Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 37 LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík,Sinfóníuhljómsveit Ís-lands, Þjóðleikhúsið ogÍslenska óperan hafa í vetur unnið að því að menningar- stofnanirnar fjórar setji upp óperu Richards Wagners, Hollendinginn fljúgandi, á Listahátíð næsta vor. Unnið að hugmyndinni í allan vetur Að sögn Þórunnar Sigurðardótt- ur, listræns stjórnanda Listahátíð- ar, hafa forsvarsmenn stofnananna fjögurra hist oft í vetur til að þróa áfram hugmyndir um samstarf þeirra, með það að markmiði að setja upp óperu á Listahátíð. Nið- urstaðan varð sú, að þessi ópera Wagners var valin. Sinfóníuhljóm- sveit Íslands, Óperukórinn og hóp- ur íslenskra óperusöngvara tekur þátt í flutningnum, sem verður í Þjóðleikhúsinu. Stefán Baldursson, Þjóðleikhús- stjóri, segir að iðulega hafi verið rætt um að hafa skynsamlegt sam- starf milli þessara aðila, vegna þess hve gríðarlega kostnaðarsamt það er að koma upp óperusýningu. Fyr- ir Þjóðleikhúsið sé ráðning hljóm- sveitar, kórs og söngvara beinn aukakostnaður, þar sem þessir listamenn séu ekki á föstum samn- ingum við Þjóðleikhúsið. Samstarf af þessu tagi hafi þó verið prófað áður, á listahátíð 1994 með sýningu á styttri útgáfu Niflungahringsins eftir Wagner. Hollendingurinn fljúgandi verði hins vegar fyrsta ópera Wagners sem flutt verður á Íslandi í heild sinni. „Hér eru allir að leggja sitt af mörkum, hvert okkar tekur ábyrgð á sínum hlut í uppfærslunni, og þannig getum við þetta,“ segir Stefán Baldursson. Tannhäuser til umræðu fyrir árið 2000 Þröstur Ólafsson framkvæmda- stjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands segir að málið hafi farið að hreyfast þegar forsvarsmenn Wagner- félagsins á Íslandi komu að máli við Sinfóníuhljómsveitina og Þjóðleik- húsið á sínum tíma með þá hug- mynd, að reynt yrði að flytja óp- eruna Tannhäuser eftir Wagner á árinu 2000. „Við skoðuðum málið þá, og sáum að uppsetningunni fylgdi mikill kostnaður og tíminn var orðinn of naumur og því var þá slegið á frest að glíma við Wagner.“ Kostnaði við uppfærsluna á Hol- lendingnum fljúgandi verður skipt milli stofnananna fjögurra og hver þeirra sér um þann hluta uppfærsl- unnar sem að henni snýr; Sinfón- íuhljómsveitin ræður hljómsveitar- stjóra; Þjóðleikhúsið leikstjóra, Óperan söngvara, en allt lýtur þetta einni stjórn. „Hver og einn heldur utan um það sem hann kann best,“ segir Þröstur Ólafsson. Sæfarendur og draugar Sem fyrr segir var Niflunga- hringurinn sýndur hér í styttri út- gáfu og óperan Tannhäuser flutt í konsertuppfærslu. En valið á Hol- lendingnum flúgandi var ekki erf- itt. „Það var margt sem leiddi til þeirrar niðurstöðu, að við völdum þetta verk,“ segir Þröstur Ólafs- son. „Þetta er til dæmis mjög að- gengileg ópera miðað við aðrar óp- erur Wagners.“ Stefán Baldursson tekur fram að efnislega sé óperan líka skemmtilega forvitnileg, því hún tengist bæði sjómennsku og draugatrú sem við þekkjum vel hér. „Þetta er kannski eina ópera tónbókmenntanna sem gæti gerst á Íslandi,“ segir Þórunn, „...og hún er viðráðanleg; ekki mjög mann- mörg og þarf ekkert yfirgengileg- an sviðsbúnað. Við tókum okkur þó góðan tíma í að skoða hvað hentar hér út frá stærð óperunnar, hvern- ig hljómsveitinni yrði komið fyrir í gryfjunni í Þjóðleikhúsinu, og hvað hentar fyrir sviðið.