Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 35 Heimsferðir bjóða nú nokkur viðbótarsæti til Barcelona þann 20. júní og viðbótargistingu á okkar vinsælasta hóteli, Atlantis, sem er rétt við Ramblas, hina frægu göngugötu borgarinnar. Gott 3ja stjörnu hótel í hjarta Barcelona. Öll herbergi með baði, sjónvarpi, síma og minibar. Frábær staðsetning fyrir þá sem vilja einfalda gistingu í hjarta Barcelona.Verð kr. 49.930 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, flug, gisting, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is 11 viðbótarsæti Vika í Barcelona 20. júní frá kr. 49.930 „DAGUR vitfirringarinnar er liðinn – allt endar vel“, svo vitnað sé til lokaorða óperunnar Brúð- kaup Fígarós. Keith Reed, Ásta Schram og þeirra kraftmikli flokk- ur hafa séð fyrir endann á mjög svo stífu æfinga- og uppsetning- artímabili sem staðið hefur í tvær vikur! Kraftaverkið varð síðan að veruleika. Það má segja að vinnu- lag Óperustúdíós Austurlands sé í anda óperunnar – dálítíð brjálæð- islegt. Því söngvararnir smíða, mála, elda og taka yfirleitt þátt í öllu er lýtur að uppfærslunni. Hljómsveitar- og leikstjórinn veð- ur beint úr sviðvinnu yfir í hljóm- sveitarstjórn án þess að taka sér svo mikið sem einnar mínútu hlé. Tíminn er naumur og að mörgu þarf að huga. En enn einu sinni vinnur Óperustúdíó Austurlands sigur á sviði söng- og óperuflutn- ings. Óperan er byggð á leikriti Beaumarchais, Brúðkaup Fígarós eða dagurinn þegar allt varð vit- laust, sem er annað í röð þriggja gamanleikja.Hið fyrsta er Rakar- inn frá Sevilla, sem Rossini gerði ódauðlegt með samnefndri óperu og Óperustúdíóið flutti í fyrrasum- ar. Enginn hefur samið óperu við þriðja leikritið svo vitað sé og kannski kominn tími til. Þegar leikrit Beaumarchais var frumflutt árið 1784, olli það miklu fjaðrafoki og deilum víða um Evrópu. Leik- ritið er ádeila á aðalinn og fékk því góðan hljómgrunn hjá forvígis- mönnum frönsku byltingarinnar, sem síðar varð. Í Austurríki var flutningur á leikritinu bannaður en Mozart fékk þó leyfi keisarans til að semja við það óperu gegn því að fella niður beittustu broddana. Ekki er ólíklegt að grallarinn Mozart hafi skemmt sér við að hæða aðalinn í óperu sinni. Hann hefur vafalítið séð ýmislegt og heyrt þegar hann þeyttist um Evr- ópu og skemmti aðlinum frá unga aldri. Óperan Brúðkaup Fígarós var frumflutt 1. maí árið 1786 í Borg- arleikhúsinu í Vínarborg og hlaut vægast sagt frábærar viðtökur. Brúðkaup Fígarós er án efa ein vinsælasta ópera óperuheimins og svo vinsæl, að talið er að hún sé sýnd á nokkrum stöðum samtímis í heiminum allan ársins hring. Keith Reed fékk tvo af bestu söngvurum landsins til liðs við sig í þessa uppfærslu. Þau Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Ólaf Kjartan Sigurðsson, sem fara með ein stærstu hlutverkóperunnar, hlut- verk Súsönnu og Fígarós og fóru þau bókstaflega á kostum! Ærsla- fullur leikur þeirra og frábær söngur heilluðu alla í salnum. Sig- rún söng aríuna „Deh vieni non tardar“ svo unaðslega að undirrit- uð fékk gæsahúð. Hlutverk Sús- önnu er dálítið sérstakt fyrir þær sakir, að í raun syngur hún bara eina aríu en er nánast á sviðinu allan tímann og þarf vart að taka það fram að Diddú heillaði óp- erugesti með hrífandi útgeislun sinni og fallegum söng. Ólafur Kjartan hefur enn og aftur sannað með frábærum leik sínum og söng að hann er meðal fremstu söngv- ara landsins. Hann túlkaði aríurnar „Non piu andrai“ og „Aprite un póquegli occhi“ óaðfinnanlega. Með hlut- verk Rosinu greifynju og Lindoro greifa fara söngvarar sem und- irrituð hefur hvorki heyrt né séð áður, þau Kristín Ragnhildur Sig- urðardóttir og Ágúst Ólafsson, sem hér eru að stíga sín fyrstu skref í stórum hlutverkum óp- erusviði á Íslandi. Það er hreint með ólíkindum hvað við Íslend- ingar eigum marga góða söngvara. Kristín Ragnhildur skilaði hlut- verki sínu af miklum þokka og söng einar fegurstu aríur óperu- bókmenntanna, „Porgi amor“ og „Dove sono“ af öryggi. Röddin er vel mótuð, hefur ákaflega fallegt „víbrató“ og kom hún dapurleika greifynjunnar vel til skila. Kristín hefur alla burði til þess að skipa sér í hóp okkar fremstu drama- tísku sóprana. Ágúst Ólafsson, sem hefur verið við nám í Finn- landi að undanförnu, kom sá og sigraði. Rödd hans er ótrúlega jöfn, frá dýpsta tóni til þess hæsta. Auk þess túlkaði hann hlutverk sitt óaðfinnanlega þrátt fyrir ung- an aldur. Ágúst kom öllum geð- brigðum greifans mjög vel til skila: karlmannlegri slægð, virðuleika og auðmýkingu. Atgerfi hans allt og náttúrulega falleg rödd, sem hefur fengið góða skólun, á örugglega eftir að fleyta honum langt í fram- tíðinni. Mislangt komnir nemendur Keiths fóru með önnur hlutverk óperunnar. Undirrituð hefur átt þess kost að fylgjast með nokkrum þeirra frá því er Töfraflautan var sett á svið fyrir þremur árum. Það er ótrúlegt hvað þau hafa þroskast og blómstrað á þeim tíma. Í þeim hópi eru Bjarni Þór Sigurðsson og Suncana Slamning. Hinn fyrrnefndi fór á kostum í hlutverki tónlistarkennarans Don Basilios. Suncana, í hlutverki Marcellinu, sýndi og sannaði að hér er ört vaxandi söngnemi á ferð. Julia Wramling söng hlut- verk vandræðagemilsins Cherob- inos. Hún hefur einungis lokið 4. stigi í söng, skilaði hlutverki sínu af stakri prýði og bætti upp reynsluleysi sitt í söng með ákaf- lega skemmtilegum leik. Erla Dóra Vogler fór með lítið og sætt hlutverk Barbarinu, sem hún túlk- aði af einlægni og með fallegum söng. Pétur Örn Þórarinsson var í hlutverkum Dr. Bartolos og Ant- onios og mátti glöggt heyra að hér er efni í góðan bassasöngvara. Hann átti góða spretti sérstaklega í hröðu köflunum, sem ungar og dökkar raddir eiga oft í erfiðleik- um með. Vígþór Sjafnar Zophaní- usarson fór frábærlega með lítið hlutverk Don Curizos. Hann hefur lokið þriðja stigi í söng og miðað við frammistöðu hans má ætla að hann eigi góða framtíð fyrir sér sem tenórsöngvari, bæði hvað varðar leik og söng. Auk þess voru mörg samsöngs- atriðin ákaflega vel flutt, má nefna dúetta Fígarós og Súsönnu, tríó Súsönnu, greifans og greifynjunn- ar undir lok annars þáttar, bré- fadúett Súönnu og greifynjunnar og kvartett Súönnu, Fígarós, greif- ynjunnar og greifans. Hvílík tón- list! Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn söngvaranna var sýningin í heild sinni ótrúlega góð og má skrifa það á frábæra leikstjórn Keiths Reeds, sem var mjög markviss þannig að allar innkomur og hreyf- ingar voru algjörlega fumlausar og lausar við vandræðagang. Hljómsveitin er skipuð ungum hljóðfæraleikurum með einn af okkar efnilegustu fiðluleikurum, Ara Þór Vilhjálmsson, hér í hlut- verki konsertmeistara, og spilaði oft á tíðum af ótrúlega miklu ör- yggi. Leikmynd og lýsing var mjög einföld, en ákaflega smekkleg og hentaði húsnæðinu vel. Búið var að snúa sviðinu við og koma gryfju haganlega fyrir undir sviðinu. Ég sé í hendi mér að þetta er sýning sem væri auðveldlega hægt að ferðast með um landið og gefa fleiri landsmönnum tækifæri