Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 61
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 61 Pottasett 4 hluta Tveir pottar, skaftpottur og panna.Ryðfrítt eðalstál, hitaeinangrandi handföng, orkusparandi botn. Glæsilegt útlit - Útsala kr. 2990 Pottasett 8 hluta. 3 pottar með loki, 2 skaftpottar og 3 stálskálar. Ryðfrítt eðalstál, hitaeinangrandi handföng, orkusparandi botn. Frábært sett á ótrúlegu verði. Útsala kr. 4990 5 hluta glæsisett 4 pottar með loki og skaftpottur. Eðalstál, hert glerlok með gufurás, tvöfaldur botn, fyrir allar tegundir eldavéla. Einfaldlega frábært verð. Útsala kr. 6890 Hnífasett 14 hluta hnífasett úr ryðfríu eðalstáli í tréstandi. Vandað sett á frábæru verði. Útsala kr. 2490 Borðbúnaður 24 hluta borðbúnaður fyrir 6. Vandað sett úr eðalstáli. Útsala kr. 1190 Matar- og kaffistell 30 hluta Blaue - Rose postulínsstell fyrir 5. Afar fallegt stell á frábæru verði. Útsala kr. 5990 8 hlutir kr. 4990,- Útsala kr. 2490,- Útsala kr. 1190,- 30 hlutir kr. 5990,- Útsala kr. 2990,- Útsala kr. 6890,- Snyrtitaska. Fullkomin geymsla fyrir snyrti og förðunarvörurnar. Fjöldin allur af þægilegum hólfum og hirslum. Verð aðeins kr. 2290 Ferðatöskusett 6 hluta sett - þú hefur réttu töskuna fyrir öll ferðalög. Vandað sett á einstöku verði Verð aðeins kr. 6790 Stakar töskur á hjólum Einstaklega fallegar og vandaðar töskur. Mörg aukahólf, styrktar á hornunum. Verð aðeins kr. 1690 - 2390 - 4490 Shopperr - ekta sumartaska Útsala kr. 495 Ferðataska á hjólum Hún sló í gegn! Falleg, vönduð og notadrjúg. Töskur - töskur Í bæinn, Í sundið, Í leikfimina. Passa alls staðar, 3 litir. Útsala kr. 599 Bakpoki - Microfaser Gott efni, ótal hólf, stór og smá m.a. fyrir síma. Útsala kr. 2890,- Útsala kr. 6790,- Útsala kr. 2290,- Útsala kr. 495,- Útsala kr. 599,- Útsala kr. 1495,- Frábært verð! ÚTSALA sumar Verslun Dalvegi 2 Kópavogi – Sími 564 2000 ÞAÐ er oft talað um að heimurinn sé orðinn lítill og víst er það að fólk ferðast heimshorna á milli rétt eins og menn skruppu bæjarleið áður fyrr. Það hefur lengi verið til siðs að rétta nágranna hjálparhönd ef hann býr við neyð. Palestínumenn eru orðnir nágrannar okkar. Þar er mikil neyð og margir týna lífi og limum dag hvern vegna ofsókna of- stækisfulls herveldis sem byggðist upp á landi þeirra fyrir tilstuðlan Vesturveldanna. Hernumið land Árið 1947 úthlutuðu Sameinuðu þjóðirnar 55% af landi Palestínu til að stofna gyðingaríkið Ísrael. Land- taka þessi gekk ekki friðsamlega fyrir sig og þegar ár var liðið hafði hið nýja ríki hernumið 23% af Pal- estínu til viðbótar. Það sem þá var eftir hernam Ísrael í sex daga stríð- inu 1967. Jerúsalem er t.d. hernum- in borg sem átti aldrei að lenda undir Ísrael. Með Óslóarsamkomu- laginu 1993 létu Palestínumenn af kröfum um að fá til baka land sem tekið var af þeim með hervaldi 1948, en vilja fá sem mest af land- svæðunum sem hernumin voru í sex daga stríðinu 1967 og að flóttamenn fái að snúa heim. Ofsótt þjóð svipt mannréttindum Aðeins um þriðjungur Palestínu- manna býr á sjálfstjórnarsvæðun- um á Vesturbakkanum og Gasa. Svæði þessi eru sundurskorin af yf- irráðasvæðum Ísraels (af land- nemabyggðum og vegum sem Ísr- ael ræður) og ferðafrelsi fóks er svo skert að mánuðum saman kemst það ekki til vinnu og útflutningur á vörum er illmögulegur. Af þessum sökum er efnahagur sjálfstjórnar- svæðanna í rúst, sultur sverfur að og erfitt að halda skólum og heilsu- gæslu gangandi. Rúm milljón manna býr enn í flóttamannabúðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa til- sjón með. Um 750.000 manns voru hrakin frá byggðum sínum þegar árið 1948 og síðan hafa fleiri bæst við og nýjar kynslóðir