“ Samstarfið mikilvægt fyrir framtíðina Að sögn Þórunnar átti Listahá- tíð frumkvæðið að þessu samstarfi nú. „Það er mjög gaman fyrir Listahátíð að þetta skyldi hafa tek- ist núna, því frumsýning óperunn- ar verður á opnunarkvöldi hátíðar- innar 11. maí 2002. Það er líka gaman að geta teflt fram svona stórum viðburði þar sem þessar stofnanir koma saman. Þetta er ár- íðandi fyrir framtíðina, þegar menn fara að sjá fyrir sér Tónlist- arhús og framtíð listflutnings af þessu tagi á Íslandi, að þessar stofnanir skuli geta unnið saman og reynt að gera þetta eins vel og hægt er við bestu mögulegu að- stæður.“ Þröstur Ólafsson segir það nán- ast fastmælum bundið að hljóm- sveitarstjóri sýningarinnar verði Þjóðverjinn Gregor Bühl, sem hef- ur starfað mikið með óperunni í Hannover og í Staatsoper í Ham- borg, en einnig stjórnað víða ann- ars staðar. Bühl hefur stjórnað mörgum Wagneróperum, en stjórnar þó öðrum óperum einnig. Hann hefur fengið sérstakt lof gagnrýnenda fyrir stjórn á óperum Wagners og Richards Strauss, einkum þó fyrir flutning á Nifl- ungahringnum í heild sinni í Þýskalandi í fyrra. Fjölmenntaður leikstjóri sem skapar sterkar sýningar Leikstjóri sýningarinnar verður, að sögn Stefáns Baldurssonar, Þjóðverjinn Saskia Kuhlmann. Hún hefur sett upp um 40 óperu- sýningar og starfar mikið við Þýsku óperuna í Berlín. Hún hefur víðtækan bakgrunn í tónlist og er bæði söngvari og flautuleikari. Kennari hennar á flautu var James Galway. Hún lagði líka stund á leik- list og leikstjórn og hóf feril sinn sem aðstoðarleikstjóri við Þýsku óperuna í Berlín. Hún hefur leik- stýrt uppfærslum með heims- þekktum söngvurum á borð við Vesselinu Kasarovu, Roberto Alagna, Matta Salminen, Hildeg- ard Behrens, René Kollo og Fran- cesco Araiza og stjórnendum á borð við Bernard Haitink, Ricc- ardo Muti og Rafael Frühbeck de Burgos. „Það sem við höfum séð eftir Saskiu Kuhlmann, þó mest sé á myndböndum, lofar afskaplega góðu. Hún skapar sterkar og mjög fallegar sýningar.“ Verið er að vinna að því að ráða aðra þá sem þátt taka í sýningunni, en engin nöfn eru þar komin á blað. Hvað söngvarana varðar er held- ur ekki hægt að nefna nöfn ennþá, þótt vissulega hafi forsvarsmenn- irnir fjórir sínar hugmyndir um óskasöngvara. Efnt verður til prufusöngs í haust, þar sem söngv- urum verður gefinn kostur á að reyna sig við Wagner fyrir hlut- verk í óperunni, en hugsanlegt er að útlendingur verði valinn í hlut- verk Hollendingsins. Búist við miklum áhuga Sýningar á Hollendingnum fljúgandi verða aðeins sjö til átta. Ljóst er að Wagneraðdáendur um allan heim verða spenntir fyrir sýningunni, enda er það nokkur hópur þeirra sem sleppir ekki ótil- neyddur nýjum uppfærslum á verkum meistarans. Listahátíð í Reykjavík nýtur alþjóðlegrar at- hygli og telja má víst að slagur verði um miða á sýninguna. Þórunn segir að eftir flutninginn á verki Jóns Leifs, Baldri, á síðustu Listahátíð sé hátíðin komin á kort- ið hjá þeim sem þekkja tengslin milli verks Jóns Leifs og Wagners. „Við munum byrja að kynna sýn- inguna strax í haust, það þarf að gerast svo snemma til að fólk geti gert ráðstafanir með hótelpantanir og slíkt. Það komu um þrjátíu er- lendir tónlistar- og dansgagnrýn- endur gagngert til að fjalla um sýn- inguna á Baldri, og þeir munu fylgjast mjög vel með þessu.