Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ATHUGASEMDIR hafa borist Borgarskipulagi frá nokkrum íbúum í Staðahverfi vegna göngustígs sem verið er að leggja meðfram Korp- úlfsstaðavegi. Samkomulag hefur verið gert við íbúa í grennd við göngustíginn sem felur í sér stækk- un lóðamarka þeirra og flutnings stígsins fjær húsunum. Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds- sonar, skipulagsstjóra í Reykjavík, er það hæð göngustígsins sem íbúar hafa kvartað undan. „Gönguleiðin liggur ansi hátt þannig að það sést niður í lóðirnar frá stígnum. Svo var farið í samvinnu við íbúana um að koma honum betur fyrir og boðist var til að gera hljóðmön auk þess sem íbúarnir fengu að stækka lóð- irnar að göngustígnum,“ segir hann. Aðspurður segir hann nokkra lóð- areigendur ekki hafa fellt sig við þessa niðurstöðu. „Sumir lóðareig- endur vilja ekkert stækka lóðirnar sínar en í stórum dráttum held ég að þetta hafi tekist þokkalega.“ Fasteignagjöld og lóðar- leiga hækka óverulega Í samkomulaginu er gert ráð fyrir að lóðarmörk átta raðhúsalóða við Garðsstaði og Brúnastaði verði færð og lóðir stækkaðar um fjóra metra til suðausturs. Jafnframt verði stígur- inn við Korpúlfsstaðaveg færður um tvo metra til suðausturs og hefur það þegar verið gert. Þá verði hljóðman- ir gerðar á milli Korpúlfsstaðavegar og lóða við Garða- og Brúnastaði. Loks verði ný aðkoma að Korpúlfs- stöðum eða Korpuskóla frá Korp- úlfsstaðavegi við Garðsstaði og bið- stöð almenningsvagna flutt 60 metra til suðvesturs. Í athugasemdum íbúa er ítrekað að færsla á stígnum og stækkun lóð- anna sé fyrst og fremst hagsmuna- mál íbúa aðliggjandi húsa og til þess gert að byrgja sýn frá göngustígnum sunnan lóðanna inn á lóðir. Eins er þess krafist að gatnagerðar- og fast- eignagjöld auk lóðarleigu haldist óbreytt þrátt fyrir stækkun lóðar- innar en í svari gatnamálastjóra seg- ir að fasteignagjöld og lóðarleiga muni hækka óverulega. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið, sem felur í sér ofangreindar breyt- ingar var nýverið samþykkt á fundi skipulags- og byggingarnefndar borgarinnar. Sést niður í lóðirnar frá göngustígnum Grafarvogur Samkomulag gert við íbúa vegna lagningar göngustígs HAFNARFJARÐARBÆR og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar skrifuðu í gær undir samstarfs- samning vegna uppbyggingar, reksturs, viðhalds og afnota af íþróttamannvirkjum í bænum. Samningurinn tekur auk þess til eflingar íþróttastarfs yngri iðk- enda íþróttafélaganna. Samningurinn er endurskoðun og endurnýjun á samningi sem und- irritaður var árið 1987 af bæjaryf- irvöldum, Íþróttabandalaginu, Haukum og FH. Helstu nýmæli samningsins eru að rekstrarstyrkir ná til lóðarleigu íþróttamannvirkja íþróttafélag- anna, reksturs íþrótta- og útvist- arsvæða og stuðnings við skrif- stofuhald Íþróttabandalagsins og aðildarfélaga þess. Lagt er til að eignaskipting við nýbyggingar íþróttamannvirkja haldist óbreytt en þó er heimilt að breyta henni eftir því hvers konar íþróttamannvirki eiga í hlut. Þá er íþróttafélögunum gert að ráðstafa minnst þremur prósentum af út- hlutuðum tímum til almennings- íþrótta en að sögn Ingvars S. Jóns- sonar, íþróttafulltrúa bæjarins, hefur nokkur misbrestur verið á aðgengi almennings að íþróttahús- unum fram að þessu. Óheimilt er að framselja íþrótta- mannvirki sem Hafnarfjarðarbær hefur tekið þátt í að byggja. Þá er sérstaklega hugað að íþróttaiðk- endum 16 ára og yngri og rekstr- arframlögum bæjarins til þessa hóps vegna íþróttaiðkunar. Að sögn Ingvars eru öll ung- menni 16 ára og yngri sem stunda íþróttir tryggð af bænum við íþróttaiðkun. Þá mun bæjarstjórn Hafn- arfjarðar sjá til þess að gert verði ráð fyrir fjárveitingum til íþrótta- mála í fjárhagsáætlun hvers árs og verður Íþróttaráði falið að sjá um skiptingu þess fjár. Morgunblaðið/Arnaldur Magnús Gunnarsson bæjarstjóri (t.h.) og Friðrik Ólafsson formaður Íþróttabandalags Hafnarfjarðar undirrituðu samninginn í Hafnarborg í gær. Bæjaryfirvöld og Íþróttabandalagið undirrita samstarfssamning Sérstakt til- lit tekið til ungmenna- starfs Hafnarfjörður TÖLUVERÐAR framkvæmdir hafa staðið yfir á gatnakerfinu í miðbæ Reykjavíkur að undan- förnu. Að sögn Haralds