Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÖLMIÐLAR hafa skýrt frá því að þýskur banki hafi komist að þeirri nið- urstöðu í rekstrarmati að rekstur fyrihugaðs álvers á Reyðarfirði verði vel arðbær. Það vekur athygli að hægt er að gera rekstrar- mat á því álveri, þeg- ar ekki hefur enn ver- ið samið um verð orkunnar til þess. Það skyldi þá vera að búið sé að ákveða það? Sbr. orð stjórnarfor- manns Norðuráls um mögulega verðhækkun, verði samningsverð orkunnar ekki nógu hátt, m.ö.o. tapi Landsvirkjun á því, vísbending um að enn er verið að falbjóða íslenska náttúru í formi raforku á lægsta orkuverði á vest- urlöndum, langt undir kostnaðar- verði. Forstjóri Landsvirkjunar sem hefur verið farsæll í störfum, ætti að virkja samningalipurð sína og rökvísi og nýta orku sína til þess að ná fram verðhækkun á þeirri orku sem nú er seld til stóriðj- unnar t.d. 4-6 millj. á kw/st., á næstu 6-8 árum, það ætti hinum hreinskiptna fyrrv. fjármálaráðh. að takast miðað við afkomu álver- anna og framtíðarsýn eigenda þeirra. Lágt orkuverð á drýgsta þáttinn í traustri stöðu þeirra ágætu fyrirtækja. Þetta væri verð- ugt verkefni forstj. LV., á meðan hann eins og aðrir landsmenn, bíður eftir orkunýtingarskýrslu Orkustofnunar. Hækkun yrði þjóðinni hrein tekjuaukning. Vegna hagkvæmni Þjórsárvirkjana er hið lága orkuverð til ál- veranna Landsvirkjun bærilegra en svipað verð frá Kárahnjúka- virkjun yrði nokkurn tíma. Sú virkjun yrði alltaf baggi á Lands- virkjun og þjóðinni. Til þess að fara nærri um það, nægir að skoða meðalverð áls s.l. 25 ár sem gefur vísbendingu um verð þess í framtíðinni, 60 til 80 aura þyrfti að borga með hverri kw/st frá þeirri virkjun. Álverð fer ekki eftir áróðurs- gaspri virkjunar- og álverssinna um milljarða veltu og útflutnings- verðmæti en þeir gera aldrei neina grein fyrir því, hvort tekjurnar af þeirri umsýslu duga fyrir kostnaði við tilurð þeirra ,,milljarða“ allra. Með Kárahnjúkavirkjun og allri þeirri röskun náttúrunnar sem henni fylgir t.d. breytingum á far- vegi og rennsli jökulánna, er hægt að segja með fullum rökum að ís- lensk náttúra og náttúruöfl séu sett í nauðungarvinnu fyrir erlenda auðhringa. Þær framkvæmdir ef af verður yrðu grófasta dæmið um siðleysi í umgengni við íslenska náttúru. Það álver sem áætlað er að byggja á Reyðarfirði og mun selja framleiðslu sína til iðnaðarfyrir- tækja í Vestur-Evrópu skv. upplýs- ingum talsmanns Norsk Hydro en yrði ekki byggt, veldur ekki verð- lækkun áls, það vita þeir vel, eig- endur Ísals og Norðuráls, lækki ál- verð lækkar verð orkunnar frá Landsvirkjun til álveranna. Fyrir nokkrum árum urðu miklir erfiðleikar í álframleiðslu, birgðir hlóðust upp og verð lækkaði, ál- verksmiðjum var lokað og aðrar drógu úr framleiðslu sinni, urðu þá nokkrar umræður hér um að svo gæti farið að álverksmiðjunni í Straumsvík yrði lokað. Morgunblaðið birti fyrir nokkr- um misserum í ágætri ritstjórn- argrein, yfirlit yfir þá möguleika og aðstöðu sem nokkrar traustar álverksmiðjur hafa til framleiðslu- aukningar ef þeim sýnist svo, vegna aukinnar eftirspurnar eða hækkandi álverðs. Væntanlega er það ekki ætlun kínverskra stjórnarvalda, sem eðli- legt er, að öll orkan frá stærsta vatnsorkuveri heims fari í ,,inn- stungurnar“ á kínverskum heim- ilum. Hverjir eru helstu keppinautar Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga og ráða lágu verði járnblendis og um leið verði ork- unnar til hennar? Hverjir eru aðal- eigendur hennar? Hverjir hafa leit- að hófanna um kaup á Norðuráli? Bygging orkuvers við Kára- hnjúkavirkjun, fyrir hátt á annað hundrað milljarða auk milljarða skemmda náttúruverðmæta til ork- framleiðslu fyrir álver er mikil áhættuframkvæmd, reikninginn fyrir þær framkvæmdir ættu al- mennir kaupendur orku frá Lands- virkjun og íslenskir skattgreiðend- ur að neita algjörlega að borga. Eigendur lífeyrissjóðanna ráða því auðvitað sjálfir, hvort þeir vilja fjárfesta í hinu fyrirhugaða álveri, eða er ekki svo? Verði fyrirhugaðir samningar um virkjanir og álver á Austur- landi að veruleika, mun Gamli sátt- máli hljóma eins og hugljúft ást- arbréf, samanborið við þá. Þeir Íslendingar sem stóðu að gerð og samþykkt Gamla sáttmála eiga sér málsbætur en þeir sem nú ætla að gera ,,afturgöngu hans“ eiga sér engar, fyrir þeim samningum eru engin fullnægjandi rök eða nauð- syn. Þeir sem nú í norskri valda- gildru ólmir vilja spranga, í allra vætta og þjóðaróvild lengi munu ganga. Að verða af misvitrum (eða mis- heimskum?) og skammsýnum ,,stjórnmálamönnum“, gert að norskri orkunýlendu, bíða þau grimmu og illu örlög Íslands? Á okkar fósturfold það skilið af son- um sínum og dætrum? Kæru landar, stöndum vörð um þann arf sem við fengum frá for- feðrum okkar og mæðrum, full- veldi og sjálfstæði lands og þjóðar og þjóðardýrgripinn hálendi Ís- lands, ásamt öðrum náttúruauð- lindum og komum í veg fyrir mis- notkun þeirra. Látum ekki tælast af gróðaglapsýn og blekkingum fjórmenningaklíku framsóknarfl. sem veit ekki hvað hún er að gera þjóðinni og ætlar að notfæra sér yfirvofandi lægð í efnahagsmálum til þess að ná fram sínum óráð- sáætlunum um virkjanir og álver á Austurlandi og styrkja með því valdastöðu sína í hinu nýja kjör- dæmi. Förum að fordæmi Skalla- Gríms, höfnum öllum norskum gýligjöfum, hann vissi hvernig með þær gjafir skal fara. Enn eru með- al okkar þúsundir karla og kvenna sem muna vel stofnun Lýðveldisins Ísland, þann 17. júní 1944 og þá einlægu gleði og vorhug sem gagn- tók þjóðina. Verðum ekki sú aldamótakyn- slóð sem aftur leggur fjörráðs- fjötra á land og þjóð. Þann 9. ágúst nk. eru hundrað og fimmtíu ár síðan Jón Sigurðs- son forseti mælti á Þjóðfundinum 1851 eina frægustu setningu ís- lenskra stjórnmála og aðrir fund- armenn tóku undir og sögðu einum rómi ,,Vér mótmælum allir“. Gerum þau orð þjóðfundar- manna að okkar og mótmælum öll hinum fyrirhuguðu fjörráðsfram- kvæmdum á Austurlandi. Íslenska þjóðin getur ennþá átt síðasta orðið um alla lagasetningu vegna þeirra. Orkunýlenda? Hafsteinn Hjaltason Kárahnjúkar Förum að fordæmi Skalla-Gríms, segir Hafsteinn Hjaltason, og höfnum öllum norskum gýligjöfum. Höfundur er vélfræðingur. FÁNINN okkar fagri og táknræni ætti að vera okkur stolt og efni til þakklætis og hvatningar. Hann getur sannarlega minnt okk- ur á landið okkar fagra og þær andstæður sem við búum við í stórbrot- inni náttúru. Blái litur- inn minnir á bláma fjallanna og vötnin fögru. Rauði liturinn minnir okkur á eld og sá hvíti á ís. Magnaðar andstæður í einstæðu sköpunarverki sem við búum við í náttúru okk- ar stórbrotna og kæra lands, Íslands. Tákn um líf og frelsi Íslenski fáninn getur einnig minnt okkur á lífið sjálft. Gildi