Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 49 ✝ Ólafur Loftssonfæddist í Reykja- vík 22. desember 1920. Hann lést á heimili sínu 3. júní síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Loftur Loftsson, útgerðar- maður, f. 1884, d. 1960 og Ingveldur Ólafsdóttir, húsfrú, f. 1901, d. 1995. Syst- kyni Ólafs voru Loft- ur, f. 1922, d. 1923, Loftur, f. 1923, Inga Heiða, f. 1925, d. 1993, Valgerður Rósa, f. 1930 og Júlíus Huxley, f. 1941. Þann 18. desember 1948 kvænt- ist Ólafur Sveinbjörgu Jónatans- dóttur, f. 1923. Foreldrar hennar voru Jónatan Jónsson, gullsmiður, f. 1884, d. 1952 og Helga Helga- dóttir, húsfrú, f. 1883, d. 1951. Synir Ólafs og Sveinbjargar eru Jónatan, f. 1949 og Loftur, f. 1954. Jónatan er kvæntur Sigrúnu Sig- urðardóttur, f. 1951. Sonur þeirra er Jónatan, f. 1993. Dóttir Jónat- ans er Auðna Hödd, f. 1973. Dóttir hennar er Anna Ceridwen, f. 1999. Fósturdóttir Jónatans er Herdís Dögg, f. 1968. Börn hennar eru Jón Sigurður, f. 1988 og Zoe Kristíanna, f. 1996. Synir Sigrúnar eru Sigurður, f. 1977 og Andrés, f. 1979. Loftur er kvæntur Kristínu Helgu Björnsdóttur, f. 1957. Börn þeirra eru Ellen Birna, f. 1978 og Ólafur Björn, f. 1987. Ólafur var búsett- ur í Reykjavík alla sína tíð. Lengst af bjó hann á Laugavegi 35, en síðustu ár í Hvassaleiti 58. Hann lauk verslunarprófi frá Verslunarskóla Íslands 1939. Að skólagöngu lokinni starfaði hann við útgerð til ársins 1965, lengst af við sitt eigið fyrirtæki í Keflavík. Eftir að hann hætti útgerð starfaði hann sem skrifstofumaður, lengst af hjá Víf- ilfelli sem innkaupastjóri. Ólafur starfaði mikið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og var m.a. lengi í fulltrúaráði flokksins. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs- ins Ægis árið 1957, sat í stjórn Æg- is nokkrum sinnum og var virkur félagi um árabil. Hann var einn af stofnendum Golfklúbbs Ness, starfaði mikið og lengi fyrir klúbb- inn, sat í stjórn klúbbsins frá stofn- un hans árið 1964 til ársins 1977 og var formaður 1974 til 1977. Útför Ólafs fer fram frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég ætla að minnast hans afa með örfáum orðum en hann var sá albesti afi sem ég get hugsað mér. Við vorum svo góðir vinir þó að aldursmunurinn á okkur væri mikill og við hjálpuðum hvor öðrum eftir bestu getu. Afi og amma hafa svo oft passað mig þegar mamma og pabbi hafa brugðið sér frá. Það hefur alltaf verið gaman að vera hjá þeim og nóg að gera. Við höf- um spilað mikið og það er þeim að þakka hvað ég kann margt að spila, enda hefur oft verið talað um að ég færi í pössun í „spilavítið“. Við afi gerðum líka margt annað saman. Afi bauð mér oft með sér að spila boccia með fókinu í húsinu þar sem afi bjó en það er líka yndislegt fólk og hefur alltaf tekið mér mjög vel. Við afi æfð- um okkur og kepptum okkar á milli í að pútta á svölunum hjá honum en afi var mikill golfmaður og átti hann mikið safn verðlaunagripa og heið- ursviðurkenninga úr golfinu. Hann afi var listakokkur og aldrei hef ég fengið betri steiktan fisk en þegar ég hef fengið „afafisk“. Við afi löbbuðum oft saman að versla í matinn og kaupa lottómiða í Kringlunni og stundum fékk ég líka ýmislegt sem ég sá og langaði í. Við leiddumst þegar við fór- um í Kringluferðirnar en þá gat ég aðstoðað hann, því hann var farinn að sjá svolítið illa til hliðanna og eins fannst honum stuðningur af mér þótt ég sé ekki orðinn stór. Við afi ætl- uðum að gera svo margt í sumar en það ræddum við sérstaklega í ferð- inni okkar niður í Kringlu tveimur dögum áður en hann afi dó. Þegar ég hef sofið hjá afa og ömmu höfum við alltaf farið með bænirnar okkar áður en við höfum farið að sofa og eftir Faðirvorið höfum við farið með eftirfarandi bænir og með þeim kveð ég hann elsku afa minn sem ég sakna svo mikið. