Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 54
HESTAR 54 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Reiðfatnaður í miklu úrvali frá FREMSTIR FYRIR GÆÐI Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  Stekkjarhvammur - Hf. Raðhús Glæsileg 182 fm raðhús. með bílskúr. Fjögur stór svefnherbergi. Parket á öllu. Flísalagt bað. Frábær staðsetning. Fallegur gróinn garður. Áhv. byggsj. Verð 18,3 millj. 64923 LOKASKRÁNING á Íslandsmót yngri flokka verður annað kvöld en mótið verður sem kunnugt er haldið á Sörlavöllum í Hafnarfirði 22.–24. júní. Minna má á að skráningargjöld fara lækkandi eftir því sem kepp- endur koma lengra að en það er gert til að koma til móts við ungt hestafólk sem býr fjarri mótsstaðn- um. Þetta er í fyrsta sinn sem Ís- landsmót er tvískipt og verður spennandi að sjá hvernig til tekst. Íslandsmót yngri flokka Lokaskráning á morgun ÞAÐ VAR Þórarinn Eymundsson sem hlaut hæstu aðaleinkunn 8,70 og hreppti verðlaun sem Morgunblaðið hefur veitt tvisvar áður. Þetta mun ekki í fyrsta skipti sem Þórarinn hlýt- ur verðlaun Morgunblaðsins á Hólum því hann vann Morgunblaðsskeifuna eftirsóttu fyrir nokkrum árum. Auk þessa voru veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn í reiðmennsku og reið- kennslu. Þórarinn hlaut verðlaunin fyrir reiðkennsluna, veglegan farandgrip sem Landsamband hestamanna- félaga gaf. Einkunn hans var 9,0. Verðlaun fyrir hæstu einkunn í reið- mennsku sem verslunin Ástund gaf hlaut hins vegar Guðmar Þór Péturs- son, var með 8,4. Er þar einnig um að ræða farandgrip. Hver nemandi var með tvo hesta, fjór- og fimmgangshest til þjálfunar í vetur og voru þeir sýndir í gangteg- undasýningu en auk þess voru tveir hestar leiddir fram og látnir leggjast á hliðina sem dauðir væru. Þá var ein- um beitt fyrir létta kerru og tekinn til kostanna. Til að punta upp á samkomuna mætti heiðursvörður íslenska ríkisins á staðinn og fór um vellina fánum skrýddur. Þá fékk fylkingin liðsstyrk er Guðni Ágústsson, landbúnaðarráð- herra og guðfaðir heiðursvarðarins, brá sér í hvítar reiðbuxur og steig á bak hvítum gæðingi og reið með. Þarf ekki að orðlengja það að þessi hes- telskandi ráðherra tók sig vel út í hópi þessa harðsnúna liðs. Kom þar glöggt í ljós að honum er fleira til lista lagt en að halda góðar ræður. Ekki er neinum blöðum um að fletta að reiðkennaradeildin á Hólum er klárlega búin að sanna gildi sitt. Í vetur voru þar við nám góðir reið- menn og vafalaust ekki síðri reið- kennarar. Hestakosturinn sem þau sýndu var mjög góður og sumir hest- anna einstaklega vel uppbyggðir og þjálfaðir. Höfuðburður þeirra sumra afar góður sem vitnar um það að vel og fagmannlega hefur verið unnið á Hólum í vetur. Útskrift reiðkennara á Hólum Þórarinn enn og aftur á toppnum Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Þórarinn Eymundsson með annan verðlaunagripinn frá Morgunblaðinu sem hann hlýtur á Hólum. Sjö nemendur útskrif- uðust sem reiðkennarar frá Hólaskóla á laug- ardag og var af því til- efni boðið upp á góða sýningu hesta og manna á Hólum. Valdimar Kristinsson lagði land undir fót og fylgdist með auk þess að afhenda verðlaun Morgunblaðsins. Þessi fríði hópur tamningamanna og reiðkennara er tilbúinn að takast á við útbreiðslu fagnaðarerindis íslenska hestsins, hér heima og erlendis. Hestamót Geysis á Gaddstaðaflötum A-flokkur, atvinnumenn 1. Kvistur Frá Hvolsvelli, 8 vetra, jarpur, eigandi Þormar Andrésson, knapi Elvar Þormarsson, 8,65/8,89. 