til þess að sjá það frábæra framtak sem hér er á ferð. Það hlýtur að vera ómetanleg reynsla fyrir söngnemendur og unga tónlistarmenn að fá að vinna með okkar allra bestu söngvurum og að syngja í jafn viðamikilli upp- færslu og þessari undir styrkri stjórn kraftaverkamannsins Keiths Reeds. Ég tek undir með Ólafi Kjartani, sem sagði í viðtali nú á dögunum „Þetta er kraftaverk“ !!! Lýkur hér með fyrra þætti gagn- rýninnar, því í gær, var önnur frumsýning óperunnar á Eiðum. Þar spreyttu aðrir söngvarar sig. Er þetta gert til þess að sem flest- ir geti þroskað sig og þjálfað í óp- erusöng. Ærslafullur leikur og frábær söngur TÓNLIST Ó p e r u s t ú d í ó A u s t u r - l a n d s a ð E i ð u m Eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperutexti eftir Lorenzo da Ponte. Flytjendur: Sigrún Hjálmtýsdóttir, Ólafur Kjartan Sigurðarson, Krist- ín Ragnhildur Sigurðardóttir, Ágúst Ólafsson, Júlía Wramling, Suncana Slamning, Bjarni Þór Sig- urðsson, Pétur Örn Þórarinsson, Erla Dóra Vogler og Vígþór Sjafn- ar Zophaníasson ásamt hljómsveit og kammerkór Austurlands. Hljóm- sveitar- og leikstjóri: Keith Reed. Aðstoðarleik- og sýningarstjóri. Ásta Bryndís Schram. Leikmynd: Unnur Sveinsdóttir. Búningar: Kristrún Jónsdóttir. Lýsing: Muff Worden. Konsertmeistari: Ari Þór Vilhjálmsson. Bjartar nætur í júní. Sunnudagur 10. júní. BRÚÐKAUP FÍGARÓS Ljósmynd/ÓSA „Þau Sigrún Hjálmtýsdóttir, Súsanna, og Ólafur Kjartan Sigurðarson, Fígaró, fóru bókstaflega á kostum,“ segir m.a. í umsögninni. Ingveldur G. Ólafsdótt ir UNDANFARNA daga hefur staðið yfir í Tónlistarskóla Ísafjarðar nám- skeið fyrir sellóleikara á Ísafirði undir leiðsögn sellóleikarans Erlings Blöndal Bengtsson. Námskeiðið er í „master-class“ formi, og meðal þátt- takenda eru nýútskrifaðir sellóleik- arar og þaulreyndir spilarar, en flestir eru langt komnir sellónem- endur, sumir ungir að árum. Loka- tónleikarnir verða í Hömrum í kvöld, þriðjudagskvöld kl. 20:30. Þar koma fram þau Catherine Stankiewicz, Gréta Rún Snorradóttir, Guðný Jón- asdóttir, Gyða Valtýsdóttir, Júlía Mogensen, Margrét Árnadóttir, Nic- ole Cariglia, Sigurður Halldórsson og Tóri R. Jacobsen. Meðleikarar á píanó eru Dagný Arnalds og Val- gerður Andrésdóttir. Flutt verða verk, sem æfð hafa verið á námskeið- inu m.a. eftir Bach, Beethoven, Boccherini, Brahms, Prokofieff og Shostakovich. Í tengslum við Sellódaga sýndi Möguleikhúsið leikritið Völuspá en í því er sellóið í öðru aðalhlutverkinu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Lokatónleikar á sellódögum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Erling Blöndal Bengtsson leiðbeinir á Ísafirði. Í STÖÐLAKOTI, Bókhlöðustíg 6, stendur nú stendur yfir sýning Kristínar Schmidhauser Jónsdóttur á útsaumsverkum. Á efri hæðinni sýnir Kristín útsaumsverk móður sinnar, Þórunnar Þorvarðardóttur sem nú er 91 árs. Kristín hefur haldið einkasýn- ingar og tekið þátt í samsýningum hér heima og í Sviss, þar sem hún var við nám og störf á árunum 1988- 1996. Verkin eru unnin á árunum 1995-2001.Sýningin er opin daglega frá kl. 14-18 og lýkur 24. júní. Þráðurinn langi í Stöðlakoti Morgunblaðið/Sverrir Í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20, er á dagskrá Pólýfóníuhátíðar Nýlistasafnsins: Rod Summers – Separating Silences: gjörning- ur/fyrirlestur um sögu hljóðsins frá stóra hvellinum til tungutaks tölvunnar. Magnús Blöndal Jó- hannsson – Hieroglyphics. Pólýfónía í kvöld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.