Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 63 DAGBÓK Nýbýlavegi 12, Kópavogi, s. 554 4433. Kvartbuxur Vinsælu kvartbuxurnar með uppábrotinu eru komnar. Kr. 1.990. Pantanir óskast sóttar                                 Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 173.800 nú kr. 121.700 Queen áður kr. 127.200 nú kr. 89.000 Árnað heilla MEÐ 25 punkta á milli hand- anna er eðlilegt að melda þrjú grönd í NS, en ekki er samningurinn beysinn. Hins vegar er legan sagnhafa óvenju hagstæð og þegar all- ar hendur eru skoðaðar lítur út fyrir að spilið vinnist: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ 9432 ♥ DG54 ♦ DG ♣ ÁD10 Vestur Austur ♠ 8765 ♠ ÁG10 ♥ 762 ♥ K1083 ♦ K5 ♦ Á64 ♣ 5432 ♣ 876 Suður ♠ KD ♥ Á9 ♦ 1098732 ♣ KG9 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 1 grand Pass 3 grönd Allir pass Útspil vesturs er spaða- átta og austur tekur fyrsta slaginn með ásnum. Vörnin á tvo slagi á tígul og eins og liggur í spaðanum er ekki nema tvo slagi þar að hafa. Hjartakóngurinn liggur auk þess fyrir svíningu, svo það ber ekki á öðru en að sagn- hafi vinni spilið. En með bestu vörn má hnekkja þremur gröndum og spurn- ingin er: Hver er sú vörn? Förum yfir möguleikana. Það skilar engu ef austur spilar spaða um hæl í öðrum slag. Sagnhafi hefur þá tíma til að brjóta tígulinn og gefur aðeins tvo á tígul og tvo á spaða, þökk sé spaðaníunni. En austur gæti tekið upp á því að skipta yfir í smátt hjarta. Dugir það? Nei, suður fær þá slaginn níuna og fer í tígulinn. Nú er sama hvort vörnin heldur áfram með hjartað eða snýr sér aftur að spaðanum – að- eins einn slagur fríast og það dugir skammt. En austur er á réttri leið ef hann íhugar að spila hjarta. Hins vegar verður hann að velja tíuna! Þá á suður tvo kosti. Hann getur hleypt á gosann, en austur tekur fyrri tígulslaginn og spilar hjarta- þristi á ásinn. Þar með hefur myndast gaffall í hjartanu og þegar vestur kemst inn á tíg- ulkóng sendir hann hjarta í gegnum D5 þar sem makker hans liggur með K8 á eftir. Sagnhafi gæti reynt að bregðast við þessari hættu með því að taka strax á hjartaás. En þar með er búið að fría slag á hjartakóng og vörnin getur síðan skipt aftur í spaða og skapað sér þar fimmta slaginn. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbarn dagsins: Þú átt gott með að laga þig að aðstæðum og ert öðrum fljótari að færa þér þær í nyt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú mátt ekki gefast upp þótt á móti blási. Sérhver verður að standa á sínu og berjast ótrauður áfram. Þinn tími kemur. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þegar allt kemur til alls eru vinirnir það dýrmætasta í þessum heimi. Veraldleg vel- gengni er ágæt en andlegur auður er öðru dýrmætari. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Vinnufélagarnir beita þig þrýstingi til að breyta um verklag, en það er þér á móti skapi. Láttu ekki undan, því þeirra aðferðir eru rangar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Einbeittu þér að því sem til þíns friðar heyrir og láttu mál annarra eiga sig. Þú hefur nóg með þitt og aðrir eiga að leysa sín verkefni sjálfir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það eru miklar breytingar í gangi og þú verður að hafa þig allan við til þess að fylgjast með og læra ný vinnubrögð. En þetta er nauðsynlegt ef þú vilt ekki dragast afturúr. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þér finnist þú lítið hafa lært á undanförnum dögum skaltu ekki örvænta því undir- meðvitundin er vakandi og þangað getur þú sótt vitneskju þegar aðstæður krefjast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert á eilífum þönum og verður lítið úr verki þess vegna. Sestu niður, skipu- leggðu tíma þinn svo þú getir komið því í verk sem þú átt að gera. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er margt sem má gleðjast yfir þótt skiptist á skin og skúrir en þegar illa árar er gott að geta sótt upplyftingu í skemmtilegar minningar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hlutir kunna oft að hverfa fyr- irvaralaust svo þú skalt hafa auga á þeim sem þér er sárt um. En gættu þess þó að verða ekki of háður einhverj- um hlutum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Sköpunarþráin ólgar innra með þér og þú verður að finna þér tóm til þess að leyfa henni að njóta sín. Árangurinn mun koma þér á óvart og afrakst- urinn koma þér til góða. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú þarft að gefa fjármálunum gætur því þótt engin hætta sé beinlínis á ferðum geta þau verið fljót að fara úr skorðum ef agaleysið ræður ríkjum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það dugar ekki að svamla ein- hvernveginn í gegnum daginn. Settu þér markmið og sæktu að því af dugnaði og festu. Þegar markinu er náð geturðu slakað á. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT Gefðu mér, jörð Gefðu mér, jörð, einn grænan hvamm, glitrandi af dögg og sól, að lauga hug minn af hrolli þeim, sem heiftúð mannanna ól. Gefðu mér lind og lítinn fugl, sem ljóðar um drottins frið, á meðan sólin á morgni rís við mjúklátan elfarnið. Kyrrlátan dal með reyr og runn, rætur og mold og sand, sólheita steina, – ber og barr, – blessað, ósnortið land. Þar vil ég gista geislum hjá, gefa mig himni og sól, gleyma, hve þessi góða jörð margt grimmt og flárátt ól. Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind ) 80 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 12. júní, verður Fjóla Sigur- jónsdóttir áttræð. Hún er til heimilis á Droplaugarstöð- um við Snorrabraut. Hún tekur á móti gestum á heim- ili dóttur sinnar, Laufrima 17, 112 Reykjavík, nk. laug- ardag, 16. júní, eftir kl. 15. 70 ÁRA afmæli. Í dag,12. júní, verður sjö- tug Margrét Ólafsdóttir leikkona. Margrét fæddist 12. júní 1931 í Vestmanna- eyjum. Hún og maður henn- ar Steindór Hjörleifsson leikari verða að heiman á af- mælisdaginn. ÍSRAELSKI stórmeistar- inn Emil Sutovsky (2604) er sókndjarfur með afbrigðum en stundum jaðrar tafl- mennskan við fífldirfsku og verður hann þá að súpa seyðið af því. Staðan kom upp á minningarmóti Bor- owski í Essen þar sem Christopher Lutz (2614) hafði svart gegn ísraelska hagfræðinemanum. 18...exf2! 19.Kxf2 Rxg3!! 20.Kxg3 Hhg8+ Hugmynd svarts byggist á því að hvíti kóngurinn lendi á hrakhólum eða að hann vinni manninn til baka ef kóngurinn reyni að koma sér í öruggt skjól. Hvítur vildi láta reyna á hvort kóngur hans myndi sleppa óskaddað- ur úr ógöngunum en eins og framhaldið ber með varð honum ekki að ósk sinni. 21.Kh4Hd7 22.Hf1 Re7 23.Rh6 23.Rxe5 gekk ekki upp sökum 23...Hd5 24.Rg4 Rg6+ og svartur vinnur. 23...Hg2! 24.Ra3 Rg6+ 25.Kh3 Hg5 26.Hf5 Hd3+ 27.Kh2 Hgg3 28.Rf7 Rh4 29.Hf2 Hh3+ 30.Kg1 Hdg3+ 31.Kf1 Hh1+ 32.Ke2 Hxa1 33.Rd6+ Kd7 34.Re4 Hg2 35.Rxc5+ Kc6 36.Rd3 Hxf2+ 37.Kxf2 Rg6 og hvít- ur gafst upp saddur lífdaga. Að loknum 9 umferðum í Evrópumóti einstaklinga í Ohrid í Makedóníu er staða íslensku keppendanna þessi: 55.-90. Hannes Hlífar Stef- ánsson 5 vinninga, 91.-124. Jón Viktor Gunnarsson 4½ v. , 125.-152. Bragi Þorfinns- son 4 v. og 179.-186. Stefán Kristjánsson 3 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Hlutavelta Morgunblaðið/Árni Sæberg Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 2.748 kr. til styrktar Hjálp- arstarfi kirkjunnar fyrir börn í Afríku. Þær heita Guðný Helga Lárusdóttir og Agla Eir Sveinsdóttir. Á myndina vantar Steinunni Helgadóttur. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík KIRKJUSTARF EINS OG undanfarin ár verða sum- arguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum í júní- mánuði. Guðsþjónusturnar færast á milli kirknanna í prófastsdæmunum. Að þessu sinni verður guðsþjónustan í Langholtskirkju miðvikudaginn 13. júní kl. 14. Sr. Jón Helgi Þórarinsson prédikar og þjónar fyrir altari. Á eftir verða kaffiveitingar í boði Langholts- sóknar. Þessar guðsþjónustur eru samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma, og safn- aðanna sem taka á móti okkur hverju sinni. Nánari auglýsingar eru í öllum kirkjum í prófastsdæmunum og einn- ig í félagsmiðstöðvum aldraðra í Reykjavík og Kópavogi. Þess er vænst að sem flestir sjái sér fært að koma og eiga saman góða stund í kirkjunni. Allir eru velkomnir. Safnaðarstarf Áskirkja: Opið hús fyrir alla aldurs- hópa í neðri safnaðarsal kl. 10-14. Bæna- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12 í umsjá Guðrúnar K. Þórsdótt- ur, djákna. Léttur hádegisverður á vægu verði eftir stundina. Samvera foreldra ungra barna kl. 14-16 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja: Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Neskirkja: Tíðasöngur kl. 12. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í við- talstímum hans. Fella- og Hólakirkja: Göngustund. Á þriðjudögum kl. 10.30 er lagt af stað frá Fella- og Hólakirkju í göngu í um- sjón Lilju G. Hallgrímsdóttur, djákna. Gangan er ætluð fólki á öllum aldri. Á eftir er boðið upp á djús eða kaffi í safnaðarheimilinu. Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðarstund kl.18. Kópavogskirkja: Foreldramorgunn í dag kl. 10-12 í safnaðarheimilinu Borgum. Víðistaðakirkja. Aftansöngurog fyr- irbænir kl. 18.30. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strand- bergi, kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13-16 í safnaðarheimili Vídalínskirkju. Kaffi á könnunni. Hægt að grípa í spil, rabba saman og yfirleitt að hitta mann og annan í góðu tómi. Lágafellskirkja. Fjölskyldumorgunn í safnaðarheimili Þverholti 3, 3. hæð frá kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT tíu – tólf ára starf á þriðjud. kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15-19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10-12. Hvammstangakirkja. Æskulýðs- fundur í kvöld kl. 20 í Hrakhólum. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíuskóli í kvöld kl. 20. Sumardagar í kirkjunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.