Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 33 mikilvæga menningarstofnun. Við erum að selja mjög, mjög verðmæta vöru. Þetta er þróun sem farin er af stað, og er að byrja að taka á sig mynd hér á landi. Bráðum kemur sá dagur að forsvarsmenn fyrirtækja panta viðtal við okkur, í stað þess að ég þurfi að panta viðtal við þá.“ Bjarni segir að viðbrögð fyrirtækja við óskum um stuðning og samstarf mjög góð. Fyrir þau fyrirtæki sem vilji hafa góða menningarímynd, sé samstarf við framsækið óperuhús með því besta sem þau geti tekið sér fyrir hendur á þeim vettvangi og sé eftirsóknarvert. Þetta sýni reynslan úr nágrannalöndum okkar. Dæmi séu um að atvinnufyrirtæki séu á biðlista eftir að geta baðað sig í sviðsljósi óperuhúsa með því að komast á samstarfssamning við þau. Þótt stundum hafi gustað umstarfsemi Íslensku óperunn-ar, og þar hafi komið upp mál sem erfitt hefur reynst að leysa, tel- ur Bjarni Óperuna njóta almennrar velvildar hverjar sem skoðanir fólks hafa verið á innanhússmálum þar, eða bara á óperu almennt. Það sé samstaða um að íslenska þjóðin eigi að eiga óperuhús. „Vegna þessa höf- um við forskot umfram marga aðra, og okkur hefur gengið afar vel. Það hefur verið tekið vel í hugmyndir okkar um aukið samstarf og aukinn fjárstuðning.“ Við Bjarni sitjum drjúga stund og ræðum um samstarf fyrirtækja og óperuhúsa. Bjarni minnir á að í Danmörku hafi menn nánast orðið felmtri slegnir þegar Mærsk McKinney Møller ákvað að gefa dönsku þjóðinni eitt stykki óperu- hús. Þeir sem hafa hlustað á óperu- útsendingar í Útvarpinu heyra að það er Texaco sem greiðir fyrir út- sendingar Metropolitanóperunnar. Í útlöndum eiga menn stóra pen- inga, og þær þrjú hundruð milljónir sem áætlað er að kosti að reka Ís- lensku óperuna á ári, væru varla meira en skiptimynt hjá fyrirtækj- um á borð við olíurisann Texaco. Hér er þetta allt smærra í sniðum og margir þurfa að leggjast á eitt til að hlutirnir gangi upp. Því segir Bjarni Daníelsson að Óperan verði með mörg fyrirtæki í styrktarliði sínu, þannig að ekki þurfi að ganga of nærri örlæti hvers fyrir sig. En draumurinn um að einn góðan veð- urdag gerist það hér sem gerðist í Danmörku lifir auðvitað alltaf undir niðri. Gamla bíó var jú á sínum tíma keypt fyrir dánargjöf Sigurliða Kristjánssonar kaupmanns og Helgu Jónsdóttur, og hver veit nema einn góðan veðurdag birtist örlátur menningarvinur aftur og geri Óperunni lífið létt. En peningar eru ekki nema hluti sögunnar. Þeir snúast einungis um að geta skapað óperu. Við hlið Bjarna í Óperunni starfar Listráð, sem er óperustjóranum til ráðgjafar um það sem lýtur að listrænni ákvarðanatöku. Listráðið er skipað Kristni Sigmundssyni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Halldóri Hansen, Kjartani Óskarssyni og Jónasi Ingi- mundarsyni. Listráðið gerir tillögur og óperustjórinn getur leitað til þess þegar á þarf að halda, og telur Bjarni þetta ákjósanlegt fyrirkomu- lag eins og sakir standa. Í samtali okkar hefur Bjarni ítrekað talað um nauðsyn þess að skapa samfellu í starfseminni, með nokkrum upp- færslum sem sýndar yrðu í einu, jöfnum höndum. En með hverju verður fyllt upp í samfellda dag- skrá, og hvað eiga fastráðnir söngv- arar