Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 12.06.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM 66 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ INNRÖMMUÐ, uppá veggnum yfir tölvunni, mænir á mig gömul og lúin vínylplata og enn þreytulegra og úr sér gengið hulstrið, sem hvílir henni við hlið. Á okkar unglingsárum var það snakahvítt, nú tekið að drappast. Alb- úmið prýðir grá rissteikning af karli sem tekur sporið. Yfir honum stend- ur A 20th Century Fox Original Soundtrack Album, og síðan, með bleiku stríðsletri: ZORBA THE GREEK. Það var ekki nokkur lífsins leið að varpa þessum gamla sálu- félaga á haugana eftir 30 ára sambúð, þegar bílfarmur af 33ja snúninga plötum fór í úreldingu. Nú eru dagar vínylsins og plötuspilarans allir, og á dögunum kvaddi heiminn leikarinn Anthony Quinn, sjálfur Alexis Zorba, holdi klæddur. Hann, Alan Bates og Lila Kedrova, tónlist Mikisar Teod- orakis og meistarastykkið hans Michaels Cacoyannis, sem leikstýrði og samdi kvikmyndagerðina eftir sögu Nikosar Kazantzakis, allir þess- ir þættir skapa þéttriðna, ógleyman- lega heild. Ásamt svart-hvítri kvik- myndatöku Walters Lassalys og sviðsmynd Vassilis Fotopoulos eru þeir partur af menningu og andblæ sjöunda áratugarins. Um árabil var það eftirlæti landans að reyna sig við Zorbadansinn, þegar stríðsmjöður- inn hafði drepið á öllum aðvörunar- ljósum feimni og aldagamals þræls- ótta í genunum. Travolta komst aldrei með tærnar, þar sem Quinn hafði hælana, hvað mikilleikann og sefjunina snerti. Einkum mynda þeir órjúfanlega einingu, persónan Zorba og túlkun leikarans. Quinn var óhemju sterkur og yf- irgnæfandi karakter með slíka firna útgeislun að nærvera hans ein sam- an, fyllti útí öll horn á tjaldinu. Hann gat gert góð skil hvaða hlutverki sem var. Kvikmyndin Zorba, þessi ódauð- legi óður til lífsgleðinnar, í túlkun, tónlist, máli og myndum, hafði um- talsverð, mótandi áhrif á, ekki síst ungt fólk á umbrotatímum sjöunda áratugarins. Ekki síður markaði hún djúp spor í lífi Quinns og mætti segja að hún skipti sex áratuga löngum ferli leikarans í tvo hluta; Fyrir Zorba og eftir. Túlkunin á Zorba var listaverk lífs hans, afrekið sem skipar honum á sess með hinum fáu, útvöldu í leikarastétt. Anthony Quinn fæddist 1916, í sárri fátækt í borginni Chihuahua í Mexíkó. Írskur og mexíkóskur Mólótovkokkteill flaut um æðakerfið. Ungur að árum hleypti hann heim- draganum með foreldrunum, stefnan tekin norður yfir landamærin og hef- ur lengst af verið bandarískur ríkis- borgari. Hnefaleikari og listmálari Quinn hinn ungi byrjaði atvinnu- ferilinn sem hnefaleikari og listmál- ari. Sjálfsagt hefur mikilúðlegt útlit og persónutöfrar komið Quinn yfir múra Paramount kvikmyndaversins, þar sem hann fékk sitt fyrsta hlut- verk, í Parole, ’36. Sama ár lék hann frumbyggja í The Plainsman, undir leikstjórn Cecil B. De Mille. Hinn tví- tugi Quinn gerði sér lítið fyrir og krækti í leiðinni í Katherine, dóttir De Mille, sem þá var einn valdamesti maður kvikmyndaheimsins. Ekki er hægt að greina að leikar- inn hafi notið sérstaks brautargengis sakir tengslanna og áfram hélt hann að leika indíána, araba, kínverja, dólga og drabbara, í aukahlutverkum mynda af margvíslegu sauðarhúsi. Quinn hafði mikið að gera hjá Fox og Warner allan fimmta áratuginn, var mjög vel sýnilegur í tugum litríkra hlutverka. Lifi Zapata! Lifi Óskarinn! Enn skorti þó talsvert á að hann gæti talist kvikmyndastjarna, þannig að um miðja öldina ákvað Quinn að taka sér frí frá kvikmyndaleik og