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Vertu nú yfir og allt um kring með eílifri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. Jónatan. Kæri Óli. Á kveðjustundu er margs að minn- ast og nú er komið að kveðjustundu okkar. Mig langar að senda þér nokkrar línur á þessum tímamörkum þar sem ég náði ekki að kveðja þig með öðrum hætti, en brottför þín kom öllum að óvörum. Þú sem kenndir þér einskis og leist út eins og þegar ég kynntist þér fyrst, er ég fyrir rúmum þrjátíu árum gekk að eiga Helgu systurdóttur konu þinnar, Sveinu. Þið hjónin tókuð mér vel og urðuð mér eins og aðrir tengdaforeldrar, enda leist þú alltaf á Helgu sem hún væri dóttir þín. Það eru ekki allir svo lánsamir að eignast tvær yndislegar tengdamæður og tvo frábæra tengdafeður. Allar þær stundir sem við áttum saman í sumarbústað ykkar Sveinu í Laugardal, þar sem byggaðar voru brýr, pallar og annað er laut að við- haldi á slíkum stað, eru ofarlega í huga þegar horft er til baka til liðinna tíma. Oft var þar margt um manninn er við Helga og synir ykkar, Jónatan og Loftur, vorum öll mætt á staðinn með börn okkar, þar sem einstök glaðværð og samkennd ríkti. Ekki ber síst að þakka manngæsku þína og góðvild sem endurspeglaðist í vænt- umþykju dætra minna til þínen þú varst sem þeirra annar afi og yngsta dóttir mín þekkir engan annan en „Óla afa“. Öll barnabörnin dáðu þig og dýrkuðu, enda hafðir þú alltaf tíma til að spila og spjalla og gafst þeim öll- um þann tíma sem hver og einn þurfti. Jæja kæri vinur, ég ætla ekki að hafa þetta langa rullu en ég vil þakka þér að lokum allar góðar stundir og þá einlægu vináttu sem við áttum. Megi Hinn Hæsti Höfuðsmiður blessa þig og þá vegferð sem þú nú hefur lagt út á. Þinn „tengdasonur“, Anton Bjarnason. Kveðja frá Lionsklúbbnum Ægi Á síðastliðnum árum höfum við félagarnir í Ægi mátt sjá á bak mörg- um góðum félögum okkar yfir móð- una miklu, mönnum sem létu að sér kveða í starfi klúbbsins og settu um leið mark sitt á vöxt og viðgang Lionshreyfingarinnar. Í dag kveðjum við góðan og mætan félaga, Ólaf Loftsson, en hann bar þá sæmd að vera einn af stofnfélögunum 17 sem komu saman til að stofna klúbbinn 6. mars árið 1957. Ægir var þannig 5. klúbburinn sem stofnaður var í Reykjavík. Albert Guðmundsson umdæmisrit- ari stjórnaði stofnfundinum en Guð- brandur Magnússon umdæmisstjóri lét þau orð falla að margt væri líkt með lífssýn ungmennafélaganna á sinni tíð og Lionshreyfingunni, þ.e.a.s. að bæta mannlífið og efla sam- hug manna til góðra verka en aðal- prýði hvers Lionsklúbbs væri þó félagarnir sjálfir. Flestir stofnfélagar voru úr stétt kaupsýslumanna. Lionshreyfingin hafði gripið þá föstum tökum og þeir völdu sér verkefni sem æ síðan hefir borið hróður klúbbsins víða en það var að styrkja og efla starf Sesselju Sigmundsdóttur á Sólheimum í Grímsnesi. Þegar klúbbfélagar komu fyrst að Sólheimum var heldur fátæk- legt um að litast og ótrúlega margt skorti sem önnur heimili í bæ eða borg gátu ekki án verið. Sesselja lét síðar þau orð falla að Lionsklúbbur- inn hefði bókstaflega bjargað sér. Vinur okkar og félagi, Ólafur Loftsson, var hæglátur og ljúfur mað- ur sem gott var að eiga samleiðmeð í starfi Ægis. Hann var einn af þeim mönnum sem hafa ekki hátt og ekki bar mikið á honum á fundum en hann var traustur maður og fús til starfa þegar eftir því var leitað, ráðhollur og framsýnn. Til marks um það er tillaga sem hann bar fram á fundi klúbbsins í október árið 1957 f.h. fjáröflunar- nefndar á þá leið að klúbburinn ætti að efna til kútmagakvölds til fjáröfl- unar líknarverkefnum. Er ekki að orðlengja það, þessi fjáröflunarleið hefir enst klúbbnum allar götur síðan og lagt grundvöllinn að líknarverk- efnum hans á Sólheimum. Ólafur bar hag og viðgang