að syngja? Með öðrum orðum, hvert stefnir hugur óperustjórans í listrænum málefnum Óperunnar? Bjarni Daníelsson segir að í kjölfar skoðunar á aðstæðum Íslensku óp- erunnar og umræðum um stöðu mála, séu uppi ýmiss konar hug- myndir. Þó að stefnt sé að samfellu í starfseminni, sé ljóst að ekki verði sett upp mjög mörg verk meðan verið sé að ná settum fjárhagsmark- miðum. „Ef við lítum til reynslu síð- ustu tveggja ára, þá verðum við líka að horfast í augu við það að okkur er ekki gefið ótakmarkað svigrúm til tilraunastarfsemi, þannig að við segjum sem svo: Íslenska óperan er ung, og óperuáhugi þjóðarinnar er líka ungur - við skulum ekkert veigra okkur við því að sýna vinsæl- ar óperur á næstu árum. Við notum tímann til að styrkja tengsl okkar við fólk sem hefur áhuga á þessari listgrein og þegar þau bönd eru orð- in sterkari og í trausti þess sam- starfs, getum við vogað meiru í verkefnavali.“ „Þetta er ekki áhættulaus rekst- ur, á ekki að vera það og má ekki vera það. Við viljum að Íslenska óperan geti orðið bakland íslenskra söngvara. Við viljum að þeir fái tækifæri til að syngja hérna meðan þeir eru ungir, og viljum að þeir sem glíma við þessa listgrein eigi hér ákveðið griðland. Við verðum að gera miklar listrænar kröfur til okkar listamanna, en við erum tilbú- in til að taka áhættuna með þeim. Þeir þurfa ekki endilega að vera búnir að sanna sig á Metropolitan.“ Fastráðningar söngvara taka mið af fyrirhuguðu verkefnavali. Fimm ungum söngvurum hefur verið boð- in tímabundin fastráðning. Bjarni reiknar með að sýnd verði fjögur til fimm verk á næstu tveimur árum, og miðað er við að fastráðnir söngv- arar verði þar í stórum hlutverkum ásamt öðrum. Fækkað hefur í þess- um hópi, vegna þess að Íslenska óperan er auðvitað líka að keppa við erlend óperuhús um okkar söngfólk. „Það er æskilegt að söngvarar viti fyrirfram hvaða hlutverk þeir eiga að syngja. Það þýðir það að við verðum að skipuleggja starfið vel fram í tímann. Þeir sem við buðum fastráðningu er fólk með fremur léttar raddir, fólk sem hefði passað vel í Mozart og Rossini. En um leið og einhver gengur úr skaftinu þarf að endurskoða þetta allt. Næsti fimm manna hópur söngvara er ekkert síður álitlegur, en er fólk með stærri og dramatískari raddir, og þeim hentar annars konar verk- efnaval. Þannig er þetta talsvert púsluspil að láta passa saman þetta ráðningarform og að velja verkefni þannig að söngvararnir fái notið sín.“ Það er ekki endanlega ljóst hverjir það eru sem verða fastráðn- ir að Íslensku óperunni. Tveir þeirra sem boðin var fastráðning hafa ráðið sig annað, svo að endur- skoða þarf málið í heild sinni. Enn- fremur er beðið eftir niðurstöðum um fjárframlög til að hægt verði að opinbera þetta, að sögn Bjarna. Í haust ætlum við hins vegar aðsetja upp Töfraflautuna eftirMozart, og höfum safnað að okkur ungu fólki sem hefur ekki sést mikið á íslensku óperusviði, og sumir alls ekkert. Meðal þessara söngvara verða Hanna Dóra Sturlu- dóttir í hlutverki Paminu, Finnur Bjarnason í hlutverki Taminos, Ólafur Kjartan Sigurðarson verður Papageno, Xu Wen Papagena, Guð- jón Óskarsson verður Sarastro og Snorri Wium Monostatos. Dömurn- ar þrjár verða Marta Guðrún