fæðst. Ofan á þetta ófrelsi bætist stöðug hernaðarógn, morð (ekki síst á börnum), eyðilegging íbúðarhúsa og akra og upptaka eigna. Hefnigirni síonista í Ísrael er óhugnanleg. Þeir virðast enn ekki hafa lært sitt eigið lögmál um auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, því þeir þurfa helst að limlesta og drepa fjölda manns ef einhver skerðir hár á höfði eins þeirra. Hóprefsingar sem þessar stríða gegn alþjóðalögum, svo og ótal margt annað í þeirra daglegu hegðan. Ójafn leikur Í Palestínu herjar eitt af öflug- ustu herveldum heims á óbreytta borgara sem langflestir eru vopn- lausir. Þó að nokkrir palestínskir skæruliðar hafi komist yfir vopn hafa flestir ekkert til að verja sig og réttindi sín með nema orð, berar hendur og grjót. Tölur um fallna eru til vitnis um mismun í hern- aðarstyrk og grimmd. Þetta er því ekki stríð heldur morðárásir á óbreytta borgara. Það er íslenskum stjórnvöldum til skammar að láta afskiptalaus slík níðingsverk rétt utan við túngarðinn. Friðarferlið svonefnda strandaði á því að Ísrael stóð ekki við sínar skuldbindingar. Þeir neituðu að draga herlið sitt til baka á umsömd- um dögum, héldu áfram að sölsa undir sig land Palestínumanna og nýjar ríkisstjórnir stóðu ekki við skuldbindingar þeirra fyrri. Frið- arferlið var allan tíman umdeilt meðal Palestínumanna og herskáir hópar börðust gegn því og töldu að Ísralesríki væri ekki treystandi. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér og ekki bætti það úr skák að lífskjör fólks á sjálfstjórnarsvæðunum versnuðu enn. Því má segja að svik Ísraelsmanna við friðarferlið hafi orðið vatn á millu ófriðarafla meðal Palestínumanna eins og nokkrar sjálfsmorðsárásir undanfarið bera vitni um. Hjálpum þeim! Síðustu mánuði hafa Palestínu- menn ítrekað beðið um alþjóðlega vernd gegn árásum Ísraelshers. Stórveldin hafa skellt skollaeyrum við þeirri bón. Hvers vegna? Hvers vegna stöðva landvinninga Serba og Íraka en láta morð og landvinninga Ísraela afskiptalaust? Þetta mál kemur okkur í hæsta máta við því Ísraelsríki var skapað af Vestur- veldunum og Sameinuðu þjóðunum og því er haldið á floti með gíf- urlegum framlögum frá Bandaríkj- unum og neitunarvaldi þeirra hjá SÞ. Stóru féttamiðlarnir eru hallir undir þann sem meira má sín og gefa oft hlutdræga mynd af átök- unum í Palestínu. Það er auðvelt að kynna sér hvernig málið lítur út frá sjónarhóli hinna undirokuðu Palest- ínumanna með því að fara inn á int- ernetið, t.d. inn á nýja vefsíðu Félagsins Ísland-Palestína, www.palestina.is þar sem m.a. er að finna slóðir mannréttindasamtaka í Palestínu og Ísrael. ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON, líffræðingur og kennari, Kirkjugerði 7, Vogum. Neyðarkall frá Palestínu Frá Þorvaldi Erni Árnasyni: 13.MAÍ síðastliðinn var heil opna í Mbl. lögð undir viðtal við dr. Franz Fischler, yfirmann sjávarútsvegs- mála hjá Evrópusambandinu. Fyr- irsögn viðtalsins var „Íslendingar hafa ekkert að óttast“. Dr. Fischl- er viðhafði þau orð til að slá á ugg hérlendra manna varðandi afdrif landhelginnar, ef svo færi að hugað yrði að því að sækja um fulla aðild að Brussellveldinu. En í viðtalinu segir dr. Fischler hinsvegar orð- rétt að hann sjái ekki að Íslend- ingar hafi neitt að óttast við að gerast aðilar að Evrópusamband- inu. Það er sem sagt bara persónu- leg skoðun þessa manns sem fær þennan uppslátt á heilli opnu í blaði allra landsmanna! Dr. Fischler er Austurríkismað- ur og sérmenntaður í landbúnaðar- hagfræði. Hann starfaði í landbún- aðarráði Týról í áratug og var síð- an landbúnaðarráðherra Austur- ríkis í 5 ár eða til 1994. Allir sjá væntanlega af ferli mannsins hversvegna hann hefur verið