Sól- heima mjög fyrir brjósti. Hann fór marga ferðina með okkur til að gróð- ursetja tré á Sólheimum og síðan kom hann oft á litlu jólin í desember. Hann var ritari klúbbsins starfsárið 1964– 1965 og átti sæti í flestum nefndum klúbbsins. Hann var sæmdur einni æðstu heiðursnafnbót Lions og gerð- ur að „Melvin Jones“-félaga þann 16. mars árið 1990. Síðustu árin átti Ólafur við van- heilsu að stríða og síðasta starfsárið söknuðum við hans á fundum. Góður maður og Lionsfélagi er genginn. Um leið og við félagarnir þökkum sam- fylgdina vottum við eiginkonunni, Sveinbjörgu, samúð okkar svo og öll- um öðrum aðstandendum. Þórhallur Arason. Lífið er hringrás. Mennirnir fæð- ast og deyja og nýjar kynslóðir taka við sætum þeirra sem fyrir voru. Börnin verða foreldrar, foreldrarnir ömmur og afar og svo koll af kolli. En hver er þá tilgangurinn með þessu öllu? Þessari spurningu er fljótsvarað þegar minningarnar um afa minn, Ólaf Loftsson, streyma í gegnum hugann. Afi var rjóður í kinnum og brosmildur, þolinmóður og barngóð- ur. Hann var ekki margmáll maður og í huga mínum hefst því saga hans þegar hann varð afi. Sú saga hefst með fyrsta barna- barninu, henni systur minni, sem kom inn í fjölskylduna þriggja ára gömul. Hún hljóp upp stigann á und- an foreldrum mínum, til að hitta „nýju ömmu og afa“ en það leið ekki á löngu þar til litla prinsessan var kom- in á bak blíðu ljóni sem reiddi hana um ókunnar lendur. Þetta ljón var hann afi. Í gegnum árin voru þeir ekki ófáir landkönnuðirnir sem komu á bak ljóninu, en þótt börnunum í fjöl- skyldunni fjölgaði var ætíð nóg til skiptanna. En afi var ekki bara ljón. Hann var líka þolinmóðasta hárgreiðslumódel sem mig rekur minni til að hafa kynnst og lofaði afrakstur hár- greiðsludömunnar í hástert þegar lítil hnáta dubbaði hann upp með fínustu spennunum sínum. Hann kenndi okkur að spila og nýtti hvert tækifæri til að láta okkur finnast við vera sniðug eða sérstök. Þegar við áttum leið hjá þar sem afi lagði kapal sagðist hann alltaf þurfa að pakka saman, því hann fyndi enga lausn. Það var ótrúlegt hversu oft okkur börnunum tókst að hjálpa afa út úr þessum vandræðum sínum. „Sjáðu afi, þú getur látið gosann ofan á drottninguna og sexuna ofan á sjöuna...“ Einnig virtist afi alltaf eiga í stök- ustu vandræðum með að opna flösk- ur. Þegar hann ætlaði að gefa okkur að drekka varð hann eldrauður í framan af áreynslu, hristist og skalf, en rétti okkur börnunum að lokum flöskuna sem skrúfuðum tappann af án nokkurra teljandi erfiðleika. Það hvarflaði aldrei að mér að það væri eitthvað grunsamlegt við að fullorð- inn karlmaður væri ekki handsterk- ari en þetta. Ekki fyrr en ég kom að honum í eldhúsinu á Laugavegi þar sem hann lék þennan leik við lítinn frænda minn og ég var sjálf orðin nærri tvítug. Það var þá sem ég gerði mér grein fyrir hversu afbragðsgóður kennari hann afi var okkur börnun- um. Aldrei gagnrýninn, einungis upp- fullur aðdáunar í hvert skipti sem okkur tókst að gera eitthvað rétt, vís- vitandi leggjandi fyrir okkur ofurein- faldar þrautir – þannig að við fyllt- umst sjálfsöryggi til að takast á við aðrar erfiðari. Amma og afi skemmtu sér vel með okkur börnunum, enda höfðu bæði hlotið gríðarlegan skerf af kímnigáfu í vöggugjöf. Þegar afi viðraði okkur krílin var gengið um miðbæinn og kannski skroppið til Guðsteins, en oftar en ekki var komið við í næstu sjoppu. Þá máttum við velja okkur „Ópal og eitt“. Afi bað okkur systur blessaðar að halda þessu leyndu fyrir ömmu því annars gæti hann hlotið hræðilegar skammir fyrir vikið. Amma var auðvitað með í leiknum og yfirheyrði afa með ægilegum fyrir- gangi: „Varstu kannski að gefa stelp- unum nammi, Ólafur?“ „Nei, nei, Sveina mín, alls ekki...