þess og feg- urð. Hann er fagurblár, eins og him- inninn á fögrum sumardegi. Rauði krossinn minnir okkur á blóð frels- arans, sem hann úthellti á krossinum forðum til fyrirgefningar synda okk- ar. Okkur til eilífs réttlætis, frelsis og lífs. Rauði krossinn í fánanum okkar er svo umvafinn hvítum krossi sem get- ur minnt okkur á hreinleika Krists. Hann getur einnig minnt okkur á og verið tákn um heilagan anda Guðs sem minnir okkur á hver við erum og vill umvefja okkur kærleika Guðs og blessun. Hann vill vernda okkur und- ir sínum máttugu en mildu vængjum. Hjá honum megum við hæl- is leita og þangað er gott að flýja og þiggja krafta nýja. Krossinn sem er helsta táknið í Íslenska fánanum er í raun tákn um gamalt hryllilegt pyntingartól og aftöku- tæki. Mynd hans hefur nú breyst í sigurtákn lífsins. Krossinn er orð- inn að frelsistákni, sam- einingartákni kristinna manna um víða veröld. Hann er merki kærleik- ans, kærleika Guðs. Hann er merkið í fánanum okkar. Krossinn minnir okkur á að við erum dýru verði keypt. Hann minnir okkur á lífið sem okkur er gefið og fyrir- gefninguna, fyrirgefningu Guðs. Hann minnir á sigur lífsins. Lífsins sem heldur áfram, þrátt fyrir allt. Íslenski fáninn minnir okkur þann- ig á að við erum frjáls. Látum því ekki leggja á okkur ok ánauðar og helsis, afskræmingar, lyga og öfga sem lítils- virða frelsið og lífið og alla aðra dásamlega sköpun og gjafir Guðs. Stöndum vörð um frelsið. Frelsi með kærleiksríkum, föðurlegum aga er það sem við þurfum á að halda til að geta lifað eðlilegu lífi og dafnað með þeim hætti sem okkur ber. Til- einkum okkur frelsið og venjum okk- ur á að þakka fyrir það því að það er ekki sjálfgefið. Lifum frelsinu og honum sem veitti okkur það! Íslenski fáninn, tákn um frelsi Sigurbjörn Þorkelsson Flagg Krossinn, segir Sig- urbjörn Þorkelsson, er orðinn að frelsistákni. Höfundur er rithöfundur og fram- kvæmdastjóri Laugarneskirkju. ÁRANGURSLAUS byggðastefna nefndist grein sem Samfylking- arþingmaðurinn Svan- fríður Jónasdóttir rit- aði í DV nýlega, en þar er fjallað um skýrslu sem iðnaðarráðherra lagði fyrir Alþingi ný- lega um framkvæmd þingsályktunar um stefnu í byggðamálum 1999-2001. Fátt sér þingmaðurinn jákvætt í þeirri framkvæmd og almennt er grein Svan- fríðar nöldur og nei- kvæðni út í Byggða- stofnun og er það ekki óvenjulegt úr þeirri átt. Skýrsla þessi sýnir þó ótvírætt fram á að mjög margt jákvætt hefur gerst á þessu tímabili. Ég nefni hér nokkur dæmi um það. Atvinnumál – eignarhaldsfélög Í byggðaáætlun var lögð áhersla á að auka fjölbreytni atvinnulífs á landsbyggðinni, efla þróunarstofur og að koma á samvinnu einstakra stofnana, félaga og þróunarstofa sem vinna að byggða- og at- vinnuþróunarmálum. Þarna hefur heilmikið áunnist, m.a. hefur for- ræði í atvinnuráðgjöf verið fært til heimamanna og nú starfa öflug at- vinnuþróunarfélög í hverju kjör- dæmi með 3-4 starfsmenn. Veruleg- ur árangur hefur orðið af þessari starfsemi, en stuðningur við hana hefur verið eitt helsta verkefni Byggðastofnunar á tímabilinu. Þá hefur Byggðastofnun gert samstarfssamninga við Rannsókna- ráð Íslands, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins, Háskólann á Akureyri, Útflutningsráð, Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, Bændasam- tökin, Nýsköpunarsjóð, Þjóðminja- safnið, Háskóla