val- inn sem yfirmaður sjávarútvegs- mála hjá ESB! Austurríki er landfræðilega inni í miðri Evrópu og landhelgismál eru ekki flókin þar – jafnvel ekki í Týról ! En dr. Fischler fullyrðir þó að það sé tekið fullt mark á sér af hagsmunaaðilum innan sjávarút- vegsins, en það ætti að þykja at- hyglisvert að maður í hans stöðu skuli telja nauðsynlegt að koma fram með slíka staðhæfingu varð- andi eigin hæfni! Í umræddu viðtali kom dr. Fischler að sjálfsögðu með gömlu lummuna um að við yrðum svo áhrifamiklir innan sambandsins ef við gerðumst aðilar að því. Það vantaði heldur ekki að þetta hreyfði við Evrópusinnum hérlend- is. Þeir bergmáluðu álit þessa austurríska landbúnaðardoktors eins og hann væri sérlegur tals- maður íslenskra þjóðarhagsmuna í þessu máli! Í umræddu viðtali við dr. Fischl- er kom hins vegar ekkert fram hjá honum nema það sem beinlínis mátti fyrirfram reikna með að hann segði. Þegar tekið er tillit til þess að við Íslendingar erum ekki nema sáralítið brotabrot af mannfjölda ESB-landanna, þá er það vægast sagt stórmerkilegt að til skuli vera menn með menntagráður í bak og fyrir sem alfarið virðast trúa því að áhrif okkar sem aðildarþjóðar verði mikil innan sambandsins. Slíkir menn eru sannarlega Evr- ópuheimalningar eins og Ólafur heitinn Þórðarson kallaði þá. Þeir ætla sér víst að stjórna ESB og tala bókstaflega eins og þeir hafi alla burði til þess, en gaspur þeirra gengur auðvitað ein- göngu fyrir tælingarkrafti römm- ustu sjálfsblekkingar. Það liggur fyrir að undanþágur frá heildarreglum eru og verða al- mennt útilokaðar af hálfu Evrópu- sambandsins. Sérþarfir verða ekki viðurkenndar. Jafnvel þó sjávarút- vegsstefnan sé sögð í endurskoðun verður þessum atriðum áreiðan- lega ekki breytt. Það skal líka minnt á að dr. Fischler sagði ennfremur: „En það er ljóst að ef Ísland verður aðili að ESB, verður ESB einnig aðili að Íslandi!“ Hvað þýðir það fyrir okk- ur Íslendinga? Það þýðir að tilskipanakúgun Evrópusambandsins mun dynja á okkur af fullum þunga og verða við umræddar aðstæður sú svipa sem gengur að öllu þjóðlegu, íslensku framtaki dauðu á skömmum tíma. Þá verður ekki unnt að segja lengur að við höfum sótt hingað austan um hyldýpishaf til þess að búa að því sem eigið framtak skap- aði okkur í hönd, því frjálst og full- valda þjóðríki við ysta haf mun þá heyra sögunni til. RÚNAR KRISTJÁNSSON, Bogabraut 21, Skagaströnd. Ekkert að óttast Frá Rúnari Kristjánssyni: HIN árlega skógræktarferð Bandalags kvenna í Hafnarfirði verður farin fimmtudaginn 14. júní kl. 17. Hlúð verður að gróðri og hreinsað til. Kaffi á eftir í Diddu- húsi. Stjórnin hvetur félagskonur til að mæta allar. Skógræktarferð Banda- lags kvenna í Hafnarfirði FRÉTTIR HEIMDALLUR, félag ungra sjálf- stæðismanna í Reykjavík, heldur op- inn fund um virkjanir á Íslandi í Val- höll kl. 17.00 í dag. Rætt verður um hagkvæmni Kárahnjúkavirkjunar eftir að fram kom í skýrslu Þorsteins Siglaugssonar, að tap fram- kvæmdanna yrði á bilinu 22-51 millj- arður. Stefán Pétursson, fjármála- stjóri Landsvirkjunar svarar gagnrýninni. Þorsteinn mun leggja fram nýtt mat byggt á nýjum upplýs- ingum. Eftir framsöguræður mun Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar sitja fyrir svörum ásamt framsögu- mönnum. Fundurinn er haldinn þriðjudag- inn 12. júní á fyrstu hæð Valhallar, Háaleitisbraut 1 og hefst kl. 17.00. Allir eru velkomnir. Framsögumenn: Þorsteinn Sig- laugsson, rekstrarhagfræðingur og Stefán Pétursson, fjármálastjóri Landsvirkjunar. Jóhannes Geir Sig- urgeirsson, stjórnarformaður Landsvirkjunar mun sitja fyrir svör- um að ræðum loknum. Er hagkvæmt að virkja?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.