Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 47 EINS og alþjóð er kunnugt var frumforsendan fyrir hinu alræmda kvótakerfi að slá skjaldborg um nytjafiskstofna á Íslandsmiðum – einkum þorskstofninn. Allar götur frá því að kerfið var lögleitt hafa formæl- endur þess fullyrt að það hafi bjargað þorskinum frá útrýmingu og stuðlað síðan að vexti hans og viðgangi, enda þótt reynslan hafi frá upphafi sýnt fram á allt annað. Og hvað nú, þegar hrun þorsk- stofnsins blasir óvéfengjanlega við eftir nær tveggja tuga ára fram- kvæmd kvótakerfisins? Í fréttum Ríkisútvarpsins 6. júní sl. var forsætisráðherra spurður hvort ekki lægi ljóst fyrir að kvótakerfið væri orsök ófarnaðarins? Svar forsætisráðherra: „Það snert- ir þetta ekkert“! Þá höfum við það staðfest frá fyrstu hendi, að hinn margyfirlýsti til- gangur kvótakerfisins hafi verið yf- irskin eitt. Hinn raunverulegi tilgang- ur hafi frá upphafi verið að festa í sessi kerfi, sem þjónað gæti auðvald- inu, hinum örfáu útvöldu. Þessu hafa andstæðingar kerfisins haldið stöðugt fram en ekki náð eyrum alþjóðar. Öllu hefir ráðið hinn gegndarlausi áróður um hið göfuga og lífsnauðsynlega hlutverk kvótalaganna að viðhalda, vernda og efla viðgang fiskstofna Ís- landsmiða. Svo geta menn ímyndað sér hvert svar forsætisráðherra hefði orðið, ef hinn yfirlýsti árangur með kerfinu hefði ráðið og fiskistofnarnir vaxið og dafnað: Þetta eigum við því kvóta- kerfi að þakka, sem Sjálfstæðisflokk- urinn og Framsóknarflokkurinn hafa staðið vörð um ásamt örfáum fram- sýnum hagræstingarmönnum í sjáv- arútvegi! Það væri þess vegna óhætt að setja gæsalappir um þetta fyrirséða svar. En við höfum fleiri vitnisburði frá þjónum lénsherranna. Sjávarútvegs- ráðherrann mælti svo orðrétt opin- berlega: „Ég sé ekki að annað kerfi en kvótakerfið geti leyst þann vanda sem minnkun þorskafla um 60 þúsund tonn á tveimur árum veldur.“ Ekki er nóg að kerfið beri ekki ábyrgð á hrak- förunum heldur er það ljósið í myrkr- inu, sem lýsir stjórnvöldum. Kerfið, sem ber í sér svívirðilegustu sóun, sem um getur. Brottkast, sem engu tali tekur og er óafmáanlegur blettur, sem stjórnvöld hafa sett á atvinnu- veg, fyrr og síðar, til að þóknast hinu nýja auðvaldi Íslands. Ætli að fari ekki að líða að því að landsmenn átti sig á innihaldi sátta- tals stjórnvalda, sem formaður Sjálf- stæðisflokksins hóf á landsfundi flokksins 1999 og flestir fjölmiðlar hafa jarmað undir síðan? Auvirðilegasta kosningabrella sem um getur. En hún heppnaðist og til- gangurinn helgar meðalið og skó- þurrka formannsins á Dagblaðinu skrifaði hlakkandi um „kosninga- málið sem hvarf“. Og úr því að sá skriffinnur er nefndur, er ekki úr vegi að nefna dæmi um þá „sáttfýsi“ sem ríkir í röð- um kvótakerfismanna, en það má sjá í leiðara Dagblaðsins 7. þ.m.: „Minni þorskstofn en áð- ur var talið undirstrikar enn og aftur mikilvægi þess að kvótakerfið sé virkjað af fullum þunga og án undantekninga.“ Og „þak á hámarkshlut- deild einstakra fyrir- tækja í kvóta einstakra fisktegunda gerir ekki annað en rýra möguleika lifandi starfsgreinar til að nýta mik- ilvægustu auðlindina á sem hagkvæmastan hátt.“ Þá hafa menn það og þýðingarlaust að eiga orðastað við slíka menn. Að endingu skal hér minnst á hina aðalfor- sendu kvótakerfisins: Hagræðinguna. Nægir í því sambandi að minna á afkomu sjáv- arútvegsfyrirtækj- anna nú um stundir. Öll er stefna vald- hafa í fiskveiðistjórn- armálum orðin hörmu- leg hringavitleysa. En það er kannski ekki von á góðu, þegar oddvitinn sjálfur lét svo um mælt að veiðibrestinn myndu útvegsmenn vel þola, enda hefði gengið lækkað svo mikið að þeir fengju fleiri krónur í vasann en áður. Hann lét þess ógetið úr hvaða vösum þær krónur kæmu, enda mun almenningur hvort sem er verða þess vís innan skamms. Forsætisráðherrann sagði það einnig mjög heppilegt að gengið skyldi hafa fallið undanfarnar vikur og mánuði, annars kynnu svona frétt- ir eins og um aflabrestinn að hafa valdið hruni gengisins um 15-20% í einu! Hinum ógeðslega blekkingarleik er haldið áfram fullum fetum og flestir fjölmiðlar eins og útspýtt hundsskinn að þjóna honum. Síðan verða á Landsfundi að hausti fundin upp ný herbrögð. Hringavitleysa Sverrir Hermannsson Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins. Kvótinn Og hvað nú, þegar hrun þorskstofnsins blasir óvéfengjanlega við, spyr Sverrir Hermannsson, eftir nær tveggja tuga ára framkvæmd kvótakerfisins?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.