Hall- dórsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir og Sesselja Kristjánsdóttir. Dreng- irnir þrír verða Árný Ingvarsdóttir, Regína Unnur Ólafsdóttir og Dóra Steinunn Ármannsdóttir. Guðrún Ingimarsdóttir syngur hlutverk næturdrottningarinnar og Loftur Erlingsson verður í hlutverki gamla prestsins. Við komum til með að verða með gestasöngvara, til dæmis mun Auður Gunnarsdóttir syngja hlutverk Paminu nokkur kvöld, og svo verðum við með leynivopn sem ég segi ekki strax hvað er. Ef vel gengur og sýningar verða margar erum við viðbúin því að skipta alveg um áhöfn til að gefa fleiri söngv- urum tækifæri til að spreyta sig. Við erum með ungan hljómsveitar- stjóra, Gunnstein Ólafsson, sem er í fyrsta sinn að takast á við óperu- uppfærslu af þessu tagi einn. Við er- um með ungan leikstjóra, Hilmi Snæ Guðnason, sem hefur ekki sett upp óperu áður. Við erum líka með leikmynda- og búningahönnuð sem hefur ekki unnið með okkur áður, Vytautas Narbutas, en Björn Berg- steinn Guðmundsson ljósahönnuður er gamalreyndur. Þótt þetta sé Töfraflautan, sem er ekkert nýstár- leg út af fyrir sig, þá gerum við þetta á nýstárlegan hátt, og það verður ekki leiðinlegt að koma í Óp- eruna og sjá þetta unga glæsilega fólk setja upp þetta vinsæla verk. Við vorum að hugsa um að setja upp Rakarann í Sevilla í byrjun næsta árs, en hugsanlegt er að sú sýning bíði fram á haustið. Við verðum síð- an með samvinnuverkefni við Listahátíð, Þjóðleikhúsið og Sinfón- íuhljómsveitina á næstu Listahátíð sem verður Hollendingurinn fljúg- andi eftir Wagner.“ Bjarni segir að Töfraflautan séekki nýstárleg út af fyrirsig, þótt uppfærslan verði nýstárleg. Hvað þýðir þetta? „Við viljum auðvitað halda lífsháskanum við í okkar starfsemi og þetta er mikil jafnvægiskúnst. Það er öruggt upp á aðsókn að sýna La Bohème eða aðrar mjög vinsælar óperur, en ef við gerum það eingöngu þá miss- um við bæði trúnað óperuáhuga- fólks, en ekki síður listamannanna; maður verður að voga meiru til og skapa meiri spennu en það. Þetta verður þó að gerast þannig að við getum staðið undir rekstri Óper- unnar.“ Bjarni nefndi að lítið svig- rúm yrði til tilraunastarfsemi í Ís- lensku óperunni á næstu misserum. Hvað á hann við með því? „Með því á ég auðvitað fyrst og fremst við óþekkt verk, og aðrar óperur en þessar sígildu þekktu. Í þessa skil- greiningu set ég jafnt óþekktar óp- erur eldri meistara sem nýjar lítt þekktar óperur. Við sýndum Lúk- retía svívirt í fyrra, og það kom mér á óvart að hún skyldi ekki draga að sér fleiri áheyrendur. En allt þetta er áhugavert fyrir óperuhús að sýna, og að því verðum við að stefna. Við verðum líka að líta á það sem eitt af hlutverkum Íslensku óper- unnar að vera vettvangur fyrir sköpunarstarf á þessu sviði hér á landi og verðum að sýna íslensk verk. En til þess að geta tekist á við fjölbreytt verkefnaval í alvöru, verðum við að hafa meiri stöðug- leika í rekstrinum.