Íslands, Hólaskóla og Listaháskóla Íslands. Eignar- haldsfélög hafa verið stofnuð í öllum landshlutum og á fjárlögum eru framlög til þeirra 300 millj. kr. á ári gegn sama framlagi heimamanna. Byggða- stofnun hefur úthlutað byggðakvóta til byggð- arlaga sem lent hafa í vanda vegna samdrátt- ar í sjávarútvegi, sem samkvæmt nýlegri út- tekt hefur skapað 60- 70 ársverk í þessum byggðarlögum. Menntun – þekking Þá var í byggðaáætl- un lögð áhersla á bætt skilyrði fólks sem sækja verður nám utan heimabyggðar, fjar- kennslu og símenntun. Einnig að menntun á háskólastigi verði tekin upp þar sem kostur er. Á þessum sviðum hefur mikið áunnist. Framlög til jöfnunar námskostnað- ar tvöfaldast á tímabilinu 1999-2001. Símenntunarmiðstöðvar og háskól- ar hafa með höndum umfangsmikla fjarkennslu, sem að miklu leyti fer fram um byggðabrúna sem Byggða- stofnun kom á fót. Byggðastofnun tekur þátt í þessum verkefnum og á fjárlögum 2001 eru fjárveitingar til að opna kennslustöðvar á Ísafirði og Egilsstöðum og Byggðarannsókna- stofnun hefur verið sett á stofn á Akureyri. Stofnaðar hafa verið sí- menntunarmiðstöðvar í öllum lands- hlutum og verulegu fé varið til starf- semi þeirra. Byggðastofnun hefur veitt verulegan fjárstuðning til fjar- kennslu Háskólans á Akureyri, sem býður upp á áfanga í hjúkrunarnámi á Egilsstöðum, Ísafirði og Reykja- nesbæ, í leikskólakennaranámi á Egilsstöðum, Hornafirði og Sauðár- króki, í rekstrarfræði í Reykja- nesbæ og í nútímafræði á Ísafirði. Reiknað er með að nemar geti lokið fullgildu háskólaprófi í sinni heima- byggð. Það er athyglisvert að 80- 90% útskrifaðra rekstrarfræðinga og hjúkrunarfræðinga frá Háskól- anum á Akureyri starfa á lands- byggðinni en 80-90% þeirra sem út- skrifast frá Háskóla Íslands starfa á höfuðborgarsvæðinu. Jöfnun lífskjara Lækkun kostnaðar við hitun íbúð- arhúsnæðis var meðal þess sem áhersla var lögð á í byggðaáætlun. Þar hefur náðst mikill árangur, nið- urgreiðsla til húshitunar hefur verið stóraukin, svo og framlög til hita- veitna á köldum svæðum og aðstoð við lagningu hitaveitna á svæðum sem búa við dýra rafhitun. Stóriðja Í byggðaáætlun er lögð áhersla á að nýjum stóriðjuverkefnum verði fundinn staður utan höfuðborgar- innar. Ekki hafa stjórnvöld legið á liði sínu á þessu sviði. Nýtt álver er risið á Grundartanga, sem nú stend- ur til að stækka, járnblendiverk- smiðjan var stækkuð og undirbún- ingur að byggingu álvers á Reyðarfirði er á lokastigi. Þar hefur stjórnarandstaðan reyndar þvælst fyrir málum, samanber hamagang- inn gegn Fljótsdalsvirkjun á Alþingi í fyrra. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig Svanfríður og félagar hennar taka á málum þegar þau áform, sem nú eru uppi, koma til kasta Alþingis. Þá reynir á áhuga Samfylkingarinnar á öflugri upp- byggingu atvinnulífs á landsbyggð- inni. Framkvæmd byggðaáætlunar Guðjón Guðmundsson Landsbyggðin Almennt er grein Svan- fríðar nöldur og nei- kvæðni út í Byggða- stofnun, segir Guðjón Guðmundsson, og er það ekki óvenju- legt úr þeirri átt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ert þú einmana? Ókeypis símaþjónusta 800 6464 Vinalínan opin á hverju kvöldi frá kl. 20 - 23. 100% TRÚNAÐUR Eingöngu sjálfboðaliðar sem svara í símann. Símaþjónusta fyrir fullorðið fólk (18 og eldra).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.