Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Peningagreiðslur í Meistaradeild Evrópu í handknattleik / B1 Toppliðin í kröppum dansi í bikarkeppni KSÍ / B2 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag Á FÖSTUDÖGUM BRÁTT verða 100 ár síðan fyrsta bílnum var ekið um á Íslandi. Í til- efni af því sýndi Sverrir Andrésson eftirsmíð sína af þessum fyrsta bíl sem oft hefur verið kallaður Thom- sensbíllinn af gerðinni Cudell. Þessir bílar voru framleiddir í Þýskalandi á árunum 1898–1908 og smíðaðir fyrstu árin eftir fyr- irmynd og með leyfi De Dion í Frakklandi. Því var Thomsensbíll- inn franskrar ættar þótt hann væri smíðaður í Þýskalandi. Það var svo 30. júní 1904 að Detlev Thomsen, kaupmaður í Reykjavík, kom til landsins með gufuskipinu Kong Tryggve og hafði meðferðis bif- reiðina sem hann festi kaup á í Danmörku, hún var þá 3ja ára gömul og töluvert slitin. Thomsen hafði þá fengið styrk frá Alþingi að upphæð kr 2000 til að kaupa mótorvagn til reynslu á Íslandi. Bíllinn reyndist frekar illa, enda kraftlítill, sjö hestöfl og vegir vondir, aðallega hestvagnabrautir. Thomsensbíllinn var því sendur aftur út til Danmerkur, sennilega 1905. „Við smíði þessa bíls hef ég reynt að gera hann sem líkastan því sem hann var nýr. Það voru til dæmis engin ljós á Thomsens- bílnum, hafa sennilega verið tekin af í flutningi. Eftir því sem ég hef séð á myndum voru ljós á Cudel- bílum þegar þeir voru framleiddir, að vísu olíuljós,“ sagði Sverrir Andrésson, bílasali á Selfossi, áhugamaður um fornbíla og hag- leiksmaður. Áhersla lögð á að hafa bílinn eins Hann segir margt í undirvagni bílsins, það sem ekki sést, öðruvísi en var í Thomsensbílnum. „En ég hef lagt mesta áherslu á að útlitið væri það sama. Margir ágætir menn hafa rétt mér hjálparhönd við smíði og gerð þessa sérstæða bíls,“ sagði Sverrir er hann kynnti bílinn á Bílasölu Selfoss. En hann og Bragi sonur hans eru með skemmu í smíðum þar sem verður safn fornbíla til sýnis fyrir ferða- fólk og er áformað að það verði opnað vorið 2002. Bíllinn var sprautaður hjá Bíla- málun Suðurlands og Seglagerðin Ægir saumaði blæjurnar. Sverrir sagði Þór Vigfússon hafa veitt mikla aðstoð við að afla upplýsinga um bílinn með bréfaskriftum við aðila í Þýskalandi, sendiráðið og fleiri aðila. Morgunblaðið/Sig. Jóns Fyrsti bíllinn á Íslandi hefur verið endurgerður á Selfossi. Við stýrið er Sverrir Andrésson og við hlið hans Finnbogi Eyjólfsson. Í aftursætinu sitja Þór Vigfússon og Sigurður Hreiðar Hreiðarsson aftan við bílstjórann. Thomsensbíln- um ekið um götur Selfoss Selfossi. Morgunblaðið. TÓNLISTARKENNARAR fluttu í gær hljóðlaust tónverk í húsnæði ríkissáttasemjara, auk þess sem þeir afhentu áskorun frá Félagi tónlistar- skólakennara og Félagi íslenskra hljómlistarmanna, þar sem lýst er yfir „megnri óánægju með vinnu- brögð og áhugaleysi samninga- nefndar launanefndar sveitarfélaga í yfirstandandi samingaviðræðum við tónlistarskólakennara“, eins og seg- ir í áskoruninni. Þar ítreka tónlistar- kennarar jafnframt þá kröfu að „störf þeirra og menntun verði met- in að verðleikum og grunnlaun hækkuð til samræmis við laun ann- arra kennara í landinu“. Á fundi FT og FÍH í gær var svo samþykkt að hvetja tónlistarkenn- ara til að taka ekki þátt í tónlist- arflutningi 17. júní. Fluttu hljóðlaust verk Steinunn Birna Ragnarsdóttir, pí- anóleikari og tónlistarkennari, segir í samtali við Morgunblaðið að áskor- unin hafi verið lögð fram í gær í upp- hafi samningsfundar, til að sýna samningsfulltrúum tónlistarkennara stuðning. „Í tilefni dagsins fluttum við hljóð- laust verk undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar fyrir launanefndina og má segja að þetta tónverk sé for- smekkurinn að því hvernig tónlist- arflutningur framtíðarinnar kæmi til með að hljóma, ef svo illa færi að tónlistarkennara nyti ekki lengur við,“ segir Steinunn Birna. „Það er þrálátur orðrómur um að tónlistar- flutningur sé byggður á fullsköpuð- um meðfæddum hæfileikum og þann orðróm er okkur mikið í mun að kveða niður. Raunin er sú að þetta er þrotlaus þjálfun og langt og strangt nám og á því byggjum við okkar launakröfur.“ Tónlistarkennarar taki ekki þátt í tónlistarflutningi 17. júní Í gær samþykktu félagsmenn FT og FÍH á fundi sínum, að hvetja tón- listarkennara til að taka ekki þátt í tónlistarflutningi 17. júní. „Mörg okkar sem voru á fundin- um hafa þegar aflýst sínum tónlist- arflutningi, en 17. júní er einn af þessum dögum þar sem tónlistar- flutningur er hvað mest áberandi. Það myndi muna mjög miklu ef ekki hljómaði tónlist á þjóðhátíðardaginn og þarna er aftur verið að gefa for- smekkinn að því sem yrði ef enginn kynni að spila á hljóðfæri,“ segir Steinunn Birna. Ekki ljóst hversu víðtæk áhrifin verða Hún segir að ekki sé komið í ljós hversu víðtæk áhrif þessa verði, en ljóst sé að tónlistarflutningur á þjóðhátíðardaginn muni raskast að einhverju leyti. Steinunn Birna segir að tónlistarkennarar nýti sér aðferð- ir sem þessar til að vekja athygli á málstað sínum þar sem þeir séu í annarri aðstöðu en aðrir kennarar. Það valdi ekki sama usla í þjóðfélag- inu ef tónlistarkennarar legðu niður kennslu, en afleiðingar þess yrðu hins vegar mjög alvarlegar þegar til langtíma væri litið. „Fólk gerir sér ekki endilega grein fyrir því hvað tónlist er sterk- ur og mikilvægur þáttur og það er kannski ekki fyrr en hún þagnar að það heyrir að eitthvað vantar,“ segir Steinunn Birna. Tónlistarkennarar flytji ekki tónlist 17. júní Morgunblaðið/Billi Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari afhendir Þóri Einarssyni ríkissáttasemjara áskorun frá Félagi tónlistarskólakennara. Félag tónlistarskólakennara lýsir óánægju með gang samningaviðræðna HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær Bergþóru Guðmundsdóttur í 12 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Hallgrími Elíssyni að bana í íbúð á Leifsgötu 10 í Reykjavík hinn 23. júlí í fyrra. Til frádrátt- ar kemur samfellt gæsluvarð- hald hennar frá 24. júní í fyrra. Henni er einnig gert að greiða allan áfrýjunarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns fyrir Hæstarétti. Héraðs- dómur dæmdi Bergþóru í 14 ára fangelsi 30. mars síðastliðinn. Bergþóra var ákærð fyrir manndráp með því að hafa ráð- ist á Hallgrím þar sem hann lá á dýnu á gólfi, sest klofvega ofan á hann og þrengt að hálsi hans þar til hann lést. Atvikið átti sér stað þar sem þau sátu ásamt fleira fólki við drykkju og voru allir undir verulegum áhrifum áfeng- is eða vímuefna. Ekki öðrum til að dreifa Hæstiréttur taldi fram komið, svo að ekki yrði véfengt með skynsamlegum rökum, að Berg- þóra hefði veitt Hallgrími þá áverka sem ollu bana hans og að ekki hefði þar öðrum verið til að dreifa. Hæstiréttur féllst á það með héraðsdómi, að í upphafi hefði það ekki verið ásetningur Bergþóru að verða Hallgrími að bana. Hún var talin sakhæf og að fullu fær um að stjórna gerð- um sínum þótt hún hafi verið undir miklum áhrifum fíkniefna, áfengis og róandi lyfja. Við ákvörðun refsingar var höfð hliðsjón af sakarferli ákærðu, en hún hefur hlotið átta refsidóma. 12 ára fangelsi fyrir manndráp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.