flytja sig á fjalirnar á Broadway. Þar sannaði hann sig sem leikari, vann m.a. sigur sem Stanley Kowalski í Sporvagninum Girnd. Hjónaband hans og Kathleen var einsog best verður á kosið, þau ættleiddu dóttur, eignuðust tvö börn til viðbótar og léku saman í a.m.k. einni mynd, Black Gold (’47). Hlutverkavalið skánaði lítið eftir heimkomuna. Quinn fékk sem fyrr nóg að gera, einkum aukahlutverk og gæfan leit ekki við honum fyrr en Marlon Brando (sem áður hafði arf- leitt hann að Kowalski á Broadway), útvegaði honum bragðmikið hlutverk í Viva Zapata (’52). Quinn lét ekki happ úr hendi sleppa, hélt á braut með Óskarsverðlaunin, og löngu tímabæra viðurkenningu kvikmynda- heimsins. Ekki aðeins Hollywood, heldur fékk hann boð um að koma til Evrópu. Uppskeran m.a. stórbrotinn leikur í mynd meistara Fellinis, La Strada (’54). Tveimur árum síðar vann hann aftur til Óskarsverðlauna, fyrir túlkunina á listmálaranum Paul Gauguin í mynd Vincente Minelli, Lust for Life. Mögnuð frammistaða hans í þessum þremur gæðamynd- um, markaði tímamót á ferli Quinns, einkum hvað snerti viðurkenningu. Quinn var jafnan mikill afkasta- maður. Lék t.d. í allt að 10 myndum á ári (’41), á fimmta áratugnum; níu ’53; átta ’54 og svo mætti lengi telja. Alls urðu kvikmyndahlutverkin um 160. Að meðaltali lék Quinn árlega í rösk- lega þremur myndum fyrstu fjóra áratugina. Það segir allt sem segja þarf. Er líða tók á sjötta áratuginn og leikarinn tók að reskjast, fór Quinn að leika í æ meiri mæli karlrembu- hlutverk. Rúnum rist andlitið hæfði sérlega vel hlutverki gríska skærulið- ans í Byssurnar frá Navarone (’61); útbrunnins hnefaleikara í Requiem for a Heavyweight og illmenninu, Bedúínahöfðingjanum í Arabíu Lár- ens. Þær voru báðar sýndar ’62. 1964 er ár Alexis Zorba. Áður hef- ur verið rætt um hana sem tímamóta- mynd. Hún var það í tvöföldum skiln- ingi. Sem hápunkturinn á ferli leikarans og því miður, fór samstund- is að bera á að leikarinn og ráðninga- stjórarnir festu Quinn í hlutverkinu. Hann fór að ofleika og oft virtist hlut- verkaval hans ráðast af dómgreind- arskorti eftir Zorba. Myndin fór eins og eldur í sinu um allan heim en Quinn naut þó ekki stórleiksins við Óskarsverðlaunaafhendinguna. Þá hafði hann nýskilið við Katherine vegna ítalskrar stúlku og sagt er að Cecil gamli hafi róið að því öllum ár- um að fyrrum tengdasonurinn yrði úti í kuldanum. Með fullri virðingu fyrir sigurvegaranum, Rex Harrison í My Fair Lady, þá hlýtur val á besta karlleikaranum það árið að teljast ein smánarlegustu afglöp Akademíunn- ar. Það var dapurlegt að fylgjast með hnignuninni. Endurtekning á Zorba í sjóræningjamyndinni A High Wind in Jamaica (’65), The Magus (’68), að ógleymdri A Dream of Kings (’68). Quinn átti sér tæpast viðreisnar von. Hann og iðnaðurinn gleymdu því gjörsamlega að það er og verður að- eins einn Alexis Zorba. Milli þess sem Grikkinn dúkkaði upp í hinum ólík- legustu myndum, komu nokkrar, góðar stundir. Quinn fór á kostum í hinni bráðskemmtilegu stríðssatíru Stanley Kramers, The Secret of Santa Vittoria (’68), þótt Bambolini minnti örlítið á Zorba karlinn. Sömu- leiðis síðasta, minnisstæða hlutverk- ið, fjölskyldufaðirinn í A Walk in the Clouds (’95) Stormasamt einkalíf Quinn lifði stormasömu og ástríðu- þrungnu einkalífi (í anda Grikkjans). Eftir skilnaðinn við Katherine var hann í þrjátíu ára, stormasömu hjónabandi með Iolöndu Quinn (sem vann við leikmynd Zorba). Það varði til ’93, er karlinn, hátt á áttræðisaldri, gat barn með einkaritara sínum, kornungum. Hann