Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 12

Morgunblaðið - 15.06.2001, Side 12
FRÉTTIR 12 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRAGI Jóhann Ingibergsson sókn- arprestur í Siglufirði hefur verið val- inn til að taka við embætti sóknar- prests í Víðistaða- prestakalli í Hafnarfirði. Ákvörðun var tekin síðastliðinn mánudag er val- nefnd kom sam- an. Þrír sóttu um embættið auk Braga, þau sr. Arnaldur Bárðar- son, sóknarprest- ur í Hálsprestakalli, sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir, sóknarprestur í Hrísey og sr. Þórhallur Heimisson, prestur í Hafnarfjarðarprestakalli. Fráfarandi sóknarprestur er Sigurð- ur Helgi Guðmundsson og mun hann láta af störfum 1. september. Bragi Jóhann Ingibergsson lauk kandídatsprófi 1989 og var vígður 12. nóvember sama ár til Siglufjarðar- prestakalls. Víðistaðasókn Sr. Bragi J. Ingibergsson valinn sókn- arprestur Sr. Bragi Jó- hann Ingi- bergsson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Skúlason há- skólarektor undirrituðu í gær í Ráðhúsi Reykjavíkur samning um stofnun tímabundins starfs lektors í félagsráðgjöf á sviði félagsþjón- ustu sveitarfélaga. Markmið samningsins er að efla rannsóknir og kennslu á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga. Ráðið verður í starfið til fimm ára. Um verður að ræða 100% starf og skiptist starfs- skylda milli rannsókna, kennslu og stjórnunar. Áhersla verður lögð á greiningu og sérhæfða ráð- gjöf ásamt rannsóknum á sviði félagsþjónustu sveitarfélaga. Starfið verður auglýst ekki síðar en 17. júní nk. og verður ráðið í það frá 1. janúar 2002. Félags- þjónustan í Reykjavík greiðir laun og launatengd gjöld vegna lekt- orsstöðunnar en kostnaður vegna þess stöðugildis nemur 3,5 millj- ónum kr. á ársgrundvelli. Ingibjörg Sólrún fagnaði samn- ingnum og sagði að Reykjavík- urborg vilji standa að baki Há- skólanum en þó gjarnan á þann hátt að gagnkvæmur hagur felist í samstarfinu. „Við höfum lagt fjármuni í stöður í Háskólanum, eins og t.d. í verkfræðideild þar sem Orkuveitan hefur komið að málum. Við höfum lagt fjármagn til kvennarannsóknafræða og sett inn fjármuni í Kvennasögusafnið. Við leggjum fram 12 milljónir kr. á ári í Nýsköpunarsjóð náms- manna og höfum því komið víða við. Þessi samningur á að geta nýst til þess að renna styrkari stoðum undir félagsþjónustu Reykjavíkurborgar og sveit- arfélaganna almennt. Á því sviði erum við í lagaumhverfi sem er viðkvæmara og vandasamara en áður var og því er mikilvægt að stofnun eins og Háskólinn marki ákveðna braut í því sambandi,“ sagði borgarstjóri. Lára Björnsdóttir félags- málastjóri sagði að Félagsþjón- ustan ætti síaukið samstarf við félagsvísindadeild Háskólans og gerður hefði verið sérstakur samningur um starfsþjálfun við nema í félagsráðgjöf. Hún fagnaði mjög þessu framfaraspori. Mikilvægur stuðningur Páll Skúlason háskólarektor lýsti yfir ánægju Háskólans með samninginn. „Það er gott fyrir Háskólann að fá stuðning til að ýta framkvæmd af þessu tagi úr vör því við höfum átt í erf- iðleikum með að taka fé frá starf- semi sem þegar er til staðar. Stuðningurinn er því mjög mik- ilvægur. Hagsmunir Háskólans á þessari stundu er að eflast sem mest sem rannsóknarstofnun og að hann verði betri mennta- stofnun með því að auka rann- sóknir á sem flestum sviðum. Borgin og þjóðfélagið þarfnast þess æ meira að stundaðar séu rannsóknir á þeim málefnum sem þjóðfélagið glímir við,“ sagði há- skólarektor. Reykjavíkurborg kostar stöðu lektors í félagsráðgjöf Morgunblaðið/Arnaldur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Skúlason háskólarektor undirrita samninginn. NÝJAR áherslur í norrænu samstarfi og breytt uppbygging Norðurlanda- ráðs var meðal þess sem rætt var á fundi samstarfsráðherra Norður- landanna í Nådendal í Finnlandi á miðvikudag. Þá ræddu samstarfsráð- herrarnir við fulltrúa Norðurlanda- ráðs um tillögur sem aldamótanefnd- in undir forystu Jóns Sigurðssonar, bankastjóra Norræna fjárfestinga- bankans, lagði fram síðasta haust. Á grunni þeirra tillagna verða lagðar fram tillögur um fimm helstu áherslu- atriði varðandi norræna samvinnu á þingi Norðurlandaráðs í haust. Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra og norrænn samstarfsráð- herra, sagði í samtali við Morgunblað- ið að verið væri að breyta áherslum í norrænu samstarfi og uppbyggingu þess, meðal annars til að mæta breyttu umhverfi í ljósi alþjóðavæð- ingar og upplýsingabyltingarinnar. Að sögn Sivjar voru ráðherrarnir sammála um þau fimm áhersluatriðið sem lögð verða fram á næsta þingi Norðurlandaráðs. Þau atriði eru í fyrsta lagi áhersla á samvinnu varðandi tækniþróun og þá sér í lagi upplýsingasamfélagið. Í öðru lagi verður lögð áhersla á vel- ferðarmál og réttindi norrænna þegna innan Norðurlandanna til að vinna og nema í öðrum norrænum löndum. Í þriðja lagi verður lögð áhersla á innri markað Norður- landanna og aukna samvinna til að fækka hindrunum vegna landamæra. Í fjórða lagi verður lögð áhersla á samstarf Norðurlandaþjóðanna við nærsvæði þeirra, til dæmis Eystra- saltsríkin og Kanada og Skotland. Að sögn Sivjar hafa Íslendingar, Færeyingar og Grænlendingar verið sérlega áhugasamir um að skoða nýja fleti á samstarfi á Norður-Atlantshafi varðandi umhverfismál og sjávarút- veg. Þá hafi verið lögð áhersla á að efla samstarfið við Kanada og Skotland og ríki sem liggja umhverfis Norður-Atl- antshafið. Í fimmta lagi verður síðan í tillögum um breyttar áherslur í nor- rænu samstarfi lögð áhersla á um- hverfismál og sjálfbæra þróun. „Um þetta er pólitísk samstaða að leggja áherslu á í norrænu samstarfi á næstu árum. Það er auðvitað mjög mikilvægt að Norðurlöndin nýti sér það hversu lík þau eru, með sama menningarbakgrunn og svipað tækni- stig. Þannig hafa löndin t.d. afar mikla hagsmuni af því að standa saman til að efla sig í þessari alþjóðavæðingu. Í Evrópusamstarfinu sjáum við að þau ná meiru fram í sínu samstarfi gagn- vart öðrum ríkjum og einnig gagnvart ýmsum alþjóðastofnunum.“ Siv segist telja samstarfið mjög spennandi og sífellt mikilvægara fyrir Norðurlönd- in og þá ekki síst fyrir Ísland. „Það er gífurlega mikilvægt fyrir okkar hags- muni að efla norrænt samstarf. Við höfum mikla hagsmuni af því t.d. að vera í samstarfi við ríki eins og Sví- þjóð, Danmörku og Finnland, sem eru innan Evrópusambandsins. Við erum að fara alveg inn í nýja tíma varðandi samstarf Norður- landanna vegna breytinga sem hafa orðið í heiminum, t.d. með alþjóða- væðingunni og upplýsingavæðing- unni.“ Samkvæmt nýjum tillögum verður uppbyggingu Norðurlandaráðs breytt á þann hátt að farið verður úr landfræðilegri skiptingu nefnda ráðs- ins yfir í fagnefndir. Þannig munu 5 fagnefndir starfa í ráðinu og verður ráðið þannig líkara venjulegu þjóð- þingi, að sögn Sivjar. Þá segir Siv að á fundinum hafi ver- ið rædd mikilvæg mál eins og sam- starf þjóða á norðurskautssvæðinu. Á þeim vettvangi er verið að undirbúa nýja samstarfsáætlun þar sem verið er að kanna hvort ekki sé rétt að leggja sérstaka áherslu á Norður- skautsráðið. Siv segir þá breytingu vera mikilvæga bæði varðandi um- hverfismál og einnig vegna þess að mikil byggðaröskun eigi sér nú stað á þessu svæði, líkt og Íslendingar hafa upplifað. Af þeim sökum er mikill vilji fyrir því að efla samstarf þjóðanna til að fjölga tækifærum yngra fólks í framtíðinni. „Og það er sérstaklega áhugavert fyrir okkur Íslendinga því Ísland er allt innan svæðisins sem er skilgreint norðurheimskautið.