Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 53 MENNTASKÓLINN að Laug- arvatni brautskráði laugardaginn 1. júní síðastliðinn 30 nemendur. 14 stúdentar útskrifuðust af mála- braut og 16 stúdentar af nátt- úrufræðibraut. Athöfnin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Hæstu einkunnir á stúdents- prófinu hlutu Hulda Hallgríms- dóttir frá Húsavík, ágætiseinkunn 9,61, og Íris Guðnadóttir frá Vík í Mýrdal, 9,30. Ragnhildur Svein- bjarnardóttir frá Stóru-Mörk und- ir Eyjafjöllum varð Dux scholae með einkunnina 9,7 en hún er nemandi í 2. bekk. Óvenju margir nýstúdentar hlutu verðlaun Óvenjumargir nýstúdentanna hlutu verðlaun fyrir námsafrek og við athöfnina var tilkynnt um útkomu Sögu menntaskólans að Laugarvatni frá upphafi til ald- arloka. Útgefandi var Sögusteinn en höfundar eru Margrét Guðmunds- dóttir, málfræðingur, og Þorleif- ur Óskarsson sagnfræðingur. Kristinn Kristmundsson skóla- meistari hefur fengið orlof frá störfum næsta skólaár og verður Halldór Páll Halldórsson, fram- haldsskólakennari við Fjölbrauta- skóla Suðurlands og gamall nem- andi skólans, staðgengill hans. Fjölmenni var við skólaslitin, að- standendur nýstúdenta og afmæl- isstúdentar sem færðu skólanum meðal annars peningagjafir til Sögusjóðs vegna hinnar nýút- komnu sögu skólans. Útskriftarhópur Menntaskólans að Laugarvatni. Menntaskólanum að Laug- arvatni slitið í 48. sinn IÐNSKÓLANUM í Hafnarfirði var slitið föstudaginn 1. júní sl. Brautskráður var 51 nemandi en aldrei áður hafa jafnmargir nemend- ur lokið námi frá skólanum á einu ári. Í febrúar þegar haustönn lauk útskrifuðust 34 nemendur. Þetta er fyrsta heila skólaárið í nýju húsnæði við Flatarhraun og um 600 nemendur lögðu stund á nám við skólann í vetur sem leið. Nemendur hafa aldrei verið fleiri í sögu skólans. Á meðal útskriftarnema voru 14 hársnyrtinemar, 13 af hönnunar- braut, þrír húsasmíðanemar, einn húsgagnasmíðanemi, einn múr- smíðanemi, tveir pípulagninganem- ar, einn rennismíðanemi, einn stál- smíðanemi, tveir vélsmíðanemar, tveir tækniteiknarar, fimm af útstill- ingabraut og sex nemendur luku fyrri hluta í rafeindavirkjun. Hæstu einkunn á burtfararprófi iðnnáms hlaut Steindór Aðalsteins- son pípulagninganemi. Fram kom í máli Jóhannesar Ein- arssonar skólameistara við skólaslit- in að á næstu önn yrði uppbyggingu stundaskráa breytt þannig að kennslustundir verða 45 mínútur í stað 40 og kennt verður í fimm klukkustundir á viku í hverjum þriggja eininga áfanga í stað sex. Hann sagði jafnframt að það helsta sem vekti áhyggjur í skólastarfi væri sá seinagangur er varðaði út- gáfu nýrra námsskráa í hinum ýmsu iðngreinum. „Þessi seinagangur hef- ur í för með sér að kenna þarf ýmsa áfanga sem notagildi fyrir hefur minnkað og erfitt er að taka upp nýja sem talið er brýn þörf fyrir. Þetta hefur hugsanlega áhrif á áhuga ungs fólks fyrir iðnnámi og er ekki til þess fallið að efla metnað fyrir þessu námi. En samkvæmt könnunum eru mun færri sem ljúka iðn- og starfsnámi á Íslandi en á hin- um Norðurlöndunum,“ sagði Jó- hannes. Skólaslit Iðnskólans í Hafnarfirði Aldrei fleiri lokið námi á einu ári Verðlaunahafar Iðnskólans í Hafnarfirði ásamt Jóhannesi Einarssyni skólameistara. Frá vinstri: Poula Kristín Buch, Steindór Aðalsteinsson, Guðfinna M. Magnúsdóttir, Gunnar Þór Sveinsson, Signý V. Sigurþórs- dóttir, Alexander Guðmundsson og Hulda G. Helgadóttir, braut, og semidúx er Stefanía Ólafs- dóttir, en hún brautskráðist af tónlistarbraut og náttúrufræðibraut. Einingadúx skólans er Melkorka Ólafsdóttir og brautskráðist hún einnig af tónlistar og náttúrufræði- braut. Melkorka lauk námi með 207 einingar á þremur og hálfu ári og einkunnir hennar voru níu og tíu í meirihluta áfanga. Fleiri spyrjast fyrir um kennslustörf Lárus H. Bjarnason, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, fór í stuttu máli yfir skólaárið og það sem er á döfinni í skólanum. Sagði hann m.a.: „Óhætt mun segja að veturinn í vetur hafi um margt verið óvenju- legur. Þar er ofarlega í huga flestra hið mikla rof í skólastarfinu vegna verkfalls kennara á haustönn. ...