“ Þau Þröstur og Þórunn hafa ekki áhyggjur af áhugaleysi íslenskra tónlistarunnenda og búast við því að miðar seljist vel. „Ef það gerist, knýr það bara á um að þetta verði gert einhvern tíma aftur. Eftir- spurnin skapar áframhaldið,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, „það þarf bara í framtíðinni að vera til stærra hús.“ Hollendingur- inn fljúgandi á Listahátíð 2002 Fjórar af stærstu listastofnunum þjóð- arinnar hafa sameinast um uppfærslu á óp- erunni Hollendingnum fljúgandi eftir Rich- ard Wagner á Listahátíð næsta vor. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við forsvars- menn stofnananna um þetta mikla fyrirtæki. Stefán Baldursson Þröstur Ólafsson Þórunn Sigurðardóttir þó um það ðs fóðurs altali. Það un á aukna ð ná þessu arðvinnslu ning mun rnskurður það á fjár- ta gerast slaug og kilvægar yjafjöllum nrækt frá byggð upp kt. Ólafur rvaldseyri, um á ráð- ann í sam- nbogason, lutning á a að þessi u máli og enn héldu sáðkorni ki kostnað- hafi kennt nýta jörð- tum hætti. t þurfa all- að þarf að plægingin n en oft er m ef korn- æktin er durræktun ð vera með inu og síð- grasi. Með gist mjög rum hefur ndurvinna kornrækt- - og jarð- rið haldin að skapast g.“ ur á korni ynbætur á búa til yrki , hafa nú m að var nastofnun verður að samstarfi hefur. Það sem tæki- um við að þeim að- “ natans að 0 tilraunir yrkjum á ýmsum stöðum á landinu „Í ljós hef- ur komið að byggyrkin raðast mjög misjafnt eftir landshlutum og jarð- vegi. Sexraðabygg reynist vel fyrir norðan en er handónýtt syðra svo að dæmi sé tekið.“ Mikill stuðningur við kornframleiðendur í ESB Erna Bjarnadóttir, hjá Bænda- samtökum Íslands, sagði að bændur sem stunda kornrækt í nágranna- löndum okkar nytu margvíslegs fjár- hagslegs stuðnings. OECD vinnur árlega yfirlit um stuðning við landbúnað í aðildar- löndunum og þróun hans. Lagt er mat á stuðning við helstu búgreinar (korn og búfjárafurðir). Stuðningur við kornrækt er að meðaltali lítið eitt meiri en heildarstuðningur við land- búnað í OECD-löndunum. Bændur í Noregi fá t.d. greiðslur á flatarein- ingu. Landinu er skipt upp í svæði og eru þau sjö alls og er stuðningur á flatareiningu mismunandi eftir svæðum. Jafnframt skiptir heildar- stærð kornakra máli þannig að framleiðendur með 40 ha af kornökr- um eða minna fá meiri stuðning á hektara en þeir sem eru meira land í ræktun. Stuðningur á hektara er frá 26–40 þús. krónur íslenskar. Í Nor- egi er einnig árlega ákvarðað opinbert lág- marksverð á korni. Kornrækt í Evrópu- sambandinu nýtur einn- ig marvíslegs stuðnings sem er hluti af sameig- inlegri landbúnaðarstefnu ESB. Í fyrsta lagi er um að ræða stuðning í gegnum