Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 45 Í GREIN Eiríks Bergmanns Einarsson- ar, ritstjóra Kreml.is, í Morgunblaðinu 6. júní um „Hryðjuverk Ís- raela“ koma fram gaml- ar og kunnuglegar mis- sagnir um sögulega atburði. Ég er eiginlega hættur að nenna að svara alltaf sömu vit- leysunni aftur og aftur, en þar sem hér stendur ekki steinn yfir steini, tel ég nauðsynlegt að leiðrétta í stuttu máli nokkrar missagnir, sem því miður koma fram í hverri einustu máls- grein greinarinnar. 1 málsgrein: Á síðari hluta 20. aldar voru engin múslimsk ríki undir stjórn Vestur-Evrópuríkja, nema kannski einhver smáríki í Vestur-Afríku. 2. málsgrein: Bretar gáfu Gyðing- um ekki neitt, heldur ákvað allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki á Umboðsstjórnarsvæði Breta í Palestínu. Áður höfðu Bretar gefið Emírnum Abdullah austurhluta Palestínu að launum fyrir hollustu sína. 3. málsgrein: Þegar Arthur Koest- ler sagði þetta, var hollusta hans við Moskvu. Þessi skoðun vandist af hon- um, eins og kommúnisminn. Síðan hvenær eru svo Sameinuðu þjóðirnar „ríki“? Palestínumenn hafa ekki „síð- an þá“ barist fyrir lýðréttindum sín- um og frelsi. Þeim bauðst sjálfstætt ríki 1948, stofnuðu reyndar vísi að ríki í Gasa 1948, en ákváðu síðan að fá allt landið eða ekkert og gengu til liðs við Trans-Jórdani. „Barátta“ Palestínu- manna hófst ekki fyrr en þó nokkru síðar og þá með hryðjuverkum og glæpastarfsemi.. 4. málsgrein: Hvaða morðsveitir ertu að tala um? Hverjir myrða börn, konur og gamalmenni? Þeir Palest- ínumenn sem falla eru yfirleitt þeir, sem ganga fram á vígvöllinn, en þeir Ísraelar sem falla eru sprengdir í loft upp, drepnir eða þeim misþyrmt til dauða. Það er stigsmunur á því að vera myrtur að yfirlögðu ráði eða falla í bardaga, þar sem Palestínu- menn fórna börnum sínum til al- heimssamúðar. 5. málsgrein: Grafa Palestínumenn ekki lík sín? Mér skilst það af frétta- myndum. Hvers konar málflutningur er þetta eiginlega? 6. málsgrein: Þessi klisja hefur fyr- ir löngu verið afsönnuð, en áróðurs- menn halda henni á lofti engu að síð- ur. Um 70% Palestínumanna nútímans eru afkomendur mús- limskra innflytjenda sem komu til landsins frá því um 1900 til 1948. Aðr- ir eru flestir afkomendur þeirra sem fluttust til landsins í kjölfar hinna sigrandi herja múslima á 7. öld. Þeir sem eiga sér lengri sögu í landinu eru aðeins lítill hluti Palestínumanna. 7. málsgrein: Þekk- ing Eiríks á sögu lands- ins virðist vera afar tak- mörkuð og bundin við klisjur sem birtast í ein- hliða áróðursritum. Pal- estína var ennfremur aldrei sjálfstætt stjórn- unarsvæði í ríkjum múslima, heldur hluti af Sýrlandi. Palestínu- menn hafa aldrei átt ríki í landinu, nema kannski í tvær vikur 1948. Síðasta ríki Gyðinga leið undir lok 135 e. Kr, og höfðu þeir sjálfstjórn yfir hlutum landsins lengi vel á eftir, þar til Rómverjar gengu á milli bols og höfuðs þeim á fjórðu öld. Íbúar landsins voru þá Grikkir, Gyðingar og Samverjar, sem nær dóu út í landinu skömmu síðar í samversku uppreisn- inni. Hver þeirra viltu, Eiríkur, að sé sú þjóð sem Palestínumenn eru komnir af? 8. málsgrein: Hinn skelfilegi for- sætisráðherra Sharon? En hvað kall- arðu þá Arafat? 