Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 10

Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Jóhannesi Þórðar- syni, arkitekt FAÍ, fyrir hönd Glámu-Kíms arkitekta ehf. sem er athugun þeirra á nýrri skipulagstil- lögu fyrir Skuggahverfið í Reykjavík sem unnin var fyrir nokkra íbúa í hverfinu. „Á undanförnum misserum hefur Borgarskipulag kynnt hugmyndir um nýtt deiliskipulag fyrir Skugga- hverfið. Um er að ræða reit sem af- markast af Klapparstíg, Skúlagötu, Frakkastíg og Hverfisgötu. Að beiðni eigenda og íbúa á Hverfisgötu 55 og 57 höfum við skoðað þær hug- myndir sem fram hafa komið vegna ofangreindrar endurskipulagningar. Eftirfarandi hugleiðing eru viðbrögð okkar við þeirri athugun. Núverandi skipulag Svæðinu má skipta í tvennt: norð- an Lindargötu og sunnan Lindar- götu. Reitur á milli Skúlagötu og Lind- argötu er nánast autt svæði sem áð- ur var virkt athafnasvæði íslenskra framleiðslufyrirtækja. Reitur á milli Lindargötu og Hverfisgötu saman- stendur hins vegar af blandaðri byggð timburhúsa og steinhúsa sem flest eru heimili þeirra sem húsin eiga. Fjölbreytni í hæð (allt frá einni hæð upp í 5 hæðir), lögun og útliti einkennir reitinn. Flest húsanna eru frá byrjun 20. aldar þar sem timbur- og steinhúsahefðin blandast saman á sundurleitan hátt. Á undanförnum árum hafa mörg húsanna verið end- urgerð og ástand þeirra fært til betri vegar. Ekki er um að ræða stórar eignir en saman mynda þær ákveðið mynstur (strúktúr) sem vel má styrkja og endurnýja án þess að rífa (eða flytja) nánast hvert einasta hús. Að undanförnu hefur jafnframt komið fram að mörg húsanna eiga sér skemmtilega sögu sem ekki verður rakin hér. Það telst eðlilegt að borgaryfir- völd vilji skipuleggja og styrkja byggðina norðan Lindargötunnar enda langt síðan hafist var handa við að vinna eftir deiliskipulagi fyrir Skúlagötuna og samþykkti borgar- ráð nýlega drög að samkomulagi við byggingarfélagið 101 Skuggahverfi hf. um að framkvæmdum á því svæði yrði lokið árið 2005. Hvað svæðið sunnan Lindargötu varðar þá er það aftur á móti álit okkar að nauðsyn- legt sé að styrkja ríkjandi strúktúr á þessu svæði þar sem litlu húsin eru undirstaðan í byggðamynstrinu og grunnur að þeirri byggðamynsturs- vernd sem ætti að einkenna vinnu við deiliskipulag á þessum reit. Í þessu samhengi er rétt að vekja athygli á því að á húsverndarkorti yfir austurbæ Reykjavíkur sem gef- ið var út í þemahefti í tengslum við Aðalskipulag Reykjavíkur 1996– 2016 er reiturinn Hverfisgata – Vatnsstígur – Lindargata – Frakka- stígur auðkenndur með ljósgulum lit. Í skýringum með varðveisluskrá kemur fram að sá litur tekur til svæða þar sem er „Byggðamynstur sem lagt er til að vernda“. Í skýr- ingum segir svo: „Verndun byggða- mynsturs tekur til eldri byggðar inn- an svæðisins. Breytingar taki mið af mælikvarða byggðar og hlutföllum húsa. Æskilegt er að gerðar verði húsakannanir innan svæðanna.“ Hugmyndir um endurskipulag umrædds reitar er að finna í heftum sem dagsett eru 14.12. 1999 og 13.11.2000 frá dönsku arkitektastof- unni Schmidt Hammer og Lassen. Það er skoðun undirritaðra að vand- að hafi verið til undirbúningsvinn- unnar og að athugun höfunda á skipulagsreitnum sé fagleg og til þess fallin að vekja umræðu um mál- efnið. Höfundar setja fram í fyrra heftinu nokkrar leiðir um það hvern- ig fella megi nýtt skipulag að núver- andi byggð. Hugmyndirnar sem settar eru fram ganga mislangt í því að viðhalda núverandi byggða- mynstri, eða alveg frá því að láta mörg núverandi húsa standa óhreyfð og allt til þess að flytja eða rífa nán- ast öll hús innan reitsins. Í seinna heftinu er lögð fram skipulagstillaga innan reitsins. Hér er gengið langt í því að fjarlægja/rífa hús innan reitsins. Jafnframt er notkun húsa innan reitsins talsvert