“ Íslendingar óska eftir for- mennsku í Norðurskautsráðinu Norðurskautsráðið er samstarfs- vettvangur Norðurlandanna og Kan- ada, Rússlands og Bandaríkjanna um málefni norðurskautsins og segir Siv að Íslendingar hafi nú boðist til að veita ráðinu formennsku. Engin önn- ur þjóð hefur gert hið sama og því munu Íslendingar að líkindum taka þar við formennsku á eftir Finnum. Á fundinum í gær var ráðherrunum kynnt sú fyrirætlan norrænu knatt- spyrnusambandanna að sækja sam- eiginlega um að halda Evrópumeist- aramótið í knattspyrnu árið 2008. Ekki hefur verið tekin nein ákvörð- un um þetta ennþá, nema hvað Finn- ar hafa ákveðið að styðja við bakið á slíkri umsókn. Að sögn Sivjar lýstu ráðherrarnir því yfir að slík umsókn myndi verða mjög spennandi norrænt verkefni. Samstarfsráðherrar Norðurlandanna samþykkja tillögur um samstarf þjóðanna Mikilvægt fyrir Íslendinga að efla norrænt samstarf RANNVEIG Sigurðardóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusam- bandi Íslands, segir hækkun verðbólgu mikið áhyggjuefni, en vísitala neysluverðs hækk- aði um 1,5% á milli mánað- anna maí og júní. „Við höfum varað við því í nokkur misseri að ef ekki yrði tekið í taum- ana þá myndi ofþenslan sem verið hefur í þjóðfélaginu enda í mikilli verðbólgu sem nú er raunin.“ Rannveig segir að til að ná tökum á verðbólgunni þurfi aðhald, tryggja þurfi að verð á vörum og þjónustu sé ekki hækkað meira en nauðsynlegt er. Hún telur að minnkandi eftirspurn og gengislækkun verði til þess að verðbólgan muni ganga til baka á næstu mánuðum. „Okkar mat er að þetta sé tímabundin hækkun. Við teljum að gengi krónunn- ar eigi eftir að hækka og ljóst er að bæði fyrirtæki og heim- ili eru byrjuð að laga sig að minni tekjuaukningu og meiri skuldum sem ætti að hafa áhrif á verðbólguna.“ Verður næst skoðað í febrúar 2002 Forsenda kjarasamninga sem gerðir voru árið 2000 voru að verðbólgan færi lækkandi að sögn Rannveig- ar. „Við gerð þeirra var teiknaður upp ákveðinn verð- bólguferill en í febrúar ár hvert er skoðað hvort verð- bólguþróun hafi verið í sam- ræmi við ferilinn. Þetta verð- ur næst tekið fyrir í febrúar 2002 og munum við þá skoða hvort hún standist þegar heildarniðurstaða ársins ligg- ur fyrir.“ Forsenda kjarasamn- inga að verðbólg- an lækki Hagfræðingur ASÍ SAMEINING Rafveitu Sauðárkróks og og Vatns- og Hitaveitu Skaga- fjarðar í Orkuveitu Skagafjarðar verður hugsanlega að veruleika inn- an tíðar en athuganir á hagkvæmni sameiningar hafa staðið yfir. Að sögn Snorra Björns Skúlasonar, bæjar- stjóra á Sauðárkróki, hefur þetta mál verið lengi í umræðunni og undanfar- ið hefur það verið kannað af þeim Jóni Vilhjálmssyni verkfræðingi og Sigurði Páli Haukssyni endurskoð- anda. Þeir hafa skilað tveimur skýrslum um málið, búið er að kynna þær fyrir sveitarstjórn og fram- haldsvinna stendur nú yfir. Snorri bendir á að sameining raf- veitna og annarra orkuveitna sé orðin mjög algeng og nú séu ekki nema örfáar rafveitur eftir á landinu sem ekki hafi enn verið sameinaðar öðr- um veitustofnunum. Sveitarfélagið hafi horft til þess hvernig þessum málum hafi verið háttað annars stað- ar, svo sem í Reykjavík. „Það er ljóst að með sameiningu næst fram veru- legt hagræði enda hefðu ekki nánast allar veitustofnanir stórar og smáar farið í þetta ef menn hefðu ekki séð að það væri skynsamlegt,“ segir Snorri Björn. Að mati hans hefði að ósekju mátt ráðast í þetta verkefni fyrr en fleiri sameiningarverkefni hafa stað- ið yfir í sveitarfélaginu og því hefur ekki orðið af vinnu við þetta mál fyrr en nú. Vangaveltur um sölu rafveitunnar Snorri segir einnig hafa verið uppi hugmyndir um hvort skynsamlegt sé að selja rafveituna til að létta á skuld- setningu sveitarsjóðs, en skuldastað- an hefur verið erfið. „Hins vegar eru veiturnar mjög lítið skuldsettar, raf- og vatnsveiturnar eru skuldlausar með öllu og hitaveitan skuldar tiltölu- lega lítið. Hitaveitan hefur verið helsta tekjulind sveitarfélagsins, hún er ódýr í rekstri og sjálfrennandi vatn hefur meðal annars valdið því að hitveitugjöld eru lág. Menn hafa velt því fyrir sér hvort skynsamlegt sé að selja rafveituna, eins og gert hefur verið með margar minni veitur og sameina þá vatns- og hitaveituna.“ Eins og staðan er í dag segir Snorri Björn menn þó hallast frekar að því að allar veiturnar verði sameinaðar í eina orkuveitu og býst hann við því að ákvörðun um þessi mál verið tekin í sumar. Athuganir á hagkvæmni standa yfir Orkufyrirtæki í Skagafirði ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.