“ Talsverð umræða er um það er- lendis hvert óperan sem listform stefnir. Í áhugaverðri umræðu á Netinu hafa gagnrýnendur óper- unnar lýst óperuhúsum sem „söng- söfnum“, þar sem ekkert nýtt ger- ist, annað en að þar sé varðveitt gömul tónlist í gamaldags flutnings- máta. Hvað segir íslenski óperu- stjórinn um viðhorf af þessu tagi? „Ég er sammála þessu að nokkru leyti. Það vantar augljósa fram- vindu í þessa listgrein, og hjá óp- eruhúsum um allan heim virðist hin hefðbundna sígilda ópera vera kjöl- festan í starfseminni, þótt auðvitað sýni mörg þeirra sem metnað hafa ný verk. Umræðan um framtíð óp- erunnar er mjög áhugaverð, og ég hef tekið þátt í henni með kollegum mínum á Norðurlöndunum. Sér- staða óperunnar er mannsröddin, sem við öll eigum. Þetta hljóðfæri á greiðari leið að tilfinningalífi okkar en nokkurt annað hljóðfæri. Þess vegna er söngur og óperulistin skoðun og þátttaka í tilfinningalífi okkar sjálfra og annarra, og það er þetta sem óperuhús getur boðið uppá. Við getum boðið fólki að koma til að gráta og hlæja í harmóníu við þetta hljóðfæri sem mannsröddin er og við erum svona opin fyrir. Það er ekkert sem getur komið í veg fyrir að þetta geti fylgt einhverri þróun í tónlist. En gömlu óperurnar virðast hafa nýtt sér ákveðið tilfinningasvið sem höfðar mjög auðveldlega til fólks, milli kynslóða og milli alda. Það er hins vegar ekkert sem úti- lokar það að þessi tilfinningalegu tengsl okkar við mannsröddina geti þróast eins og önnur tónlist. Vegna þessa er ég mjög spenntur fyrir því sem er að gerast nýtt í óperum.“ En hvernig hefur staðið á því að óperu- formið hefur ekki tekið breytingum og þróast hratt eins og aðrar list- greinar? „ Jú, söngur verður aldrei mjög hugmyndalegur, hann er raunverulegur og getur aldrei orðið að hugmyndafræðilegri list. Tón- verkið getur í sjálfu sér verið það, en söngurinn ekki, en auðvitað hlýt- ur óperan að geta orðið fyrir breyt- ingum og geta tekið þátt í þróun. Þetta finnst mér mjög forvitnilegt, og kannski má segja að það hafi ekki náðst sama samhengi í óperu- listinni og öðrum listgreinum, og þess vegna geta nýjar óperur virkað allt að því stuðandi fyrir óvana.“ Að undanförnu hafa birst greinar í Morgunblaðinu eftir íslenska söngvara um húsnæðismál Íslensku óperunnar. Þar hefur berlega komið í ljós, að söngvarar eiga sér þann draum að tekið verði tillit til hús- næðisþarfa Óperunnar við bygg- ingu nýs tónlistarhúss, og að gert verði ráð fyrir möguleika á óperu- sýningum þar. En Íslenska óperan hefur til þessa ekki verið með í áformum um byggingu tónlistar- húss, og það á sér sögulega skýr- ingu að sögn Bjarna. „Forsvars- menn Óperunnar ákváðu á sínum tíma að óska ekki eftir þátttöku í samstarfi um byggingu tónlistar- húss. Ég virði þessa ákvörðun, og mun ekki hlaupa til og segja: Ég vil víst vera með! Ég hef talað um þetta við menntamálaráðherra og fellst fullkomlega á hans rök fyrir þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar. Ég hef því ekkert um málið að segja annað en það, að ef forsendur breyt- ast þannig að málið verður tekið upp aftur, þá óska ég eftir að Óper- an verði með. Mér finnst þó fráleitt, þrátt fyrir umræður um tónlistar- hús, að húsnæðismál Óperunnar séu ekki til umfjöllunar. Það er brýnt að ræða þau. Gamla bíó þrengir mjög að starfseminni og getur aldrei orð- ið framtíðarsetur Íslensku óperunn- ar. Það hefur verið bent á að Þjóð- leikhúsið eigi að vera heimili óperuflutnings. Ég held hins vegar að það sé alrangt. Þjóðleikhúsið hef- ur betra svið en Gamla bíó og tækni- búnaður er betri, en þar með er það upptalið. Auk þess er Þjóðleikhúsið með vel skipulagða sýningaáætlun, og við göngum ekkert þar inn og pöntum 50 eða 60 bestu sýninga- kvöldin. Það bara gerist ekki. Við þurfum fljótlega að fara að huga að því að byggja yfir Íslensku óperuna, og ég reikna með því að það verði hin eina rétta lausn.