Áhrif verkfallsins á nemendur og SKÓLASLIT Menntaskólans við Hamrahlíð fóru fram sl. laugardag og fór athöfnin fram í skólanum. Brautskráðir voru 98 stúdentar og af þeim stunduðu 79 nám í dag- skóla en 19 í öldungadeild á lokaönn sinni. Af eðlisfræðibraut voru braut- skráðir 18 stúdentar, 23 af félags- fræðibrautum, 34 af náttúrufræði- braut, 15 af nýmálabraut, átta af tónlistarbraut og einn af listdans- braut. Níu nemendur luku námi til al- þjóðlegs stúdentsprófs á námsbraut sem nefnd er IB braut. Alls brautskráðust 58 konur en 40 karlar. Brautskráðist með 207 einingar Dúx skólans að þessu sinni er Ást- hildur Erlingsdóttir, náttúrufræði- námsárangur þeirra verða aldrei metin á óyggjandi hátt, en víst er að þeirra gætir lengi á eftir.“ Rektor sagði jafnframt að með hækkuðum grunnlaunum kennara hafi skólarnir mun betri möguleika en áður til að laða til sín og halda vel menntuðum kennurum. „Smám saman ætti að geta dregið úr yf- irvinnu til góðs fyrir starfsánægju, árangur og sjálfsmynd kennara og þar með til hagsbóta fyrir skóla- starfið í heild. Til fróðleiks get ég nefnt að miklu fleiri hafa spurst fyr- ir um kennslustörf á þessu vori held- ur en undanfarið, og þetta á bæði við um störf sem auglýst hafa verið og önnur sem ekki eru laus. Þá má nefna að með nýjum kjarasamningi er dregið markvisst úr miðstýringu; hluti launaákvarðana og önnur framkvæmd samningsins fer í aukn- um mæli út til skólanna.“ Ljósmynd/Gunnar Vigfússson Útskriftarhópur Menntaskólans við Hamrahlíð. Menntaskólanum við Hamrahlíð slitið Flensborgarskólanum í Hafnarfirði var slitið sl. laugardag og fór athöfn- in fram í Víðistaðakirkju. Alls brautskráðist 41 stúdent en bestum ár- angri náðu Sigþrúður Ármannsdóttir, Anne Bak og Daníel S. Hall- grímsson. Þremur nýnemum voru veittar viðurkenn- ingar fyrir frábæran ár- angur í námi en það voru Hrefna Sif Gísladóttir, Óskar Arnórsson og Sig- rún Birta Viðarsdóttir. Jafnframt voru veittar viðurkenningar í ein- stökum greinum og for- ystu nemendafélagsins voru þökkuð vel unnin störf í vetur. Í ávarpi sínu vék Ein- ar Birgir Steinþórsson, skólameistari, að starfi vetrarins og fór m.a. inn á verkfall kennara. Hann hvatti til þess að menn drægju lærdóm af því sem þar gerðist. Hagsæld þjóðarinnar byggðist á því að hún væri vel menntuð. Menntun yrði að setja í forgang í raun og það væri hættu- legt velferðarkerfinu að fólk sem starfaði innan þess væri illa launað. Hann taldi mikilvægt að spila vel úr þeim árangri sem náðist í kjara- samningum en taldi óheppilegt að slíka hörku hefði þurft að sýna sem raun bar vitni. Hann vonaði jafn- framt að kostnaður vegna samning- anna yrði ekki vanmetinn. Í lokaorðum sínum sagði skóla- meistari m.a. við nýstúdenta: „Það er stundum sagt á þessum tímamót- um að nú taki alvara lífsins við. Ígrundið val ykkar vel, staldrið við og munið að það eru sjaldnast til nein einföld svör eða einfaldur sann- leikur við spurningum sem vakna. Þó stundum virðist einfaldara að fljóta með straumnum þá er ekki víst að svo sé til lengri tíma litið. Forðist hleypidóma og takið sjálf- stæða ákvörðun, metið sjálf hvað er rétt og hvað er rangt því þið berið fyrst og fremst ábyrgð á eigin gerð- um.“ Brautskráning Flensborgarskólans í Hafnarfirði „Sjaldnast til nein einföld svör“ Einar Birgir Steinþórsson, skólameistari Flensborgarskólans, flytur ávarp. Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.