2. Víglundur frá Vestra-Fíflholti, 6 vetra, bleikálóttur, eigandi Ragnheiður Jónsdóttir, kn.: Vignir Siggeirsson í fork., kn.: úrsl., Þor- valdur Á. Þorvaldsson, einkunn: 8,58/8,84. 3. Kjarkur frá Ásmúla, 10 vetra, rauðblesótt- ur, eigandi Nanna Jónsdóttir, knapi Logi Laxdal, 8,68/8,79. 4. Tenór frá Ytri-Skógum, 7 vetra, rauður, eigandi Vignir og Tryggvi Geirsson, knapi Vignir Siggeirsson, 8,63/8,76. 5. Asi frá Kálfholti, 11 vetra, rauðnösóttur, eigandi Jónas Jónsson, knapi Ísleifur Jón- asson, 8,58/8,67. 6. Gyrðir frá Skarði, 13 vetra; bleikálóttur, eigandi Rakel Kristinsdóttir, knapi Kristinn Guðnason, 8,63/8,61. A-flokkur, áhugamenn 1. Dillon, 12 vetra, brúnn, eigandi Magnús H., knapi Logi Guðmundsson, 7,90/8,34. 2. Pjakkur frá Varmalæk, 12 vetra, grár, eig- andi Inga B. Gísladóttir, knapi Katla Gísla- dóttir, 8,10/8,26. 3. Von frá Árbæ, 5 vetra, brún, eigandi Krist- ján Jónsson, knapi Natie Simmer, 7,93/8,26. 4. Byssa frá Hala, 9 vetra, jörp, eigandi Holtsmúlabúið, knapi Elín Sigurðardóttir, 8,16/7,47. B-flokkur, atvinnumenn 1. Þengill frá Kjarri, 7 vetra, rauðblesóttur glófextur, eigandi Sigurður, Þórður og Inga Jóna, knapi Þórður Þorgeirsson, 8,69/8,91. 2. Kormákur frá Kvíarhóli, 9 vetra, brúnn, eigandi Vignir og Óttar Baldursson, knapi: Vignir Siggeirsson, 8,66/8,91. 3. Bróðir frá Rifshalakoti, 8 vetra, brúnn, eigandi Hrossaræktarbúið Króki, knapi Hallgrímur Birkisson, 8,47/8,67. 4. Guðni frá Heiðarbrún, 8 vetra, brúnstjörn- óttur, eigandi Hrossaræktarbúið Króki, knapi Hallgrímur Birkisson, 8,62/8,64. 5. Mirra frá Gunnarsholti, 7 vetra, móbrún, eigandi Kvistir ehf., knapi Kristjón Krist- jánsson, 8,58/8,63. B-flokkur áhugamanna 1. Gullmoli, 8 vetra, brúnn, eigandi og knapi Björk Svavarsdóttir, 8,48/8,57. 2. Eldvör frá Hákoti, 5 vetra, rauðstjörnótt, eigandi og knapi, Rakel Róbertsdóttir, 8,40/ 8,43. 3. Fáni frá Hala, 19 vetra, brúnn, eig. og knapi Hekla K. Kristinsdóttir, 8,34/8,36. 4. Eydís frá Djúpadal, 6 vetra, brún, eigandi Benedikt Valberg, knapi Helga B. Helga- dóttir, 8,33/8,33. 5. Kópur frá Hala, 9 vetra, brúnn, eigandi Holtsmúlabúið, knapi Lisbeth Sæmundsson, 8,33/8,21. 6. Straumur, 7 vetra, brúnn, eigandi Magnús Halldórsson, knapi Halldór Magnússon, 8,42/7,93. Unglingaflokkur 1. Ófeigur frá Árbakka, 11 vetra, rauður, eig- andi Ólafur Guðmundsson, knapi Jóhanna Þ. Magnúsdóttir, 8,56/8,66. 2. Rösk frá Skarði, 7 vetra, móálótt, eigandi Borghildur Kristinsdóttir, knapi Laufey G. Kristinsdóttir, 8,52/8,55. 3. Glymur frá Kirkjubæ, 7 vetra, rauður, eigandi og knapi Helga B. Helga- dóttir, 8,69/8,53. 4. Buska frá Miðhúsum, 6 vetra, brúnblesótt, eigandi Lárus Á. Bragason, knapi Þórir M. Pálsson, 8,45/8,42. 