef við náum því að hafa svona samfellda starfsemi í húsinu, þá er þrennt unnið með því. Við getum komið á reglulegu samstarfi við óperuvini, og þá fyrst og fremst nýja Vina- félagið, sem getur þá vonandi gefið okkur meira svigrúm til aukinnar tilraunastarfsemi og fjölbreyttara verkefnavals þegar fram í sækir. Í öðru lagi getum við boðið fyrirtækj- um atvinnulífsins raunhæft kostun- arsamstarf; við getum verið sýnileg og komið til móts við óskir þeirra um að fá eitthvað útúr svona sam- starfi og komið okkur út úr því ölm- usufyrirkomulagi sem hefur ríkt hingað til. Í þriðja lagi getum við með svona samfelldri starfsemi, fjölbreyttri og metnaðarfullri, lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að skapa atvinnugrundvöll fyrir ís- lenska söngvara.“ Það getur þó verið meira en aðsegja það, því þó við séumtilbúin að bjóða nokkrum ungum söngvurum fastráðningu, er þetta fólk á því stigi í lífi sínu, að aðrir ásælast einnig krafta þess, og það á annarra kosta völ. Við verðum að geta boðið vel, ekki bara í laun- um, heldur einnig í viðfangsefnum, og það getur tekið tíma að byggja slíkt upp. Þessar fastráðningar eru mikilvægt menningarpólitískt átak,“ segir Bjarni, „en þetta kostar peninga. Til þess að koma upp sam- felldri dagskrá á tiltölulega stuttum tíma, þurfum við að þrefalda rekstr- artekjur Óperunnar, úr hundrað milljónum á ári í þrjú hundruð millj- ónir. Þetta er auðvitað gífurleg aukning, en upphæðin er út af fyrir sig ekki há fyrir rekstur þjóðaró- peru. En munurinn á því sem nú er, og því sem við þurfum er talsvert mikill. Við gerum okkur grein fyrir því að þetta geti tekið nokkur ár.“ Bjarni segir að Óperan fari nú fram á að allir þeir sem leggi fé til Ís- lensku óperunnar hækki sín fram- lög. „Við óskum eftir því við ríkis- valdið að það hækki sín framlög, við óskum eftir því sama af fyrirtækj- um atvinnulífsins, og við sem rekum fyrirtækið segjum að sama skapi, að við skulum þá hækka þá upphæð sem í kassann kemur í sömu hlut- föllum.“ Bjarni hefur fyrir hönd Óp- erunnar átt í viðræðum við stjórn- arráðið um nokkurt skeið, en endanlegar niðurstöður um fjár- framlög liggja ekki fyrir, en hann telur óhætt að segja að það verði umtalsverð aukning á ríkisframlagi til Óperunnar. Hann segir að við- ræður standi einnig yfir við þau fyr- irtæki sem lagt hafi Óperunni til fé á liðnum árum, og farið hafi verið fram á það að þau ykju sitt framlag í sömu hlutföllum og aukning ríkis- framlagsins verður. „Fyrirtækin hafa tekið afar vel í þetta, það kom mér á óvart hvað þau hafa verið já- kvæð gagnvart þessari uppbygg- ingu. Þetta er ný og áhugaverð um- ræða. Það má segja að hún endurspegli ákveðna þjóðfélags- breytingu sem hefur orðið, þar sem menningarstofnanir þurfa í auknum mæli að sanna tilverurétt sinn með því að leita til fyrirtækja. Ég er svo bjartsýnn að segja að þó að við náum ekki að þrefalda rekstrar- tekjur Íslensku óperunnar á þrem- ur árum, þá fáum við aukið fjár- magn í þeim mæli sem þarf til þess að geta byggt upp mun samfelldari dagskrá með nokkrum glæsibrag.“ Íslenska óperan gengur að við-ræðum við íslensk fyrirtæki íljósi þeirra þjóðfélagsbreyt- inga sem Bjarni telur hafa orðið að undanförnu. Hann segir að um leið og pólitísk samstaða sé um það að menningarstofnanir sæti þeirri fjöl- þættu fjármögnun sem nú sé að verða raunin, sé ábyrgðinni um leið ýtt yfir á fyrirtæki atvinnulífsins. Umræðan um það hvort þetta sé rétt eða rangt sé að sjálfsögðu fyrir hendi, og raddir innan atvinnulífs- ins gagnrýni þetta fyrirkomulag og telji að ríkið eigi að reka óperu með reisn, án þess að hún þurfi að ganga betlandi milli fyrirtækja. „Við göng- um þó ekki til fundar við atvinnulífið með þá hugsun að við séum betl- arar, heldur förum við með það í far- teskinu að við séum að bjóða fyr- irtækjum að taka á sig ákveðinn menningarblæ með samstarfi við „Íslenska óperan er þjóðarópera Íslendinga“ Bjarni Daníelsson hefur verið óperustjóri Íslensku óperunnar í tæp tvö ár. Á þeim tíma hefur mikil vinna farið í skipulags- breytingar og endurskoðun á starfseminni. Bergþóra Jónsdóttir heimsótti Bjarna í Óperuna og fékk svör við spurningum um framtíðarsýn óperustjórans og áform hans um nýja og breytta óperu, sem hann vill að verði bakland íslenskra söngvara. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Bjarni Daníelsson óperustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.