“ og svo þóttist afi næstum skjálfa af hræðslu við ömmuna. Þessi leikur þótti okkur systrum ógurlega skemmtilegur og við innbyrtum góðgætið með miklu pukri og flissi þar sem amma sá ekki til. Afi var mikill morgunhani og var alltaf vaknaður um sexleytið á morgnana. Við systur tipluðum fram á eftir honum og þá gaf hann okkur morgunmat og spjallaði við okkur um heima og geima – eða öllu fremur hlustaði á masið í okkur. Þegar ég var tólf ára áskotnaðist mér páfagaukur, hræðilegt óargadýr sem beit hvað sem fyrir varð og vildi engar listir læra. Þegar næst var haldið utan voru amma og afi beðin um að passa fuglinn en eigandann skorti áhuga á að endurheimta gælu- dýrið sem lifði í vellystingum á Laugavegi 35 fram í háa páfagauk- selli. Næstu árin vaknaði afi hálftíma fyrr til að leyfa gauksa að breiða úr vængjunum og rannsaka yfirráða- svæði sín áður en afi þyrfti í vinnuna. Óargadýrið fann þar sinn sálufélaga og hlýddi öllum tilmælum afans en ótrúa eigandann virti hann ekki við- lits eftir þetta. Fuglinn var ekki einn um að finna öryggi hjá þessum trygga og blíða manni. Við barnabörnin fengum okk- ar skerf af því. „Ungur nemur, gamall temur“ segir máltækið og það á sann- arlega við í þessu tilfelli. Afi kenndi okkur fleira en frímerkjasöfnun og spilamennsku. Hann kenndi okkur leiðir til að byggja upp sjálfstraust, þolinmæði og sjálfstæða hugsun hjá börnunum okkar. Því hefur þessi sér- staki maður skilið eftir sig ómetan- lega arfleifð í huga og hjarta okkar sem næst standa, arfleifð sem mun skila sér til komandi kynslóða. Þannig hefur afi lagt sitt af mörk- um í hringrás lífsins og verk hans munu lifa áfram með okkur. Því ber sorgina ekki hæst, þótt söknuðurinn sé vitanlega mikill, heldur þakklæti fyrir það sem við fengum að halda svo lengi. Ég kveð því afa minn með þess- um orðum úr lofgerðinni til kærleik- ans: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.“ Auðna Hödd Jónatansdóttir. Kvatt hefur heim þennan góður vinur minn og tengdafaðir Ólafur Loftsson. Fyrirvaralaust fráfall án undanfarinna veikinda og þjáninga eru kannski góð örlög en koma manni þó ávallt í opna skjöldu. Ég var svo lánsöm að kynnast Óla þegar við tengdust fjölskylduböndum fyrir 25 árum. Mér er mjög minnis- stætt hversu vel hann tók mér við fyrstu kynni, kynni sem urðu að ná- inni og góðri vináttu. Þegar ég hugsa um hvernig maður hann var þá kem- ur strax upp í hugann orðið ljúf- menni, hann var hvers manns hug- ljúfi og gott að vera nálægt honum. Hann hafði gott lundarfar og jafnað- argeð og mikil félagsvera. Það var gaman að fylgjast með því hversu virkur hann var í félagslífinu í Hvassaleitinu og naut hann þess að taka þátt í spilamennsku og boccia. Endurminningar hrannast upp en upp úr stendur hversu góður afi og vinur hann var. Unun var að fylgjast með því hvernig hann laðaði að sér barnabörnin og var hann sérstaklega góður og þolinmóður að sinna þeim. Missir þeirra er mikill en minningin um hann mun verma þau alla tíð. Ólafur var farsæll maður og lifði góð og hamingjurík ár með Sveinu sinni. Það var öllum ljóst hvað hann elskaði hana og virti. Það var einstakt að fylgjast með því hversu góður hann var við hana og yfirleitt heyrði ég hann svara henni „já, Sveina mín“. Það er gæfa hvers manns að eiga góða konu. Ég sakna Óla mikið en geymi í hjarta mínu minningar um yndisleg- an mann. Guð blessi minningu hans. Kristín. ÓLAFUR LOFTSSON við Nýbýlaveg, Kópavogi Krossar á leiði Ryðfrítt stál - varanlegt efni Krossarnir eru framleiddir úr hvíthúðuðu, ryðfríu stáli. Minnisvarði sem endist um ókomna tíð. Sólkross (táknar eilíft líf). Hæð 100 sm frá jörðu. Hefðbundinn kross m/munstruðum endum. Hæð 100 sm frá jörðu. Hringið í síma 431 1075 og fáið litabækling. Dalbraut 2, 300 Akranesi. Sími 431 1075, fax 431 1076 BLIKKVERKSF. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.