breytt. Reitur sem í dag einkennist af íbúðabyggð breytist í skrifstofu og verslunarreit. Engin ákveðin rök eru sett fram fyrir því að ganga jafn langt og gert er í því að fjarlægja nú- verandi byggðamynstur innan reits- ins. Það virðist því sem hér sé um að ræða frávik frá yfirlýstum markmið- um borgarskipulags um byggða- mynstursvernd í grónum hverfum borgarinnar. Engin sérstök rök eru færð fyrir því af hverju nauðsynlegt er að rífa eða fjarlægja öll hús sem standa á milli Vatnsstígs og Frakkastígs, svæði sem Aðalskipulag hefur áður lýst sem byggðamynstri sem lagt er til að vernda. Hugmyndirnar bera þess ekki merki að skoðað hafi verið vandlega hvernig nota mætti þær byggingar sem í dag standa á reitn- um í þeirri viðleitni að styrkja nýtt skipulag. M.ö.o. það er skoðun okkar að það þurfi að leggja vinnu í að skoða betur þá hugmynd að nýta nú- verandi byggðamynstur, styrkja þá íbúðabyggð sem fyrir er og nauðsyn- legt er að styrkja. Eins og fram hefur komið þá hafa margir íbúanna lagt í kostnaðarsam- ar og metnaðarfullar endurgerðir á húsum sínum í þeirri trú að íbúða- byggð héldist innan reitsins. Varð- veisla eða húsvernd sem byggist á sameiginlegum vilja yfirvalda og eigenda að halda húsi vel við í upp- runalegu horfi samhliða eðlilegri nýtingu er besti kosturinn í hverfa- vernd. Arfurinn á Íslandi er vissu- lega fátækur samanborið við önnur lönd. Nauðvörn hefur einkennt þennan málaflokk til þessa. Því þarf að beita nærfærni við allar breyt- ingar á byggðamynstri. Af ofangreindu má ráða að mynst- ur byggðar á umræddum reit hafi ótvírætt varðveislugildi að mati sér- fræðinga í minjavörslu og verndun byggðar. Því er undarlegt að sú greining hafi ekki verið lögð til grundvallar við gerð umræddrar skipulagstillögu. Óskað er eftir að skipulagsyfirvöld Reykjavíkur rök- styðji með skýrum hætti af hverju vikið er frá áður markaðri stefnu um verndun byggðamynsturs á þessum reit. Í ódagsettum kynningarbæklingi sem heitir Skuggahverfi – Reykjavík segir: „Hugmyndin um uppbygg- ingu byggir á einfaldri en agaðri hugmynd um samtvinnun bygging- arsvæða og gatna. Stærð og lögun byggingarsvæðanna er grundvölluð á núverandi byggðarmynstri og myndar því sannfærandi vef nýs og gamals; gatna og stíga.“ Það er skoðun undirritaðra að þessi fullyrð- ing endurspeglist alls ekki í þeirri skipulagshugmynd sem sett hefur verið fram. Á efri hluta svæðisins, er gert ráð fyrir veslunar- og þjónustu- miðstöð. Kjarni með yfirbyggðu miðrými, en verslanir á jarðhæðum hinna nýju húsa og skrifstofur á efri hæðum. Þetta einkennir alls ekki nú- verandi byggðarmynstur. Þá er rætt um að „þar muni gefast einstakt tækifæri til að tengja sam- an nýja og eldri byggð í takt við ferska strauma í skipulagi og bygg- ingarlist.“ Þetta tækifæri hefur ekki verið fullkannað að mati undirrit- aðra. Samstarf Í samræmi við nýlegar yfirlýsing- ar borgarstjóra, Ingibjargar Sólrún- ar Gísladóttur, hvetjum við skipu- lagsyfirvöld í Reykjavík til þess að taka upp mun nánara samstarf við íbúa hverfisins og að þeim verði gef- inn kostur á að ráða sér ráðgjafa til að gæta hagsmuna þeirra á fagleg- um grunni og á kostnað borgaryf- irvalda. Málið er einfaldlega of við- kvæmt og stórtækt til þess að annað sé réttlætanlegt ef viðunandi niður- staða og sátt á að nást í málinu.“ Athugun GLÁMU-KÍMS arkitekta ehf. á nýrri skipulagstillögu Skuggahverfis Borgin taki upp nán- ara samstarf við íbúa STURLA Böðvarsson sam- gönguráðherra heimsótti í gær Íslandssíma til að kynna sér nán- ar stöðu þess, en hann mun á næstunni heimsækja fleiri fyr- irtæki, sem starfa á fjar- skiptamarkaði, í sama tilgangi, m.a. Landssímann, Tal og Línu.Net. Á fundinum var m.a. rætt um samkeppni á fjarskiptamarkaði, fyrirhugaða endurskoðun á fjar- skiptalögunum og eflingu Póst- og fjarskiptastofnunar, sam- kvæmt upplýsingum frá Jakobi Fal Garðarssyni aðstoðarmanni samgönguráðherra. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra í heimsókninni. Ráðherra heimsækir fjarskipta- stofnanir valdið þessum mismun sem getur munað að allt fjórðungi. Bolli Valgarðsson, framkvæmda- stjóri Tannlæknafélags Íslands, seg- ir rekstrarkostnað hjá tannlæknum hafa aukist mikið á þessum tveimur árum vegna launaskriðs en að auki hafi veruleg hækkun orðið síðustu mánuði á aðföngum tannlækna. „Þar sem ráðherragjaldskráin hefur ekkert hækkað í tvö ár þrátt fyrir miklar verðlagðshækkanir í þjóðfélaginu kemur það í hlut sjúk- lingsins að borga þann mismun sem verður á milli ráðherragjaldskrár og ENDURGREIÐSLUR Trygginga- stofnunar ríkisins til sjúklinga vegna tannviðgerða barna sautján ára og yngri nema oft aðeins tæpum 65% og í sumum tilfellum fara þær niður í 50% af tannlæknakostnaði en eiga samkvæmt lögum að vera 75%. Er þetta skýrt af því að gildandi ráð- herragjaldskrá hafi ekki tekið breyt- ingum frá árinu 1999 þrátt fyrir hækkaðan rekstrarkostnað tann- lækna og verðhækkanir á gjaldskrá þeirra í kjölfarið. Ákveðnir þættir ráðherragjaldskrárinnar hafa því dregist aftur úr verðlagsþróun og verðskrár tannlækna,“ segir Bolli. Hann segir tannlækna hafa átt í samræðum frá áramótum við heil- brigðisráðuneytið og Trygginga- stofnun vegna þessa máls en opin- berir fundir séu stopulir. „Við vonum að þær viðræður skili árangri því það er óhætt að segja að það sé nokkur hreyfing á málinu – en samningavið- ræðurnar ganga þó mjög hægt. Ég held að það sé almennt viðurkennt af allra hálfu að ráðherragjaldskráin þarfnist breytinga við en hún er enn óbreytt og á meðan það ástand varir borgar sjúklingurinn mismuninn,“ sagði Bolli og kvaðst ekki geta sagt til um hvort vænta mætti breytinga. Reynir Jónsson, yfirtrygginga- tannlæknir Tryggingastofnunar, segist ekki sjá annað en það sé nauð- synlegt að gera breytingar á gjald- skránni og eftir markvisst undirbún- ingsstarf sé nú unnið sé þeim breytingum. „Þetta þarf að gerast bæði vegna verðlagsbreytinga og til þess að koma á þeim einföldunum á ráðherragjaldskránni sem stefnt hefur verið að lengi,“ segir Reynir en kvaðst ekki geta tjáð sig um hvenær breytinga væri að vænta. Mismunur verðskráa vegna tannlækninga veldur lækkuðum endurgreiðslum Breytingar væntanlegar á ráðherragjaldskránni SLYSA- og bráðaþjónusta Landspítala – háskólasjúkra- húss verður sameinuð á einum stað samkvæmt samþykkt framkvæmdastjórnar spítalans sem gerð var á fundi 12. júní. Til þess þarf hins vegar annað- hvort nýbyggingu eða endur- byggingu sem verður ekki lokið við á næstu þrem til fjórum ár- um, segir í samþykktinni. Ekki var tekin afstaða til þess hvort slysa- og bráðaþjón- ustan byggist upp í Fossvogi eða við Hringbraut, en í sam- þykktinni segir, að það ráðist af þeirri stefnu sem marka þarf í náinni framtíð fyrir uppbygg- ingu spítalans í heild. Þá var samþykkt að slysa- og bráða- móttaka verði sameinuð í Foss- vogi um næstu áramót og þá muni tvískipting bráðavakta milli Hringbrautar og Fossvogs verða lögð niður. Í Fossvogi verður ekki gert ráð fyrir sjálf- stæðri hjartadeild en sjúkling- um með bráðakransæðastíflu verður beint á Hringbraut. Slysa- og bráðaþjón- usta Land- spítalans sameinuð SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra hefur skipað Geir Jón Þór- isson yfirlögregluþjón og Ásgeir Karlsson aðstoðaryfirlögregluþjón við embætti lögreglustjórans í Reykjavík frá 1. júní sl. Skipunin gildir í fimm ár. Báðir voru þeir settir til sömu starfa 1. júní 2000 í samræmi við breytingar á skipuriti embættisins sem nú hefur verið staðfest af ráðherra. Skipaði yfir- menn í lögregl- unni í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.