5. Djörfung frá Ey I, 7 vetra, jörp, eigandi Gunnar Karlsson, knapi Tinna Ö. Berg- mann, 8,44/8,36. Barnaflokkur 1. Tara frá Lækjarbotnum, 6 vetra, rauð, eigandi Jónína Þórðardóttir, knapi Hekla K. Kristinsdóttir, 8,77/8,80. 2. Úlfur frá Hjaltastöðum, 10 vetra, brúnn, eigandi Ásta B. Ólafsdóttir, knapi Inga B. Gísladóttir, 8,28/8,63. 3. Kostur 10 vetra rauðblesóttur frá Tóka- stöðum, eigandi Erlendur Ingvarsson, knapi Rakel N. Kristinsdóttir, 8,48/8,58. 4. Gylling, 7 vetra, rauðblesótt glófext, eig- andi og knapi Lóa D. Smáradóttir, 8,40/8,38. 5. Rokkur frá Bjarnanesi, 6 vetra, jarpur, eigandi Björk Svavarsdóttir, knapi Halldóra A. Ómarsdóttir, 8,28/8,35. Tölt 1. Sigurður Óli Kristinsson á Kviku frá Eg- ilsstaðakoti. 2. Kristjón Kristjánsson á Mirru frá Gunn- arsholti. 3. Þorvaldur Á. Þorvaldsson á Fiðlu. 4. Knútur Ármann á Garúnu frá Friðheim- um. 5. Axel Geirsson á Vals frá Leirárgörðum. 150 m skeið 1. Neistla frá Gili, 8 vetra, brún, eigandi og knapi Logi Laxdal, 14,6 sek. 2. Gunnur frá Þóroddsstöðum, 9 vetra, brún, eigandi Bjarni Þorkelsson, knapi Bjarni Bjarnason, 15,2 sek. 3. Von, knapi Edda R. Ragnarsdóttir, 15,4 sek. 250 m skeið 1. Skjóni frá Hofi, 8 v. jarpur, knapi: Sig- urður V. Matthíasson, 22,6 sek. 2. Vaskur frá Vöglum 8 v. rauður, knapi Sig- urður V. Matthíasson, 23,3 sek. 3. Sif frá Hávarðarkoti, 8 vetra, móbrún, eig- andi Bjarni Davíðsson, knapi Einar Ø. Magnússon, 23,5 sek. Úrtökumót fyrir fjórðungsmót hjá Glað í Dalasýslu. A-flokkur 1. Tekla frá Vatni, 9 v. brún, eig.: Helga H. Ágústsdóttir, kn.: Vignir Jónasson, 8,39. 2. Elding frá Lambanesi, 7 v. rauðtvístjör- nótt, eig.: Agnar Þ. Magnússon og Magnús Agnarsson, kn.: Agnar Þ. Magnússon, 8,19. 3. Sænskan frá Gillastöðum, 7 v. brún, eig. og kn.: Jón Ægisson, 8,18. 4. Vænting frá Tungu, 9 v. brúnstjörnótt, eig.: Sæmundur Gunnarsson, kn.: Páll Ólafs- son, 8,16. 5. Vordís frá Tungu, 9 v. brún, eig.: Sæmund- ur Gunnarsson og Páll Ólafsson, kn.: Páll Ólafsson, 8,15. B-flokkur: 1. Snerrir frá Bæ, 7 v. jarpstjörnóttur, eig: Snerrisfélagið, kn: Olil Amble, 8,51. 2. Diljá frá Miklagarði, 9 v. brún, eig.: Margrét Guðbjartsdóttir, kn.: Agnar Þ. Magnússon, 8,31. 3. Svartur frá Hofi, 14 v. brúnn, eig. og kn.: Þórður Heiðarsson, 8,27. 4. Harpa frá Miklagarði, 8 v. jörp, eig.: Margrét Guðbjartsdóttir, kn.: Agnar Þ. Magnússon, 8,09. 5. Apríl frá Skarði, 6 v. grá, eig.: Hilmar J. Kristinsson, kn.: Agnar Þ. Magnússon, 8,08. Ungmennaflokkur 1. Auður Guðbjörnsdóttir á Kolskör frá Magnússkógum, eig.: Guðbjörn Guðmunds- son, 8,13. 2. Ásdís Kjartansdóttir á Galsa frá Dunki, eig.: Jón A. Kjartansson, 7,99. Unglingaflokkur 1. Auður Ingimarsdóttir á Mána frá Álfheim- um, 8,15. 2. Sjöfn Sæmundsdóttir á Skjóna frá Selkoti, eig.: Sjöfn Sæmundsdóttir, 7,99. 3. Gróa B. Baldvinsdóttir á Yrpa frá Spágils- stöðum, eig.: Eyþór Gíslason, 7,98. 4. Ólafur A. Guðmundsson á Óðni frá Skóg- skoti, eig.: Ólafur A. Guðmundsson, 7,97. Hestar í fimmta sæti í A- og B-flokki verða varahestar á fjórðungsmótinu á Kaldármel- um. Úrslit Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.