“ Umræðan um samstarf menn-ingarstofnana er hins vegaralltaf í gangi, og eftir því sem ég hugsa meira um það, því bet- ur líst mér á að sameina Sinfóníu- hljómsveitina og Íslensku óperuna. Eins og staðan er núna, þá virðist það vera ljóst, að þegar Óperan þarf á hljómsveit að halda, þá sækir hún langt inn í raðir Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands. Það er hins vegar langt í það að Óperan þurfi á eigin hljóm- sveit að halda. Ég held að það yrði skynsamlegt að samræma störf þessara stofnana, jafnvel sameina þær.“ Bjarni telur að menn forðist að ræða þessar hugmyndir, þó þær séu orðnar jafn gamlar Óperunni og jafnvel eldri. „Við erum óttalegir smákóngar hér.“ En þá vaknar spurningin hvort ekki sé verið að gera mikil mistök með því að gera ekki ráð fyrir óperuflutningi í Tón- listarhúsinu strax. Sé grundvöllur fyrir samstarfi Óperunnar og Sin- fóníuhljómsveitarinnar á annað borð, má ímynda sér að það yrði talsverður sparnaður og hagræðing af því að hafa þessar stofnanir undir sama þaki. Þar má nefna aðstöðu hljómsveitar og starfsfólks, og sam- nýtingu ýmissa þátta rekstursins. „Ég vil ekkert segja um það hvort þessar hugmyndir eru til þess falln- ar að breyta hugmyndum ráða- manna um tónlistarhúsið. Ég stend við það sýna fullkomið hlutleysi gagnvart áformum um byggingu tónlistarhúss og þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar. Íslenska óperan þarf ekki endilega að vera hús. Hún er fyrst og fremst stofnun, sem þarf að hugsa og reka skyn- samlega, og hugmyndir mínar um náið samstarf Óperunnar og Sinfón- íuhljómsveitar Íslands eru fyrst og fremst sprottnar af hagkvæmnis- sjónarmiðum og listræum sjónar- miðum. Ég tel þetta eðlilegt sam- starf í svona litlu samfélagi; hvar menn svo sýna dýrðina, það verður að vera sjálfstætt viðfangsefni.“ Bjarni Daníelsson er menntaður myndlistarmaður. Hann segir þá menntun hafa verið mikilvæga fyrir sig í starfi óperustjórans, en ekki síður reynsla hans af stjórnun ann- arra menningarstofnana. „Ég lagði áherslu á skúlptúr í minni myndlist, og mér fannst lengi framanaf í störfum mínum við stjórnun menn- ingarstofnana ég alltaf vera að vinna við skúlptúr; fannst ég með lifandi efni í höndunum sem hægt var að móta á ákveðinn hátt, en það lét kannski ekki alltaf gera við sig hvað sem manni sýndist. Ég hef tek- ist á við verkefni mín útfrá þessu sjónarhorni; glímunni við efnið. Nú þegar ég er orðinn óperustjóri, án tónlistarmenntunar, þá er ég mjög feginn því að hafa aðra listmenntun að baki og listræna reynslu á öðru sviði. Ég hef ekki hugsað mér að reyna að leika neinn kunnáttumann á sviði tónlistar, en ég hef skoðanir og reyni að notfæra mér áhuga minn á tónlist og þá almennu þekk- ingu sem ég hef aflað mér á því sviði.“ begga@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.