markaðsverð. Í öðru lagi er ákveðið lágmarksverð á korni. Þar sem kornverð innan ESB er yfirleitt hærra en heimsmarkaðsverð geta kornsöluaðilar sótt um útflutnings- bætur til að vera samkeppnisfærir á heimsmarkaði. Síðan 1993 hefur ESB einnig greitt beinar greiðslur pr. hektara til kornbænda. Óskar Kristjánsson, bóndi í Grænuhlíð í Eyjafirði, lýsti reynslu sinni af kornrækt á ráðstefnunni. Hann hóf kornrækt 1975, en hann sagði að menn hefðu þá ráðlegt sér frá því að reyna þetta. Honum hefði þó verið sagt að best væri að rækta fóðurrófu. „Ég keypti fræ, fór heim, sáði, var glaður og ánægður fram á haust. Þá kom sjokkið, það hafði ekkert sprottið, það litla sem kom var mikið maðkétið eða ónýtt.“ Óskar reyndi aftur ári síðar eftir að hafa fengið ráðleggingu um að sá næpu með. Allt hefði þó farið á sömu lund. Þá hefði hann hætt að hugsa um þetta. Óskar sagðist hafa ákveðið að gera tilraunir með kornrækt að nýju 1989. Uppskeran hefði orðið ágæt, en hins vegar hafði hann ekki átt neina þreskivél. Hann hefði hins vegar ekki gefist upp og keypt gamla ógangfæra vél, sem hann hefði á endanum komið í gang. „Fyrsta árið fengum við 64 tunnur af byggi, síðan hefur þetta vaxið ár frá ári. Í vor var sáð í 55 hektara. Vorið 2000 sáðum við í 42 hektara. Uppskeran af því varð 160 tonn, þó fauk mikið,“ sagði Óskar. Góð reynsla af kornrækt Einn þeirra sem staðið hefur framarlega í kornrækt í Skagafirði er Sigurður Baldursson, bóndi á Páfastöðum. Á síðastliðnu sumri sáði hann í 10 hektara og var uppskeran u.þ.b. 50 tonn eða um 5 tonn á hekt- ara. Sigurður sagðist nýta allt kornið til fóðurs, en hann rekur kúabú. Hann sagðist að vísu þurfa að kaupa fiskimjöl til íblöndunar við byggið til þess að fá samskonar kjarnfóður, en hins vegar væri hann að flytja framleiðsluna og blönd- unina heim. Hann kvaðst telja að sparnaður þegar upp væri staðið hefði verið á milli 400–500 þúsund á Páfastaðabúinu í fyrra þegar dæmið hefði að fullu verið gert upp. Sigurður sagði að Vallhólmasvæð- ið og svæðið fram að Vindheimum í Skagafirði virtist vera eitthvert öruggasta og jafnbesta svæðið til byggræktar á landinu, og ljóst að þar væri vel hægt að rækta bygg á um þúsund hekturum. Áhugavert væri að auka þessa ræktun ekki síst í ljósi þess að fóðrið væri ódýrara en innflutt fóð- ur, sem þó væri niður- greitt til útflutnings í framleiðslulöndunum. Sigurður benti á að við kornrækt á Íslandi væru engin lyf notuð, ekkert skor- dýraeitur og engin vaxtarhormón eins og víða væri gert erlendis. Sigurður sagði að það væri skemmtilegt að vera þátttakandi í þróun nýrrar búgreinar sem virtist ætla að ná öruggri fótfestu hér á landi. Hann benti jafnframt á að kornrækt nyti engra styrkja og utan það að hver bóndi sem ræktar korn á meira en tveimur hekturum fengi 30 þúsund í eingreiðslu á ári, sem sýndi sýndi vel hagkvæmni greinarinnar. Morgunblaðið/Björn Björnsson Sigurður Baldursson bóndi valsar kornið í kvöldgjöf kúnna. r- a Ná þarf góðri nýtingu á þreski- vél og þurrk- unarbúnaði  !"#!!$!"%"&'(                            "#
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.