Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.06.2001, Blaðsíða 19
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 19 SÝNING á 66 Akureyrarljós- myndum Gísla Ólafssonar verður opnuð í Minjasafninu á Akureyri sunnudaginn 17. júní kl. 15. Gísli starfaði um árabil sem lögregluþjónn og síðan yfirlögregluþjónn á Ak- ureyri. Hann kynntist vel mannlífinu í bænum og lifði þær þjóðfélagsbreytingar og uppbyggingu sem varð á ára- tugunum eftir stríð og vann íslensku samfélagi mikið gagn með því að festa þá sögu á ljósmyndir sem nú eru í vörslu Minjasafnsins á Akur- eyri. Á sýningunni eru 66 ljósmyndir sem er aðeins lítið brot af myndasafni Gísla. Myndirnar á sýningunni tengjast flestar á einhvern hátt sögu Akureyrar frá umræddum tíma. Á þeim má sjá fólk að störfum, börn í námi og leik og ýmis atvik úr þróunarsögu bæjarins. Myndir frá hvers- dagslegum atburðum og tylli- dögum. Sýningin verður opin fram á haust og í sumar verður Minjasafnið á Akureyri opið alla daga frá klukkan 11.00 – 17.00. Sýning á ljósmynd- um Gísla Ólafssonar Minjasafnið á Akureyri KÖNNUN á vegum Akureyrarbæj- ar á atvinnuhorfum skólafólks, 17 ára og eldra leiddi í ljós að enn eru 47 einstaklingar án vinnu í sumar. Nið- urstaða könnunarinnar var kynnt á fundi bæjarráðs í gær Bæjarráð samþykkti á þeim fundi að gefa þeim einstaklingum sem um ræðir kost á 6 vikna vinnu í sumar. Áætlaður kostnaður ef allir þeir sem skráðir eru nýta það tilboð er 7,2 milljónir króna. Fjármögnun er vís- að til endurskoðunar fjárhagsáætl- unar. 47 enn ekki fengið vinnu Atvinnuhorfur skólafólks SUMARTÓNLEIKAR verða haldnir í Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit á morgun, laugar- daginn 16. júní, kl. 15. Þar koma fram þær Gerður Bolladóttir sópransöngkona og Júlíana Rún Indriðadóttir píanóleikari. Á efnisskrá eru verk eftir Samuel Barber, þar á meðal „Knoxville: Summer of 1915“, sem er þekktasta verk þessa dáða bandaríska tón- skálds, og sex sönglög eftir Jór- unni Viðar. Þær eiga báðar rætur að rekja til Eyjafjarðar. Gerður ólst upp á Laufási en Júlíana er ættuð frá Ólafsfirði. Gerður lauk burtfararprófi undir handleiðslu Sigurðar De- metz Franssonar árið 1995. Frá árinu 1995 til ársloka 2000 stundaði hún nám í Bandaríkj- unum við Indiana University, School of Music, Bloomington, þar sem aðalleiðbeinandi henn- ar var Klara Barlow. Júlíana Indriðadóttir lauk einleikaraprófi árið 1989 frá Tónskóla Sigursveins D. Krist- inssonar þar sem aðalkennari hennar var Brynja Guttorms- dóttir. Á árunum 1989–94 stundaði hún framhaldsnám í Berlín undir leiðsögn prófess- ors Georg Sava. Eftir tveggja ára dvöl hérlendis hélt Júlíana til náms við Indiana University, School of Music, Bloomington. Þar var hún undir handleiðslu Jeremy Denk og Edward Auer og lauk meistaragráðu árið 1998. Júlíana vinnur við kennslu undirleik og kórstjórn í Reykjavík. Árið 1995 hlaut Júlíana Tónvakaverðlaun Rík- isútvarpsins. Sumartón- leikar í Laugaborg „GRASIÐ er vel sprottið og þétt, þannig að það er ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Viðar Þor- steinsson bóndi á Brakanda í Hörgárdal, en hann hóf slátt á þriðjudag, fyrstur manna í Eyja- firði. Hann var ásamt heimafólki að slá spildu norðan við bæinn í gær- morgun og sagði að þar væri svo- nefnt háliðagras, en það sprytti hratt og fljótt á vorin og því þyrfti að slá það snemma. „Það verður að slá þetta gras snemma, svo fóð- urgildið haldist fyrir skepnurnar. Það má ekki spretta um of ef það á að vera nógu gott fyrir mjólk- urkýrnar,“ sagði Viðar. Hann sagði að lofthitinn mætti vera meiri, er fremur kalt hefði verið í veðri nánast allt vorið og fram á sumar. „Hefði þessi góði kafli ekki komið í byrjun maí vær- um við ekki að slá núna,“ sagði Viðar, en sá óvenjulegi atburður átti sér stað eftir fyrsta sláttudag- inn að grasið var hvítt af hélu þeg- ar hefjast átti handa að morgni dags. „Ég man ekki til þess að slíkt hafi gerst áður,“ sagði Viðar. Hann taldi að bændur myndu úr þessu hefja slátt hver af öðrum. Oft hefðu menn viljað fá góða sprettu, en „en menn mega ekki bara hugsa um magnið, það eru gæðin sem skipta mestu,“ sagði Viðar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Viðar Þorsteinsson bóndi á Brakanda í Hörgárdal grípur til hrífunnar í gær þegar hey var tekið saman á túni hans í gær. Viðar er fyrstur í Eyjafirði til að slá þetta sumarið. Sláttur hófst í vikunni á Brakanda í Hörgárdal Gæðin mikilvægari en magnið Hörgárbyggð AÐALFUNDUR Lífeyris- sjóðs Norðurlands sem hald- inn var nýlega samþykkti ályktun um að kostir og gall- ar aldurstengdrar réttindaá- vinnslu yrðu kannaðir. Fram til þessa hafa áunnin réttindi verið jöfn hjá lífeyr- issjóðum á Íslandi, þ.e. ungur greiðandi fær sömu réttindi og gamall greiðandi fyrir sama iðgjald, þó iðgjald unga greiðandans eigi eftir að ávaxtast mun lengur. Þetta kemur fram á heimasíðu sjóðsins. Þar segir ennfremur að gagnrýnisraddir hafi heyrst um að þetta leiði m.a. til þess, að efnameiri einstaklingar geti lagt mikla fjármuni inn í sjóðina á síðustu árum starfs- ævinnar og þannig notið mun meiri lífeyrisréttinda en rétt- mætt sé og yngri greiðend- urnir standi undir kostnaðin- um. Af þessum ástæðum eru einstaka sjóðir farnir að bjóða upp á áunnin aldurs- tengd réttindi í sérstökum deildum. Aldurs- tengd rétt- indaöflun til skoðunar Lífeyrissjóður Norðurlands HILMAR Kristjánsson, sjómaður, gaf á dögunum Náttúrugripasafninu í Ólafsfirði svokallaðan töskukrabba. Það er dýrategund sem finnst neð- ansjávar! Hilmar hefur átt þetta ein- tak í tæp tuttugu ár en ákvað nú að gefa það safninu vegna plássleysis heimafyrir. Nú er um að gera fyrir fólk að leggja leið sína í Náttúru- gripasafnið og berja þennan krabba augum, en þar er margt forvitnilegt að sjá, t.a.m. uppstoppaður ísbjörn og margar tegundir fugla. Náttúru- gripasafnið fær tösku- krabba Hilmar Kristjánsson afhendir Öldu M. Traustadóttur gjöfina. Ólafsfjörður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.