Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 15.06.2001, Qupperneq 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2001 21 Á SÍÐASTA fundi hreppsnefndar Fljótsdalshrepps sagði oddvitinn Jó- hann F. Þórhallsson sagði starfinu lausu og hyggst hverfa aftur til fyrri starfa hjá Héraðsskógum. Við oddvitastarfinu tekur Gunn- þórunn Ingólfsdóttir, Víðivöllum fremri.Vegna undirbúnings Kára- hnjúkavirkjunar hafa verið mikil og margþætt umsvif hér í sveit á und- anförnum mánuðum. Síðastliðinn vetur var hafinn und- irbúningur að byggingu brúar yfir Jökulsá í Fljótsdal við Gilsáreyrar, sem er mikið mannvirki og hafa steyptir staurar, sem eiga að bera hana uppi, þegar verið reknir niður. Auk þess er unnið að byggingu nýrra brúa yfir Bessastaðaá og Hengifossá og áætlað er að brúa Gilsá einnig. Oddvita- skipti í Fljótsdal Fljótsdalur Morgunblaðið/Guttormur V. Þormar Brúargerð við Hengifossá. BÖRNIN á Tjarnarlandi fóru um daginn í skrúðgöngu frá leikskól- anum sínum og að íþróttaleikvangi Egilsstaða. Þar fóru fram Tjarn- arlandsleikarnir sem voru eins kon- ar upphitun fyrir Landsmót UMFÍ á Egilsstöðum í sumar. Eftir teygjur og beygjur, fettur og brettur til að hita upp litla kroppa var farið í ýmsar þrautir þar sem hver gerði eftir bestu getu og hlutu allir þátt- tökuverðlaun að móti loknu. Leikskólabörn taka forskot á Landsmót Egilsstaðir Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Tápmiklir keppendur á Tjarnarlandsleikum sem fram fóru á íþrótta- leikvangi Egilsstaðabæjar fyrir skemmstu. Börnin á leikskólanum Tjarnarlandi gengu fylktu liði að íþróttaleik- vanginum á Egilsstöðum, þar sem háðir voru Tjarnarlandsleikar. ANDRÉS Sigmundsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Nýja Eyjamanns- ins, er mjög ósáttur við ummæli sem höfð voru eftir Guðjóni Hjör- leifssyni, bæjarstjóra í Vestmanna- eyjum, í Morgunblaðinu á miðviku- dag varðandi tilgang skrifa Andrésar. „Hann ýjar að því að ég sé að setja blaðið fram til að spilla fyrir fyrirtæki sem hugsanlega er á leið til Vestmannaeyja,“ segir Andrés. Andrés segir að hefði hann fengið að ráða hefði blaðið verið viku til tíu dögum fyrr á ferðinni, en útgáfa þess hafi tafist í prentsmiðjunni. „Þá er fulltrúi þessa fyrirtækis sem á í samningum í Vestmanna- eyjum bróðurdóttir mín og að láta sér detta það í hug að ég sé að reyna að spilla fyrir henni og henn- ar fyrirtæki er bara af og frá.“ Auk- inheldur segir Andrés að komi til reksturs umrædds fyrirtækis í Vestmannaeyjum verði það staðsett við hlið hans eigin fyrirtækis og myndi eflaust verða til að styrkja það. „Mér finnst sárt að sitja undir því þegar menn búa svona nokkuð til,“ segir Andrés. Hann segir skrifin um skulda- stöðu bæjarins í Nýja Eyjamann- inum í ætt við þá sem sjálfstæð- ismenn í Reykjavík hafa haldið á lofti um skuldir borgarinnar. Að öðru leyti vill hann ekki tjá sig um ummæl Guðjóns Hjörleifssonar. Sárt að sitja undir slíkum tilbúningi Vestmannaeyjar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.