9. málsgrein: Aftur: hvað kallarðu þá leiðtoga Palestínumanna, ef leið- togar Ísraela eru terroristar? Mega Ísraels-menn ekki einu sinni njóta sannmælis? Um Deir Yassin, þá hafa jafnvel Arabar dregið þessar sögur til baka í nýlegri rannsókn Bir Zeit há- skólans og í viðtölum við fjölmiðla. Talan 250 var tilbúin, eins og sannast hefur. Samkvæmt talningu Araba sjálfra féllu 116 manns í Deir Yassin. Af þeim voru margir hermenn, en einnig almennir borgarar sem töldu sig ekki þurfa að flýja bardagann og lenti í handsprengjuregni hinna stríð- andi fylkinga. Þessa sögu um Deir Yassin er búið að hrekja af Aröbum sjálfum, sem áttu þátt í því að koma henni af stað í því skyni að Arabaríki myndu aumka sig yfir trúbræður sína og gera innrás í Ísrael, eins og raunin varð. Ísraelar nýttu sér þennan at- burð líka til að hræða Araba á braut. Báðir aðilar náðu fram markmiðum sínum. En Eiríkur Bergmann Ein- arsson veit greinilega ekkert annað um málið en það, sem birst hefur í einhliða áróðursritum. Hvert er markmiðið með svona málflutningi? 10. málsgrein: Hefurðu, Eiríkur, lesið „The Revolt“, eða tekurðu upp þá tilvitnun sem Palestínumenn og taglhnýtingar þeirra nota stöðugt, en sleppa þeim sem þeim er ekki að skapi? Aukinheldur er þessari tilvitn- un dálítið hnikað til og tekin úr sam- hengi frásagnar. En hvað um fjölda- morð Araba á Gyðingum 1948 og síðar. Viltu ekki nefna þau líka til að greinin þín líti ekki út sem hreinn áróður? Slyngustu áróðursmeistarar sögunnar höfðu nefnilega vit á því, að blanda smávegis sannleika með í áróðurinn. 11. málsgrein: Haganah stóð ekki að fjöldamorðum og hefur aldrei gert. Þú þekkir ekki söguna, Eiríkur. Markmið Haganah var frá upphafi það, að verja byggðir Gyðinga fyrir árásum Araba og var þar ekki van- þörf á, m.a. gegn árásum frá vinabæ þínum Deir Yassin. 12. málsgrein: Fjölþjóðlegt ríki Gyðinga og Araba? Í hvaða drauma- veröld lifir þú eiginlega? Ertu að reyna að koma Evrópusambandshug- myndum þínum yfir á gjörólíkar að- stæður í Miðausturlöndum? 13. málsgrein: Miðausturlanda- bandalagið er engin lausn. Slíkur risi myndi standa á brauðfótum og gera meira ógagn en gagn. Í raun er þessi málflutningur Ei- ríks algjörlega ómarktækur og af- hjúpar vankunnáttu hans á málefnum Miðausturlanda og sögu þeirra. Það er ekki nóg að slá sig til riddara með því að þylja upp sömu vitleysuna og aðrir hafa áður gert. Vonandi er þetta frumhlaup aðeins barnaskapur, en ekki dæmigerður fyrir málflutning hans í víðara samhengi, s.s. í Kreml- .is. En að minnsta kosti er slíkur mál- flutningur og kemur fram í grein Ei- ríks ekki til að bæta ástandið, heldur sáir hatri með órökstuddum hætti. Halda mætti, að auðvelt ætti að vera að finna Ísraelsmönnum eitthvað til foráttu. En þegar grípa þarf til hreinna ósanninda, getur málstaður- inn varla verið upp á marga fiska? Hafa skal það sem sannara reynist Snorri G. Bergsson Miðausturlönd Málflutningur Eiríks er algjörlega ómarktækur, segir Snorri G. Bergs- son, og afhjúpar van- kunnáttu hans á mál- efnum Miðausturlanda og sögu þeirra. Höfundur er sagnfræðingur. OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 Við Fellsmúla Sími 588 7332 - trygging fyrir l águ verði! Rúnnað sturtuhorn úr sveigðu öryggisgleri Stærðir 80x80 eða 90x90 cm. Verð frá kr. 28.500,- stgr. Sturtuhorn Stærðir frá 65 til 80 cm og 75 til 90 cm. Verð frá kr. 16.900,- stgr. 80x80 sm Heilir sturtuklefar úr öryggisgleri stærð 80x80 sm. Innifalið í verði blöndunartæki, sturtusett, botn og vatnslás. Verð kr. 52.900,- stgr. H ön nu n & u m b ro t eh f. © 2 00 0 – D V R 06 8 TILBOÐSum ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.