B. Al- freðssonar, yfirverkfræðings hjá Gatnamálastjóra, er verið að endurnýja yfirborð Austur- strætis frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi. Í endurbótunum felst endurnýjun á lögnum og frárennsli. Þá verða sett upp tré meðfram götunni. Að sögn Har- alds eru samskonar endurbæt- ur gerðar á Hafnarstræti milli Veltusunds og Vesturgötu og á Aðalstræti frá Ingólfsbrunni að Vesturgötu. Stefnt er að verk- lokum vegaframkvæmda fyrir 17. júní. Þá er ráðgert að gera samskonar endurbætur á Póst- hússtræti frá Hótel Borg að Hafnarstræti. Að sögn Haralds Arnar Jóns- sonar, arkitekts hjá Arkitektur- .is sem sér um hönnun Aðal- strætis og Hafnarstrætis, verður akrein Aðalstrætis mjókkuð og gangstéttir breikk- aðar. Auk trjáa sem verða vest- an megin götunnar er gert ráð fyrir bílastæðum fyrir almenn- ing og stæðum fyrir leigubíla. Hafnarstræti frá Vesturgötu að Veltusundi verður í sömu hæð og gangstéttir þannig að svæðið milli sölubúðanna á Ing- ólfstorgi og Fálkahússins verði ein heild sem hægt er að loka fyrir bílaumferð á tyllidögum og stækka þar með torgið. Þá er meðal annars ráðgert að koma fyrir gosbrunni á Ingólfstorgi sem verði endapunkturinn á „vatnaspili Ingólfstorgs“ sem samanstendur af „regninu“, „fossinum“ og „jarðhitanum“. Á torginu eru súlur sem spúa gufu og tákna jarðhitann en stefnt er að því að regnið og fossinn verði komin í gagnið þegar gosbrunn- urinn verður settur upp seinna í sumar, að sögn Haralds. Það er Landmótun ehf. sem sér um hönnun framkvæmda í Pósthús- stræti en Kjartan Mogensen landslagsarkitekt og Kristinn Hrafnsson myndlistarmaður sjá um hönnun í Austurstræti. Gosbrunn- ur á Ing- ólfstorgi Miðborg Gatnafram- kvæmdum að ljúka í Aðalstræti JÓHANNES Benediktsson, for- maður sunddeildar KR, segir vel koma til greina að leitað verði eftir stuðningi fjársterkra aðila við að skipuleggja heilsuræktarstöð við Sundlaug vesturbæjar í tengslum við nýja laug sem sunddeildin og laugargestir hafa óskað eftir. Aðstöðuleysi hefur verið viðvar- andi þar um langa hríð að hans sögn og hefur sundeildin komið að máli við borgaryfirvöld vegna þessa. Nú síðast í maí var borg- arstjóra afhentur undiskriftarlisti þar sem farið var fram á meira laugarrými í vesturbænum. Jóhann- es segist sjá fyrir sér að borgaryf- irvöld og einkaaðilar gætu með ein- hverjum hætt samnýtt aðstöðuna líkt og gert er í Laugardal. Hann segir hugmyndirnar hafa verið ræddar í sunddeildinni en þær séu þó skammt á veg komnar og enn hafi ekki verið rætt við neina einka- aðila sem gætu komið að rekstr- inum. Áhorfendapallar fyrir 150– 200 manns Sunddeildin lét gera frumdrög og lauslega kostanaðaráætlun vegna yfirbyggðar laugar á lóð Vestur- bæjarlaugar árið 1999. Samkvæmt teikningu yrði nýja laugin 12,5 x 25 metrar að stærð og dýptin frá 1,1 upp í 1,8 metra. Hugmyndin er að laugin yrði einkum nýtt til sund- kennslu og undir sundkeppni auk almennrar sundiðkunar, einkum fyrir aldraða. Núverandi búnings- herbergi og böð yrðu nýtt og tengi- gangur gerður inn í þau þar sem nú er geymsla við anddyri að sund- laugarsvæði. Þá er gert ráð fyrir í hugmyndunum að færanlegir áhorf- endapallar fyrir 150–200 manns verði við austanverðan sundlaug- arbakkann. Við norðanverðan gafl sundlaug- arinnar yrði gert ráð fyrir ýmiss konar búnaði og aðstöðu fyrir kenn- ara og sundiðkendur. Segir í tillög- unum að nægjanlegt rými sé í nú- verandi vélarrými fyrir tilheyrandi tækjabúnað, hreinsitæki og loft- ræstibúnað. Gert er ráð fyrir að límtrésbogar verði notaðir í burðarvirki sund- laugarsalar með álklæðningu yfir. Álklæðningin myndi ná niður að stétt austan megin en vestan meg- in, þ.e. út að sundlaugarsvæði, yrði 3 metra hár glerveggur með renni- hurðum. Gaflar yrðu hins vegar úr grind, klæddir, einangraðir og að mestu lokaðir. Sundlaugaker yrðu úr dúkklæddu stáli með flísalögðum kanti og yfirfallsrennum. Formaður sunddeildar KR lýsir yfir áhuga á viðræðum við einkaaðila Heilsurækt- arstöð rísi við laugina Hugmynd að nýrri sundlaug sem sunddeild KR lagði fram á sínum tíma er hægra megin á myndinni við núverandi laug. Samkvæmt tillögum sunddeildarinnar yrði hún yfirbyggð. Vesturbær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.