hélt upp á áttatíu ára afmælið með því að eignast annað barn með stúlkunni. Quinn átti og ættleiddi 13 börn og annaðist opin- berlega þrjár hjákonur. Jafnvel Zorba hefði verið stoltur af þessum afrekum! Quinn var listfengur, var frístundamálari, sem löngum var eitt hans uppáhalds tómstundagaman. Þá átti hann ómetanlegt safn listaverka. Er hann lést, var Quinn ekki aðeins viðurkenndur sem leikari af guðs náð, heldur einnig sem listmálari. Hann var vel ritfær, skrifaði m.a. tvær ævisögur; The Original Sin (’62), og One Man Tango (’97), þar sem sagt er að hann dragi nokkuð í land og sjái eftir ýmsum „syndum“ á efri árum. Nú skulum við vona að hann stigi dansinn sem aldrei fyrr, í grænum Edens ranni. Búbúlína, Búbúlína, berðu Zorba kveðju mína. LA STRADA (1954) Hvað er minnisstæðast; gáfnasljóa stúlkan (Giulietta Masini), kraftajötuninn, sirk- usmaðurinn, sem kaupir hana (Anthony Quinn), tónlistin hans Nino Rota, syfjaðir, ítalskir sveitabæirnir eða gat- an, meginathvarf og bak- grunnur meistara Fellinis í ofur ljóðrænni mynd um grá og guggin örlög fjölleikahúss- fólks í örbirgðinni eftir seinna heimsstríð. Masina er átak- anlega brothætt í smæð sinni og óendurgoldinni ást á rust- anum sem Quinn gerir óað- finnanleg skil. Óskarsverðlaunamynd sem kom Fellini á kortið og var öllum viðkomandi mikilvægur áfangi á lífsleiðinni. ARABÍU LÁRENS – LAWRENCE OF ARABIA (1962) Stórglæsilegt kvikmyndaverk Davids Lean. Leysir að vísu ekki ráðgátuna um hinn óvenjulega Arabíu-Lárens, breska hermanninn sem hélt út í eyðimörkina og sameinaði araba í stríðinu gegn Tyrkj- um í fyrri heimsstyrjöldinni. En hún er ævintýraleg jafnt í umgjörð sem innihaldi. Frá- bærlega tekin, klippt, skrifuð og leikin og nýtur sín sann- arlega hvergi nema á breið- tjaldi. Sögulegur stórmyndastíll leikstjórans varla tilþrifameiri en í þessu verki, listilega spunnin við hið smáa mann- lega og leikaraliðið er ekki af verri endanum með Peter O’Toole í sínu besta og fræg- asta hlutverki. Er til í mörgum lengdum, m.a. endurskoðaðri útgáfu þar sem mörgum atriðum sem áð- ur voru klippt út, er bætt inn í aftur. Þau auka einmitt mik- ið við firna kraftmikla túlkun Quinns á Bedúínahöfðingjan- um arga, og eru óviðjafnan- legt dæmi um burði leikarans til að gera aukahlutverk ómissandi í heildarmyndinni. GRIKKINN ZORBA – ZORBA THE GREEK (1964) Ungur Breti (Alan Bates) heldur til Krítar að starf- rækja niðurnídda námu sem hann hefur hlotið í arf. Kynn- ist Grikkjanum Zorba, al- þýðuheimspekingi sem lætur ekki vandamálin vefjast fyrir sér heldur einblínir á björtu hliðarnar – með misjöfnum árangri. Full af óvenju smitandi lífs- gleði, þökk sé kunnáttusam- legri leikstjórn og ekki síður handriti Cacoyannis, sem byggir það á afburðabók þjóð- skáldsins Nikos Kazantsakis. Ekki er síðri þáttur tón- skáldsins Theodorakis. Tón- listin í Zorba setti ekki aðeins mark sitt á heila kynslóð heldur er hún með því besta sem gert hefur verið á því sviði. Yfir óaðfinnanlegum leikhópi gnæfir Quinn í stærsta hlutverki lífs síns. ANTHONY QUINN AP Grikkinn Zorba kennir Bretanum Basil dansinn ógleymanlega sem svo margir reyndu við á 7. áratugnum. Sem glímukappinn Zampanó í La Strada, meistaraverki Fellinis. Í vestranum The Guns For San Sebastian ásamt Charles Bronson. Reuters Quinn, fyrir þremur árum, ásamt þriðju eiginkonu sinni, Kathy. Quinn fékk Óskarsverðlaun fyrir túlkun sína á Gauguin í Lust for Life þar sem Kirk Douglas fór á kostum sem Van Gogh. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.